Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 3 „Hélt fyrst ad pad væri ver- ið að plata mig” — segir Ingibjörg Einarsdóttir, húsmóðir i Garðabæ, sem vann DAS-húsið „ÉG HÉLT fyrst að það væri verið að plata mig en svo varð ég auðvitað óskaplega glöð þegar ég skildi að ég hafði unnið húsið hjá DAS,“ sagði Ingibjörg Einarsdóttir húsmóðir, Hraunhólum 6, Garðabæ, sem vann parhúsið á Breiðvangi 62 í Hafnarfirði í happdrætti DAS. Eiginmaður Ingibjargar er Sigurlinni Sigurlinna- son. en þau hjónin fluttu hingað til lands í ágúst í fyrra eftir 4V4 árs dvöl í Kenya. „Eg vinn á mjög góðum vinnu- stað, prentsmiðju Friðriks Jóels- sonar, og ég var einmitt nýbúin að segja við vinnufélaga mína að það væri nú miklu gáfulegra fyrir þá að spila í happdrætti en að reykja. Sjálf hef ég aldrei reykt en ég hef alltaf verið happdrættissjúk, ef það má orða það þannig. Happ- drættisbakteríuna hef ég líklega frá föður mínum, honum þótti ákaflega gaman að spila í happ- drættum þótt ekki fengi hann oft vinninga. Ég hef spilað í happ- drættum SÍBS og DAS frá því þau voru stofnuð að undanskildum árunum sem við vorum í Kenya. Þegar við fórum þangað sleppt- um við öllum miðum en svo þegar við komum aftur í fyrra fékk ég mér þrjá miða, einn hjá DAS, einn hjá SÍBS og trompmiða hjá Háskólanum. Ég hef reiknað það út að það kostar það sama og reykja 8 sígarettur á dag að eiga þessa miða.“ Aðspurð sagði Ingibjörg að þau hjónin ættu hús í Garðabæ, sem ekki væri fullklárað. Hún kvaðst ekki vera farin að hugsa mikið til þess hvað þau gerðu við nýja húsið en bjóst þó við því að þau myndu selja það og ljúka við húsið sitt í Garðabæ, en þar þykir þeim gott að búa. „Það breytir auðvitað ákaflega miklu hjá mér að fá svona stóran vinning. Nú fæ ég tækifæri til þess að gera ýmislegt sem mig hefur langað til að gera,“ sagði Ingi- björg. Forráðamenn happdrættis DAS afhentu Ingibjörgu nýja húsið í gær, en verðmæti þess eru rúmar 30 milljónir króna. Þetta er síð- asta DAS-húsið, sem verður í vinning að sinni, eins og fram hefur komið. Húsið afhent í gær. Talið frú vinstri: Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, Sigurlinni Sigurlinnason, Ingibjörg, Nikkólina Vigfússon Kjærbach, umboðsmaður DAS í Hafnarfirði, og Baldvin Jónsson forstjóri Happdrættisins. Ljósm. EmiKa. Framleiðslu- og sölu- banni á ölkelduvatni frá Lýsuhóli aflétt HEILBRIGÐISEFTIRLIT ríkis- ins hefur tilkynnt að framleiðslu- og sölubanni á ölkelduvatni frá Lýsuhóli í Staðarsveit, sem auglýst var í október 1977, hafi verið aflétt. Mbl. hafði í gær samband við Hrafn Friðriksson forstöðumann Heilbrigðiseftirlitsins og spurðist fyrir um þetta mál. Hann sagði að margar ástæður hefðu legið að baki þessari ákvörðun á sínum tíma. Ekkert framleiðsluleyfi hefði verið fyrir hendi, merkingar hefði vantað og það sem mestu máli skipti, upplýsingar á merki- miða sýndu mjög hátt fluormagn. Auk þess lá ekki fyrir hvert væri geymsluþol ölkelduvatnsins. Hrafn sagði, að Heilbrigðiseftir- litið hefði fjallað um málið í samræmi við reglugerð um mat- væli, sem sett var 1976, og m.a. leitað umsagnar ýmissa aðila s.s. eiturefnanefndar. Sömuleiðis hefði gagna verið aflað erlendis frá. Á grundvelli þeirra gagna, sem aflað var, hefði Heilbrigðiseftirlitið ekki getað mælt með afnámi bannsins á meðan ekki lágu fyrir nægar upplýsingar um fluormagn í neyzluvörum Islendinga. Hrafn sagði, að heilbrigðisráðu- neytið hefði tekið málið upp eftir að Heilbrigðiseftirlitið hafði gefið umsögn sína. Leitaði ráðuneytið umsagnar hjá landlækni og eitur- efnanefnd og varð niðurstaðan sú, að ráðuneytið heimilaði Stefáni Jónssyni á Lýsuhóli að hefja framleiðslu og sölu á ölkelduvatni að nýju að uppfylltum nokkrum ströngum skilyrðum. Skilyrði eru þau, að vatn má eingöngu taka úr ákveðinni borholu, ekki má tappa í stærri ílát en 0,28 lítra, nákvæm greln verði gerð fyrir efnainni- haldi, ekki má gefa neitt í skyn um að vatnið hafi lækningamátt haga skal geymslu vatnsins eins og mælt er fyrir um í reglugerð um matvæli, og átöppun skal hagað svo sem fyrir er mælt í reglugerð um gosdrykki. Loks skal gerð merkimiða hljóta samþykki ráðu- neytisins. Þing banka- manna í dag og á morgun BANKAMENN munu á Hótel Loftleiðum í dag fjalla um 3% áfangahækkun sína og þá lög- bindingu, sem frumvarp ríkis- stjórnarinnar boðar. Ennfremur munu þeir fjalla um opnunartíma banka og sparisjóða, auk þess sem ýmis mál önnur verða til umræðu. Það er þing Sambands íslenzkra bankamanna, sem hefst á Loftleið- um í dag klukkan 09.30 og stendur fram eftir degi á morgun, föstu- dag. Má búast við því að banka- menn ræði, hvernig mæta skuli aðgerðum ríkisvaldsins í samn- ingamálum þeirra. Eitthvaö hefur e.t.v. dregið úr áhrifum fallsins hve hann var vel klæddur. Það var síðan miklum erfiðleikum bundið að koma drengnum upp, en ég tók hann undir annan haldlegginn og vó mig síðan upp með hinum og reyndi að marka spor í harð- fennið til að hrapa ekki sjálfur. Hörður sagðist hafa farið með Ásgrím heim og síðan til læknis, sem strax lét sækja hann í flugvél og var hann lagður inn á Borgarspítalann. Móðir Ásgríms, Hekla Gestsdóttir, fór með honum og sagði hún það mestu guðs- mildi hversu vel hann hefði sloppið en hann væri nú á batavegi eftir aðgerðir og fengi væntanlega fljótlega að fara heim. 02283 „DERBY“ frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í ,,DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Þetta hraðar.djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkennda „Pelyuretan" frauðplast. * I „DERBY“ frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.