Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. ó mónuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakiö. Sameinuð standa lýðræðisríkin Eftirleikur síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu var sá, að Sovétríkin innlimuðu Eystrasaltsríkin þrjú, lögðu undir sig finnsk landamærahéruð, hluta af landi ýmissa A-Evrópuríkja; auk þess sem öll A-Evrópuríkin voru sett undir kommúnískar minni- hlutastjórnir í skjóli rauða hersins. Þingræði, lýðræði og þegnrétt- indi, í vestrænum skilningi þessara orða, hafa allar götur síðan verið fótum troðin í þessum ríkjum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar minnt er á tvíþættan tilgang með stofnun varnarbandalags vestrænna ríkja, Atlantshafsbandalagsins. Annars vegar að stöðva útþenslu Sovétríkjanna í Evrópu og hins vegar að tryggja frið, þingræði og þegnréttindi í okkar heimshluta. Þessi tvíþætti tilgangur hefur náðst í skjóli valdajafnvægis í álfunni og varnarsamstöðu þeirra þjóða, sem varðveita vilja borgaralegt lýðræði og almenn mannréttindi. Þessa er skylt að minnast á 30 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Norðurlöndin þrjú, sem voru stofnaðilar að Atlantshafsbandalag- inu, Danmörk, Noregur og Island, voru öll hernumin í heimsstyrjöld- inni síðari, þrátt fyrir yfirlýsingar um ævarandi hlutleysi. Haldleysi hlutleysis í viðsjálum heimi var þá algjört. — Þeim var því nauðsynlegt að framfylgja þeirri frumskyldu hverrar sjálfstæðrar þjóðar, að tryggja varnaröryggi sitt, með öðrum og tryggari hætti. Þær völdu þann kostinn, sem beinast lá við, að ganga í varnarbandalag með öðrum vestrænum ríkjum, sem þeim voru skyldust að þjóðfélagsgerð, menningu og viðhorfum til persónulegra og samfélagslegra réttinda hvers einstaklings. Virkjun á varnarsam- stöðu vestrænna ríkja hefur sannað gildi sitt á þessum 30 árum, sem liðin eru frá stofnun Atlantshafsbandalagsins með þeim hætti, að jafnvel kommúnistaflokkar á Ítalíu og í Frakklandi, sem áður voru andvígir bandalaginu, viðurkenna nú gildi þess fyrir valdajafnvægi og frið í álfunni. Þeir vinstri sósíalistar einir, sem hallastir eru undir Sovétríkin, hafa ekkert lært af þeirri áþreifanlegu reynslu, sem m.a. kemur fram í 30 ára friði í V-Evrópu. Þrátt fyrir þriggja áratuga frið í V-Evrópu hafa ófriðaröldur hrjáð mannkynið fram á okkar daga. Þau ríki, sem tekið hafa upp kommúnískt þjóðskipulag, hafa undantekningarlítið verið þar í bakgrunni, ef ekki í sjálfri eldlínunni. Átök milli kommúnískra ríkja hafa heldur ekki verið einsdæmi. í heimi, þar sem samgöngu- og hernaðartækni hafa þurrkað út fjarlægðir og fært öll þjóðlönd saman í hringiðu heimsviðburða, er ófriður, hvar sem hann geisar, í hlaðvarpa allra þjóða. Atlantshafsbandalagið hefur því hlutverki að gegna, varðandi varnaröryggi aðildarríkja, ekkert síður í dag en þegar til þess var stofnað. Það hlutverk kemur ekki sízt til góða þeim smáríkjum, sem eiga hnattstöðu á samgöngulega- og hernaðarlega mikilvægum svæðum jarðar, en hafa ekki bolmagn til að tryggja varnaröryggi sitt af eigin rammleik. Vonandi þróast sambúðarmál mannkyns á þann veg, að ófriður einnar þjóðar á hendur annarri heyri til