Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
Pétur Sigurðsson:
í fyrri greinum mínum hefi ég
m.a. leitast við að draga fram
þann mikla mismun sem er á
fjárhagslegum starfsgrundvelli
hjúkrunarheimila aldraðra í opin-
berri eigu og rekstri annarsvegar
og sjálfseignarstofnana hinsvegar.
Þessi munur er þó enn meiri, ef
farið er út fyrir Reykjavíkursvæð-
ið en úti um land er í flestum
tilfellum stór hluti viðkomandi
sjúkrahúsa notuð sem hjúkrunar-
deildir aldraðra, væntanlega á
sama gjaldi og sjúkratryggingarn-
ar greiða fyrir aðra sjúklinga.
Eg hefi líka bent á þann tví-
skinnung sem fram hefur komið í
málflutningi fræðinga og land-
læknis sem annarsvegar telja
óverðugt fólk dvelji á hjúkrunar-
deildum dvalarheimilanna og
leitar það skjóls á þessum stöðum
með það í huga fyrst og fremst.
En álagið á þessar stofnanir
hefur mörg hundruðfaldast, því
einstaklingar, sveitarstjórnir,
heimilislæknar, prestar, verka-
lýðsfélög og vinnuveitendur hafa
eygt í þeim einu sjáanlegu lausn-
ina fyrir þá skjólstæðinga sem
þeir bera fyrir brjósti.
Vonandi verður enginn til að
halda því fram, að ekki hafi verið
reynt að koma á móti og veita
hjálp í þessu hrikalega vandamáli.
En fullyrðingar og vísvitandi
blekkingar þeirra sem betur vita
skekkja mynd þeirra sem í neyð
eiga eins og annarra og því sér
allur almenningur ekki hið ömur-
lega ástand þessara mála í sinni
réttu mynd.
Pétur Sigurðsson
tekjunum var skipt eftir aðeins 9
ára starf happdrættisins. 40%
tekna svæðis Sjómannadagsráðs,
þótt 73% tekna happdrættisins
komi þaðan og 100% annarra
tekna. Það er því ljóst, ekki síst
með hliðsjón af samstarfi samtak-
anna við sveitarfélögin á félags-
svæði sínu að í vaxandi mæli muni
hver búa að sínu eins og sveitarfé-
lögin sjálf hafa löngu mótað, nema
sérstakir samningar kveði á um
annað.
Hrafnistuheimilin munu þó
áfram leitast við að leysa neyðar-
tilfelli þeirra byggðarlaga, sem
ekki hafa í önnur hús að venda.
Ennfremur munu þau taka fólk
utan félagssvæðisins til vistunar
svo framarlega sem rými leyfir,
því ráðamenn Hrafnistuheimil-
anna eru alfarið á móti sjálfræð-
issviptingu aidraðs fólks.
Það er fólkið sjálft sem á að
ráða sinni búseti svo lengi sem
Öldrunarvistun
með gæðastimpli
þetta sama fólk fái þar alls ónóga
þjónustu.
Þessar aðfinnslur virðast þó
ekkert aðalatriði bara ef þeir fá
sjálfir að ráða hverjir vistaðir séu.
Tæpast ætla þeir vísvitandi að
senda fólkið úr því góða og í hið
illa.
Það skyldi þó aldrei vera að
ætlunin sé jafnframt sú, að stór-
hækka eigi daggjaldið? Ef svo er
leyfi ég mér að fullyrða að vanda-
mál rekstrar og ófullkominnar
þjónustu, ef hún telst til staðar,
væri úr sögunni hjá sjálfseignar-
stofnunum að fenginni slíkri lausn
og þurfa engin vistunarráð að
sækja til annarra, þeir þekkja
sjálfir nóg til neyðarinnar og
skortsins á því sviði.
Grunur minn er hinsvegar sá, að
hin fyrirhugaða miðstýrða mats-
nefnd láti allar fjárhagsáhyggjur
lönd og leið. Að áfram eigi að leika
þann leik að senda dvalarheimil-
unum til frambúðargeymslu þá,
sem búið er að dæma af hinum
„löggiltu matsmönnum" langlegu-
sjúklinga og skipti þá hjúkrunar-
þungi engu máli frá þeirra sjónar-
miði, né að dvalarheimilin eru með
öllu vanbúin að taka að sér slíka
viðbótarþjónustu.
