Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 3 Legg áherzlu á eflingu vísindaþáttarins og auk- ið s jálfstæði Háskólans - segir Guðmundur K. Magnússon nýkjörinn Háskólarektor „Á þessari stundu er mér þrennt efst í huj?a,“ sagði Guð- mundur K. Magnússon prófess- or er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi, þegar ljóst var að hann hafði verið kjörinn næsti rektor Háskóla íslands. „í fyrsta lagi er það traust. sem mér hefur verið sýnt með þessu kjöri, þá sú drengilega fram- koma, sem Sigurjón Björnsson hefur sýnt og í þriðja lagi teljum við það fórn að þurfa að sjá af Guðlaugi Þorvaldssyni í annað starf.“ Mbl. spurði Guðmund, hvort kosningadagurinn hefði verið erfiður. „Þetta hefur í sjálfu sér ekki verið erfitt, enda ekki hart sótt af okkur Sigurjóni," svaraði Guðmundur. „En óneitanlega hefur viss spenna fylgt þessu öllu saman.“ Um kosningaþátt- tökuna sagði Guðmundur að hún hefði verið mjög góð hjá kennurum og starfsmönnum og miðað við þátttöku stúdenta í öðrum kosningum hefði þátt- taka þeirra í rektorskjörinu verið eins og við mátti búast. Af kennurum og starfsmönn- um greiddu 243 atkvæði, eða 85%, og 1272 stúdentar kusu, eða 44,3%. Atkvæði stúdenta vega Vs greiddra atkvæða alls, eða 121,5 atkvæðagildi, þannig að samtals var um 364,5 atkvæðagildi að ræða. Guðmundur hlaut 185,3 atkvæðagildi, eða 50,8%, og Sigurjón Björnsson 157,5 atkvæðagildi, eða 43,2%. Auðir seðlar og ógildir voru 3 frá kennurum og starfsmönnum og 15 frá stúdentum, en að sögn Stefáns Sörenssonar háskóla- ritara dreifðust önnur atkvæði á allmarga prófessora. „Ég lít á rektorsstarfið fyrst og fremst sem framkvæmda- stjórastarf," sagði Guðmundur K. Magnússon í samtalinu við Mbl. „Þau málefni, sem nú ber hæst, eru áframhald í byggingarmálum og jafnframt vil ég leggja áherzlu á eflingu vísindaþáttarins, sem hefur orð- ið nokkuð útundan. Þá er mér ofarlega í huga aukið sjálfræði skólans, bæði í byggingarmálum Guðmundur K. Magnússon. og á öðrum sviðum. Annars er þetta nú þegar öllu er á botninn hvolft spurningin um að auka veg og vanda Háskóla Islands, og það verður bezt gert með sameiginlegu átaki innan frá og jákvæðum viðhorfum utan í frá.“ Viss léttir að fá að vinna áfram að mínum störfum — segir Sigurjón Björnsson prófessor „Ég er fyrst og fremst þakk- látur þeim, sem studdu mig, og þeirra vegna þykir mér leiðin- legt að svona skyldi fara. Sjálf- um var mér þetta ekki fast í hendi og ég óska hinum ný- kjörna rektor alls góðs í starfi", sagði Sigurjón Björnsson prófessor er Mbl. ræddi við hann eftir að úrslit rekstors- kjörsins lágu fyrir í gærkvöldi. „Út af fyrir sig er mér það viss léttir að fá að vinna áfram að mínum störfum og þá sér- staklega að geta tekið mér það rannsóknaleyfi, sem ég hafði ráðgert“, sagði Sigurjón. Sigurjón Björnsson Sjónvarpið um páskana: Rætt um upprisuna, síðan Afturgöngur Ibsens á páskadag Á PÁSKADAGSKVÖLD verður umræðuþáttur í sjónvarpinu um upprisuna og lííið eftir dauðann. Haraldur Ólafsson stjórnar þætt- inum, en þátttakcndur auk hans verða þeir Arnór Hannibalsson, Kristján Búason og Erlendur Haraldsson. Að þessum þætti loknum verður þáttur um alþýðu- tónlist, en síðan verður flutt leikritið Afturgöngurnar eftir Henrik Ibsen, upptaka norska sjónvarpsins. Að öðru efni Sjónvarpsins um páskana má nefna að á föstudag- inn langa hefst sjónvarp klukkan 17 með því að endursýnd verður kvikmyndin Skin milli skúra, sem áður var sýnd í marzmánuði 1972. Aðalleikarar eru þau Ann Ban- croft, Peter Finch og James Mason. Þá um kvöldið verður sýndur fyrri hluti bandarískrar sjónvarpsmyndar, „Sagan af Davíð", og byggir myndin á frá- sögnum Gamla testamentisins. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur á laugardagskvöld. Á annan dag páska verður söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva á dagskrá, en þar er um rúmlega 2ja tíma dagskrá að ræða. TVeir menn slösuðust um borð í Ólafevíkurbáti Ólafsvík. 3. apríl. UM KLUKKAN 9 í morgun slösuðust tveir skipverjar á vél- bátnum Fróða við vinnu sína á miðunum. Hlaut annar þeirra meiðsli á höfði, en hinn handleggs- brotnaði. Slysið varð með þeim hætti, að járnstykki í netarúllunni brast og hrökk stykkið í handlegg annars mannsins og braut hann. Mikil teygja var á færinu er það slapp upp af rúllunni og slóst það í höfuð hins mannsins. Fróði hélt þegar af stað til Ólafsvíkur með mennina og var þeim komið undir læknishendur. Éftir skoðun hér var annar þeirra fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík með sjúkraflugvél til frekari rannsóknar. -Helgi. 1œplegp40 ostateguridir eru fmmlekUar á íslandi nú. Hejurdu bragðaó Óóalsostinn? 9 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.