sögulegri fortíð. En viðblasandi staðreyndir líðandi stundar eru í þá veru, að vegir lýðræðisþjóða heims hljóta að liggja til áframhaldandi varnarsam- starfs og varnaröryggis innan Atlantshafsbandalagsi'ns. Það samstarf er einn af hornsteinum fullveldis þeirra á líðandi stund. • • Ongþveiti í launamálum Það er nú orðið deginum ljósara að ríkisstjórnin er búin að missa öll tök á launamálunum. í gær lagði hún fram breytingartillögu við efnahagsfrumvarpið, þar sem kveðið er á um það, að einungis félagsménn í BSRB og BHM eigi kost á að fá 3% grunnkaups- hækkunina 1. apríl, að vísu að undangenginni allsherjaratkvæða- greiðslu. Á hinn bóginn kveða tillögur ríkisstjórnarinnar skýrt á um það, að bankamenn skuli ekki eiga neir.na slíkra kosta völ. Þeir mega raunar þakka fyrir, ef 3% hækkunin nú verður ekki dregin af launum þeirra í maí. Og það eins þótt það verði ofan á í BSRB og hjá BHM að taka grunnkaupshækkunina fram yfir breytinguna á samningsréttinum, sem er mjög vafasamt að feli í sér réttarbót fyrir opinbera starfsmenn, eins og fram kemur í ályktun Félags íslenzkra símamanna. Þá er uppi ágreiningur um það innan ríkisstjórnarinnar, hvernig taka skuli á flugmannadeilunni, en Farmanna- og fiskimannasam- bandið hefur lagt fram kröfur um gífurlegar launahækkanir. Þannig ber allt að sama brunni. Ríkisstjórnin hefur misst öll tök á launamálunum. Misréttið veður uppi og gert er upp á milli einstakra Jaunþegahópa, eftir því sem stendur á Norðfjarðarmána ríkisstjórn- arinnar. Samþykkt VSÍ: Forsenda samningavid ræðna að k jarasamn- ingar séu í heild opnir Vinnuveitendasamband íslands lýsti því yfir í gær, að það neitaði öllum viðræðum um kauphækk- anir að svo stöddu og með hlið- sjón af því að það telur rétt að fylgja fram kjaramálastefnu ríkisstjórnarinnar um óbreytt grunnkaup á þessu ári telur VSÍ ógerlegt að ganga til kjarasamn- inga á meðan samningar eru að hluta til ákveðnir í lögum og ekki að öllu leyti opnir. Þessi yfirlýsing var samþykkt á framkvæmdastjórnarfundi VSÍ, sem haldinn var í hádeginu í gær. Yfirlýsing Vinnuveitendasam- bands Islands er svohljóðandi: „I lok síðastliðins árs markaði ríkisstjórnin stefnu í kjaramálum, er byggðist á því, að á árinu 1979 kæmi ekki til almennra kauphækk- ana. Jafnframt lagði ríkisstjórnin áherzlu á, að verðbótakerfi á laun yrði breytt í því skyni að draga úr vixlhækkunum kaupgjalds og verð- lags. Að mati Vinnuveitendasam- bands íslands var hér um að ræða kjaramálastefnu, sem gat haft mikla þýðingu í baráttunni við verðbólguna. Ljóst er að ekki hefur tekist að framfylgja þeirri stefnu, sem ríkis- stjórnin ákvað í lok síðasta árs, að því er varðar verðbætur á laun. Fyrir dyrum stendur að lögákveða verðbætur, sem festa munu yfir 40% verðbólgu í sessi næstu tvö ár. Á undanförnum mánuðum hafa verið lagðar miklar kostnaðarálög- ur á atvinnureksturinn. Hér er m.a. um að ræða íþyngjandi skattaregl- ur eftir breytingar á fyrningar- ákvæðum, hækkun tekjuskatts, tvö- földun eignaskatts, hækkun fast- eignagjalda og álagningu nýbygg- ingargjalds. Þar að auki hafa verið teknar einhliða ákvarðanir um lögbindingu ýmiss konar félags- legra útgjalda, er lúta að