Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Fjármála- og hagsýslustjóri Staöa fjármála- og hagsýslustjóra hjá Kópavogs- kaupstað er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 4. maí n.k. og skal skila umsóknum til bæjarstjórans í Kópavogi sem ásamt undirrituðum veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunum. Kópa>og. , aprí| m Bæjarritarinn í Kópavogi, Jón Guölaugur Magnússon. SKÍÐABOQAR fvrir flestar aeróir bifreióa Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF Nýtt frá LYCRA-SOKKABUXUR TEG. 260 — 40 DEN fyrir þreytta fætur auka vellíðan grenna leggi og mjaðmir Fallegar — Endingargóðar Tiskulitir Hudson Lycra hvíldar- sokkabuxur Nokkrir þeirra er standa að undirbúningi ráðstefnunnar. Ráðstefna um umhverfi barna: „Böm geta ekki myndað þrýstihóp ” í tilefni barnaárs hafa Arkitektafélag íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta og Félag íslenzkra landslagsarkitekta ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu laugardaginn 7. apríl n.k. þar sem 15 aðilar, sem starfa að mismunandi þáttum þessara mála, halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum. Ráðstefnan verður haldin í Hagaskóla, Reykjavík og hefst kl. 9. Aðstandendur ráðstefnunnar boðuðu blaðamenn til fundar til kynningar á dagskrá hennar og til að gera grein fyrir hugmynd- inni að henni. Kom fram, að tilgangur þeirra með ráðstefnu- haldinu er að mynda fastan punkt um hlut barnsins í um- hverfinu og uppbyggingu um- gjarðar hins daglega lífs okkar sem er mikilsverður þáttur, er ekki hefur verið gefinn nægileg- ur gaumur. Bentu þeir m.a. á, að lítið tillit hefur verið tekið til þarfa barnsins við hönnun og innréttingar húsnæðis, og væri t.d. sorgleg staðreynd að skóla- byggingar og aðrar opinberar byggingar væru ekki alltaf hannaðar með tilliti til barna og mætti þar nefna staðsetningu glugga sem börnin sæju ekki út um, stórar og þungar hurðir, hæð borða og stóla o.fl. Einnig að ekki væri tekið nægilegt tillit til barna inni á heimilunum, barnaherbergi eru oftast litlar kytrur á meðan meira en helm- ing af íbúðarhúsnæðinu er varið í stórar stofur, húsbóndaher- bergi, bílskúra, sjónvarpsher- bergi o.fl. Það kom einnig fram, að áhrifa húsnæðis getur gætt á geðheilsu barna og unglinga. Einnig var bent á nauðsyn þess, að betur væri unnið að skipulagningu útivistarsvæða fyrir börn. Opin svæði þyrfti að hanná á þann veg, að þau næðu ætlunarverki sínu. Fundarboðendur sögðu, að nú- tímaþjóðfélag gerði miklar kröf- ur til barna. „Stofnanaþjóðfé- lagið" þar sem allir eru flokkað- ir í hópa eftir aldri, kyni, stöðu o.s.frv. gerði það að verkum að þeir hópar næðu lengst, sem mest mættu sín. Börn hafa ekki möguleika á að mynda þrýstihóp til að koma vilja sínum fram, svo að það væri mjög mikilsvert fyrir hina eldri að sjá til þess að þau yrðu ekki troðin undir í kapphlaupinu um „lífsins gæði“. Ráðstefnan, sem er fyrsti þáttur í samvinnu þessara fé- laga á árinu, er hugsuð sem nokkurs konar hugmyndabanki til að fá út fastan punkt eða viðmiðun sem hægt verður að byggja á í framtíðinni í hinum ýmsu málaflokkum er varða börn sérstaklega. Öll erindin sem verða 15 talsins, verða gefin út fjölrituð á ráðstefnunni og niðurstöður umræðuhópa einnig í lok ráðstefnunnar. Það var sérstaklega tekið fram, að ráðstefnan er öllum opin, og væru foreldrar og aðrir áhugamenn um velferð barna sérstaklega hvattir til að mæta og nota tækifærið til að fræðast og miðla öðrum af sinni þekk- ingu, því að það væri oft vegna einhvers konar sambandsleysis, að sjónarmið venjulegs fólks næðu ekki inn í niðurstöður sérfræðinga. Ráðstefnan stendur frá kl. 9—16.15 með matar- og kaffi- hléum. Nánari upplýsingar í síma 11465 f.h. Tollastef na taki mið af hagsmunum neytenda Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavfk haldinn dagana 25. og 26. febrúar 1979 samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillögur frá verðlágs- og verzlunarmálanefnd 1. Aðalfundurinn ítrekar fyrri áskoranir sínar til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að skipaðar verði konur í verðlagsnefnd og sex- manna nefndina, þar sem megnið af smásöluviðskiptum þjóðarinnar fer um hendur kvenna. Þá vill fundurinn fagna því, að neytenda- þáttur hefur hafið göngu sína í hljóðvarpinu. 2. Aðalfundurinn bendir á nauð- syn þess, að haldið sé uppi al- mennri tollastefnu, sem taki meira mið af hagsmunum neytenda og framleiðenda en ekki einungis af tekjuþörf ríkissjóðs. Sérstaklega skal bent á mikilvægi þess að ekki sé verið að hækka tolla af einstök- um vörutegundum. Jafnframt bendir fundurinn á, að tilviljunar- kenndar ákvarðanir verði ekki látnar ráða ferðinni um hátolla á nauðsynjum heimilanna s.s. bús- áhöldum. 3. Aðalfundurinn bendir á þá miklu hagsmuni sem neytendur hafa af því, að haldið sé uppi viðskiptareglum, sem leiði til hag- kvæmra innkaupa, afkastamikils dreifikerfis og góðrar þjónustu við neytendur. Fundurinn telur ber- lega hafa komið í ljós, að núver- andi fyrirkomulag verðlagsmála sé með öllu óviðunandi fyrir almenn- ing í landinu og ekki megi dragast að koma þeim málum í viðunandi horf. 4. Aðalfundurinn vill lýsa sam- stöðu sinni við samþykkt Hús- mæðrasambands Norðurlanda, að stríðsleikföng séu ekki keypt handa börnum. Fundurinn mælist því til þess við foreldra og forráða- menn barna, að þeir vinni gegn því að börnum sé gefin slík leikföng. 5. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til kaupmannasamtak- anna, að þau geri þær kröfur til starfsmanna sinna, að þeir sýni fyllstu háttvísi í störfum og geri þeim skylt að sýna börnum sama viðmót við afgreiðslu og fullorðn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.