Til þessa voru t.d. hjúkrunar-
deildir Hrafnistu aldrei settar á
fót.
Þær voru eins og margundir-
strikað hefur verið settar upp
vegna heimilisfólksins sjálfs á
vistdeildunum.
Vaxandi aldur samfara hrörnun
og ýmsum ellisjúkdómum kallar á
aukna þjónustu innan viðkomandi
stofnunar um leið og nývistanir á
dvalarheimilið færast í átt efra
marks hámarksaldurs og heilsufar
verður í samræmi við það.
Þetta aukna langlífi nær til
allra stétta þjóðfélagsins. Hluti
þess mikla fjölda sem heima dvel-
ur og er að sjálfsögðu til þess
studdur af hinum stærri sveitarfé-
lögum með heimilishjálp og hjúkr-
un í lengstu lög, stendur einn
góðan veðurdag frammi fyrir
þeirri staðreynd að þegar þörfin á
hjúkrunarplássi kallar eru þau
ekki til. Ríki og sveitarfélög hafa
brugðist eða verið vanbúin að
mæta þessum vanda, þrátt fyrir
augljós merki þess að hverju
stefndi með gjörbreyttum þjóðfé-
lagsháttum, s.s. tilflutningi lands-
manna og breyttum vinnuháttum
þ.á m. stóraukinni útivinnu hús-
mæðra.
Það er rangt að segja að sjálfs-
eignarstofnanirnar hafi ekki mætt
þessari þróun. Þær hafa haldið
áfram að sjá um sitt vistfólk þar
til yfir lýkur, þrátt fyrir stóraukna
þörf aukinnar umönnunar enda
Ég hafði hugsað mér þegar hér
var komið í skrifum mínum um
þessi mál að ljúka þeim með því að
segja frá stefnumiðum okkar í
Sjómannadagssamtökunum varð-
andi mál aldraðra. Þau eru fyrir
löngu mótuð og vilja nú margir
sumar þær Liljur kveðið hafa. Þótt
mörgum þyki seint ganga skal enn
og aftur bent á að samtök þessi
geta ekki gengið í vasa skattborg-
aranna eftir framkvæmdafé en
verða að afla þess sjálf.
Þó verð ég að halda áfram um
sinn enda lítið þreytt blaðalesend-
ur með skrifum um hagsmunamál
aldraðra, þótt ég hafi um nær 20
ára skeið verið formaður þeirra
samtaka sem hvað mest hafa
komið þar við sögu þetta tímabil.
A sínum tíma þótti mér happa-
sælla að fara af stað með góðum
samstarfsmönnum og vinna verkið
sjálfur með þeim, en að berja utan
ráðamenn sem svo oft virðast hafa
þýðingarmeiri hnöppum að
hneppa, en að gæta hagsmuna
gamla fólksins — fram að því að
vandamálið hittir þá sjálfa — eða
að kosningar eru í nánd.
Óhjákvæmilegt er að fara
nokkrum orðum um vistunarmálin
vegna lymskulegs áróðurs og
ómaklegrar gagnrýni á dvalar-
heimilin. Þessi gagnrýni hefur
m.a. komið fram í órökstuddum
slettum þeirra sem ráða húsnæði
hins opinbera, sem ætlað er til
þjónustu og dvalar fyrir aldraða
og aðra langlegusjúklinga. Þessu
mætti einfaldlega svara með því
að biðja áhugasama rannsóknar-
blaðamenn að leggja fyrir þessa
herramenn spurningu um hvort
nokkurntíma sé farið að geðþótta
ráðamanna þegar í þetta húsnæði
sé vistað?
Afram mætti spyrja t.d. um
stéttarskiptinguna á himnaríkis-
völlum þessara stofnana. Hvað eru
margir embættismenn þar og hve
margir úr öðrum starfsstéttum?
Er nokkur í skjóli þessara
veggja sem ekki hefur verið heiðr-
aður krossi af innlendum eða
erlendum uppruna?
Hafa aðstandendur viðkomandi
ráðamanna og starfsbræðra þeirra
orðið útundan í ráðstöfun þessa
húsnæðis?
Viðkomendi embættismenn
þurfa líklega ekki að svara slíkum
spurningum, þótt svör mætti
knýja fram, þeir eru flestir ævi-
ráðnir og búa við samtryggingu
þagnarinnar hjá collegum, ef eitt-
hvað bjátar á í starfi þeirra.
