Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 41 fclk í fréttum + BREZKA flugfélagið British Airways hefur fyrir skömmu undirritað samning við Boeingverksmiðjurnar í Bandaríkjunum um smíði nítján Boeing 757 farþega- þotna, sem verksmiðjurnar eiga að byrja að afhenda Bretum árið 1983. Myndin er tekin er aðalmenn samningagerðarinnar höfðu skrifað undir. Það er einn af aðalmönnum British Airways, Sir Frank McFadzean, (t.v.) og forseti Boeing verksmiðjanna, Tex Boullioun. Hann afhendi Sir Frank líkan af þessum nýju farþega- flugvélum og halda þeir því á milli sín. + Á MYNDINNI (til v.) er einn hinna bandarísku her- manna sem hlupust á brott úr hernum í Víetnamstríð- inu. Hermaðurinn, Robert Garwood, er hér kominn aftur í hermannabúninginn sinn. Hann var í landgöngu- liði flotans, er hann hvarf á vígstöðvunum fyrir 13 og hálfu ári. Myndin er tekin er hann kom aftur í æfinga- búðir landgönguliðsins. Hann hafði verið færður á skrá yfir þá hermenn, er teknir höfðu verið höndum í bardögum. Garwood her- maður á nú að svara til saka fyrir herdómstóli. Dánarbú Elvisar + ÞÁ ER langt komið að gera upp dánarbú Rokk- kóngsins Elvis Presleys, sem lézt 42 ára gamall í ágústmánuði 1977. Það eru borgarfógetaskrifstofurn- ar í heimaborg snillingsins í Memphis sem hafa fjall- að um dánarbúið. í upp- hafi voru það 15 milljónir dala. — En þegar búið var að greiða allskonar áfall- inn kostnað m.m. stóðu eftir til skiptanna alls um 7.6 milljónir dollara. — Samkvæmt arfleiðslu- skránni, sem hann lét eftir sig, fær 10 ára dóttir hans Lisa, obbann af þessum peningaarfi. — Svo og fað- ir hans, Vernon heitir hann, og einnig er nafn ömmu hans í arfleiðslu- skránni, en hún heitir Minnie Mae. — Nafn fyrr- um eiginkonu hans Priscillu var þar hvergi nefnt. + ÞESSI mynd er frá New York. — Rakarameistari þar í borg, Georg Michael (til hægri), fékk þessa konu til að koma fram í sýningu á rakarastofunni sinni, þar í borginni vegna síns mikla og faliega hárs. — Konan, sem heitir Mary Tucker, hefur látið það vaxa og ná svo mikilli sídd, að þar sem hún stendur mældist hár hennar 213 sentim langt, einstaklega hreint hár segir í myndatext- anum frá AP. TÍsku- sýning Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður i Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr islenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.