Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1979 35 Á blaðamannafundi orkuráðs fyrir skömmu: Talið frá vinstri: Páll Hafstað, Gunnar Ámundason, Jakob Björnsson orkumálastjóri, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður og formaður orkuráðs, Valur Arnþórsson, Páll Flygenring, Jón Bergmundsson og Guðjón Guðmundsson. Ljósm: Andrés Peppé. þýðingu fyrir búsetu í strjálbýli. Án hennar væru án efa margar blómlegar byggðir fyrir löngu komnar í eyði. Rafvæðing sveitanna hefur kostað mikið fé. Langsamlega stærsti hluti þess hefur komið frá ríkinu gegnum Orkusjóð sem óendurkræft framlag. Afgangur- inn er heimtaugargjöld notenda. Þessi háttur á fjármögnum hefur ráðið úrslitum um raforkuverð í sveitum. Án hans hefði það orðið með öllu óviðráðanlegt fyrir not- endur. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að koma sem flestum notendum i samband við samveit- ur fyrir þá fjárhæð sem til ráð- stöfunar var ár hvert, og var hönnun dreifikerfisins við þetta miðuð. Það leiddi hins vegar til þess að flutningsgeta þess varð minni en verið hefði ef meira hefði verið í það borið og minna hirt um að ná til sem flestra. Meðan raforkunotkun í sveitum var lítil og að mestu bundin við lýsingu og almenna heimilisnotkun ásamt minniháttar búnotkun, en rafhit- un lítil sem engin og meiriháttar búnotkun, svo sem súgþurrkun mjög takmörkuð, kom lítil flutn- ingsgeta ekki svo mjög að sök, né heldur það, að dreifikerfið er að langmestu leyti einfasa. Fyrir almenna heimilisnotkun skiptir t.d. engu máli hvort um einfasa eða þrífasa rafmagn er að ræða, enda hafa flest heimili í þéttbýli einfasa heimtaugar. Leikur ekki vafi á að sú stefna, sem tekin var í byrjun sveitarafvæðingarinnar var rétt miðuð við kringumstæður þá. Eftir því sem notkun rafhreyfla hefur breiðst út í sveitum, einkan- lega stórra hreyfla til súgþurrkun- ar, og eftir því sem hreyflum á hverju heimili fjölgar með fjöl- þættari notkun rafmagns, eftir því verða ókostir einfasa kerfisins tilfinnanlegri, því einfasa hreyflar eru miklu mun dýrari en þrífasa. Jafnframt hefur notkun raforku til hitunar stóraukist í sveitum, og önnur notkun einnig. Þetta hefur leitt til þess, að dreifikerfið annar víða ekki álaginu; spenna fellur; töp verða óhæfileg og þjónusta kerfisins við notendur rýrnar að öðru leyti. Þeim svæðum fjölgar ár frá ári, sem svo er ástatt. Þegar hitun í sveitum flyst að fullu yfir á raforku, en olíuhitun hverfur, ræður núverandi dreifikerfi ekki með nokkru móti við álagið. Jaðrar nú orðið sumsstaðar við hálfgert neyðarástand. Rafmagnsveitur ríkisins hafa reynt að bæta úr þessum ágöllum með lagfæringum á dreifikerfinu, og hafa snúið sér til Orkusjóðs með fjárbeiðnir í því skyni, svo sem eðlilegt er. Lengi vel var sjóðnum ekkert fé ætlað til þessa verkefnis. Á síðari árum hefur nokkuð ræst úr, en fjárþörfin hefur vaxið enn meir, og Orkuráð hefur því ekki getað orðið við nema litlum hluta styrkingar- beiðnanna. Ráðinu varð ljóst, að hér var meiriháttar viðfangsefni á ferðinni, sem myndi vaxa mjög á næstu árum, og stjórnvöld yrðu að taka sérstökum tökum. En til þess var nauðsynlegt að gera sér heild- armynd af viðfangsefnum og kostnaði við það. Það var gert með þeirri athugun sem gerð var. Þeg- ar hún var fengin var kominn grundvöllur til að móta stefnu um hvernig á málinu skyldi tekið og viðfangsefnið leyst. Ályktun Orku- ráðs frá 1. mars er tillaga þess til stjórnvalda um framtíðarlausn á þeim