Stjórn Sjómannadagsráðs,
Hrafnistuheimilanna og annarra
fyrírtækja og stofnana Sjómanna-
dsgsins eru kjörnir til þriggja ára í
senn. Árlega standa þeir skil verka
Miðstýring
öldrunarmála
— III grein
sinna og stjórnarstarfa á aðal-
fundi, en hann setur þeim að
sjálfsögðu reglur til að fara eftir
þ.á m. um vistunarmál.
Að sjálfsögðu eru þau oft rædd,
en ekki er að sjá að brotið hafi
verið gegn vilja 30—40 aðalfunda-
fulltrúa frá öllum félögum sjó-
manna á félagssvæði ráðsins, því
sumir stjórnarmanna hafa átt þar
sæti um áratuga skeið.
Mörg ár eru liðin síðan sam-
þykkt var að samtökin skyldu
vinna að lausn þessa vanda aldr-
aðra meðal allrar þjóðarinnar,
þótt sjómannastéttin nyti áfram
síns forgangsréttar m.a. vegna
fjármögnunar þeirra beint og
óbeint til byggingarframkvæmd-
anna.
Þessi ákvörðun varð til á þeim
árum er megintekjur til bygging-
arframkvæmdanna komu allsstað-
ar af landinu frá happdrætti
D.A.S. en byggt var í Reykjavík.
Urafnistuheimilin voru aldrei
byggð fyrir eitt sveitarfélag,
heldur hafa þau tekið til vistunar
fólk af öllu landinu. í seinni tíð
sérstaklega frá þeim stöðum sem
enga slíka þjónustuaðstöðu hafa,
jafnvel ekki lækni. Happdrættis-
mögulegt er að verða við óskum
þess. Sveitfesti á ekki að taka upp
að nýju hér á landi.
Um síðustu áramót voru á
Hrafnistu 417 vistmenn. Þar af
voru 149 sjómenn og 120 sjó-
mannskonur. Hinir 148 komu úr
öllum stéttum þjóðfélagsins. Gæt-
ir þeirra mest að sjálfsögðu á
hjúkrunardeildum en þar ræður
mestu um vistun, neyðarástand
sjúklingsins sjálfs og stundum
þeirra sem að hafa haft hann á
sínum vegum. Aðstæður fjöl-
margra skoðum við sjálfir eða
kynnum okkur, auk þess sem
læknisvottorð verður að vera til
staðar ásamt skoðunarskýrslu
læknis, sé hún til. Þær er hinsveg-
ar erfitt að fá frá stöðum þar sem
engir fræðingar eru við störf að
heilbrigðismálum.
Ófá dæmi eru um þá sem hvorki
mega heyra né sjá lækni, eða
fulltrúa frá félagsmálastofnun
viðkomandi sveitarfélags. Enda
mun félagsmálastofnunin í
Reykjavík allt fram á þennan dag
vera að „finna“ aldraða einstakl-
inga sem eru að þrauka einir án
þess að nokkur fylgist með þeim,
við lítinn kost og lélegan aðbúnað.
Skyldi höfuðborgarbúa ekki
reka í rogastans, ef við í stjórn
Hrafnistuheimilanna skýrðum frá
högum sumra þeirra einstaklinga
sem við höfum tekið þar til vistun-
ar samkvæmt ábendingu góðra
manna og stundum sótt sjálfir í
húsnæði sem ekki telst til manna-
bústaða.
Flestum þessara einstaklinga
hefði aldrei komið til hugar að
leita til gæðamatsnefndar öldrun-
arfræðinga. Slík tilfelli, sem mörg
eru, eru ekki tíundið af blaða-
mönnum, enda ekki venja okkar að
flíka siíku.
Frá Hrafnistu í Hafnarfirði, 1. áfanga
Með þessum orðum er á engan
hátt ráðist að starfi félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar í
þágu aldraðra. Þar hefur verið
unnið frábært starf og haft frum-
kvæði um margt, sem aðrir hafa
talið sjálfsagt að taka upp. En þeir
sem ekki þekkja til verða að gera
sér grein fyrir, að þótt höfuðborg-
in og nágrenni sé lítil eining á
mælikvarða stórþjóða, býr þetta
svæði við mörg stórborgarvanda-
mál.
