Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 31 Helgi Tryggvason kennari: Dauf áheyrn við rödd reynslunnar Mér skilst, að ýmsir starfsmenn skóla og aðrir, til og frá í löndum, séu orðnir sammála um það, að móðurmálskunnáttan hagnist tiltölulega lítið á málfræðikennslu í skólum, eins og hún hefur verið tíðkuð. Jafnvel hér á landi hefur skoðanablaðinu verið snúið snöggt við í þessa átt. Þó að ég sé kominn af skólakennara-aldri, hef ég verið að hlakka til að sjá uppástungur til úrbóta, og umræður um þær. Hlustum á eldri kynslóðina , lestur, flutning máls í útvarpi, umræður, rökræður. Hvar er íslenskan rismeiri og myndarlegri en hjá fólkinu, sem aldrei komst í kynni við bóklega málfræði, en var uppalið í því umhverfi, þar sem borin var virðing fyrir töluðu máli, — og þar með íslenskunni af eigin vörum. Mér hafði skilist, að vöknuð • væri hreyfing um það að fara að reyna að minnka málfræðikennsluna, án þess að draga úr heildarþjálfun í móðurmálinu í viðkomandi skólum. Islensk tunga er fyrst og fremst mál tungu, vara og raddbanda, að ógleymdri hugsuninni bak við, sem málinu er ætlað klæða. Þegar málið er mælt af munni fram með vandvirkni, verður allt annað í meðferð málsins auðveldara og ljúfara í meðförum. Frjálsleiki í framkomu, þar með hiklaust og hóflegt tal, — hóflegt í róm og raddblæ, orðavali og rökfærslu, þ.e. öllum málflutningi í heild, — þetta er það, sem sómir því fólki, sem dvelur í skóla meiri hluta ársins í fjölda ára. En íslenskukennsla og íslenskunám er hugtak, sem í daglegu tali er bundið alltof einhliða við ritað mál. Ég hef verið að vonast eftir að sjá markvissar rökræður um þetta málefni, ekki endilega að allir skuli vera sammála þegar í byrjun um að gera nákvæmlega það sama. En margt verður þó ð vera það sama í markmiði allra. Við erum ekki lakar gefið fólk en nágrannar okkar, svo að við ættum innan skamms að fara að gera okkur skynsamlega grein fyrir því, hvenær íslenskir skólar geti farið að tylla tánum þar, sem nágrannaþjóðirnar hafa nú hælana, að því er kemur til þjálfunar nemenda í munnlegri meðferð móðurmálsins á ýmsan hátt, svo sem samtölum í skólastofu, þátttöku í umræðum frammi fyrir hópnum, skýrum og myndarlegum flutningi, bæði á ljóðum og lausu máli o.fl. „Vilji er allt sem þarf," sagði Einar Benediktsson, og greip þannig á þaulreyndum sannleika frá öllum öldum. 20.3.1979 Helgi Tryggvason (kennari) Vigdís Finnbogadóttir: Leidrétting ítrekuð Má ég þakka Jóhanni Hjálmars- syni, leikdómanda Morgunblaðs- ins, fyrir að koma á framfæri leiðréttingu á mishermi af hálfu undirritaðrar í leikskrá Leikfélags Reykjavíkur, þar sem fjallað er um spánsk-franska leikskáldið Arrabal, höfund leiksins „Steldu bara milljarði". Að sjálfsögðu var það leikhópur Menntaskólans í Reykjavík, en ekki Menntaskólans við Hamra- hlíð, sem sýndi „Bílakirkjugarð- inn“ á Herranótt. Það var síðla skólaárs 1972 og verkefnaval Herranætur djarft að venju, eins og reyndar leikritaval skólahópa hefur verið nokkuð aftur í tíðina. Þeir hafa vissulega ekki látið sitt eftir liggja að því er varðar nútímahöfunda. Mér er í minni hve litrík og skemmtileg skólasýning var þarna á ferðinni í meðförum og útbúnaði. Sýnt var í Austurbæjarbíói og í Leiðrétting I grein minni í Morgunblaðinu þ. 3 þ.m. hefur fallið niður hluti setningar sem gerir hana nær óskiljanlega. En hún skal hljóða svo: „Happdrættistekjunum var skipt eftir aðeins 9 ára starf happdrættisins. 