Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Ævar R. Kvaran: ÞANN 3. mars s.l. birtist grein í dagblaðinu Vísi, sem ber nafnið ÞEGAR DAUÐINN NÁLGAST í þættinum Mannlíf, sem Jón Tynes, félagsráðgjafi hefur umsjón með. Ilöfundur greinar- innar er Helga Hannesdóttir, læknir. Þessi grein er ágæt útaf fyrir sig og hefur undirritaður ekkert við það að athuga, sem þar er haldið fram. Það er öllu heldur það sem þar er vanrækt að segja frá um þetta merkilega efni, sem teljast má ábótavant. En það er hins vegar ákaflega mikilvægt. Hér á eftir skal gerið dálftil tilraun til þess að auka við þá þekkingu, sem fram kemur í fyrrnefndri grein læknisins, svo lesendur geti litið á þetta mikilvæga mál frá nokkru hærri sjónarhól. Fyrir nokkrum árum kynntist ég hér í Reykjavík vísindamanni, sem mér er minnisstæður. Hann heitir Ian Stevensen. Hann var yfirmaður þeirrar deildar lækna- háskólans í Virginiu í Banda- ríkjunum, sem fæst við tauga- og geðlækningar. Dr. Ian Stevenson er löngu orðinn kunnur meðal vísindamanna heimsins fyrir frábærar, vísindalegar rannsóknir á tilfellum þar sem talið hefur verið að um endurholdgun væri að ræða. Hann hefur sjálfur persónu- lega rannsakað hundruð slíkra tilfella frá upphafi. Árið 1966 kom út fyrsta bók hans um þessar rannsóknir og hlaut mikið lof. Hann var svo elskulegur að gefa mér eintak af þessari merku bók sinni, en hún heitir Twenty Cases Suggestive of Reincarnation (eða Tuttugu tilfelli sem benda til endurholdgunar). En það þýðir auðvitað, að eftir að höfundur hefur beitt á vísindalegan hátt öllum hugsanlegum skýringum sem fyrir finnast öðrum en endurholdgunarkenningunni þá segir hann í bókartitili sínum, að þessi tílfelli sem hann hefur svo vandlega rannsakað bendi til endurholdgunarskýringarinnar, því hún sé ein eftir. Ég hygg að vísindamennirnir dr. Karl Osis og dr. Erlendur Haraldsson gætu engu síður með sama hætti skrifað saman bók, sem bæri nafnið Tilfelli sem benda til lífs að þessu loknu. Það hafa þeir líka gert, en bókin ber bara heitið At The Hour Of Death (eða Á Dauðastund) og er nú verið að þýða hana á íslensku. Sannfærður um líf eftir dauðann Persónuleg viðtöl við merka vísindamenn og lestur bóka þeirra og ritgerða benda ótvírætt til þess, að þeim í þeirra hópi sem fást við sálrænar rannsóknir fari mjög fjölgandi sem eru þeirrar skoðunar, að annað líf hljóti að taka við af þessu loknu. Þannig hefur Dr. Raymond Moody, höfundur bókarinnar Lífið eftir drengurinn fór að geta talað, þá virtist Imad Flawar (en það heitir hann) vita um hluti, sem enginn hafði nokkru sinni sagt honum eða kennt. Þannig nefndi hann með nafni fjölda marga vini sem foreldrar hans þekktu ekki, enda töldu þau að á þessu væri ekkert mark takandi, þetta væru bara hugarórar í barninu. En þá gerðist það einn daginn út á þorpsgötunni í Kornayel, að barnið hljóp í fangið á ókunnugum manni og faðmaði hann að sér. Sá ókunnugi varð furðu lostinn og spurði: „Þekkir þú mig?“ Og Imad litli svaraði: „Já, þú varst nágranni minn.“ Þessi maður bjó í 23 km fjarlægð handan við fjöll í væri frændi hans, Ibrahim Bouhamzy, sem hafði tekið lát frænda síns mjög nærri sér og síðar dáið sjálfur úr berklum. Ibrahim hafði aldrei kvænst, en átt hjákonu, Jamile, að nafni og var hann nágranni mannsins, sem Imad hafði kannast við á götunni í Kornayel. Stevenson rannskaði nú húsið sem Ibrahim hafði búið í og fann þar seytján rétt atriði, sem drengurinn hafði minnst á, svo sem lítinn gulan bíl, tvær skemmur, sem notaðar voru sem bílskúrar og óvenjulegan olíu- lampa. Minnisblöð Stevensons sýna, að Imad hafði ekki beinlínis sagt að Niðurstöður yísinda- legra rannsókna benda til lífs að þessu loknu lífið, sem ég hef skrifað sérstak- lega um hér í blaðinu, lýst því yfir opinberlega síðan hann lauk þess- ari bók, að hann sé sannfærður um það að líf sé eftir dauðann, þótt hann í bók sinni forðist slíkar fullyrðingar. Þetta er eðlilegt sökum þess, að því meira sem vísindamenn