Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Ragna Aðalsteinsdóttir, Laugabóli Við sem í sveit búum erum þannig sett að börn okkar verða að stunda sitt nám í heimavistar- skólum og dvelja fjarri heimili sínu og foreldrum allan skólatímann þar til grunnskóla lýkur, þetta er kaldur veruleikinn. í skólanum taka við börnunum bláókunnugt fólk, sem foreldrar þekkja lítið til og börnin oftast ekkert. Oft á tíðum er hér um að ræða fólk, sem telur það sína æðstu skyldu að móta börnin eftir eigin höfði og hafa til þess óæskilega aðstöðu vegna fjarlægðar og sambandsleysis barns við foreldra og heimili. — Ég leyfi mér að fullyrða að þess eru mörg dæmi að börn komi heim með stórkostlegar sálarflækjur eftir að hafa verið meðhöndluð á ýmsa vegu í heima- vistarskóla. Til starfa við þessar stofnanir er oft ráðið allskonar fólk, sem síst af öllu ætti að koma nálægt barnaupp- eldi og kennslu en því miður virðist sem ekki séu gerðar miklar kröfur í þeim efnum. í skólanum verða börnin fyrir allskonar áhrifum, bæði góðum og illum, eftir því hvernig til tekst. Það væri vafalaust verðugt verkefni fyrir sálfræðinga að rannsaka hvernig ýmiskonar meðhöndlun kennara hefur áhrif á sálarlíf barna og ungmenna. Það er ekki alltaf nóg að vita að eitthvað er athugavért, það þarf einnig að leita ráða til bóta. Það er ekki mannsæmandi að ganga þannig frá börnum að þau bíði þess seint eða aldrei bætur. Það er rétt að gera sér ljóst að kennara, sem af einni eða annari ástæðu er í nöp við nemanda getur haft framtíð hans alla í hendi sér o og því miður verð ég að segja að mín reynsla er sú að ekki er neitt einsdæmi að kennari mismuni börnum herfilega, ■bæði með því að halda þeim niðri í námi og á annan hátt, jafnvel með því að ljúga óhróðri á nemanda til þess að koma honum burt úr skóla. — Þetta er staðreynd. — Það eru til kennarar, sem beinlínis ofsækja börn, sem ekki eru þeim að skapi. Flestir, sem um málefni barna fjalla miða oftast við þau börn er í þéttbýli búa og sækja skóla frá heimilum sínum, en börn úr sveit eru send í heimavistarskóla og úr sambandi við heimili og foreldra og því meir, sem barnið er fjær. Þarf því að sjálfsögðu mjög til þessara stofnana að vanda, meir en gert hefur verið, og fráleitt að virða að engu rétt barna og foreldra. Ég held að það sé víðsfjarri að kennarar geri sér ávallt ljóst að þeir eru þjónar barnsins, þeir eiga að kenna því, annast það og vera félagar þess. Þótt, sem betur fer, séu margir kennarar fullkomlega starfi sínu vaxnir eru að því alltof mikil brögð að þeir geri sér ekki grein fyrir því hlutverki, sem þeim er fengið í hendur. Út í dreifbýlið er oft á tíðum ráðið til starfa réttindalaust fólk, jafnvel margir kennarar við sama skóla án réttinda. Oft er um að ræða ungt fólk, alltof ungt, sem hefur lítið sem ekkert vald á þeim verkefnum, sem það á að inna af hendi og nær engum, eða lélegum tökum á börnunum. Sumir af þess- um „kennurum" eru látnir æfa sig á börnum, sem eru að Ijúka grunn- skólanámi, svo ekki sé talað um yngri börn. Ef einhverju foreldri dettur í hug að bera fram kvörtun er viðkomandi hreinlega „settur út af sakramentinu". Það má ekki taka upp hanskann fyrir barnið, en kennarinn er varinn í bak og fyrir, hvernig svo sem málum er háttað, hversu ómögulegur, sem hann hefur reynst. Héraðsskólinn í Reykjanesi er lokaður skóli í héraðsskólanum í Reykjanesi eru grunnskólalögin þverbrotin, en þar segir: að ágreiningsmál skuli könnuð frá öllum