Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Þorv. Garðar Kristjánsson: Hljóðir og hógværir þingmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags Á þingsíðu Mbl. sl. þriðjudag er rakið upphaí umræðna um efnahagsfrumvarp ólafs Jóhannessonar, sem afgreitt var frá efri deild í fyrradag. Rakin var framsaga Jóns Helgasonar (F) f.h. meirihluta viðkomandi þingnefndar, framsaga Jóns G. Sólness (S) f.h. minnihlutans og fyrri hluti ræðu Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S). Hér er fram haldið þar sem frá var horfið. Teygt út í tilgangsleysið Þorv. Garðar Kristjánsson (S) vakti athygli á því, að nákvæmir útreikningar á áhrifum 8. kafla frv. væru ekki til staðar. I febrúar- útgáfu frv. hafi verið talið að meðalhækkun framfærsluvísitölu 1979 yrði 33% og 30% frá upphafi til loka árs. Nú séu þessar sömu tölur 34% og 33%. í fyrri útgáfu var kaupmáttur talinn standa í stað frá fyrra ári, en aukast um 1%. Þessir útreikningar séu meir en vafasamir þegar af þeirri ástæðu, að þeir eru byggðir á forsendum, sem engin trygging er fyrir að haldist. Þessir út- reikningar eru angi af þeirri viðleitni eða veikleika stjórnarinn- ar, að halda því að þjóðinni, að hægt sé að gera verulegt átak gegn verðbólgu án þess að það komi við nokkurn mann. Kaflinn um vinnumarkaðsmál (9. kaflinn) gerir ráð fyrir nýrri stofnun, vinnumálaskrifstofu, inn- an félagsmálaráðuneytis. Spurningin er, hvort hér sé verið að stofna til nýs bákns í ríkiskerf- inu. Ég vara sérstaklega við 54. gr., sem skyldar vinnuveitendur til að tilkynna með 2ja mán. fyrirvara hugsanlegan samdrátt í rekstri. Hvern veg getur t.d. frystihús gefið upplýsingar með 2ja mán. fyrirvara um samdrátt, sem t.d. stafar af ófyrirséðum aflabresti. Það er tilgangslaust að setja laga- bóstaf, sem ekki getur orðið annað en orðin tóm. Kaflinn um verðlagsmál (10. kaflinn) innleiðir þrengingu verð- lagshafta í stað frjálsrar verð- myndunar skv. lögum nr. 56/78, sem koma eiga til framkvæmda í nóvember n.k. Hann gengur því þvert á það, sem gert er ráð fyrir í nýrri löggjöf, sem fv. viðskipta- málaráðherra og núverandi for- sætisráðherra beitti sér fyrir í „Hvar eru fuglar þeir er / a sumri sungu?” samstarfi við Sjálfst.fl. Frjáls veðmyhdun, þar sem samkeppni er næg, hefði verið stórt spor til réttrar áttar frá verðlagshöftum, sem fyrir löngu hafa gengið sér til húðar og eru hluti af óheilbrigðri dýrtíðarþróun hérlendis. Kaflinn um verðjöfnunarsjóð sjávarútvegs (11. kaflinn), er að sumu leyti góðra gjalda verður. Hins vegar er sú spurning mjög áleitin, hvort ekki sé verið að ofbjóða getu Aflatryggingarsjóðs, þar sem núv. stjórnvöld hafa skert tekjustofn hans, hvort t.d. ákvæði 63. gr. eigi ekki frekar við Verð- jöfnunarsjóð en Aflatryggingar- sjóð. Aflatryggingarsjóður þarf að búa að nokkurri getu til að mæta hugsanlegum skakkaföllum. Þorv. Garðar Kristjénsson stjórnarflokkarnir þráttuðu um þetta frv. hrönnuðust upp óaf- greidd merk þingmál, vegna þess að allur tími þingflokka stjórnar- innar fór í innbyrðis deilur og þjark. Oddur vék að því, að mergurinn málsins væri að krónan héldi kaupmætti sínum, eða svo töluðu þingmenn. En rétt væri að athuga þetta mál nánar. O.