rannsaka í þessum efnum, hvort heldur það er endur- holdgunarkenningin, sýnir við dánarbeð eða reynsla fólks sem af læknum er lýst dáið en snýr aftur til lífsins, því ljósara verður, að sú skýring að líf sé að þessu loknu, virðist vera eina skýringin sem veitir svör við öllu sem svara þarf. Við megum ekki gleyma því að kröfur vísindamanna eru strangari um sannanir í þessum efnum, sökum þess, að afleiðingin af vísindalegri viðurkenningu á lífi eftir dauðann er gjörbylting í skoðunum vísindaheimsins, sem hefur byggt rannsóknarreynslu sína á efnishyggjusjónarmiðum síðastliðinnar aldar, og yrði þess vegna að taka til endurskoðunar allar aðferðir sínar. En það eru einstakir vísindamenn farnir að gera greinarmun á því, sem vísindamenn eru sannfærðir um og hinu, sem þeir telja sig geta sannað á fullnægjandi hátt eða leyft sér að viðurkenna opinber- lega. Hitt fer ekki milli mála, að því fleiri svið sem rannsökuð eru því greinilegra verður það, að eina fullnægjandi svarið er: Það er líf að þessu loknu. Sannanir og líkur aukast í sífellu, jafnframt því að undrun rannsóknarmanna yfir mætti og möguleikum mannlegs hugar verður æ meiri. „Þú varst ná- granni minn” En víkjum nú um stund að vísindamanninum, sem ég gat um í upphafi máls míns. Dr. Stevenson hefur rannskað og skýrgreint ítarlega nálega þúsund tilfelli þar sem talið hefur verið að um endurholdgunar- sannanir væri að ræða, og af þeim valdi hann svo tuttugu sem hann taldi rétt að rannsaka sérstaklega, eins og nafn fyrstu bókar hans ber með sér. Þannig rannsakaði hann persónulega sjö tilfelli á Indlandi, þrjú á Ceylon, tvö í Brasilíu, sjö í Alaska og eitt í Libanon. Ef til vill er síðasta tilfellið einna áhuga- verðast fyrir þá sök, að það upp- götvaði Stevenson sjálfur. Þar átti 'lítill drengur hlut að máli. Steven- son átti þar kost á því að vera með barninu, þegar fyrst var farið með það til þorpsins, þar sem það virðist hafa eytt fyrra lífi sínu. Frá því andartaki, að þorpinu Khrilby. En uppfrá þessu fóru foreldrar drengsins að taka hann alvarlega, og þegar Steven- son kom til þorpsins þeirra, Kornayel, til þess að rannsaka allt annað tilfelli, þá voru foreldrarnir komnir á þá skoðun, að Imad sonur þeirra hefði eitt sinn verið Mahmoud Bouhamzy, sem hefði verið kvæntur Jamile nokkurri, en hann hefði orðið fyrir vöru- flutningabíl og báðir fætur hans hefðu brotnað í slysinu, en hann síðan dáið af völdum meiðslanna sem hann varð fyrir. Sönnunargögn finnast Stevenson skrifaði allt niður sem foreldrarnir héldu fram, og reyndi eftir bestu getu að greina það frá því sem drengurinn hafði raunverulega sagt. Og svo fóru þeir Stevenson og fimm ára snáðinn saman til Khrilby. Það var afarlítið samband milli þessara tveggja þorpa, og þegar Stevenson kom þangað, komst hann að raun um að Mahmoud Bouhamzy bjó þarna virkilega, en hann var bara bráðlifandi! Hins vegar komst hann að því, að maður með þessu nafni hafði virkilega dáið á þann hátt sem drengurinn lýsti og að besti vinur þess manns hann hefði farist í bílslysi, heldur einungis að hann myndi glögglega eftir því. Hann hafði talað með hrifningu um Jamile, og jafnvel næstum líkt henni við móður sína, en hann hafði aldrei haldið því fram, að hann hefði kvænst henni. Þær ályktunarvillur sem fram komu hjá foreldrum Imads benda raunar einmitt til heiðarleika þeirra og gera það ákaflega ósennilegt að þau hafi byggt upp alla söguna í blekkingarskyni, eða þau hafi óafvitandi verið sú upplýsingalind, sem Imad hafi fengið þessar upplýsingar úr um Khrilby-þorpið. Þegar allra staðreynda er gætt í þessu máli er niðurstaðan þessi: Það er ljóst að það er samræmi milli minninga Imads og lífsreynslu Ibrahims, sem ekki er hægt að útskýra sem tilviljun, svik eða venjulegt minni. Reikningar okkar ekki gerðir upp í þessu lífi Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að dauðinn sé engan veginn endir allrar mannlegrar Skarað í gamlar glæður Jón óskar: VITNI FYRIR MANNINN. 