Vandamál aldraðra eru nær jafn
mörg og tala viðkomandi einstakl-
inga, enda má segja að lausnirnar
verði að vera að sama skapi.
Skortur á félagsskap og afþrey-
ingu, einmanaleiki, ótti, fátækt,
afskiptaleysi aðstandenda, og það
sárasta, barnabarnanna séu þau
til, húsnæðisþrengsli, drykkju-
skapur og unglingavandamál á
heimilum, ásamt atvinnuvanda
sambýlisfólks. Þetta eru atriði
sem eru meðal þeirra sem við
þurfum enga læknishjálp við að
meta né háskólapróf. Mörg merki
ellihrörnunar leyna sér ekki, því
síður ef viðkomandi hefur skerta
hreyfivist vegna lömunar, útlima-
missis eða blindu. Þótt máttur
sérfræðinnar sé mikill og fræðin
mörg að magni og gæðum, efa ég
að þeir sömu kenni t.d. Gísla
forstjóra á Grund neitt frekar til
mats á slíku ástandi aldraðra.
Undarlegt finnst mér að á sama
tíma og þjóðfélaginu hefur ekki
tekist að fyrirbyggja slíkan aðbún-
að hjá öldruðum, skuli vera talið
af hinu verra, þótt þeir sem betur
mega sín og ráð hafa á, styðji að
byggingum fyrir þetta fólk með
lánsfé sínu eða gjöfum. Lítinn
hluta alls húsnæðisins fær það
stundum sjálft að nota, mislengi
að sjálfsögðu, en árin verða aldrei
mörg og eftir stendur húsnæðið
um langa framtíð til afnota þeim
sem þörf hafa á.
Fram að því að fræðingar og
landlæknir hófu síðustu harma-
kveinsherferð sína vegna vistunar
á sjálfseignarstofnanirnar, lágu
ekki á lausu þær skoðanir land-
læknis, sem komu fram á öldrun-
arráðstefnu sveitarfélaganna á
Hótel Sögu fyrir skömmu, að það
væri lausn á húsnæðisvandamál-
um aldraðra, ef Hrafnistuheimilin
tækju út úr starfsreglum sínum
ákvæðið um forgangsrétt sjó-
manna og sjómannsekkna.
Margt furðulegt hefi ég heyrt
frá landlækni um „steinkumbald-
ana“, eins og hann kallar gjarnan
dvalarheimilin, en þetta er ný
kenning sem margir bíða með
óþreyju eftir að hann skilgreini
nánar.
Ekki virðist hann þekkja mikið
til sögulegra ástæðna þess að
sjómannasamtökin hófu þetta
byggingarstarf til afnota þeim
sjómönnum sem þörf höfðu á.
Veit hann t.d. að þær eru enn að
vistast á Hrafnistu ekkjurnar sem
misstu menn sína í síðari heims-
styrjöld?
- O -
Byggingarnar eru byggðar í
nafni íslensku ssjómannastéttar-
innar þótt um sjálfseignarstofnun
sé að ræða. Það eru fulltrúar frá
viðkomandi sjómannafélögum sem
hafa staðið fyrir þeim fram-
kvæmdum, það eru þeir sem
byggja og þeir sem stjórna heimil-
unum og vista á þau. Úr sjóðum
sjómanna og frá stofnunum sem
þessir aðilar hafa komið upp og
reka kemur það fé sem til afnota
er til þessara bygginga. Fyrst nú
við I. áfanga Hafnarfjarðarheimil-
isins fékkst lán frá húsnæðismála-
stjórn á sama hátt og aðrir höfðu
þá fengið til slíkra bygginga.
Samtökin hafa ekki einu sinni
skert möguleika annarra til fyrir-
greiðslu úr lánastofnunum, því við
síðustu stórframkvæmd fékkst
ekki krónu fyrirgreiðsla frá þeim
viðskiptabönkum sem Sjómanna-
dagurinn skipti við um áratuga
skeið, Landsbanka og Búnaðar-
faanka.
Framangreindar leiðir eru að
sjálfsögðu öllum opnar, samtökum
fræðinga, sem öðrum hagsmuna-
samtökum og stéttahópum. Það er
bara svo miklu auðveldara að gera
kröfuna á hendur öðrum en vinna
verkið sjálfur.
Niðurlag næst