Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 29 öA//J>s« * S 1* / | á í 6 *! I li æ VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Það þætti ekki gott ef barn náungans færi inn í hús hjá mér og ég sendi það með rútu til Selfoss eða Víkur. Hitt er svo annað mál að fjöldi fólks ætti ekki að fá að eiga dýr hvaða nafni sem það nefnist. Ég get nefnt fjöldann allan af dæmum en 2 skulu nefnd hér: Fjölskylda kom akandi á fólksbíl út í Skerjafjörð. Þar steig maður út með kisu undir hendi, gekk niður í fjöru og labbaði síðan til baka alls laus. Er sjónarvottar fóru að gæta að kom í ljós að kettlingafull læða hafði verið skilin eftir í fjörunni. Sennilega hefur það í fyrstu fengið dýrið sem leikfang handa börnum sínum og ekki nennt að hugsa um hana þegar hún hefði þurft á mestri umhyggju að halda. Annað dæmið var um konu sem nennti ekki að hugsa um sitt dýr lengur og hugðist keyra það upp í Rauðhóla og skilja það eftir þar. Svona er margur maðurinn innrættur, en við sem viljum hafa og þykjum vænt um okkar húsdýr förum fram á að við fáum að hafa þau í friði. Að lokum vil ég segja þetta: Fáið þið ykkur ekki húsdýr nema þið séuð viss um að ykkur muni þykja vænt um það. Ef þið verðið fyrir því að aka á dýr, reynið þá að komast að því hver eigandinn er og látið hann svo vita. Það er 'sárt að sjá á bak dýrinu sínu og enn verra að vita ekki um afdrif þess. Vigdís Kjartansdóttir Engjaseli 29 Reykjavík. • Orlítil athugasemd Velvakanda hefur borizt eftir- farandi bréf: „I þeim hluta heims, þar sem við lifum, kemur mönnum ekki til hugar, að listamenn geti starfað og skapað nema í frelsi... Hvers vegna ættu menn ekki að vera frjálsir að því að leggja fram sköpunargáfu sína og orku til hvers konar framleiðslu og við- skiþta alveg eins og til lista?“ Jónas H. Haralz, Mbl. 23/3 79. Æ, því miður, það er langt frá því, að við viðurkennum yfirleitt frelsi í listum. Við verðum hins vegar að sætta okkur við það. Þó að athafnamenn blómgist við frelsi, er ekkert sem bendir til þess að betri list verði til í frelsi en ófrelsi. Ef til vill fæst ekki úr því skorið fyrr en hárfín kúgunar- SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á svæðamótinu í Amsterdam í desember kom þessi staða upp í skák þeirra Roos, Frakklandi, og Keoghs, Irlandi, sem hafði svart og átti leik. Allir menn svarts taka þátt í sókninni og í slíkum til- fellum er nægilegt að finna aðeins einn snöggan blett á hvítu stöð- unni: Leiklistarskóli Islands auglýsir inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið 1979. Umsóknareyöublöð ásamt upplýsingum um inn- tökuna og námið í skólanum liggja frammi á skrifstofu skólans að Lækjargötu 14 B, sími 25020. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9—15 alla virka daga. Hægt er að fá öll gögn send í pósti ef óskað er. Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu skólans í ábyrgðarpósti eða skilað þangað fyrir 15. maí n.k. Skólastjóri. tækni nútímans hefur fengið að njóta sín betur. * Heimspekilega séð á frelsi lista- manns og frelsi athafnamanns ýmislegt sameiginlegt, en þjóðfé- lagslega ekkert nema nafnið: ef athafnamaðurinn er ekki samstiga þjóðfélagi sínu, er hann glæpa- maður, ef listamaðurinn er sam- stiga sínu, er hann líklega siðleys- ingi. Dapurlegt. K.K. • Geymsluaðstaða í skíðalöndum Móðir hafði samband við Vel- valanda vegna pistils sem birtist í þættinum. fyrir nokkru. Þar var talað um stuld á skíðaútbúnaði og þörfina á því að koma upp aðstöðu í Bláfjöllum til að geyma útbúnað og annað verðmæti. „Sonur minn skildi eftir merkt- an poka, sem notaður er utan um skíði, í skálanum í Bláfjöllum. Er hann kom aftur var búið að taka pokann. Þetta eru dýrir pokar svo ekki er hægt að búast við að sífellt sé hægt að kaupa nýja. Ég er því alveg sammála konunni að það þarf að koma upp aðstöðu til að geyma skíðaútbúnað í Bláfjöllum og öðrum skíðalöndum.“ • Leiðrétting I vísu sem birtist í gær var prentvilla. Birtist vísan nú í réttri mynd og biður Velvakandi hlutað- eigandi velvirðingar á mistökun- um. „Af frumvarpinu er sorgarsaga sællegt fætt í ólafs mynd, en kommarnir það narta og naga, nú er það holdlaus beinagrind.“ HÖGNI HREKKVÍSI ,Högni óskar eftir að fá þetta í gjafaumbúðum.“ 52? SIGGA V/öGÁ í 'ÍILVEWW BANKASTRÆTI 7. SiMI 29122. AÐALSTR/ETI 4. SiM115005. 29.... Bxh3! og hvítur gafst upp, því að hann er óverjandi mát. \I06S /YÍl6S4$d0 / AS) tú YAtf / A9 \ vvm)/ o\m Ky ( Y0Vf \\VEWb \V£6N/A Ý6 A9 \k)6$4\ W \\VA® tá E/61 P® )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.