Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 19 Hér er verid aö spinna nælonefni i porska- og kolmunnatroll. Magnús Gústafsson (t.h.) og Hannes Pálsson athuga hvort möskvarnir eru mótulegir. Þessir Þræöir ásamt blýÞræöi mynda biýteininn sem Hampiöjumenn hafa nýlega hafiö framleiðslu á. Ein af 4 válasamstæðum sem breytir plastkornun- Hér má sjá eina af 5 japönskum netahnýtingar- um í filmu sem síöan er skorin í ræmur og undin í vélum, sem eru mjög afkastamiklar, en von er á pætti. Þeirri 6. á árinu. þessum árum og sumir viljað leggja fyrirtækið niður, en af því hefði þó ekki orðið. — Það hafði lengi verið leitað gerviefna til netaframleiðslu, sagði Hannes. Þegar togaraskip- stjórar tóku að nota slíkt garn í trollin tók breytingin ekki nema nokkra mánuði og má segja að á tveimur árum, 1964 og 1965, hafi algjörlega verið skipt um vélakost í verksmiðjunni til að taka upp þessa nýju framleiðsluhætti. Við ákváðum einnig að framleiðslan skyldi vera alveg frá grunni, þ.e. að við keyptum hráefnið til að framleiða úr þræðina í net og línur. Erlendis önnuðust margar verksmiðjur framleiðsluna þannig að þær keyptu að nokkru unnið hráefnið, en við töldum ekki hægt annað en framleiða frá grunni hérlendis. Hráeínið plastkorn Og hér tekur Gunnar Svavars- son við og greinir frá framleiðsl- unni eins og hún er í dag: — í dag gengur veiðarfæra- framleiðslan þannig fyrir sig í stórum dráttum, að hráefnið kaup- um við mest frá Þýzkalandi, Norðurlöndum og Bandaríkjunum, en það eru plastkorn úr poly- propylene og polyethylene og eru þau brædd og mótuð í filmu sem síðan klofnar og er fléttuð í þræði sem notaðir eru í netagarn. Neta- garnið er fléttað í fléttivéladeild þar sem vinna 65 starfsmenn á tvískiptum vöktum og fer síðan í netahnýtinguna og þar vinna nú um 30 starfsmenn á þrískiptum vöktum til að hægt sé að anna eftirspurn. Þegar netin hafa verið hnýtt og strekkt fara þau í pökkun eða skurð og frágang, en Hampiðj- an setur einnig upp troll eftir óskum viðskiptavina. I annarri deild er unnið almennt garn, fiski- lína, kaðlar, taumar og snúið netagarn og auk filmunnar sem kemur frá plastbræðsludeildinni í þá deild er stundum blandað að- keyptum efnum til að ná fram þeim eiginleikum, sem þarf í hinar Hampiði an 45 ára í dag: ýmsu gerðir lína og kaðla. í þess- ari deild vinna um 40 manns og er yfirleitt unnið á tveimur 8 tíma vöktum. Nýjasta deildin er svo plastvörudeild, en þar starfa 7 menn við að framleiða plastvörur. Rörin eru einkum skolprör, frá- rennslisrör innanhúss og raf- magnsrör, en að þessari fram- leiðslu er ekki unnið nema 8 mánuði á ári, því þau afköst nægja til að hægt sé að anna eftirspurn hérlendis, meðan fleiri en einn aðili annast framleiðsluna. Vær- um við einir á markaðnum og enginn innflutningur á þessum gerðum röra, gæti þessi eina véla- samstæða okkar séð markaðnum fyrir öllum þeim rörum sem hann þarfnast. Sést hér glöggt hversu lítill íslenzki markaðurinn er í raun. Það má einnig taka fram, að þessi framleiðsla okkar, sem hófst árið 1977, er ekki í samkeppni við t.d. Reykjalund, þar sem rörin frá þeim eru einkum til að leiða vatn inn í hús en okkar frá húsum. Að lokum má nefna, að nýjasta vélin okkar er aðeins 5 daga gömul, en hún framleiðir blýðþræðina sem nú er farið að nota í stað neta- steinanna á þorskanetin. Framleiðsla þessara blýteina hófst þó nokkru fyrr á árinu, eða í janúar 1979, en þessi nýja vél bætir mjög stöðu Hampiðjunnar til að þjóna íslenzka markaðnum. Nýtthúsnæði