Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 78. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Túrkómanar rufu vopnahlé Gonbad Kavus, íran. 2. aprfl. Reuter. HUNDRUÐ íranskra her- manna fylktu liði inn í borgina Gonbad Kavus nærri landamærum Sovét- ríkjanna í dag, er sló í brýnu með gæzluliðum stjórnarinnar og Túrkó- mönum þrátt fyrir umsam- ið vopnahlé. Töldu talsmenn stjórnarinnar að hún hefði þegar misst fimmtíu menn en að ekki hefðu færri en hundrað og fimmtíu fallið úr röðum uppreisnarmanna. Ekki voru liðnar nema tvær stundir frá því að samið hafði verið um vopna- hlé unz verðir og uppreisnarmenn af kynflokki Túrkómana tóku að velgja hverjir öðrum undir uggum með sprengjuárásum. • • Ogrun við Bandaríkin í Líbanon Beirut. I.íbanon, 2. aprí. AP, Reuter. TVÆR flugeldasprengjur skóku sendiráð Bandarfkjanna í Beirut í dag án þess að valda manntjóni eða verulegum skemmdum á byggingunni. Vörður sendiráðs- ins neitaði að gefa nákvæmar upplýsingar en sagði að það hefði samstundis verið yfirgefið. Tveir menn, sem ekki tókst að bera kennsl á, skutu sprengjunum úr nokkurri fjarlægð framan við bygginguna. Þutu þær í gegnum tvær rúður á fyrstu og fimmtu hæð, en mennirnir tveir flýðu samstundis í bifreið. Atburður þessi á sér stað í kjölfar yfirlýs- inga frá Palestínuskæruliðum um að láta til skarar skríða gegn „hagsmunum Bandaríkjamanna" í Mið-Austurlöndum eftir undirrit- un friðarsamninganna. Israelska hermálaráðuneytið skýrði frá því í dag, að tekizt hefði að hafa hendur í hári palestínskra hryðjuverkamanna á leið til ísra- els um borð í flutningaskipi frá Kýpur. í leiðara Pravda, málgagns sovéska kommúnistaflokksins, sagði í dag að samningar Egypta og Israela hefðu „barmfyllt púður- tunnu Mið-Austurlanda með sprengiefni". Viðtökur Begins í Kaíró lýsa hóflæti Kaíró, Tel Aviv, 2. aprfl. Reuter. AP. MENACIIEM Begin varð í dag fyrsti forsætisráðherra ísraels til að drepa niður fæti í Kaíró. Vitnar för Begins um auðsýnt bræðraþel í samskiptum ísraels og Egypta og var kurteislega, en hógværlega tekið á móti honum við komuna. „MINN LÍFSTÍÐARDRAUMUR“ — Begin ásamt dóttur sinni (t.v.) og egypzkum gestgjöfum fyrir framan sfinxinn og Keops-pýramídann. Forsætisráðherrann sagði að hann hefði lengi alið þá von í brjósti að hann fengi að skoða þessi mannvirki, en efaði í fyrsta skipti að gyðingar hefðu tekið nokkurn þátt í gerð þeirra. Símamynd AP. Flestir ráðherrar stjórnarinn- ar ásamt helztu yfirmönnum hersins tóku á móti Begin í Kairó. Fyrstur til að heilsa gestinum var varaforsætisráðherra Egypta- lands, Hosni Mubarak, en hvorki Sadat forseti né forsætisráð- herra, Mustapha Khalil, voru viðstaddir. Herma fréttir að eg- ypskir viðhafnarsiðir geri ekki ráð fyrir að forseti komi fram við slík tækifæri, en Khalil mun hafa borið við veikindum. I öryggis- skyni var séð til þess að mann- fjöldi safnaðist ekki saman á flugvellinum og voru allir sendi- fulltrúar Arabaþjóða fjarverandi þar sem þeir hafa flestir verið kallaðir frá Egyptalandi í mót- mælaskyni við friðarumleitanir Sadats. Með því fyrsta, sem Begin rak augun í er hann steig út úr vélinni var egypzkur heiðursvörð- ur klæddur í búning mjög áþekk- an einkennisbúningi nazista í heimsstyrjöldinni síðari. Þrátt fyrir að hvarfli að fáum að ætlun fyrirmanna hafi verið að fyrta leiðtogann, sem er pólsk-ættaður gyðingur, varpaði fyrirbærið engu síður ljósi á þá staðreynd að flestir þeirra hefðu kosið að taka á móti honum síðar. I Israel hafa einnig heyrzt óánægjuraddir út af för Begins nú, en gremja Arabaþjóða hefur einmitt aldrei verið sárari en um þessar mund-- ir. Ekki var þó annað að sjá en að Begin sjálfur væri hress í bragði við komuna og voru honum síðar í dag sýndir egypzku pýramídarnir og bænasamkomuhús í Kaíró. Við pýramídana sagði Begin m.a. við fréttamenn: „Eg hef komið til Kaíró til að bjóða hinni merku egypsku þjóð frið. Við ætlum að taka höndum saman og hjálpast að.