Ól. sagði einkabílinn fjöl- skyldunauðsyn ekki sízt á þétt- býlissvæðum, þar sem meirihluti þjóðarinnar byggi, þar sem drjúgur vegur væri milli heimilis og vinnustaðar. Þetta tæki er tekið inn í vísitölu sem 11.7% heildarút- gjalda fjölskyldu. En hvað hefur verið að ske? Frá því á liðnu sumri Oddur Ólafsson Oddur vék og að olíumálum, tryggingamálum, búvörumálum, og ýmsum fleiri þáttum, sem snerta haga hins almenna borgara. Taldi hann þetta frumvarp hvergi nærri leysa „vanda hinna lægst launuðu, kjaraskerðing þeirra sé miklu meiri en við höfum gert okkur grein fyrir" síðasta misserið. Næg atvinna — verðhjöðnun Jón Helgason (F) taldi megin- tilgang í stefnu stjórnarinnar vera að tryggja næga atvinnu, halda verðlagi í skefjum, stuðla að jafn- Jón Helgason Þriðja umræða í efri deild Þriðja umræða um efnahags- frumvarpið fór síðan fram í fyrra- dag. Þá töluðu Þorv. Garðar Kristjánsson (S), Jón Ásbergsson (S), Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra og Jón G. Sólnes (S). Ræða Jóns Ásbergssonar, sem var frumræða hans á Alþingi (er hann er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisfl. í Norðurlandskjördæmi vestra), verður birt í helztu efnisatriðum hér á þingsíðu síðar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins spurðu m.a., hvort ákvæði frv. og breytingatill., sem varða BSRB og BHM, næðu t.d. til bankamanna og blaðamanna, sem einnig væru með ólafur Jóhannesson Annað væri óráð. Rakti ræðu- maður í ítarlegu máli tilgang, stöðu og starfsreglur Aflatrygg- ingarsjóðs, sem hér er ekki rúm til tíunda frekar. Loks sagði ÞGKr að frumvarp af þessu tagi, sem fæli í sér heildarstjórn á efnahagsmálum, hefði verið til bóta. Þetta frv. nær engan veginn þeim tilgangi. Þar ægir saman ólíkustu efnum, en öðrum mikilvægum, s.s. skatta- málum, vandamálum landbúnaðar o.fl., er sleppt. Þetta frv. er nokkurs konar ruslakista, þar sem mikilvæg atriði eru teygð út í tilgangsleysi til að ná samkomu- lagi milli flokka með gjörólík efnahagssjónarmið. Hér er ekki heildarstefna í efnahagsmálum, heldur útþynnt sjónarmið, sem lítils megna sem verðbólguhömlur. Eftirvænting og vonbrigði Oddur Ólafsson (S) sagði nokkra eftirvæntingu hafa verið hjá þingi og þjóð meðan beðið var eftir þessu frumvarpi, bæði vegna örðugleika í efnahagsmálum og heimilisástands stjórnarflokk- anna. Þessi eftirvænting átti og rætur í gagnrýni núv. stjórnar- flokka á fyrri stjórn vegna efna- hagsaðgerða. Nú átti að mæta vandanum þann veg, að hlutur launþega yrði tryggður. Á meðan hefur bensín hækkað um 40% og aðrir rekstrarliðir svipað, sumir minna, aðrir meira. Það eru ekki bara hátekjumenn sem nota bifreiðar, heldur allur þorri fólks. Ríkisvaldið hefur m.a. auðveldað ýmsum hópum þjóðfélagsins sem verst eru settir að eignast þessi tæki, sem gott er. Að tala um að krónan hafi haldið sínum kaup- mætti varðandi þessi heimilisút- gjöld er hrein fjarstæða. Kostnaður við notkun bifreiða hins almenna borgara, er á bilinu 30—50% af launum og gerist þá viðhald kaupmáttarins einkenni- legt. vægi í viðskiptum út á við og greiða fyrir félagslegum og