Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 VtEÓ MORö-dKí KAfp/nu GRANIGÖSLARI . ' ■ < I>ú þarft ekki að hræðast þorsta. það er þó alltaf kostur! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Einn af vinsælustu keppnum í Englandi um þessar mundir er útsláttarkeppni para í rúbertu- bridge, sem eitt af þekktustu innréttingafyrirtækjum þar í landi gengst fyrir. Par með hærri saldó eftir spilamennsku eina kvöldstund ber sigur úr býtum og kemst þar með í næsta stig keppn- innar. Og þannig er haldið áfram þar til aðeins eit par verður eftir. Spilið í dag kom fyrir í keppni þessari nýlega. Suður gaf og allir utan hættu. Norður S. 1053 H. Á75 T. ÁDG984 L. K Vestur S. 2 H. D82 T. K1052 L. G10942 Austur S. DG94 H. G106 T. 3 L. D8765 Jæja, nú ættum við að vera óhult. — Frænka gamla fer ekki að brjótast hingað í þessari ófærð! Örlög heimiliskattar Kæri Velvakandi: Mig langar til þess að segja stutta sögu um örlög heimiliskatt- ar míns og sem var eins og einn af okkar fjölskyldu, en hann hét Malli Palli. Hann fór að heiman frá sér fyrir mánuði og var ég búin að auglýsa eftir honum nokkrum sinnum án árangurs. Er ég auglýsti eftir honum síðast fékk ég margar ábendingar um að hann hefði sést hér og hvar í bænum og tvær voru á þá leið, að lögreglan hefði tekið hann. En hvernig stóð á því. Staðreyndin var sú, að hann hafði farið inn um glugga á jarðhæð húss vnð Dalsel. Konan á heimilinu var að sögn hrædd við ketti og hringdi á lögregluna til þess að láta lögregluna fjarlægja hann. Tveir f ílefldir lögregluþjónar mættu á staðinn og tóku með sér sökudólginn og keyrðu með hann burt í lögreglubíl. Síðan var ekið eins og leið lá í annað hverfi og þar var kisa sleppt. Þar með var kisi kominn í ókunnugt umhverfi og mátti nú sjálfur hafa fyrir því að rata heim. Og það munaði litlu að honum tækist það, en þó því að hann lést á leiðinni. Hann varð fyrir bíl á leið sinni upp í Breið- holt. Bílstjórinn var ekki meiri maður en svo að hann kom honum fyrir í öskutunnu nærliggjandi húss, en þar býr maður sem tekur að sér að lóga særðum dýrum fyrir lögregluna. Síðan var farið með „hræið“ eins og sagt var og það grafið þar sem við mennirnir mundum ekki vilja hvíla, á ösku- haugum Reykjavíkurborgar. Hvers eiga dýrin okkar, „kett- irnir“, að gjalda. Hvernig stendur á því að lögreglan tekur dýr sem kvartað hefur verið yfir og keyrir það í annað hverfi. Af hverju fer hún ekki með það eins og með aðra óskilaketti til Kattavinafélagsins, og félagið kæmi því svo áleiðis til eigandans. ver heíur séö ^túíu’Morgunblaösins^ -r tsí'Æi ekSrSrt Ttæplega mánuö. fvrir mikla eftirgrenmáan- Palli.er miki'i- og er | Hverfi skelfingarinnar Eltir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Krist|ónsdóttir snéri á íslenzku. Suður Noröur 1 Spaöi 2 Tfelar 2 Iijörtu 1 Spaöar i Grönd 5 Hjörtu fi Spaðar pass Vestur spiiaði út laufgosa og borðið fékk siaginn. Sagnhafi spil- aði strax lágum spaða á kónginn og fór þar með einn niður. Gaf tvo slagi á tromp. Norður var ekki ánægður með þetta. Sagði að þessi spilaaðferð dygði aðeins væru DG tvíspil og vildi láta sexið frá hendinni í stað kóngsins. Tilkvaddur hlutlaus dómari sagði norður ekki vera sanngjarn- an. Hann benti á, að spilamennska suðurs hefði getað dugað hefði vestur átt D,G eða 9 einspil. Eftir spaðakónginn hefði þá mátt at- huga tígulleguna. Og