40% tekna hefur síðan farið í Bygginarsjóð aldraðra sem að full u er nýttur utan félagssvæðis Sj ómannadagsráðs." Og ennfremur leiðréttist í næsta dálki en þar hefur ritast: „barnabarnanna" en á að vera „og það sárasta, barnanna séu þau til“. Vogaskóla, — í nýjum leikfimisal með leiksviði, og var þetta fyrsti leikhópurinn sem tókst á við þetta rými til sjónleikjahalds. Tvö leikaraefni, að því er ég best veit, sem þarna komu fram hafa sðan lokið prófi í leiklist, þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Rafn Guðmundsson. Arnór Egi^sson, sem síðar hefur komið við sögu leikhúsanna sem sérfræðingur og kennari í skylmingum (leiðbein- andi m.a. í öllum skylminga- atriðum í Makbeð Shakespeares á afmælissýningu Leikfélags Reykjavíkur fyrir tveim árum) fór einnig með stórt hlutverk. Þýðandi var Þorvarður Helgason rit- höfundur, og leikstjóri Hilde Helgason, sem hefur verið eftir- sóttur kennari og drjúgum veitt íslenskri leikmennt á undanförn- um árum. Bragi Guðbrandsson gerði leikmynd, þar sem bílahræin sem íbúar kirkjugarðsins gengu út- og innum eru enn lifandi í hugarfylgsnum. Ég bið Jóhann Hjálmarsson og aðra þá, sem hafa haft ummæli mín eftir, velvirðingar á þessum mistökum. Svo og alla sem áttu hlut að máli. Það ætti síst að henda mig að fara rangt með varðandi leikstarfsemi í mínum gamla skóla, Menntaskólanum í Reykjavík. Annað eins hef ég setið þar undir þaki, — fyrst sem nemandi og síðan kennari, — og einu sinni leikari. Aftur á móti var ég um þetta leyti að reyna að koma frönsku tungutaki og menningu til skila í Menntaskólanum í Hamra- hlíð og eitthvað að bauka við að þýða fyrir og aðstoða leikhóp þar, í framhaldi af samskonar iðju í M.R. Frá því stafar ruglingur á menntastofnunum, sem báðar eru mér jafn hugleiknar. Mættu þessi glöp vera okkur öllum til viðvörunar, sem treystum á minnið sem sagnfræðilega heimild. Vigdís Finnbogadóttir, leikstjóri og ritstjóri leikskrár Leikfélags Reykjavíkur. Sælkera- kvöld Sælustund fyrir unnendur sannrar matargerðarlistar Síðasta sælkerakvöld í Blómasalnum vakti mikla ánægju og athygli. Það erþví með sérstakri ánægju að Hótel Loftleiðir efnir nú til nýs Sælkerakvölds. í kvöld, fimmtudagskvöld, mun hinn kunni útvarpsmaður, Sigmar B. Hauksson sjá um matseðilinn í samvinnu við mat- reiðslumenn okkar. Matseðillinn er frá hinum ýmsu þjóðlöndum Evrópu og lýtur svona út: Innbakaður Karrýkræklingur að hætti sælkerans — eða - Grænmetissúpa Bróður Páls. -og- Lambahryggur Morgunpóstsins. Framreiddur með Hnetukartöflum, Rjómasoðnum sveppum Spergilkáli og Rauðvínssósu. -og- Sigmars Contreu pönnukökur. Matarverð erkr. 4.500,— Sigmar verður að sjálfsögðu á staðnum og mælir með viðeigandi drykkjarföngum. Sælkerar, hér erfreisting til aðfalla fyrir. Borðpantanir hjá veitingasstjóra í símum 22321 og 22322. Pantið tímanlega, - síðast var uppselt. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Ólafsvík: Safnaði hálfri milljón til sundlaugar Sjálfsbjargar UNG kona í ólafsvík hefur á nokkrum dögum safnað nærri hálfri miiljón króna til sund- laugarbyggingar Sjálfsbjargar, en sem kunnugt er af fréttum hefur Lionshreyfingin á (slandi ásamt Hjálparstofnun kirkjunn- ar staðið fyrir söfnunarherferð til að hægt væri að ljúka gerð sundlaugarinnar. Sólveig Aðalsteinsdóttir heitir konan og hefur gengið á vinnu- staði og farið á heimili til að safna til sundlaugarbyggingarinnar eftir að hún frétti að söfnun þessi stæði yfir. Sagði hún að sér hefði alls staðar verið mjög vel tekið og hefðu nú 214 manns skrifað sig fyrir framlögum og flestir þeger greitt þau. Alls kvaðst hún hafa safnað saman 440 þúsund krónum og hefði loforð fyrir tæpum 50 þúsundum í viðbót og átti hún von á að talan ætti enn eftir að hækka. Þá kvaðst hún Lionsfélagið í Ólafsvík hafa ákveðið að senda 200 þúsund kr. til söfnunarinnar. Nú hafa borist alls kringum 25—30 milljónir í söfnunina, sem lýkur um næstu helgi. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.