Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 27 Sigurvegarar í keppninni um Morgunblaðsskeifuna í fyrra voru bórir M. Lárusson frá Þórukoti, í miðið, Bjarni Davíðsson, til vinstri, sem varð annar, og til hægri er Heimir Kristinsson, sem var þriðji. Keppt um Morgunblaðsskeif- una á Hvanneyri á sunnudag HESTAMENN úr röðum nemenda Bændaskólans á Hvanneyri halda næstkomandi sunnudag. 9. aprfl, hinn árlega Skeifudag. Dagurinn er kenndur við verðlaun þau er sá nemandi hlýtur sem bestum árangri hefur náð í tamningu hrossa um veturinn. Verðlaun- in eru Morgunblaðsskeifan, sem Morgunblaðið gefur árlega til eignar en um sams konar verðlaun er einnig keppt á Bændaskólanum á Hólum. Að þessu sinni verða það um 20 nemendur, sem keppa um Morgunblaðsskeifuna en einnig fer þennan dag fram gæðinga- keppni, sem í taka þátt bæði nemendur og heimamenn á Hvanneyri. Verður keppt bæði í A- og B-flokki. Skeifudagurinn hefst kl. 10 fyrir hádegi með að fram fer gæðingakeppni og eftir hádegi eða kl. 13.30 verður dagskránni haldið áfram og fer þá fram sjálf Skeifukeppnin og verðlaun verða afhent. A þessu ári eru liðin 25 ár frá stofnun Grana, hestamanna- félags nemenda bændaskólans. Hagkvæmnisgift- ing og ást í meinum Austurbæjarbiö hefur hafið að endursýna kvikmyndina Mandingo. Þetta er bandarísk kvikmynd og gerist á tímum þrælahaldsins þar í landi. Sögu- sviðið er búgarður í Louisiana árið 1840. Eigendur búgarðsins eru feðgar og er sonurinn ógift- ur. Þykir föðurnum tími til kom- inn að sonurinn gangi í það heilaga. Kvænist sonurinn því dóttur eins nágrannans en hugur hans beinist að svartri ambátt sem hann kaupir á heimleið úr brúðkaupsferðinni. Mandingo er gerð eftir sögu Kyle Onstott en kvikmyndahand- ritið er eftir Morman Wexler. Dino De Laurentiis framleiðir myndina, leikstjóri er Richard Fleiser en tónlistin er eftir Maurice Jarre. Með aðalhlutverkin fara James Mason, Susan George, Perry King, Richard Ward og Brenda Sykes. Kór Langholtskirkju: Flytur messu í C-molI eftir Mozart Þýzkur unglingakór í heimsókn ÁTTATÍU manna unglinga- kór írá Emsdetten í Þýzka- landi verður á tónleika- ferðalagi um Suður- og Austurland 5, —15. apríl. Sjórnandi kórsins er Dirk von der Ehe, sem stofnaði kórinn árið 1973. Síðan hefur kórinn ferðast til Englands, Finnlands og Belgíu og hlotið 1. verðlaun i kórasamkeppni unglinga- kóra í Belgíu 1977. A söng- skrá kórsins í íslandsferð- inni eru þjóðlög frá ýmsum löndum og þ.á m. frá íslandi, en einnig önnur verk. Fyrstu tónleikar kórsins verða í Árnesi í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Á morgun syngur kórinn á Hvoli, Hvolsvelli, og hefjast tónleikarnir klukkan 17. Á sunnudag eru tónleikar í Hornafjarðarkirkju kl. 21, á mánudag á Eskifirði og þriðjudaginn 10. apríl syngur kórinn í Neskaupstað. Á skírdags- kvöld klukkan 21 syngur kórinn í Selfosskirkju. UM NÆSTU helgi heldur Kór Langholtskirkju árlega vortón- leika sína í Háteigskirkju og verða það aðrir tónleikar kórsins á þessu starfsári. Að þessu sinni verður flutt messa í C-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Messan var frumflutt árið 1783 en hana tileinkaði Mozart eigin- konu sinni. Messan er því leyti sérstæð að hún mun vera hin cina sem Mozart samdi ekki eftir pöntun yfirboðara sinna. Hún skiptist í fimm kafla, Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Benedictus. Messuna hefur kórinn æft frá því síðla í janúar og taka 50 kórfélagar þátt í flutningnum. Einsöngvarar með kórnum verða Ólöf K. Harðardóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Tuttugu manna hljómsveit skipuð hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur undir. Fyrri tónleikarnir verða á föstu- dagskvöldið klukkan 20.30 og hinir síðari á laugardaginn klukkan 18.00, báðir í Háteigskirkju sem fyrr segir. Stjórnandi Kórs Langholts- kirkju er Jón Stefánsson. Myndin var tekin á æfingu í vikunni og sýnir Ólöfu Harðar- dóttur og nokkra kórfélaga. RANNSÓKNADEILD lögreglunn- ar auglýsir eftir vitnum að árekstri, sem varð á aðrennslis- braut frá Suðurlandsbraut að Miklubraut klukkan 13.50 s.l. sunnudag, 1. apríl. Þar rákust saman Austin Mini bifreið og Subaru bifreið, og er ágreiningur milli bílstjóranna um hvor átti sökina. Annar bílstjórinn heldur því fram að hinn bíllinn hafi ekið aftan á sinn bíl en hinn bilstjórinn segir að fremri bíllinn hafi bakkað á sinn bíl. Vitni eru beðin að gefa sig strax fram við rannsóknar- deildina í síma 10200. Góð sala SKUTTOGARINN Bjarni Herjólfsson ÁR 200 fékk hærra meðalverð fyrir afla sinn en feng- ist hefur um nokkurn tíma er skipið seldi í Grimsby sl. mánudag. Skipið landaði 134 tonnum og fékk samtals 55 milljónir fyrir aflann, meðalverð 416 krónur. Bæði var að fiskurinn, sem skipið kom með, þótti mjög góður, en uppistaðan var þorskur og ýsa. Þá var mark- aðurinn einnig hagstæðari en nú í nokkurn tíma. Var þetta önnur söluferð Bjarna Herjólfssonar með afla til Englands á árinu og hefur skipið selt samtals fyrir 103 milljónir króna. Einnar kaloríu kóladrykkur Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur - sykursnautt Spur - drykkur sem gleður alla sem eru í kapphlaupi við kílóin. Sykursnautt Spur inniheldur innan við eina ' kaloríu í hverri flösku - það er 80 sinnum minna en í venjulegum kóladrykk. HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.