Morgunblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
35
Margrét Hrefna Guð-
numdsdóttír — Mbming
Fædd 23. júní 1939.
Dáin 27. mars 1979.
Hrefna er búin að kveðja okkur
hérna megin, það sannar einu
sinni enn, að þeir sem guðirnir
elska deyja ungir. Erfitt er að
sætta sig við að hún sé hrifin brott
frá okkur svo skyndilega. Hún sem
alltaf var til staðar ef á þurfti að
halda, boðin og búin, og aldrei fór
hún í manngreinarálit eða talaði
illa um fólk.
Þegar við bjuggum á
Hverfisgötunni fyrir mörgum
árum léku dætur okkar sér saman,
en ekki urðu þau kynni mikil þá.
Seinna hittumst við aftur í
félagsskap sem við vorum báðar í
og ef eitthvað bjátaði á í
nefndarstörfum sem við hjónin
vorum í þá voru Hrefna og Cecil
ætíð tilbúin að hjálpa til hvernig
sem á stóð hjá þeim sjálfum. Allir
menn voru jafnir í hennar augum.
Ég tók eftir því þegar hún kom til
mín í heimsókn þá var hún
gjarnan með fólk frá Skálatúni en
þar starfaði hún utan heimilis, og
þar eru eflaust margir sem sakna
hennar og seint verður hennar
skarð fyllt þar sem og á öðrum
stöðum. Hún var heldur ekki að
kvarta í sínum veikindum síðustu
dagana frekar en á öðrum tímum.
Við hérna á heimilinu eigum
eftir að sakna komu hennar og það
rúm verður ekki fyllt. Hitt er
annað mál að ættingjar og vinir
geta yljað sér við fallegar
minningar um góða konu. Það er
erfitt að skilja tilganginn með því
þegar fólk er hrifið frá okkar
jarðlífi og það kona frá börnum,
eiginmanni, stóru heimili og starfi
utan þess sem henni var mikils
virði. Við hjónin hér heima og
börnin biðjum guð að styrkja þau,
eiginmanninn, börnin og aðra
ástvini í sorg þeirra.
M.M.
Það kom eins og reiðarslag yfir
mig sem aðra fréttin um að
Hrefna væri látin, hún sem alltaf
var svo hress og dugleg.
Hrefna stofnaði ásamt mér og
nokkrum fleiri konum Sínawik
klúbbinn í Mosfellssveit fyrir um
það bil 2 árum síðan. Ekki
hvarflaði að að okkur
Sínawikkonum að Hrefna ætti
Nefnd til að endurskoða
lög aflatryggingasjóðs
Sjávarútvegsráðherra hefur í
samræmi við fyrri fyrirætlanir
skipað nefnd til þess að endur-
skoða lög og reglur
Afiatryggingarsjóðs með tilliti til
þess að hann gegni hlutverki sínu
sem best við að jafna aflasveiflur
og tryggja afkomu sjómanna og
útgerðar við ríkjandi aðstæður,
sem einkennast af breyttri fisk-
gengd og nauðsynlegum sóknar-
takmörkunum á mikilvægum
fiskstofnum.
I nefndina voru skipaðir þessir
menn: Ingólfur Ingólfsson, for-
maður Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands, Óskar
Vigfússon, formaður Sjómanna-
sambands Íslands, Kristján
Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna,
Vilhelm Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda. Jón Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri, Isafirði,
Ólafur Björnsson, framkvæmda-
stjóri, Keflavík, Már Elísson, fiski-
málastjóri, Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur, Hrafnkell Ásgeirsson,
lögfræðingur, Jón Sigurðsson,
þjóðhagsstjóri, sem er formaður
nefndarinnar. Jafnframt hefur
Þórarni Árnasyni, framkvæmda-
stjóra Aflatryggingarsjóðs verið
falið að starfa með nefndinni.
(Fréttatilkynning frá
Sjávarútvegsráðherra)
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
eftir að eiga svo stuttan tíma með
okkur sem raun bar vitni.