hliðum. Meðan mál eru óútkljáð getur skólastjóri aðeins vísað nemanda úr skóla um stundarsakir. Héraðsskólinn í Reykjanesi er lokaður skóli. Er ekki annað að finna en forsvarsmenn forðist eftir megni allt samband við foreldra barna og aðstandendur, nema þá helst er krafin eru skólagjöld. Að vísu eru haldnir svonefndir foreldrafundir tvisvar á ári, haust og vor, og getur verið erfiðleikum bundið að sækja slíka fundi um langan veg frá fámennum heimilum, auk þess sem hingað til hefur að engu verið haft þótt óskað hafi verið eftir lagfæringu á ýmsum sjálfsögðum hlutum. Eins og ég hefi áður drepið á, virðist svo sem ekki séu gerðar miklar kröfur til menntunar og uppeldishæfileika kennara í héraðs- skóium til sveita, nema Reykjanes- skóli sé einsdæmi hvað það snertir. Þess ber að gæta að börn, sem hrifin eru út af kyrrlátum heimilum á viðkvæmasta aldri og afhent til uppeldis óábyrgum illa menntuðum unglingum, geta borið af því varan- leg heilsutjón, en það má með sanni segja að uppeldi barnanna fari að hálfu leyti fram á stofnunum þessum og kemur það fram í ýmsum myndum, sumum ekki góðum. Ég held að þeir, sem með fræðslu og uppeldismál fara, ættu að huga betur að þessum málum, kynna sér hvernig farið er með börnin og hvernig að menntun þeirra og uppeldi er staðið. Oft á tíðum mætti ætla að börnin séu talin til aukaatriða, en meira máli skipti að kennari sitji áfram í starfi þótt sýnt sé að hann valdi á engan hátt verkefni sínu og nemendum skólans fari hraðfækk- andi. Það er hláleg staðreynd að þótt greiddar séu úr ríkissjóði 56,9 milljónir kr. á sl. ári, er nú svo komið, er þessar línur eru ritaðar að eftir í skólanum sitja um eða innan við 40 nemendur, 11 hafa ýmist hætt námi eða verið reknir úr skóla. Þessar tölur tala sínu máli og þarf ekki að ræða frekar. Það er illt til þess að vita að foreldrar barna hér við Djúp, skuli þurfa að senda börn sín í önnur byggðarlög til náms, þegar héraðs- skólinn á Reykjanesi er nánast tómur, en aðrir skólar í næsta nágrenni fullsetnir. Tíöir brott- rekstrar Ég vil aðeins fara nokkrum orðum um þessa tíðu brottrekstra. Ef nemandi gerist, að dómi kenn- ara, sekur um eitthvert athæfi er hann rekinn úr skóla. Það hlýtur að vakna sú spurning, ekki síst ef hafðar eru í huga þær tölur er ég áðan nefndi, hvort brottrekstrar þessir séu ekki langt fyrir ofan þann fjölda er eðlilegur geti talist í skóla með ekki fleiri nemendur. Hafa verður í huga er slík mál eru skoðuð hversu víðtæk áhrif slíkir brottrekstrar hafa, eða geta haft, á viðkomandi ungling. Annað hvort brotnar hann niður eða fyllist þrjósku og uppreisnarkennd, sem kemur fram í ýmsum myndum og má þó ekki gleyma víðtækum lang- varandi áhrifum á heimili barns og umhverfi, í lengri eða skemmri tíma betra eftir aðstæðum. Þó er langverstur flækingurinn á börnum, sem eiga um langan veg heim að sækja, þó að maður aðeins geti sér til um kvíða þeirra við reiði foreldra og aðstand- endur, er vandalaust að setja sig að einhverju leyti inn í hugarheim barns, sem þannig er ástatt fyrir. Ég hefi heyrt um börn og einnig sjálf orðið vitni þess, að undir slíkum kringumstæðum var fyrsta áfengisglasið drukkið. Sé brott- rekstri beitt sém refsingu, er það örugglega vitlausasta refsiaðferð sem hægt er að nota gagnvart barni. Hugsanlega er verið að leggja hornstein að ævi ógæfumanns, eða jafnvel afbrotamanns, ef bæði skóli og heimili leggjast á eitt. Dettur nokkrum manni lengur í hug að hægt sé að