Morgunblaðið - 01.04.1979, Síða 24

Morgunblaðið - 01.04.1979, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 t Eiginkona mín, dóttir, móöir, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA HANSEN, Unutelli 31, Rvk. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 2. apríl kl. 10.30. Axel Þorkelason, Margrét Hanson, Jóhanna Axeladóttir, Knatján Ingimundaraon, Axal Axalaaon, Máttrföur Jónadóttir, Valdimar Axalaaon, Anna Ágúatadóttir, Tryggvi Axelaaon, Ingibjórg Balduradóttir, Áatbjörg Kornalíuadóttir, og barnabórn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRA JENNÝ VALDIMARSDÓTTIR, Sólvallagötu 37, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. apríl kl. 3 e.h. Hjálmar Guöbjörnaaon, Kriatin Steinadóttir, Bjárni Guöbjörnaaon, Kriatfn Óakaradóttir, Aöalatainn Guöbjðrnaaon, Róaa Guöbjðmadóttir, barnabðm og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinahug viö fráfall og útför bróöur okkar ÁSGEIRS H. GUDMUNDSSONAR, frá Gerói. Syatkini. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og úttör KRISTÍNAR LÁRUSDÓTTUR Mávahlíð 38, Halgi Jónaaon, Elfn Helgadóttir, Erlingur Brynjólfmaon, Jón Björn Helgaaon, Kolbrún Gunnlaugadóttir, Hilmar b. Helgaaon, Erna Harmannadóttir, Jón Eiríkaaon, og barnabðrn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför ástvinar mfns, fööur og bróöur, SIGURÐAR B. MAGNÚSSONAR, varkfrmöinga. Ólöf Óakaradóttir, Kriatján Siguröaaon, María Sólrún Siguröardóttir, Áata Magnúadóttir. t Ég þakka innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur mlnnar GUÐRÍDAR ÓLAFSDÓTTUR Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks gjörgæsiudeildar og deildar A-5 á Borgarspítalanum fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju. Þórunn Dagmar Siguröardóttir, (Douat). t Þökkum innilega samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, og fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR GÍSLASONAR, loftmkaytamannm, Þórunn Siguróardóttir, Sigrún Jonný Siguróardóttir, Guömundur Halkfórmaon, Áata Siguröardóttir, Þormtainn Hálfdanaraon, Höróur Jafmetmaon. Anna Aöalsteinmdóttir, og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, SVEINBJARNAR BECK Sérstakar þakkir færum viö björgunarsveitarmönnum fyrir veitta aöstoö. Ásta og Árni Back Áaa og Ólöf Una Beck Jónína Soffía Han sen — Minning Mér stendur það lifandi fyrir hugarsjónum, hvenær og hvar ég sá Jónínu Soffíu Hansen, húsmóð- irina og eiginkonuna, sem mánu- daginn 2. apríl verður kvödd ] hinztu kveðju frá Fossvogskirkju. Það var haustið 1936 á Klepps- veginum, á móts við Klett. Það var aðeins byrjað að skyggja. Þá mætti ég henni þarna á veginum. Hun var þá tíu ára gömul. Eg var þá að hefja prestþjónustu mína, í þeirri Laugarnessókn, er síðar varð. Við tókum tal saman, ég og þessi broshýra tíu ára telpa — og síðan höfum við þekkst og mæst svo oft á ævinnar vegi. Og ég hef metið hana því meir, því lengri sem kynnin urðu. Nú á morgun, mánudag, verður hún til grafar borin frá Fossvogs- kirkju, umvafin þökk og elsku fjölskyldu sinnar allrar og ástvina. Jónína Soffía Hansen eins og hún hét fullu nafni fæddist þann 8. des. 1926 hér í Reykjavík. Foreldr- ar Jónínu voru þau hjón Margrét Jonsdóttir Hansen fædd í Holtsfit á Barðaströnd og Nils Hansen, karlmannlegur norskur lifrar- bræðslumaður, er bæði bjó og starfaði þarna inni við Klett að lifrarbræðslu fyrir útgerðarfélagið „Geir Thorsteinson" er þá hafði þarna allmikla starfsemi með höndum. Nils andaðist þann 9. des. 1952. Börn þeirra Nils Hansen og Margrétar Hansen er upp komust voru fimm — og eru hin systkinin öll fjögur á lífi. Þann 30. okt. 1948 giftist Jónína Axeli Aðalsteini Þorkelssyni skip- stjóra. Var hjónaband þeirra far- sælt og innilegt. Þau eignuðust sex börn, eina dóttur og fimm syni. Tveir sonanna eru látnir, Nils Þorkell og Garðar, er lézt síðast- liðið haust, og var móður sinni og föður mikill harmdauði. Nöfn barnanna sem eftir lifa eru í aldursröð: Jóhanna, Axel, Valdimar og Tryggvi, sem stundað hefur nám í Frakklandi, en er nýkominn þaðan og hingað heim ásamt unnustu sinni. Árið 1952 flutti