Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 ^ Ljósmyndir Emilía Ein stærsta verk- smiðja sinnar tegundar í heiminum í DAG eru liðin 45 ár frá stofnun Hampiðj- unnar hf, en stofndagur hennar er 5. apríl árið 1934. Að stofnun hennar stóðu að mestu togaraskipstjórar, en á þessum árum ver hér almennt atvinnuleysi. Mbl. heimsótti Hampiðjuna og ræddi þar við forráðamenn fyrirtækisins, þá Magnús Gústafsson forstjóra, Hannes Pálsson stjórnarformann, sem fyrrum var for- stjóri, og Gunnar Svavarsson viðskipta- fræðing. Fyrst var spjallað um tildrögin að stofnun Hampiðjunnar og tók Hannes Pálsson að sér að greina frá henni: — Almennt atvinnuleysi var á árunum eftir 1930 og þegar við komum á togurunum úr veiðiferð biðu að jafnaði tugir manna á hafnarbakkanum í von um vinnu við uppskipun. Nokkrir fengu vinnu, en margir voru eftir sem áður atvinnulausir og þá voru engar tryggingar nema fátækra- styrkur. Stjórnvöld ráku áróður fyrir því að iðnaður yrði efldur í landinu og nokkrir starfandi yfir- menn á togurum höfðu áhuga á að stofna til veiðarfæragerðar. Guð- mundur S. Guðmundsson vélstjóri hjá Héðni kannaði möguleika á þessu og hélt hann utan árið 1933 til að kynna sér slíkan iðnað. Guðmundur kom siðan með tilboð í vélar til að kemba og spinna hamp í botnvörpugarn. Þrátt fyrir að erfiðlega gengi að fá hlutafé þar sem ekki var talin hagnaðar- von í því að leggja út í ótollvernd- aðan iðnað varð úr að 13 menn, þar af 8 togaraskipstjórar og 3 vé%- stjórar, stofnuðu Hampiðjuna. Guðmundur S. Guðmundsson var ráðinn fyrsti forstjóri félagsins og gekk starfsemin vel fyrstu árin. Sveiílur fyrstu árin Hannes rakti síðan nokkuð hvernig starfsemi Hampiðjunnar hefði þróast þannig að á stríðsár- unum hefði innlendur veiðarfæra- iðnaður sannað ágæti sitt fyrir þjóðarbúið þegar veiðarfæri voru ófáanleg erlendis. Á þessum árum störfuðu 4 aðrar veiðarfæragerðir og var ársframleiðsla Hampiðj- unnar komin upp í ein 500 tonn þegar mest var eftirspurnin á stríðsárunum. Eftir stríðið kvað Hannes fram- leiðsluna hafa dregizt mikið saman og hefði hún t.d. farið niður í 65 tonn á ári og þá hefðu aðrir veiðarfæraframleiðendur en Hampiðjan hætt starfsemi sinni. Sagði hann að ástæður mætti rekja til efnahagsráðstafana er gerðar voru á þessum árum, þegar keðja efnahagsráðstafana var sett í gang með röngum gengisskrán- ingum til að hagræða vísitölunni og afleiðingin varð verðbólga sem ekki hefur tekizt að ráða við til þessa dags. Uppspretta þjóðar- teknanna, útgerðin, var gerð að styrkþega með rangri gengjs- skráningu, en ásamt þessu hefði erlend samkeppni átt sinn þátt í að draga úr eftirspurn eftir inn- lendum veiðarfærum. Fjórir menn hafa gengt starfi forstjóra Hampiðjunnar á þessum árum. Hinn fyrsti var eins og áður er talið Guðmundur S. Guðmunds- son er lézt árið 1942, 47 ára gamall, en þá tók við Frímann Olafsson sem starfaði í 14 ár. Árið 1956 gegndi forstjórastarfinu Hannes Pálsson núverandi stjórn- arformaður og frá 1973 hefur Magnús Gústafsson tæknifræðing- ur verið forstjóri. Fyrsthampur — síðan gerviefni Frá sögunni verður horfið að starfsemi verksmiðjuanar, en í fyrstunni var einkum framleitt úr hampi og siðan tóku gerviefnin við á árunum eftir 1960. Um 1964 stóðu forráðamenn Hampiðjunnar frammi fyrir þeim ákvörðunum að fjárfesta í nýjum vélakosti vegna tilkomu gerviefnanna eða hætta starfseminni. Hannes kvað marga hafa verið nokkuð svartsýna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.