bæta mann með ofbeldi eða pyntingu? Dettur nokkrum í hug að bæta megi barn með brottrekstri úr skóla, oft af sára ómerkilegri ástæðu. Nemandi verður að geta borið virðingu fyrie kennara sínum; vanti virðinguna vantar mikið. Virðingar- leysi nemenda fyrir kennara sínum eða kennurum getur vafalaust or- sakast með ýmsu móti, og misnoti kennari það vald sem hann hefur yfir nemendum sínum, hefur hann auk þess að missa virðingu þeirra gerst brotlegur við þær reglugerðir, sem honum ber að starfa eftir. Því ber skilyrðislaust að brjóta hvert mál til mergjar áður en gripið er til þeirra neyðarúrræða að vísa nem- anda úr skóla, vætti eins kennara gegn hópi barna eða unglinga á ekki að taka gilt sem algildan sannleika nema órækar sannanir séu fyrir hendi. Það er rétt að gera sér ljóst að vafalaust væri minna um vanda- mál barna, ef vandamál fullorðinna fyndust engin. Ég hefði ástæðu til þess að ætla að brottrekstrartíðni í Reykjanes- skóla, sé einskonar tízkufyrirbrigði, sem bundið er við þann skóla, að minnsta kosti hefi ég ekki heyrt um áþekkt fyrirbrigði frá öðrum skól- um, þó má svo vera þótt mér sé ekki kunnugt um það, en ólíklegt þykir mér þó að svo sé. Fyrir nokkrum árum gerðist það í öðrum skóla að ungur drengur tók á sig einan sök, þar sem heill bekkur var sekur um agabrot. Árshátíð skólans stóð fyrir dyrum og þar sem pilturinn taldi sig hafa gert hreint fyrir sínum dyrum kom það honum illa á óvart er honum var meinaður aðgangur að skemmtuninni. Sama kvöldið og félagar hans og skóla- systkini skemmtu sér á árshátíð skólans varð hann sér úti um áfengi og upp úr því hætti hann námi, en flaskan hefur verið hans fylgifiskur síðan. Það er vert að leiða hugann að því, hverju vanhugsuð refsiað- gerð getur komið til leiðar. Nýverið átti ég tal við fræðslu- fulltrúa Vestfjarða, og innti hann eftir stöðu þeirra barna, sem kostuð væru af Félagsmálastofnun, en hér er um að ræða börn ekkna og einstæðra foreldra, og svaraði hann mér því til orðrétt: „Skólinn ber enga ábyrgð á þessum börnum." Við hverju má búast þegar slíkt svar berst fra manni er ætla mætti að taka skyldu alvarlega? Hér er einmitt um að ræða þann hóp barna, sem fæsta eiga sér málsvara og mesta þörf hafa 'fyrir aðhald og umhyggju og síst má vanrækja. Sama gildir um öll þau börn, sem að einhverri ástæðu dragast aftur úr í námi, en þau börn virðast algjör- lega vanrækt og ýtt til hliðar með þeim afleiðingum að áhugi fyrir námi hverfur gjörsamlega. Vafa- laust eru vandamál af þessu tagi ekki einskorðuð við Reykjanesskóla, en ég vil þó ekki láta hjá líða að hafa eftir orð ágæts bónda hér við Djúp, en hann sagði: „Þegar ég settist hér að var Reykjanesskóli menntasetur, en nú þrífst þar ekk- ert venjulegt mannlíf." Þetta eru ekki aðeins skoðanir eins bónda, þetta er almennt umtalsefni manna á meðal hér, en aðeins undir vegg. Hvers vegna er ekkert gert? Er furða þótt ég spyrji: Hvers vegna er ekkert gert? Það er harður kostur að nemendur skuli neyðast til þess að leita sér náms í öðrum byggðar- lögum þegar skóli er til staðar heima í héraði. Þess má geta að auk margfalds kostnaðar getur verið erfiðara að koma börnum að Núpi í Dýrafirði heldur en senda þau til Reykjavíkur vegna erfiðra vetrar- samgangna, auk þess sem flest börn, vilja að sjálfsögðu síður fara langtímum í fjarlæg byggðarlög, sé annars kostur. Reyndar tjáði fræðslustjóri mér að Reykjanes og Núpur hefðu „vissum skyldum að gegna við nemendur frá þessu