“ Blöð í Kaíró hafa flest verið mjög orðvör þegar sagt hefur verið frá heimsókninni þrátt fyrir að flest lýsi þau yfir stuðn- ingi við hana. Ibúar varpa nú öndinni léttar við Harrisburg IlarrisburK. Pennsylvania, 2. apríl, AP. Reuter. _ KJARNORKUSÉRFRÆÐINGAR skýröu frá því í dag, aö svo liti út sem vetnisský í kjarnorkuverinu við Ilarrisburg. sem gert hefur almenningi órótt að undanförnu. hefði minnkað verulega. Bentu þeir á að mjög hefði dregið úr hita kjarnaofnsins og stafaði nú miklu minni ógn af geislavirkni í nágrenni kjarnorkuversins en áður. Þrátt fyrir að strangar varúðarráðstafanir séu enn í gildi eru því horfur á að mesta hættan sé liðin hjá. „Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni," sagði formaður örygg- isnefndar Bandaríkjanna e um kjarnorkumál, Harold Denton. „Eg átti ekki von á þessum snöggu umskiptum," bætti hann við. „Út- litið er öllu betra en í gær.“ Öryggisverðir í Harrisburg og nágrenni ákváðu engu að síður að halda áfram að undirbúa brott- flutning tuttugu og fimm þúsund íbúa í minna en sjö kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu ef eitthvað kynni óvænt að fara úr böndum. Sérfræðingar unnu áfram að því sleitulaust á mánudag að ráða niðurlögum vetnisskýsins að fullu ••••í'.. *í":' Kokhraustur Amin í Jinja Nairobi, Kenya, 2. apríl, AP, Reuter. TANZANISKAR orrustuflugvélar gerðu i\dag sprengjuárás á olíugeyma í Kampala svo og á bækistöðvar Úgandahers í annarri stærstu borg landsins, Jinja, um sjötíu kflómetra austurt af höfuðborginni. Idi Amin Úgandaforseti bjóst til varnar í Jinja eftir árásina og sagðist mundu berjast þar til síðasta manns gegn innrásarliðinu. Óttaslegnir íbúar borgarinnar sögðu svo frá stuttu eftir loft- árásirnar á mánudagsmorgun, að forsetinn hefði birzt á strætis- vagnatorgi og skipað fólki að snúa aftur til vinnu. Að sögn eins sjónarvotta á Amin að hafa heitið því að „taka árásaröflin í karphúsið". Úganzkir uppreisnarmenn neituðu því um helgina að hermönnum Amins hefði tekizt að hrekja þá aftur. „Kampala er nú aðeins í stóðrenni við okkur,“ sögðu þeir, „og aðeins spurning um tíma hvenær við leggjum til lokaatlögu." með því að blanda lofttegundina köldu vatni og síðan leyfa henni að rjúka út í loftið utan kjarnavers- ins. Var haft eftir einum þeirra að tekizt hefði að hefta útbreiðslu geislavirkni algerlega. Þessar uppörvandi fréttir hafa nú gefið starfsmönnum versins meira svigrúm til að kæla kjarna- ofn þann, er Denton hafði áður spáð að myndi springa í loft upp innan fimm daga. Hafði ríkisstjóri Pennsylvaníu af þeim sökum fyrir- skipað brottflutning allra barna undir skólaaldri svo og barnshaf- andi kvenna af svæði í minna en sjö kílómetra fjarlægð, en alls er talið að um fimmtíu þúsund manns hafi flutzt um stundarsak- ir. Allir nærliggjandi skólar voru lokaðir á mánudag og rekstur fyrirtækja í ólestri. Viðskiptavinir mynduðu langar biðraðir við banka í því skyni að taka út fjármuni sína áður en tilkynnt yrði um algera rýmingu svæðisins. Yfirmaður stærsta sjúkrahússins í Hárrisburg, John McGreevy, skýrði þó frá því í dag, að hann hefði mjög áreiðanlegar heimildir fyrir því að enginn fjöldabrott- flutningur myndi eiga sér stað í fyrirsjáanlegri framtíð. Óhapp þetta er hið versta er átt hefur sér stað í kjarnorkuframleiðslu í Bandaríkjunum. Sjá frekar um viðbrögð bls. 17. Símamynd AP. IIÆTTAN MINNI - Carter Bandaríkjaforseti veifar til fólks við einn af kæligeymum kjarn- orkuversins við Harrisburg. Kann- aði forsetinn aðstæður í tvo tíma og lagði áherzlu á að komið væri í veg fyrir slík óhöpp í framtiðinni, þar sem Bandaríkin yrðu æ háðari | kjarnorkuframleiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.