Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 11 Er hægt að koma þar fyrir hjúkrunarheimili af þyngri gerð og möguleiki væri á að koma þar upp heimili fyrir aldrað fólk með geðræn vandamál. En þeir sjúkl- ingar virðast eiga í fá hús að leita hér á landi og er komið fyrir á hinum ólíklegustu stöðum!! Mikil vinna hefur verið lögð í að kynna þessar hugmyndir meðal ýmissa aðila bæði í ræðu og riti. Ánægjulegt er að verða var við þann aukna áhuga sem kemur fram hjá þeim, hvernig þeir sjálfir geta komist inn í þessa mynd til að leggja hönd á plóginn og takast á við vandamálið sem liggur fyrir. Um leið verður í vaxandi mæli vart við að fólk sem nú er á besta aldri vill þegar leggja grundvöll að eigin velferð í ellinni. Án efa er staðsetning Hrafnistu í Hafnarfirði ein sú besta sem hægt er að finna, og föl var, á stór-Reykjavíkursvæðinu. M.a. þessvegna er jafn mikið spurt um lið 3-F hér að framan og raun ber vitni um. . Frá heimilinu er opið friðað svæði í suður með uppgrónu hrauni allt til sjávar með friðaðri og aðgengilegri sjávarströnd. I þessa átt byggist II. og III. áfangi Hrafnistu. Til norðurs hefur Garðabær þegar heitið samtökun- um landrými sem fyrirhugað er undir framtíðarbyggingar aldr- aðra. Ekki er frekar stefnt að þvi að þær verði á vegum sjómanna- dagssamtakanna, heldur annara félaga eða samtaka sem hafa áhuga á að byggja sér hannaðar íbúðir með þjónustu fyrir sitt eftirlaunafólk. íbúðir í sambygg- ingum eða lítil einbýlishús, af ýmsum stærðum og ger^fcm. Fyrir íbúa á þessu svæði og nagranna- byggðum verður þjónustumiðstöð aldraðra að Hrafnistu til staðar, með þeirri aðstöðu heilsuræktar og heilsúhjálpar sem þar verður boðið upp á og öryggið að vita af hjúkrunarheimilinu til staðar ef út af bregður með heilsu eða lífshættir breytast að mun t.d. við fráfall maka. Að sjálfsögðu styðjum við að heimilishjálp og því að fólk geti verið sem lengst í sínum íbúðum, það höfum við m.a. mótað með dagvistunaáformum okkar. En heimilishjálp eg heimahjúkrun er lika stakkur sniðinn og má t.d. benda á húsnæðið sjálft, kostnað þjónustunnar og takmörkun nauð- synlegrar lífsfyllingar til viðbótar, sem í mörgum tilfellum má þó koma á móti með sameiginlegu félagsstarfi safnaða og sveitarfé- laga (t.d. dagvistun). M.a. af því sem hér er sagt má fullyrða að fyrir langstærstan hluta þeirra, sem á eftirlaunaald- ur er kominn mundi hin æskileg- asta leið vera sú, að leita sér að hentugri og hagkvæmri íbúð, stað- setta og byggða með það í huga að með vaxandi lífslengd og meiri þörf þjónustu sé aðstaða til að veita hana. Að því verður stefnt með skipulagningu og fram- kvæmdum á þessu svæði sem getur orðið verkefni margra aðila. Víst er að svæðið og umhverfið getur boðið upp á fleira en fallegar gönguleiðir, t.d. er enn möguleiki að taka inn í skipulagið, ef aukið landrými, fæst lítinn golfvöll fyrir þá sem slíkan hvata þurfa til útivistar. En kjarninn, hjúkrunarheimilið með sinni þjónustu, verður að komast upp til að slíkir draumar geti ræst, en fyrst og fremst til að leysa hluta þess vandamáls sem við blasir á þessu sviði. Ég hefi talið mig knúinn til að svara ítarlega þeim beinu árásum sem þær stofnanir hafa orðið fyrir sem ég hefi lagt störf mín að um langt skeið. Því miður hefur sá grunur kom- ið upp að vísvitandi sé verið að leggja stein í götu framkvæmd- anna í Hafnarfirði. En ef sá grunur á eftir að staðfestast er ég þess fullviss að kaldir vindar eiga eftir að blása um bak þeirra sem þar eiga hlut að máli. Leikfélag MA sýnir „Grísir gjalda, göm- ul svín valda” sgðra LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri hefur undanfarið sýnt nýjasta verk Böðvars Guð- mundssonar, „Grísir gjalda. gömul svín valda“, á Akureyri við mjög góða aðsókn. Nú, að loknum sýningum á Akureyri, heldur leikhópurinn á suður- slóðir og sýnir leikritið í Kópa- vogsbíói um næstu helgi. Leikstjóri er Kristín Ólafs- dóttir en höfundur tónlistar er Sverrir Páll Erlendsson. Þess má geta að Sverrir Páll og Böðvar eru báðir kennarar við Menntaskólann og Kristin kenndi leiklist sem valgrein í skólanum fyrir nokkrum árum. Útsetning tónlistar, búninga- teiknun og leikmynd, sauma- skapur og smíðar var allt í höndum nemenda, þannig að það má segja, að sýningin sé að öllu leyti heimatilbúin. Hlutverk í sýningunni eru um 70 og þurfti að gera búning fyrir hverja persónu svo að þarna hefur mikið og vandasamt verk verið unnið. Alls koma fram í Atriði úr leikritinu, kennslukonan dauð. leikritinu 25 manns auk fjög- urra manna hljómsveitar. „Grísir gjalda, gömul svín valda" fjallar um börn og barna- uppeldi og þau áhrif sem um- hverfið hefur á börn. Sýningar verða sem áður sagði í Kópa- vogsbíói laugardags-, sunnu- dags- og mánudagskvöld og hefjast kl. 8.30. Hugurinn ber þig hálfa leið Við höfum opnað leiðir til að láta óskir rætast. Samið er um nokkrar mánaðarlegar innborganir. Síðan lánar bankinn jafn mikið á móti. Að IB-láni liggja margar leiðir - mislangar en allargreiðfærár. Dæmium nDkkravaDsDStl af mörgum sem bjóóast. SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMI UM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABlLS IÐNAÐARBANKINN LÁNARPÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 , man. 20.000 40.000 75.000 60.000 120.000 225.000 60.000 120.000 225.000 120.800 241.600 453.375 20.829 41.657 78.107 3 , man. 18. man. 30.000 50.000 75.000 540.000 900.000 1.350.000 540.000 900.000 1.350.000 1.150.345 1.918.741 2.875.875 36.202 60.336 90.504 18. man. Bankiþeirua sem hyggja aö framtíóinni Iðnaðarbankinn Aóalbaiiki og útibú L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.