samn- ingssviði launþega og vinnuveit- enda og leiða munu til mikillar útgjaldaaukningar í atvinnu- rekstri. Almennar breytingar á kjarasamningum eru því útilokaðar vilji menn stemma stigu við enn frekari verðbólgu. Þá er á það að líta, að Vinnuveit- endasamband íslands telur óger- legt að setjast að samningaborði um kaup og kjör eftir að höfuð- þættir kjarasamninga, grunnlaun og verðbætur, hafa verið ákveðnir með lögum. Það er forsenda samn- ingaviðræðna að kjarasamningar séu í heild opnir, en ekki lögákveðn- ir að hluta. Með hliðsjón af þessum aðstæð- um og af þeim sökum að það er raunhæft markmið hjá ríkisstjórn- inni að ekki komi til almennra grunnlaunahækkana á þessu ári lýsir Vinnuveitendasamband ís- lands því yfir að það getur ekki að svo stöddu tekið þátt í viðræðum við samtök launþega eða einstök verkalýðsfélög um neins konar hækkun launa eða launakostnað- ar.“ Pétur er líklega fyrsti íslendingurinn, sem á frumútgáfu bókar sinnar á japönsku. Á myndinni má sjá bak- og forsíðu bókarinnar. Tekið skal fram, að myndin af höfundi er á baksiðu því japanska er lesin frá hægri til vinstri, öfugt við íslenzku. , Islendingur kennir í slendingum og Asíu- búum að slappa af ÍSLENZKUR félagssálfræðing- ur, dr. Pétur Guðjónsson. kenn- ir á námskeiði hjá Stjórnunar- félagi íslands 5. og 6. apríl n.k. tækni ti! að forðast streitu, vanlíðan og innri spennu. Pét- ur er forstöðumaður sérhæfðr- ar stofnunar á þessu sviði í Bandarikjunum. Gefin heíur verið út bók eftir hann á jap- önsku í 30 þús. eintökum og er önnur útgáfa væntanleg í milljón eintökum. Hann hefur haldið námskeið um þessa tækni hjá mörgum heimskunn- um fyrirtækjum. Námskeiðið á vegum Stjórn- unarfélagsins verður haldið 5, og 6. apríl að Hótel Esju og stendur frá kl. 13.30—18.30 hvorn dag. Námskeiðið er öllum opið, en takmarka þarf tölu þátttakenda við 50. Dr. Pétur Guðjónsson er fé- lagssálfræðingur að mennt, lauk prófi í þeim fræðum frá Har- vard-háskóla. Doktorsgráðu hlaut hann frá háskóla í Santi- ago, Chile. Hann hefur einnig M.A. gráðu í stjórnmálafræðum frá Harvard-háskóla. Hann vann um skeið hjá Sameinuðu þjóðunum áður en hann varð forstöðumaður „Synthesis Insti- tute“. Pétur hefur haldið fyrirlestra um allan heim og sem árangur af námskeiðahaldi í Japan var útkoma bókar hans, „Bókin um hamingjuna", sem nýkomin er út í 30 þús. eintökum, en Pétur mun halda til Japans í lok aprílmánaðar til að semja um endurútgáfu í milljón eintökum. Bókin er væntanleg á fleiri tungumálum, s.s. ensku og frönsku. Stofnunin „Synthesis Insti- tute“ hefur skrifstofur í um 40 löndum og er markmið hennar að sögn Péturs að kenna fólki að losna við streitu með einföldum, raunhæfum aðferðum, sem hafa verið uppgötvaðar eftir rann- sóknir og tilraunir í rúman áratug. Stjórnendur fyrirtækja um allan heim hafa sýnt þessum námskeiðum áhuga og meðal fyrirtækja, sem Pétur hefur starfað fyrir má nefna N.B.C. útvarpsstöðina, Air India, First City Bank í Los Angeles, I.B.M., Freeport Hospital og Pan Amer- ican. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning þátttak- enda eru hjá Stjórnunarfélagi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.