Ég kynntist Hrefnu fyrir 20
árum er ég gerðist barnfóstra hjá
henni, og við höfum hist af og til
síðan.
Hrefna var vinnusöm og rösk
kona þrátt fyrir veikindi sem hún
hefur átt við að stríða. Hrefna
lætur eftir sig eiginmann og 4
börn, Helgu, Guðmund, Sigurð og
Inga Steina.
Ég votta ykkur dýpstu samúð
mína og bið algóðan Guð að blessa
ykkur í harmi ykkar.
Sigurlaug Albertsdóttir.
Kveðja frá samstarfs-
fólki á Skálatúni.
Okkur setti hljóð, þegar fréttin
um að Hrefna væri dáin barst til
okkar í vinnuna. Drungi færðist
yfir staðinn og fólk átti eftitt með
að koma sér að verki. Hrefna hafði
verið frá vinnu vegna veikinda
undanfarið, en nokkrum dögum
fyrir andlátið hafði hún komið við
hjá okkur og hún var svo kát og
hress. Erindi hafði hún átt, því að
alltaf var hún með hugann við
vinnuna, þó svo að hún væri
forfölluð vegna veikinda.
Ekki óraði okkur á þessari
stundu fyrir því, að þetta væri í
síðasta sinn, sem við sæjum
Hrefnu.
Hrefna var gjaldkeri
heimilisins, en þrátt fyrir að hún
ynni starfið mikið á skrifstofu
sinni, einangraðist hún ekki frá
öðru starfsfólki. Þvert á móti,
kynntist hún fólkinu vel og fékk
um leið brennandi áhuga á því
starfi, sem verið er að vinna á
heimilinu. Var hún alltaf boðin og
búin að gera allt, sem hún gæti til
að taka þátt í þessu starfi.
Hrefna útvegaði einni stúlkunni,
sem hér dvelur, vinnu í Reykjavík.
Einnig bauð hún henni að vera
með sér og fjölskyldu sinni á
hátíðum, þegar svo margir fara
heim til foreldara sinna. Þannig
var Hrefna virkur þátttakandi í
öllu starfinu á staðnum.
Við kveðjum í dag Hrefnu
Guðmundsdóttur, en minningin
um góða konu, sem alltaf var
reiðubúin að veita hjálparhönd,
mun lifa í hugum okkar.
Við sendum Cecil, börnunum,
móður hennar og öðrum
ættingjum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að veita þeim styrk í þeirra
miklu sorg.
4 gLæsileg innstotsborð
á aðeíns 89.500krónur
Af sérstökum ástæðum getum
við nú boðið nokkur sett
af þessum glæsilegu ítölsku
innskotsborðum á aðeins
kr. 89.500. í hverju setti eru
4 borð, þau eru lökkuð og fást
í fjórumlitum,svört,dökkbrún
hvít og gul. Borðplatan er úr
harðplasti í tveimur litum
hvítu og svörtu, henni má
snúa við með einu þandtaki.
Glæsileg borð með góðum
greiðslukjörum.
Sendum gegn póstkröfu.
Sérverslun meö listræna husmuni
Borgartún 29 Simi 20640
felSM^ Kodak
ektra22ef
myndavelin
MEÐ INNIBYGGÐU
EILÍFÐARFLASSI
Þessi nýtízkulega hannaöa myndavél
með handfanginu er með innibyggðu
eilífðarflassi, þannig aó þú stillir
á flassmerkið og styöur svo á takkann
og tekur allar þær myndir sem þig langar til.
Handfangið gerir vélina stöðugri
og hjálpar þér til að taka skarpari myndir.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S:20313
GLÆSIBÆ
S:82590
AUSTURVERI
S:36161
Umboðsmenn um land allt
Verð á vél í gjafaöskju
með 2 rafhlöðum og einni filmu:
Kr. 24.700.00