vanda að koma nægri og góðri raforku til notenda í hinum strjálu byggðum þessa lands. Það verk má vel kalla aðra rafvæðingu sveitanna." Fólksbflakerrur Góöar kerrur — til flutninga og feröalaga. Hestaflutningakerrur, serstaklega traustar og vandaöar, flytja 2—3 hesta (2,2 tonn). Dekk 750x16 (8 laga). Áhlaups- og handbremsa, Ijós, 55 mm kúla, langar, sterkar, 5 blaöa fjaörir. Gísii Jónsson & Co. h.f. Sundaborg. — Simi 86644. Ef tekur framanaf fingri, þá geymið ekki stúfínn í munni Fyrir nokkru birtist athygl- isverð grein í tímariti danska Rauða krossins, „Förste hjælp“. Torben Reumert læknir bendir þar á ákveðna skyndi- hjálp, sem leikmenn gætu beitt, ef þeir kæmu fyrstir manna að þeim gerðum slysa, sem greinin fjallar um, en jafnframt segir hann frá möguleikum lækna til hjálp- ar f slíkum tilvikum og end- urbættri tækni. Alfreð Gísla- son læknir sneri grein Torb- en Reumert á íslenzku. J.O.J. Við slys geta meiðsli orðið þann veg, að hluti líkamans, stór eða smár, skerist eða rifni alveg frá honum. Oftast vill þetta til á útlimum, sjaldnar að hold tætist af annarsstaðar á líkamanum. I slíku tilviki vaknar strax spurn- Háskólafyrir- lestur hjá Heimspekideild LESZEK Kolakowski, prófessor í heimspeki við All Souls College í Oxford, sem kemur hingað til lands í boði Eélags áhugamanna um heim- speki, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar föstudaginn 6. apríl 1979 kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „On the Paradox of Liberalism" og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla fslands) ingin um, hvort unnt verði að græða hinn missta flipa eða stúf á sinn rétta stað. Erfitt hefur það löngum reynst, en með endurbættri tækni hafa líkurnar vaxið á síðustu árum. Þá skiptir miklu máli, hvernig við er brugðist strax og slysið hefur orðið. Áður var talið nauðsynlegt, að hinn afrifni líkamshluti varð- veittist í röku og hlýju umhverfi, unz igræðslan gæti hafist. Var þá stundum gripið til þess að ráðs að geyma stúfinn í munninum. Þessi aðferð er nú talin forkastanleg. í munninum er sýklagróður, sem orðið getur til tjóns, auk þess, sem mikill raki dregur til sín lífsnauð- synleg efni úr hinum lausa líkams- hluta. Þess vegna er nú ráðlagt þeim, sem veita fyrstu hjálp, að koma flipanum eða stúfnum strax fyrir í hreinum þunnum plastpoka, sem síðan er lokað þétt og komið fyrir í íláti, t.d. öðrum plastpoka með ísköldu vatni í. Slíka plast- poka ber að hafa til reiðu í þurri hirzlu, þar sem gögn til skyndi- hjálpar eru geymd. Ef ekki er unnt að koma þessari meðferð við, er það næstbezta það, að leggja hinn afrifna stúf í handklæði, lítið eitt rakt, sem síðan skal halda eins svölu og kostur er á. Um sár eftir slíka sköddun skal búið með þurrum, sótthreinsuðum umbúðum, er leggjast þétt að, en þvingunarlaust þó. Vilji svo til, að hinn rifni eða skorni stúfur hafi ekki með öllu losnað frá líkaman- um, heldur hangi á holdræmu, skal auk umbúðanna leggja spelkur við hinn skaddaða líkamshluta, svo að ekkert haggist í flutningi hins særða til næstu lækningastöðvar. UTAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — einnig 100% nylon 20 mismunandi stærðir frá 0,60—120m til 3—3,90m Lítiö víð í Litaverí, Því t>ad hefur ávallt borgaö sig. 11111 Grensásvegi, Hreyfilshúsinu. Simi 82444. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M AIGLYSIR IM ALLT LAND ÞEGAR M Al'GLYSIR I MORGINBLADINL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.