189 bls. Fjölvaútgáfan. Rvík. 1977. Jón Óskar er orðinn höfundur með mikið ritsafn að baki: fáeinar ljóðabækur fyrst; síðan mun meira í lausu máli — ferðasögur, skáld- sögur. Og sjálfsævisögu í mörgum bir.dum. Vitni fyrir manninn er safn rigerða sem áður hafa birst í blöðum og tímaritum. Nokkuð er þetta sundurleitt. En undirtónn- inn er svipaður og í sjálfsævisög- unni. Hér er enn á ferðinni ljóð- skáldið misskilda sem býsnast yfir rangsnúinni, sljórri og for- heimskaðri samtíð. Óskar þau upp. Sú upptalning varð á sínum tíma alkunn og verður ekki fjölyrt um hana hér. Gagnrýnendur tvo tekur Jón Óskar eins og »hvelpa tvá« og kaghýðir hvorn með öðrum (annar þeirra er undirritaður). Er sá hasar bara skemmtilegur. En Jóni Óskari verður á hið sama sem Jóni sterka nafna hans: hann fellur á sjálfs sín bragði, reynir sjálfur að gera vel það sem hann telur að gagnrýnendurnir hafi gert illa: það er að segja að vega og meta kosti þess verks sem hann telur að þeir hafi vanmetið. Af þessu má draga þá ályktun að auðveldara sé að skamma gagnrýnendur en vinna verk þeirra. Jón Óskar er aldrei auðsveipur og engum háður og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann andmælir Kristni E. Andréssyni sem honum þykir fara niðrandi orðum um atómskáldin. Til að taka af öll tvímæli hver þessi atómskáld séu telur Jón Þarna er og fimm ára gömul grein um »ljóð dagsins« í Útvarp- inu. Jón Óskar víkur að leik- konunum og lestri þeirra og »væl- inu sem nú er í tísku«. Ég er honum sammála og samgleðst honum að vælið, sem hann tálar um, er ekki lengur í tísku, þó að Jón Óskar vísu ein og ein kerling sýnist ætla að halda því fram í rauðan dauð- ánn. En Jón Óskar hefði mátt útlista vælið betur. Því vælið var ekki aðeins lestrartíska. Það var líka stefna! Ljóðin voru beinlínis valin með hliðsjón af því hve vel þau hæfðu vælinu — með þeim af- leiðingum að sum skáld komust aldrei í umræddan þátt þar sem önnur riðu þar húsum sýknt og heilagt. En nú getum við sagt eins og sýslumaðurinn forðum: svona fór það, ekki dó hún. Ljóðlistin drukknaði ekki í þessari for, heldur lifði það af. Jón Óskar segir það vera »margra manna mál, þeirra sem best kunna að meta ljóðalestur, að skáldin sjálf lesi öðrum betur«. Vafalaust er mikið til í því. Manni kemur í hug lestur Davíðs og Steins, svo nefnd séu gengin skáld. Eða lestur Jóhanns Hjálmars- sonar og Þorsteins frá Hamri, svo nefnd séu yngri skáld. Eigi að síður eru til skáld sem aldrei vilja nálægt upplestri koma og vilja hvorki lesa verk sjálfra sín né annarra. Hlýtur því ljóðalestur hér eftir sem hingað til teljast í verkahring leikara. En minnast mættu þeir gegnu menn þess að ljóð er ekki sama og leikrit. Og til er nokkuð sem kalla mætti alþýð- lega íslenska lj^ðlestrarhefð. Árin í kringum 1950 eru kjörið efni í þráhyggju þegar horft er til þeirra úr þrjátíu ára fjarlægð. Fáir aðrir en Jón Óskar hafa orðið til að rekja endurminningar sínar frá »þeim listfjandsamlegu dögum« eins og hann kemst að orði í síðasta þætti þessarar bókar. Um orsakir listfjandskaparins mætti margt og mikið ræða. Satt er það, stemmingin innanlands og utan Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON var ekki hagstæð ungum skáldum. Margir hlutu að verða fyrir von- brigðum, þeirra á meðal Jón Óskar. En honum hefur orðið svo mikið úr vonbrigðum sínum að þau hafa þegar enst í margar bækur. Og eiga vonandi eftir að endast í fleiri! Atómskáldin voru studd af fáum. Vegna formdýrkunar lögðu þau mikið upp úr fagþekkingu og þar með sambandinu við um- heiminn. Sú var góð afleiðing þessara vondu tíma. Jón Óskar tók sér fyrir hendur að þýða úr frönsku frægustu skáldsögu þess- ara ára, La peste eftir Albert Camus, sem hann nefndi í íslenskri þýðingu Pláguna. Og hér er einmitt endurprentuð gömul grein um Camus, upphaflega prentuð í Birtingi (fyrir tuttugu og einu ári; Camus hafði þá nýverið hlotið Nóbelsverðlaun). Þátturinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.