efna- hagslegum framförum og bættum lífskjörum. Hann taldi gagnrýni stjórnar- andstæðinga ekki fela neitt nýtt í sér. Með þessu frumvarpi og fyrri gjörðum stjórnarinnar væri verið að dreifa byrðum, vegna nauðsyn- legra efnahagsaðgerða, og þeir skattar, sem lagðir hefðu verið á atvinnureksturinn, væru hluti af þeirri viðleitni. Svars vant Þorv. Garðar Kristjánsson (S) taldi á skorta, að ekki hefði komið fram, hvað ríkisstjórnin hygðist gera í vandamálum landbúnaðar, hvernig færa ætti með birgðir, sem nú væru óseldar. Þá hefði heldur ekki komið fram, hvað við væri átt með „hæfilegu jafnvægi" í breytingartillögu meirihlutans. Hvað er „óhæfilegt jafnvægi"? spurði hann. Þá vantaði enn upp- lýsingar um fyrirmynd að 5. kafla laganna, sem ekki ætti fordæmi í löggjöf lýðræðisríkja. Þorvaldur sagði að þingmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefðu setið hljóðir og hógværir í dag, við þessa umræðu, og væri það við hæfi. umsamdar áfangahækkanir. Forsætisráðherra sagði að frv.ákv. næðu einvörðungu til BSRB og BHM. Hins vegar hindruðu frumvarpsákvæði ekki samnings- rétt annarra aðila við vinnu- veitendur þeirra. Þá var spurt, hvort BSRB héldi áfangahækkun, ef samkomulagið við fjármála- ráðuneytið yrði fellt. Ekki fékkst svar við þeirri spurningu. Þá var deilt á að félagslegar umbætur, sem þjóðfélagið teldi sig hafa efni á að veita, væru nýttar sem verzlunarvara og seldar gegn afsali umsaminna launahækkana. Var þeirri „sölu“ jafnað við sölu aflátsbréfa fyrr á tíð. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði frumvarp þetta ekki ná til allra þátta efnahags- mála. Frumvarp um gjaldeyrismál væri hinsvegar væntanlegt á næstunni og skattamál væru í athugun. Hins vegar væri þetta frv. tilraun til að ná betri stjórnun á efnahagsmálum, tryggja jafnvægi og atvinnu og hamla gegn verð- bólgu. Það færi að því leyti saman við efnahagsaðgerðir fyrri ríkis- stjórnar. Frumvarpið var síðan afgreitt frá nefndinni með 13 atkv. gegn 5 og gengur nú til neðri deildar. Framkvæmdasjóður öryrkja: Klýfur flokka og fylkingar FRUMVARP Jóhönnu Sigurð- ardóttur um Framkvæmdasjóð öryrkja (markaður tekjustofn af sölu ÁTVR) var samþykkt til 3ju umræðu í neðri deild Alþingis í gær, að viðhöfnu nafnakalli um flestar frum- varpsgreinar. Frumvarps- greinar vóru samþykktar með fjórum breytingartillögum, sem meirihluti félagsmála- nefndar deildarinnar flutti: 1) að c-liður 3. gr. falli niður, 2) að kostnaður við starf- rækslu sjóðsins greiðist af tekj- um hans, 3) að ákvörðun sjóðs- stjórnar um fjármögnun bygg- ingarframkvæmda skuli háð samþykki ráðherra og 4) að lög þessi skuli endurskoðuð að 6 árum liðnum frá gildistöku. Frumvarpið hlaut stuðning þingmanna úr öllum flokkum, en éinnig andstöðu margra, sem fyrst og fremst byggðist á því, að markaðir tekjustofnar eiga andstöðu að mæta í þinginu; þeir eru taldir skerða ráðstöf- unarvald þingsins við gerð fjár- laga. í efnahagsfrumvarpi for- sætisráðherra er t.d. gert ráð fyrir að endurskoða alla mark- aða tekjustofna í lögum. Frumvarpið gengur nú til 3ju umræðu og síðan væntanlega til efri deildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.