aðkallandi Hampiðjan er nú til húsa við Stakkholt eða öllu heldur Stakk- holt, Brautarholt og Stórholt og var upphaflega byrjað þar í 450 fermetra húsnæði. Núverandi hús- næði verksmiðjunnar er 8 þúsund fermetrar og töldu þeir félagar brýnt að huga að frekari stækkun, markaðstækifæri kalla á nýjan vélakost og aukið húsnæði. Ekki er hægt að stækka frekar á núver- andi lóð. — Við höfum fengið vilyrði fyrir lóð í Ártúnshverfinu og er í ráði að framkvæmdir geti jafnvel hafizt þar á næsta ári, sagði Magnús Gústafsson. Lóðin er rúmir 40 þúsund fermetrar þannig að möguleikar verða þar á góðri aðstöðu, en mest er aðkallandi að auka netaframleiðsluna. Eftir- spurn hefur verið sívaxandi eftir trolli og má segja að það sé stolt okkar að geta sinnt þeim markaði hérlendis. Um 25% netafram- leiðsíunnar fara á erlendan markað. Aukning í netaframleiðsl- unni verður rakin til mikillar stækkunar flotans, sem á nokkrum árum fer úr kringum 20 togurum upp í 80 og með því að heimamark- aður hefur stækkað svo mikið gefst meiri möguleiki á að þreifa fyrir sér með útflutning. Starfsmannafjöldi Hampiðjunn- ar hefur vaxið jafnt og þétt þessi 45 ár, ef frá er talinn sá afturkipp- ur sem kom eftir striðið. Var hann á árunum 1957—1959 milli 50 og 60, en þá var kaðlaframleiðslan að hefjast. Starfsmannafjöldinn er nú tæplega 200. Eins og fram kom fyrr er unnið á tví- eða þrískiptum vöktum eftir því hversu mikil eftirspurn er og hvernig nýta þarf vélakost fyrirtækisins. Að lokum eru þeir félgar beðnir að skyggnast fram í tímann og þeir spurðir hvort þeir geti litið björtum augum til næstu 45 ára í sögu fyrirtækisins: — Það er oft kvartað yfir skiln- ingsleysi stjórnvalda, en við telj- um ekki ástæðu til þess þar sem við höfum notið skilnings þeirra og t.d. tollyfirvalda og lánastofn- ana. Framundan eru ákveðnar hugmyndir um byggingar, aukningu og endurriýjun vélakosts og það verða fjárfrekar fram- kvæmdir, en við væntum sem fyrr skilnings hluthafa og lánastofn- ana á gildi þessara fjárfestinga. — Það verður að segjast eins og er, að okkur finnst byggðastefnan oft hafa verið eins og ryksuga þegar hún tekur til sín fjármagn og vinnukraft til oft óarðbærra fyrirtækja á sama tíma sem arðbær fyrirtæki getur vantað hvort tveggja. Hlýtur að teljast tap fyrir þjóðarbúið ef iðngreinar eru reknar með halla og við erum þeirrar skoðunar að arðsemissjón- armið eigi að ráða fjármögnun fyrirtækja auk vilja eigenda til að leggja fram áhættufé. Á þessum 45 árum sem Hampiðjan hefur starfað hefur hlutafé hennar verið aukið 15 sinnum og jafnað 7 sinnum, nú síðast úr 120 milljón- um í 240 milljónir á þessu ári. Þetts sýnir að fólk hefur haft trú á fyrirtækinu, sem framleiðir svo til ótollverndaðan varning í. sam- keppni við söluskattsfrjálsa frí- listavöru, enda hefur Hampiðjan orðið að laga sig að aðstæðum hverju sinni og er orðin ein stærsta netaverksmiðja sinnar tegundar í heiminum. Það sem mest hefur skaðað er þegar gengis- skráningin hefur af stjórnmála- legum ástæðum ekki fylgt kostn- aðarþróun innanlands. Á síðasta ári nam heildarsala Hampiðjunn- ar rúmum 1.460 milljónum króna. Tæpur helmingur net, 10% rör og afgangurinn lína, garn og kaðlar. Nemur markaðshlutdeild okkar á garni, línu og netum um 80%, en er minni í köðlum. Auk þess að efla enn útflutninginn leggjum við höfuðáherzlu á að auka hlutdeild okkar innanland í köðlum og huga að nýjum gerðum neta, þ.e. flot- trolla úr næloni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.