Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 80. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Sveifla til vinstri í byggðakosningum Madrid - 4. aprfl - AP. VERULEG vinstri sveifla varð í fyrstu byggðakosningum, sem efnt er til á Spáni í 48 ár. Sósíalistar og kommúnistar náðu forystu í átta stærstu borgum landsins, en flokkur Suarezar forsætisráðherra, Miðflokkasambandið, á greinilega mikil ítök í hinum strjálu byggðum landsins og er talningu var um það bil að ljúka hafði flokkur hans þrátt fyrir sókn vinstri aflanna greinilega fengið flesta fulltrúa kjörna í bæjar- og sveitarstjórnir. Þetta er fyrsti stórsigur vinstri aflanna á Spáni frá því að Franco leið fyrir hálfu fjórða ári, og er talið að þessi þróun eigi eftir að hafa alvarlegar af leiðingar fyrir Suarez. Þrátt fyrir þennan mótbyr er Símamynd AP. Santiago Carillo, leiðtogi spánskra kommúnista, óskar sósíalistan- um Enrique Tierno Galvan til hamingju með sigurinn, en Galvan verður að öllum líkindum næsti borgarstjóri í Madrid. haft eftir áreiðanlegum heimildamönnum, að Suarez muni ekki láta kosningaúrslitin í byggðakosningunum hafa áhrif á stjórnarmyndun sína. Kjör- sókn var nú aðeins um 60% og kenna stuðningsmenn forsætis- ráðherrans því um að almenn- ingur sé orðinn þreyttur og leiður á rápi að kjörborðinu, en þetta er í fimmta sinn, sem Spánverjar ganga til kosninga síðan valdatíma Francos lauk. Þjóðernissinnaðir Baskar sóttu verulega á í kosningunum og náðu þeir yfirtökunum í tveimur kjördæmum af fjórum í Baskalandi. Talið er að vinstri sigurinn eigi meðal annars eftir að valda Suarez erfiðleikum í fram- kvæmd orkustefnu stjórnarinn- ar, en sósíalistar og kommúnist- ar unnu meirihluta í héruðum þar sem 11 af 15 kjarnorkuver- um í landinu eru fyrirhuguð. Franco-sinnar, sem hingað til hafa ríkt í bæjar- og sveitar- stjórnum, þurrkuðust nánast út í þessum kosningum, og eiga nú aðeins þrjá fulltrúa í landinu öllu. Joseph Luns framkvæmdastjóri NATO við hátíðahöldin í gær. Lengst til vinstri er Dirk Stikker, fyrrum framkvæmdastjóri bandalagsins. Símamynd AP. „NATO mikilvægasta tækið í þágu friðar" BrUssel 4. aprfl AP. „ÞETTA 30 ára afmæli sannar að Atlantshafsbandalagið er mikilvægasta tækið, sem við eigum völ á, í þágu friðar og stöðugleika á Vesturlöndum," sagði Joseph Luns framkvæmda- stjóri bandalagsins við hátíðlega athófn í aðalstöðvunum í dag í tilef ni þess, að 30 ár voru þá liðin frá því að Atlantshafssáttmál- inn var undirritaður og bandalagið stofnað. Luns lagði á það áherzlu í ræðu gagnkvæma fækkun herafla í sinni, að ríkjum Evrópu, og raun- ar öllum ríkjum heims, stafaði stöðugt hætta af útþenslu Sovét- ríkjanna. Framkvæmdastjórinn minntist á viðræður austurs og vesturs um Evrópu, og benti á að þær hefðu enn sem komið væri borið lítinn sem engan árangur, en hins vegar kvað hann verulegar vonir bundnar við að nýr SALT-samn- ingur sæi brátt dagsins ljós. Kampala á valdi innrásarliðsins Nairobi - 4. aprfl - AP. HER Tanzaníu og útlaga frá Úganda gerði innrás í Kampala í kvöld með þeim afleiðingum að flestir þeirra hjálparliða, sem Sorg og sinnuleysi Rawalpindi — 4. apríl — AP VIÐBRÖGÐ Pakistana við lífláti Zulfikars Ali Bhuttos, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, einkennast af sinnuleysi, sorg og uppgjöf fyrir óviðráðanlegum örlögum. í Rawalpindi efndu stuðningsmenn Bhuttos til tveggja mótmælafunda gegn alræðisstjórn Zia UI-Haqs hershöfðingja. Mót- mælendur reittu hár sitt og köstuðu grjóti í örvæntingu, an annar fundurinn kom í einu framhaldi af bænasamkomu um 400 stuðnings- manna Bhuttos. Herlögregla skarst í leUdnn strax og hitna tók í kolunum og tókst henni að dreifa mannfjöldanum á skömmum tíma. Málsmetandi menn telja að mótmælaalda og óeirðir séu í aðsigi, en þó sé ekki loku fyrir það skotið að stuðningsmenn Bhuttos bíði með að koma fram hefndum þar til herlögum hefur verið aflétt. Ríkisstjórnir og þjóðaleiðtogar víða um lönd hafa á undanförnum dögum ítrekað fyrri tilmæli sín til Zia hershöfðingja um að þyrma lífi vorufyrstu viðbrögð Pakistana við aftöku M Bhuttos Bhuttos, og í dag hefur ekki linnt yfirlýsingum þar sem lýst er yfir sorg og vanþóknun á aftökunni og óbilgirni Zia. Það var í dagrenningu, sem Zulfikar Ali Bhutto var hengdur í aðalfangelsinu í Rawalpindi í viður- vist tveggja frænda sinna og fyrr- verandi eiginkonu. Þyrla flaug með líkið til heimilis fyrri konu Bhuttos, og var síðan farið með það í mosku þar sem um 1500 syrgjendur vottuðu hinum líflátna leiðtoga hinztu virðingu. Að athöfninni lokinni báru ættingjar líkið í grafreit Bhutto-fjöl- skyldunnar. Frú Nuzrat Bhutto og Benazir dóttir hjónanna voru ekki viðstaddar athöfnina, þar sem þær eru sam- kvæmt herlögum enn í stofufangelsi. Stjórn Zia hefur gert gífurlegar varúðarráðstafanir í sambandi við aftökuna og sennilegar afleiðingar hennar, en Shah Nawas Bhutto, tvítugur sonur Bhutto-hjónanna, sem er við nám í Bretlandi, lýsti því yfir í dag, að Zia væri morðingi, um leið og hann hét því að hefna föður síns grimmilega. Gaddafi Líbýu-leiðtogi sendi Amin forseta, gáfust upp við að verja borgina, að því er borgarbúar skýrðu frá símleiðis í kvöld. Eru langflestir Líbýumenn flúnir frá Kampala, en þegar lokasóknin hófst í morgun, héldu þeir einir uppi vörnum, þar sem lið Amins var allt á bak og burt. Lokasóknin hófst áður en dagur rann með sprengjuárás á aðalstöðv- ar herlögreglu Amins, en þar hafa þúsundir andstæðinga Amins verið pyntaðir og myrtir í valdatíð hans. Síðla dags þusti innrásarliðið inn í Kampala að sunnan, vestan og norð- an, en undankomuleið var haldið opinni fyrir líbýska heriiöið með þvi að loka ekki þjóð^veginum til Jinia, næststærstu borgar landsins, ið austanverðu. Bhutto syrgður í Rawalpindi. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.