Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Þegar litið er til baka er margs að minnast og ótal margar eru þær ánægjustundir sem við áttum með Grétari, bæði heima í Eyjum og einnig eftir að við fluttumst í annað byggðarlag. Síðastliðið sumar áttum við því láni að fagna að fara í stutt ferðalag með Grét- ari og Jóhanni Kristni syni hans. Þessi ferð var sérstaklega ánægju- leg og verður okkur hjónunum ógleymanlegur tími. Síðustu stundirnar sem við áttum með Grétari voru er hann heimsótti okkur um síðastliðin jól, bar hann þá einu sinni í okkar hús þá hlýju og yl sem honum var svo lagið að láta frá sér stafa á sinn kyrrláta og sérstaka hátt. Ævinlega mátti finna ómælt traust í fari hans og ber öllum saman um að Grétar hefi verið mikill vinur vina sinna, hjálpsamur, greiðvikinn og örugg- ur. Um leið og við hjónin kveðjum þennan kæra vin okkar hinstu kveðju vottum við foreldrum hans, systrum og einkasyni ásamt ætt- ingjum hans öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðju. Góður dreng- ur hefur kvatt okkur, en eftir er fögur minning sem mun lifa um ókomin ár í hugum allra sem áttu því láni að fagna að kynnast Grétari Skaftasyni náið. Guð blessi ykkur öll. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elías Kristjánsson. Fimmtudaginn 1. mars síðast- liðinn , þegar vélbáturinn Ver frá Vestmannaeyjum fórst og með honum fjórir menn, var Grétar Skaftason einn þeirra. Mig langar til að minnast hans hér með fáeinum orðum. Ég var búin að þekkja Grétar í fimmtán ár. Hann flutti til Vest- mannaeyja ungur að árum og ég kynntist honum fyrst árið 1964 er hann tengdist fjölskyldu minni. Þó svo færi, að þau tengsl rofnuðu hélst vináttan alltaf óbreytt. Grétar var hlédrægur og dulur maður, sem lét ekki mikið uppi um tilfinningar sínar, en hann var tryggur og góður vinur. Við bárum öll mikinn hlýhug til Grétars og litum raunar ævinlega á hann sem einn af okkar fjölskyldu. Minning- arnar sem við eigum frá samveru- stundum liðinna ára eru ótal margar og fagrar og er víst að þær munu áfram lifa. Það er erfitt að sætta sig við að Grétar sé látinn. Mér finnst svo stutt síðan hann sat í eldhúsinu hjá mér og spjallaði við okkur hjónin yfir kaffibolla. Ekki hvarfl- aði að mér þá að við myndum ekki sjást framar. En enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég sendi syni, foreldrum og systrum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning góðs vinar. Ellý Elíasdóttir t Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auösýndu samúö og hlýhug og heiöruöu minningu eiginkonu minnar og móöur okkar, SIGRÍOAR 8IGTRYGG8DÓTTUR Áshlfö 13, Akursyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar A7 Borgarspítalans. Magnús Jónsson, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, Laufsy Patrsa Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö viö andlát og útför móöur mlnnar, tengdamóöur og ömmu, VIGDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR, ksnnara BMnduósi, Björn Eirfksson, Alda Thaodórsdóttir, Vigdfs Björnsdóttir, Eirfkur Ingibjörnsson. * t Útför BJARNA BJARNASONAR, iögfrssöings, Túngötu 16, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaglnn 6. apríl kl. 13.30. Jóhanna Haraldsdóttir og fjölskylda. t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi ÓLAFUR B. KRISTJÁNSSON, Maöalholti 19, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fðstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Ásta Markúsdóttir, Ingibjörg Ó. Bussa, Poul Bussa, Banónf Olafsson, Guófinna Snorradóttir, og barnaböm. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afma'lis- og minningargrcinar vcrða að bcrast blaðinu mcð góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, scm birtast á í miðvikudagshlaði, að bcrast í' síðasta lagi fvrir hádcgi á mánudag og hliðsta'tt með grcinar aðra daga. Grcinar mcga ckki vcra í sendibrcfs- formi cða hundnu máli. Þær þurfa að vera vclritaðar og mcð góðu línubili. Briflge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Firmakeppnin 1978 Spilað hefir verið tvisvar í firmakeppninni og hefir verið spilað í fjórum 16 para riðlum í bæði skiptin. Þórarinn Sigþórs- son tók afburða skor fyrsta daginn en hann spilaði þá fyrir tannlæknastofu sína. Framhald Islandsmóts og firmakeppni hefir ekki verið ákveðið en væntanlega verður spilað tvisvar í keppninni í vor. Reykjanesmótið í sveitakeppni Reykjanesmótinu í sveita- keppni er nýlokið en keppni þessi var jafnframt undan- keppni fyrir Islandsmótið. Sveit Alberts Þorsteinssonar varð Reykjanesmeistari með 107 stig en röð efstu sveita varð annars þessi: Jógi Björn 97 Armann J. Láruss. 94 Vilhjálmur Vilhjálmss. 85 Aðalsteinn Jörgensen 78 Halldór Einarss. 78 Fjórar efstu sveitirnar unnu sér rétt til þátttöku í undan- keppni íslandsmótsins sem hefst um bænadagana. Tvímenningskeppni Reykja- ness fyrir Islandsmót verður spiluð í Stapa 7. apríl og hefst klukkan 12.30. Þátttaka tilkynn- ist sem fyrst til stjórnar BRU. Rangæingafélagið Nýlokið er sveitakeppni í bridge hjá félaginu. Urslit urðu þessi: st. 1. sv. Sigurleifs Guðjónss. 110 2. sv. Freysteins Björgvinss. 90 3. sv. Þorsteins Sigurðss. 89 4. sv. Stefáns Gunarss. 88 5. sv. Sæmundar Jónss. 59 6. sv. Jóns L. Jónss. 47 7. sv. Guðríðar Sæmundsd. 46 8. sv. Ingu Jónsd. 31 Bridge í Hruna- mannahreppi Urslit í tveímnningskeppni í Bridge í Hrunamannahreppi. Stig Ari Einarsson — Knútur Jóhannsson 337 Karl Gunnlaugsson — Jóhannes Sigmundss. 321 Asgeir Gestsson — Guðmundur Böðvarsson 320 Olafur Jóhannsson — Viðar Gunngeirss. 302 Elín Kristmundsd. — Oddleifur Þorsteinss. 296 Halldór Gestsson — Guðm. G. Sigurðsson 287 Gestur Guðmundsson — Böðvar Guðmundsson 272 Magnús Gunnlaugsson — Helgi Jónsson 265 Margrét Óskarsd. — Guðm. Jónsson 265 Margrét Óskarsd. — Guðm. Jónsson 250 Sigurður Sigmundsson — Skúli Gestsson 230 Hjónaklúbburinn í Reykjavík kom í heimsókn og spilaði við heimamenn að Flúðum laugar- dagskvöldið 24. mars. Lauk leiknum með sigri gestanna 135 stig gegn 45 stigum heima- manna. Þökkum við gestunum fyrir komuna og skemmtilega keppni. + Eiginkona mín lést aöfaranótt 4. apríl. HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR Raynihvammi 24, Kópavogi Magnúa Ingimundaraon. t FINNBOGI FINNBOGASON, fyrrv. akipatjóri Vallatúni, Vaatmannaayjum, lézt aö Hrafnistu, þriöjudaginn 3. apríl. Róaa Finnbogadóttir, Raidun Finnbogaaon, Ámi Finnbogaaon, Halldór Magnúaaon, Fjóla Finnbogadóttir, Unnur Jónadóttir, Ólafur Finnbogaaon, Björgvin Þóróaraon, Áata Finnbogadóttir, Trauati Eyjólfsaon. Gróta Finnbogadóttir, Grétar Skaftason Vest- mannaeyjum - Minning Fæddur 30. nóvember 1945. Dáinn 1. mars 1979. Vinur minn Grétar Skaftason vélstjóri, er