Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 Flugdeilan: Verkfalli frestad með lagasetningu? — Málið var rætt í ríkis- stjórninni á fundi hennar í dag og ég lagði til að sett yrðu lög sem myndu fresta öllum verkföllum og aðgerðum fram yfir næstu áramót, sagði Magnús H. Magnússon félagsmála- ráðherra er hann var innt- ur eftir stöðunni í flug- deilunni í gær. Flugdeilan kom til umræðu á Sameinuðu þingi í gær utan dag- skrár vegna fyrirspurnar Matthíasar Bjarnasonar um hver yrðu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verkfallsaðgerðum flugmanna. í svörum félagsmálaráðherra og samgönguráðherra kom fram að deilan væri til meðferðar hjá ríkisstjórninni, ljóst væri að frek- ari sáttaumleitanir væru þýðingarlausar, en samgöngu- ráðherra lét þess þó getið að erfitt gæti verið að ákveða kaup og kjör með lagasetningu. Björn Guðmundsson, formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna, kvaðst ekki hafa trú á að hægt yrði að leysa vandann með laga- setningu, taldi að það gæti aðeins skapað nýjan vanda. Sjá: Frekari sáttaumleitanir tilgangslausar — Ríkis- stjórnin in hikandi í aðgerðum, bls. 18. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Telur æskilegt að fá úrskurð dómstóla á vísitölumálinu Atlantshafe- bandalagið — friður í 30 ár 3Horj)U!ihTsií>ií> WSfí§ f í DAG, 4. apríl eru 30 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbanda- Iagsins. Af því tilefni er Morg- unblaðið að hluta til helgað Atlantshafsbandalaginu og að- ild íslands að því. STARFSMANNAFÉLAG Reykja- víkurborgar mótmælti hinn 4. desember síðastliðinn greiðslu vísitölubóta á laun, sem það taldi ekki vera í samræmi við þann kjarasamning, sem það hefði gert við Reykjavíkurborg og sam- þykktir borgarinnar um launa- mál. Morgunblaðið spurði Þór- hall Halldórsson, formann félags- ins, að því, hvort félagið hygðist gera eitthvað í framhaldi af þessum mótmælum. Þórhallur Halldórsson kvað félaginu nýlega hafa borizt greinargerð frá Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni um réttarstöðu félagsins í máli þessu. Hefði þessi greinargerð verið til umfjöllunar á tveimur stjórnarfundum, en í gær var gerð eftirfarandi bókun: „Lögð fram að nýju greinargerð Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. dagsett 9. fyrra mánaðar, þar sem rætt er um lagalegan rétt félagsmanna StRv til fullra verðbóta á kaup frá 1. desember 1978. Meginniðurstaða lög- fræðingsins er sú, að starfsmenn Reykjavíkurborgar eigi ekki laga- H verfisgötum álið: Skýrslur teknar í gær RANNSÓKN morðmálsins á Hverfisgötu 34 var haldið áfram hjá Rannsóknarlögrcglu ríkisins í gær. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlögreglustjóra voru teknar skýrslur af f jölmörg- um aðilum en engar yfirheyrslur voru yfir þeim tveimur, sem sitja inni vegna málsins. Er jafn óljóst og áður hver er ástæða þessa voðaverks. legan rétt til verðbóta á laun fyrir árið 1978 umfram það, sem leiðir af gildandi lögum. Hins vegar er vitað að skiptar skoðanir eru meðal lögfræðinga um réttarstöðu málsins. Með vísun til ofanritaðs og ennfremur til samþykktar stjórnar félagsins frá 4. desember síðastliðinn, þar sem mótmælt er greiðslu 6,12% vísitölubóta á desemberkaup 1978, sem rangri, telur stjórn StRv æskilegt að fá úrskurð dómstóla um réttmæti kröfu félagsins um greiðslu fullra verðbóta á laun félagsmanna frá 1. desember 1978, samkvæmt ákvæði kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar fyrir tímabilið 1. júlí 1977 til 30. júní 1979.“ (Ljósm. Mbl. Emilía) Magni í slipp í Reykjavík í gær. Fjær sér á strandferðaskipið Heklu, sem er í viðgerð þar vegna skemmda, sem skipið varð fyrir í ísnum norður af landinu á dögunum. Goðinn tekur við af Magna um tíma DRÁTTARBÁTURINN Magni var í fyrradag tekinn upp í Slipp í Reykjavík, en mikil viðgerð þarf að fara fram á vél skipsins. Meðan gert verður við Magna verður björgunarskipið Goðinn tiltækur fyrir Reykja- víkurhöfn og þá einkum til að aðstoða olíuskip, sem hingað koma. Ilafnsögubáturinn Jöt- unn, sem er stærstur hafnsögu- bátanna þriggja, er í vélaskipt- um um þessar mundir. Að sögn Gunnars