Jónína með manni sínum til Siglufjarðar. Þau dvöldu þar í fimm ár, en fluttu þá aftur til Reykjavíkur og hafa búið hér síðan. Síðustu tæp fjögur árin hefur Axel unnið við afgreiðslu á ís til skipa hjá frystihúsinu ísbirn- inum í Örfirisey. Þau hjónin Jónina og Axel voru hvort öðru uppörvun og styrkur og stóð Axel sannarlega við hlið henni í langvarandi veikindum hennar, studdi hana með rósemi sinni og kjarki. Heilsuleysi Jónínu ágerðist með árunum — en móðurelska hennar var slík, að þrátt fyrir sjúkrahús- vistir og þreytu og áhyggjur og sársauka, var hún broshýr og bar þetta allt með óvenjulegri, kyrr- látri reisn, svo að börn hennar skyldu ekki verða óróleg, né ala með sér kvíða. Slík var lífsorka hennar og hugulsemi. Og fyrir ekki all-löngu eftir að líða tók á ævina, gekk hún fram í ýmsum félagsmálum Fella- og Hólahverfis, — já eins lengi og heilsan entist — og tók þar lifandi þátt í félagsmálum, og orkaði miklu með persónuleika sínum og heilbrigðri skynsemi. I Orðakviðum Salomons standa þessi orð um væna konu: „Hún opnar munninn með speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð.“ Þrátt fyrir vanheilsu sína hin síðari ár, vann hún fyrir aðeins tveim árum síðan hjá Sláturfélagi Suðurlands við ýmiskonar kjöt- vinnslu. Kom hún þá oft dauð- þreytt heim, en jafnframt óendan- lega glöð yfir því að hafa getað innt þetta af hendi með sóma. Þannig gafst henni í erfiðri baráttu sinni ný seigla, og nýr þróttur svo við undruðumst. Sú minning um hana, sem mér er hugstæðust, er hversu hún brosti þegar ég mætti henni 10 ára gamalli. Ög ég sá sama ógleyman- lega brosið á andliti hennar nú undir hið síðasta, rétt áður en hún hóf förina hinztu, þá, er enginn snýr aftur frá. Kynslóðir koma kynslóðir fara allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Garðar Svavarsson. LEGSTEINAR S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Líf mitt er svo grámyglulegt, að stundum liggur mér við að leggja árar í bát. Ég geng til starfa á hverjum degi, geri sömu hreyfingarnar dag eftir dag, og mér finnst ekkert liggja eftir mig. Hvernig er hægt að komast upp úr hjólfarinu? Öll vinna getur orðið tilbreytingarlaus, ef við látum hana verða það. Göthe hét vitur maður. Hann sagði: „Það, sem veitir lífinu blessun, er ekki að gera það, sem okkur langar til, heldur að langa til að gera það, sem við verðum að gera.“ Þér segið, að ekkert liggi eftir yður. En ef þér hafið verið trúr í starfi, eins og bréfið bendir til, hljótið þér að hafa afkastað allnokkru og aflað vinnuveitanda yðar og yður sjálfum nokkurra tekna. Dr. Charles Mayo sagði einu sinni: „Ekkert er eins skemmtilegt og vinna. Að fara á mis við vinnu er eins og að fara á mis við lífið, enda er það vinnan, sem gefur okkur lífslöngun." Guð sagði manninum að eta brauð í sveita síns andlitis. Þá gerði hann manninn að félaga sínum. Jesús sagði líka: „Faðir minn starfar allt til þessa. Ég starfa einnig." Heilbrigð skapgerð mótast í heiðarlegu starfi, og þar fæst kjölfestan, svo að við getum tekið „vondu dögunum", þegar þeir renna upp. I starfi líkjumst við Guði að því leyti að hlutir verða til vegna fyrirhafnar okkar, og heimurinn verður betri. Vinnið ekki með hangandi hendi, heldur þakklátur; ekki eins og vél, heldur eins og maður, sem Guð hefur skapað í sinni mynd. Espigeröi — lyftuhús Til sölu eöa í skiptum er 5 herb. íbúö í lyftuhúsi viö Espigeröi: 3—4 svefnh., stofa, boröstofu- krókur, þvottah., mikil og vönduö sameign, m.a. vel búiö vélaþvottahús. í staöinn óskast 6—7 herb. sérhæö eöa einbýlishús meö bílskúr (bílsk.rétti), helst í Smáíbúöahverfi eöa gamla bænum. Þeir sem vildu sinna þessu, gjöri svo vel aö leggja nafn, heimilisfang og símanúmer inn á afgreiöslu Mbl. merkt: „Espigerði — 5723“. Útborgun 28 millj. Vantar raöhús eöa einbýlishús má vera t.d. í Breiöholti, austurbæ, Seltjarnarnesi eöa Kópavogi. Aðrir staöir koma einnig til greina. Húsiö má vera í smíðum. Bílskúr eöa bílskúrsplata þarf aö vera. Útb. 28 millj., þar af 26 millj. fyrir áramót. Upplyæsingar í síma 86985 í dag og eftir kl. 4 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.