látinn. Hann var einn fjögurra ungra manna sem fórust með mb. Ver frá Vestmannaeyjum 1. mars sl. og hjó Ægir konungur þar enn einu sinni stórt skarð í hóp hinna dugmiklu sjómanna í Eyjum. Mig langar til að kveðja þennan góða og trygga vin minn með örfáum línum, vitandi það að honum hefðu vart líkað langar lofgreinar. Grétar Skaftason var sonur hjónanna Þuríðar Ágústsdóttur húsmóður og Skafta Kristjánsson- ar bifreiðarstjóra, Austurbrún 37, Reykjavík. Börn þeirra hjóna urðu Guðný, tvíburasystir Grétars bú- sett í Bandaríkjunum, Sveinbjörg hjúkrunarkona og Jóhann Kristinn, er lést barn að aldri. Grétar var í Vestmannaeyjum hjá móðurafa sínum og ömmu af og til á hverju sumri frá því hann var tveggja ára gamall. Átti Grétar þar miklu ástríki að fagna og var hann sannkallaður auga- steinn afa síns og ömmu. Átján ára gamall fluttist hann síðan alfarið til Yestmannaeyja og urðu fyrstu kynni okkar fljótlega eftir það. Hugur Grétars hneigðist snemma að sjónum eins og hjá svo mörgum öðrum ungum Eyjamönn- um. Réðst hann í skipsrúm á mb. Kára vertíðina 1963 hjá hinum mæta manni Guðjóni Kristinssyni, skipstjóra frá Litla-Bæ, sem nú er látinn. Guðjón var mikill sjósókn- ari og aflamaður og minntist Grétar oft veru sinnar með honum með mikilli virðingu. Eftir þessi ánægjulegu kynni af sjó- mennskunni á fyrstu vertíðinni hneigðist hugur Grétars enn frek- ar að sjónum og var þarna lagður grunnur að ævistarfi hans. Grétar þótti einstaklega verk- laginn og útsjónarsamur og urðu þessir hæfileikar hans til þess að hann fór í Vélskóla Vestmanna- eyja rúmlega tvítugur að aldri og lauk þaðan prófi. Upp frá því var hann vélstjóri á hinum ýmsu bátum í Eyjum og þótti mönnum það mikill fengur að hafa Grétar með sér sökum dagfarsprýði hans og samviskusemi, auk traustrar og haldgóðrar þekkingar á vélum. En enda þótt Grétar væri virtur sem góður sjómaður naut hann þó ekki síður virðingar og ástúðar vegna hins góða drengs sem hann hafði að geyma. Hann var strax sem barn að aldri hlédrægur, en hafði til að bera mikið jafnaðargeð og rósemi sem alls staðar var tekið eftir. Hann flíkaði ekki tilfinning- um sínum en leit lífið björtum og sanngjörnum augum, var umtals- góður um fólk og dró ævinlega upp á yfirborðið hið góða í hverjum og einum. Tónlistarhæfileikar voru Grét- ari í blóð bornir og átti músikin ævinlega ríkan þátt í huga hans. Grétar var einn af stofnendum hinnar vinsælu hjómsveitar „Logar" og lék hún um árabil í Vestmannaeyjum og víðar um land. Fáum mönnum hefði tekist betur en Grétari að samræma sjómennsku og hljómsveitarleik, en með útsjónarsemi og dugnaði tókst honum þó að sinna hvoru tveggja án verulegra árekstra. Hinn 26. október 1966 kvæntist Grétar dóttur okkar, Guðnýju Sólveigu, og bjuggu þau í Vest- mannaeyjum til 23. janúar 1973, er þau fluttust til lands eins og svo margir Eyjamenn þá örlagaríku nótt. Nokkru síðar slitu þau hjónin samvistum en vinátta Grétars við mig og fjölskylduna var alltaf hin sama. Grétar og Guðný einuðust í hjónabandi sínu tvö börn, stúlku fædda 28. mars 1966, sem lést við fæðingu, og dreng, fæddan 19. janúar 1968, Jóhann Kristinn, sem nú er 11 ára. + Þökkum Innilega samúö viö andlát og útför ARNKELS BJARNASONAR. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Garöar Arnkalsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.