svæði". — Það er stundum erfitt að koma auga á þær „skyldur", sem Reykjanesskóli rækir við sína nemendur. Eins og ég hefi áður getið eru vanhöld á nemendum í Reykjanes- skóla furðuleg og undarlegt að því máli skuli ekki hafa verið gaumur gefinn af þeim sem ábyrgir eru fyrir þessum málum. Það er mín skoðun að nú sé þeim málum þannig háttað, að ef kennari óskar eftir, sé nemandi tafarlaust rekinn, en hins vegar þekki ég ekki dæmi þess að kennari hafi verið rekinn frá skóla fyrir brot á þeim reglum sem honum ber að starfa eftir, eða bara brot á almennum mannréttindum. Það er nú einu sinni svo að í afskekktum byggðarlögum getur margt gerst, sem annars staðar mundi ekki eiga sér stað. Fámenni og fjarlægðir fela hluti, sem ekki þola dagsljósið. Þetta hefi ég oft orðið vör við gegnum árin. — Ástandið í Reykjanesskóla fer versnandi. Þess er gætt að hafa sem minnst samband við foreldra barn- anna. Börn sem meðhöndluð eru eins og fangar fyllast uppreisnar- anda, þau vita aldrei hver muni verða rekinn næst, eða hvaða aga- brot varði brottrekstri. Handleggs- brotinn á siglingu um djúp Ég ætla að skýra frá atviki, sem skeði fyrir nokkrum árum. Ég átti dreng í Reykjanesskóla, sem varð fyrir því óhappi að vera hrint í stiga með þeim afleiðingum að handleggur brotnaði um olnboga, auk þess sem hann fór úr liði. Drengurinn var strax fluttur út í Vatnsfjörð, þar sem Djúpbáturinn var að lesta kjöt og var hann settur um borð í bátinn með „hinu kjöt- inu“. Ekki varð mér kunnugt um atvikið fyrr en eftir að drengurinn hafði verið settur um borð í bátinn, sem nú þvældist um Djúpið bæ frá bæ og tók slatta af fé á hverjum stað, eftirhreytur eftir haustslátr- un. Reyndi ég að ná sambandi við bátinn til þess að fá hann til þess að halda beint til ísafjarðar með drenginn, en án árangurs. Drengur- inn þvældist því með bátnum allan daginn og má aðeins geta sér til um liðanina hjá svo mikið slösuðu barni. Þegar á sjúkrahúsið á Isafirði kom reyndist handleggurinn svo bólginn að ógerningur reyndist að búa endanlega um brotið fyrr en eftir marga daga. Tel ég mig eiga það Úlfi lækni á ísafirði að þakka að drengurinn hélt handleggnum. Vegna þessa slyss átti ég margar og kostnaðarsamar ferðir með dreng- inn til Reykjavíkur. Ég innti eitt sinn skólastjóra eftir því hvort ekki væri um neinar slysatryggingar skólabarna að ræða, en hann kvað svo ekki vera og tel ég það mál vert athugunar. Drengurinn missti að sjálfsögðu mikið úr af námstíma sínum þenn- an vetur, en beiðni minni um aukatíma honum til handa var synjað. Ærsl og eftirköst Atvik það, er að framan greinir, má eflaust flokka undir mannleg mistök, en það sem mér var boðið upp á í vetur voru ekki mannleg mistök, en atvik voru sem hér segir: Ærsl voru meðal nemenda á heimavistinni og haft að leik að skvetta vatni hvert á annað, svo og blautum tuskum. Nokkrir drengir, sem ekki tóku þátt í látunum, stóðu hjá og fylgdust með ólátunum. Drengur er stóð í dyragætt fékk á sig vatnsskvettu frá einni skóla- systur sinni og hugðist nú borga fyrir sig í sömu mynt og kastar til hennar blautri tusku. I sama mund geystist þar fram kennari, Emil að nafni, og lendir tuskan aftan á hnakka hans. Verður nú kennarinn æfur og þrífur til drengsins og reynir að draga hann með sér, en drengurinn streittist á móti. Lýkur þeim stympingum með því að kenn- arinn kastast að veggnum, en flýtir Reykjanesskóli hefur breyzt og ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.