tækist svín- ingin mætti spila spaðatíunni frá borði og gefa þar með aðeins einn slag á trompið. En mistækist tígulsvíningin var enn fyrir hendi sú von, að D og G kæmu bæði í spaðaás og kóng. 14 dyrnar. Hann var eilítið vandræð^lcgur. — Ég þurfti bara að sækja dálítið sem ég gleymdi. Er að fara. Er Henriette sofnuð. Caja kinkaði kolli og reis á fætur og teygði úr þekkilegum kroppnum með hægum og lokk- andi hreyfingum. í húsinu á horninu á Bakka- bæjarvegi og Bcykivegi sat Kirsten Elmer og haliaði sér yfir tcikniborðið t litla her- berginu hinu næsta við svefn- herbergi Lars. Lampinn yfir borðinu sendi frá sér skjanna- hvíta birtu á strikaðan pappír- inn, og Ijósið kastaði rauðleit- um bjarma á fínlegt ljóst hárið. Hún vann af kappi og einbeitni án þess að gera sér grein fyrir umhverfi sínu. Bo hafði farið út fyrir nokkr- um mínútum og látið þau orð falla að hann langaði að fá sér frískt loft. Hann hafði árangurslaust reynt að ljúka við að hreinskrifa kaflann frá því um daginn en loks gefið það upp á bátinn. Kirsten vissi fullvel að það sem Bo var að sækjast eftir var ekki kvöld- ganga í frískandi lofti. Sjálf- sagt myndi líða hátt í klukku- tfma áður en hann kæmi aftur og þann tfma varð hún bara að reyna að útiloka hann úr huga sfnum og vinna af kappi svo að annað gleymdist. Eða hún gat leyft hugarflugi sínu að leika lausum hala og sjá fyrir sér myndir sem voru henni mjög á móti skapi. Hverja skyldi hann heimsa-kja nú? Það var einum kostinum færra í dag en í gær. í annað skipti þetta kvöld bjó Solvej sig til að taka á sig náðir. Dorrit var farin og hafði skilið hana eftir ráðvillta og fulla af skelfingu sem hún gat ekki losað sig við. Þegar dyra- bjallan gall hrökk hún við og stirðnaði upp af skelfingu. Um hríð stóð hún á rniðju gólfi og virtist sem hún gæti hvórki hreyft legg né lið. Þegar hringt var öðru sinni tókst henni svo að herða sig upp að hún þaut að slökkvaranum og slökkti ljósið. Með hjartað f hálsinum læddist hún gætilega að dyrunum og leit út um gægjugatið. Hún sá útlínur Bos í myrkrinu. Áður en hann hafði hringt í þriðja skiptið hafði hún lokið upp dyrunum í hálfa gátt. — Bo. ég var að fara að sofa. sagði hún með öndina f hálsin- um. — Þú getur ekki komið inn í kvöld. - Jú. Solvej, þú VERÐUR að hleypa mér inn, hvfslaði hann biðjandi. — Ég verð að tala við þig. Hann ýtti upp hurðinni og hún gaf alla mótspyrnu upp á bátinn og lét hann koma inn. — Solvej, hvíslaði hann hás- um rómi. — Ég þarf svo mikið á þér að halda. Einhverra hluta vegna var hún gripin skyndilegri hræðslu og hún hörfaði nokkur skreí. - HvaðVILTU? Hann tók um úlnliðinn á henni og dró hana til sín. Án þess að mæla orð af vörum þrýsti hann föstum kossi á varir hennar. Smám saman slaknaði á spennunni í þöndum lfkama hennar. Hendur hans fóru áfjáðar um lfkama hennar og hún fann að öll andstaða hennar hafði verið kveðin nið- ur þegar hann þrýsti henni upp að veggnum reif utan af henni náttsloppinn. Nágrannar hinnar myrtu í húsinu númer tólf, Paaskehjón- in. höfðu í vitjun tvo lögreglu- menn. Það voru þeir Jörgensen og Mortensen. Frú Paaske hafði enn einu sinni endurtekið frásögu sína. En það var ekki aðeins um atburði morgunsins sem þeir vildu fræðast heldur einnig forvitnast um hvaða áfstöðu frú Paaske hafði til hinnar látnu og svo allt sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.