B. Guð- mundssonar, hafnarstjóra í Reykjavík, virðast allar legur í sveifarás Magna vera ónýtar og er helzt talið að það sé vegna eðlilegs slits, en Magni er 23 ára gamalt skip og átti að fara í mikla klössun á næsta ári. Ef allir varahlutir fást og viðgerðin gengur eins vel og reiknað er með, má ætla að viðgerð verði lokið fljótlega eftir páska. Matthías Á. Mathiesen alþingismaður: Halli ríkissjóðs 7 milljarðar þrátt fyrir miklar skattaálögur „SKÝRSLA sú um afkomu ríkissjóðs fyrir árið 1978, sem fjármálaráðherra hef- ur nú lagt fram, staðfestir það sem við sjálfstæðis- menn sögðum á síðastliðnu hausti,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður og fyrrum fjármálaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Skýrslan sýnir, að greiðsluhalli ríkissjóðs Kjartan Ólafsson, varaformaður Alþýðubandalagsins: Mun greiða atkvæði gegn ák veðnum grem- um f rumvarpsins „ÉG MUN í þinginu á morgun, gera ítarlega grein fyrir af- stöðu minni til frumvarpsins,“ sagði Kjartan ólafsson alþingismaður, er Morgunblað- ið spurði hann í gær um af- stöðu hans til frumvarpsins um stjórn efnahagsmála. en í ÞjóA- viljanum í gær var frá því skýrt að tveir þingmenn Alþýðubandalagsins væru and- vígir frumvarpinu, Kjartan og Eðvarð Sigurðsson. Kjartan Ólafsson kvaðst ekki myndu vilja vera með langar útskýringar á afstöðu sinni í blöðum áður en hann skýrði þinginu frá henni, en hann kvaðst geta staðfest það, sem sagt hefði verið í Þjóðviljanum. „Ég mun greiða atkvæði gegn ákveðnum greinum frumvarps- Kjartan ólafsson ins, ef ekki fást fram á þeim breytingar og ég mun ekki greiða frumvarpinu óbreyttu atkvæði mitt. Morgunblaðið spurði Kjartan hverjar væru helztu aðfinnslur hans við frumvarpið og svaraði hann þá: „Verðbótakaflinn er það atriði í frumvarpinu, sem ég hef alvarlegastar athugasemdir við.“ „Út af fyrir sig,“ sagði Kjart- an Ólafsson, „tel ég að þeir flokksmenn mínir, sem mest hafa að þessum málum unnið, hafi lagt sig mjög fram um að fá fram leiðréttingar í samræmi við skoðanir mínar og þeirra, en árangurinn er því miður ekki meiri en þetta og ég tel hann ekki fullnægjandi." 1978 reynist vera tæpir 7 milljarðar króna í stað 3,6 milljarða króna, sem ríkis- stjórnin gerði ráð fyrir með septemberráðstöfun unum.“ Þegar frá eru taldar afborganir við Seðlabanka," sagði Matthías, „er hallinn 3,4 milljarðar í stað 400 milljóna króna, sem áætlun ríkistjórnarinnar gerði ráð fyrir. Þegar fráfarandi ríkisstjórn lét gera úttekt á stöðu ríkissjóðs á miðju síðastliðnu ári, voru hins vegar niðurstöður þeirrar áætlun- ar að unnt yrði að greiða til Seðlabankans rúma 3 milljarða króna. Af þessu má sjá, að þær miklu skattaálögur, sem ríkis- stjórnin stóð fyrir við valdatöku sína og áttu að mæta þeim út- gjöldum, sem lögð voru á ríkissjóð með hinum misvitru aðgerðum í september, hafa ekki náð að brúa bilið. Þá hefur hlutur ríkisútgjalda sem hlutfall af þjóðarframleiðslu aukizt um 1,2% á síðastliðnu ári, sem er um 6 milljarðar króna.“ Að lokum sagði Matthías Á. Mathiesen: „Sagan er því að endurtaka sig, hvað varðar stefnu og aðgerðir vinstri stjórnar í efnahagsmálum. Vandanum er velt yfir á ríkissjóð og mun það enn frekar koma fram á þessu ári í miklum halla hjá ríkissjóði." Kona í Garðabæ fékk DAS-húsið KONA í Garðabæ hreppti DAS-húsið við Breiðvang í Hafnarfirði, þegar dregið var í 12. flokki happdrættisins í gær. Forráðamenn happdrætt- isins munu afhenda konunni húsið við háti'ðleg athöfn síð- degis í dag. IATA fargjöld hækka um 5—7% ALÞaÓÐASAMTÖK áætlunarflugfélaga IATA ákváðu á fundi sínum sem lauk um helgina að hækka fargjöld og farmgjöld um 7% og tekur hækkunin © INJMLENT gildi 1. maí n.k. Kemur hækkunin í kjölfar nærri 9% hækkunar olíuverðs sem OPEC ríkin tilkynntu síðast í marz og tók gildi hinn 1. apríl. Fargjöldin munu hækka mis- mikið eftir því á hvaða leiðum er og t.d. hækka fargjöld á Suð- ur-Atlantshafi um 5%, á Mið-Atlantshafi og í Mið-Evrópu um 7%, svo og í flestum öðrum heimshlutum um 7%. Hækkun þessi er óháð þeirri hækkun, er tók gildi hinn 1. apríl sl. hjá IATA-félögum og nam 3—5%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.