Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1979 13 sér síðan á fund skólastjóra, dreng- urinn var þó búinn að biðja hann afsökunar, enda hér um óviljaverk að ræða. Eftirköst af atviki þessu urðu þau að drengnum var vísað úr skóla, en margnefndur drengur er sonur minn. Nokkrum dögum áður en fyrrnefnt atvik átti sér stað, átti ég viðtal við drenginn í síma og kvað hann þá allt tíðindalaust, nema hvað hann kvartaði undan því við mig að einn af kennurunum væri að hans áliti og bekkjarsystkina hans ekki fær um að útskýra fyrir þeim þau verkefni er þeim væru fengin í hendur og hefði orðið sér úti um andstöðu og óvild nemendanna. Kennari þessi er 21 árs að aldri, réttindalaus og án reynslu, en kona hans 18 ára að aldri er einnig ráðinn kennari við skólann. Þessi kennari verður frumkvöðull að því að drengnum er vísað úr skóla, þrátt fyrir að drengurinn hafði engan „punkt" fengið það sem af var vetrar. Helst vil ég kalla aðfarir þessar að bera út barn, en hélt þó að útburður barna væri niðurlagður á Islandi. Drengnum var sem sé ekið til síns heima og mér tilkynnnt að hann ætti þangað ekki afturkvæmt, en „Bjarni á Núpi mundi vafalaust taka við honum". Ég var ekki stödd á heimili mínu, þegar „sendingin" kom. Drengurinn sagði mér síðar að vatnsslagsmálið hefði verið tekið fyrir á kennarafundi sama kvöldið og atburðurinn átti sér stað og eftir það langvarandi yfirheyrsla af hendi skólastjóra. Morguninn eftir var hann svo vakinn snemma en sagt að hann þyrfti ekki að mæta í tíma. Var hann síðan fluttur út í skólabílinn og ekið með hann 60 km leið án þess að tala við hann aukatekið orð alla leiðina, en flutn- inginn annaðist skólastjóri og ráðs- maður skólans. Þegar farangur drengsins fannst úti í Ögurvík tveim dögum síðar og hafði engum verið frá sagt, en það eru um 13 km frá mínu heimili, varð einum bónda hér í hreppi að orði: „Ég hélt að hreppaflutningar væru niðurlagðir hér, en sé að svo er ekki.“ Börn eru líka fólk Að framangreindri reynslu feng- inni hlýt ég að taka undir með bóndanum, sem ég nefndi fyrr í þessari grein. Reykjanesskóli hefur breyst og ekki til hins betra. Þetta var góður skóli, sem skilaði af sér góðum mannsefnum. T.d. var áður fyrr lögð rækt við handavinnu- kennslu drengja, sem nú er niður- lögð. Nemendur komu heim til sín með eigulega muni, húsgögn o.fl., sem þeir voru stoltir af, ekki var þó minni rækt lögð við bóklegt nám þá en nú. Þá voru haldnir málfundir, þar sem nemendum var kennt að tjá sig og koma fram, einn eða fleiri kennarar mötuðust með börnunum á matmálstímum, svo eitthvað sé nefnt að öllum þeim góðu siðum, sem nú virðast niður lagðir. Brott- rekstrarrefsingar þekktust ekki fyrr en í tíð núverandi skólastjóra. Það er harla ótrúlegt að rekja megi þá niðurlægingu, sem skólinn nú er í til nemenda einna. Munið að börn eru líka fólk og fullorðnu fólki getur líka orðið á mistök. Það hvarflar óneitanlega að mér, að hallað kunni málum þegar skóla- stjóri og/ eða aðrir forsvarsmenn senda frá sér opinberar skýrslur, sem tilkynna brottför eða brott- rekstur nemenda í skyldunámi, kennarar láta ekki halla á sig og standa þá gjarnan þétt saman þegar á reynir. Hvað okkur hin áhrærir, sem utanvið stöndum gegnir oft öðru máli. Tilraunir mínar til þess að fá fyrrnefnt mál fyrir tekið hjá skóla- nefnd, hafa til þessa orðið árang- urslausar. Þó er ég þess albúin að mæta hverjum þeim fundi sem er, ef tryggt er að hlutlaus málsmeð- ferð gildi og öll sjónarmið fái að koma fram. Ragna Aðalsteinsdóttir Laugabóli Ögurhreppi N-ís. Leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni Fulltrúi hafnarstarfsmanna í stjóm Reykjavíkurhafnar FJÓRTÁNDU áskriftartónleikar Sifóníuhljómsveitar fslands verða í Dáskólabíói klukkan 20.30 í kvöld. Á efnisskránni eru þrjú verk, Semiramide eftir Rossini, fiðlukon- sert eftir Prokofieff og sinfónía nr. 8 eftir Beethoven. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat en einleikari er Einar Sveinbjörnsson, en hann hefur verið fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Malmö síðan 1964 og sömuleiðis starfað þar sem kennari. FYRIR skömmu var haldinn aðal- fundur í Starfsmannafélagi Reykjavikurhafnar, en í því félagi eru allir þeir starfsmenn, sem eru á launaskrá hjá Reykjavfkurhöfn. Kosinn var nýr formaður félagsins og er það Hannes Valdimarsson yfirverkfræðingur hafnarinnar. bá var skýrt frá því að við alls- herjar atkvæðagreiðslu um full- trúa félagsins í hafnarstjórn Reykjavíkurhafnar, hefði Valtýr Guðmundsson verið kosinn. Mun hann taka sæti á regluleg- um fundi í hafnarstjórninni í dag, sem fulltrúi Starfsmannafélagsins. Verður hann níundi hafnar- stjórnarmaðurinn, því á fundum hennar eiga sæti fimm fulltrúar borgarstjórnarinnar og að auki hafnarstjóri, borgarstjóri og borgarverkfræðingur. Hafa þeir málfrelsi og tillögurétt. Sömu reglur gilda hvað fulltrúa Starfs- mannafélagsins snertir. Varamaður Valtýs er Hörður Þórhallsson. Þess má að lokum geta að Valtýr hefur verið starfsmaður Reykjavíkur- hafnar í rúmlega 30 ár. „I>etta er hún“ „Instant Replay46, platan með Dan Hartman. Lagið „Instant Replay" er fyrsta topplagið frá Dan Hartman,, en það eru fleiri toppar á þessari plötu, svo sem lag hans „This is it“ sem virðist ekki ætla að verða eftirbátur „Instant Replay“ hvað vinsældir varðar. Þetta er hún. Diskóplatan sem þú verður að eiga. Einnig fáanleg 12 tommu útgáfa af „Instant Replay" á 45 snúninga plötu. Dreifing itttÍAQrhf s.19930 og 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.