Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1979 47 i • Lið Feyenoord, en á myndina vantar þó Pétur Pétursson, Jan Peters o.fl. Nú blasir við að Feyenoord leiki gegn ÍBV í sumar. Feyenoord til Eyja? Mbl. heíur það eftir áreiðanlegum heimildum, að Skagamenn hafi boðið Vestmannaeyingum að vera gestgjafar hollenska stórliðsins Feyenoord þegar félagið kemur í íslandsferð sína í sumar. Sem kunnugt er, var það liður í samningi þeim sem Fcyenoord gerði við Pctur Pétursson og IA, að hojlenska félagið kæmi hingað til lands í sumar og léki 3 sýningarleiki ÍA að kostnaðarlausu, en allur ágóði rynni til ÍA. Einn þessara leikja fer að sjálfsögðu fram á Akranesi, mikið hefur verið um það rætt, að annar fari fram norður á Akureyri og eru nú allar horfur á því að sá þriðji fari fram í Vestmannaeyjum. Það er athyglisvert, ef af þessu verður, að enginn leikur fer fram í Reykjavík, en augljóst er að þá missa reykvískir knattspyrnuáhugamenn af miklu, enda Feyenoord í fremstu röð knattspyrnuliða í Evrópu með Pétur Pétursson, sem miðherja íslenska landsliðsins, framstan í flokki, en auk Péturs leika með Feyenoord snillingar eins og hollensku landsliðsmennirnir Wim Jansen og Jan Peters. Andrés eða Óli? HÚN ER orðin nokkuð spennandi staðan í einkunnagjöf Mbl., en úrslit hennar verða birt í blaðinu þegar síðasta leiknum er lokið. Ýmsir þeirra leikmanna, sem ofarlega eru, fylgjast líklega með af áhuga, en rétt er að benda á, að það er ekki allt fengið með þvi að vera stigahæstur. Einkunnagjöf Mbl. hefur frá upphafi verið reiknuð sem meðaltal úr lágmarksfjölda leikja, sem hefur verið áður 10 leikir, en nú er hæsta meðaleinkunn úr 12 leikjum. Eins og staðan er nú, er Andrés Kristjánsson stigahæstur með 40 stig og hefur hann leikið alla leikina 14. Frekar ólíklegt er, þó ekki sé það með öllu útilokað, að einhver Valsmaður eða Víkingur nái honum að stigum. Valsmenn eiga tvo leiki óleikna til að standa jafnfætis öðrum liðum og því er líklegt að það verði einhver úr þeirra hópi sem nær betra meðaltali en Andrés og einkum þó Óli Ben. leiki hann báða leikina sem Valur á eftir. óli hefur nú hlotið 40 stig úr 10 leikjum og haldi hann sínu striki verður meðaleinkunn hans betri en Andrésar. Meðaleinkunn ólafs er nú 3,0, en Andrés er með tæpa 2,9 í mcðaleinkunn. Rétt er að minna á, að enn getur allt gerst í keppni þessari og aðrir leikmenn komið inn í málið. Reykjavíkurmótið: Fylkir mætir Fram EINN leikur fer fram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í kvöld á gamla góða Melavellinum, sama velli og verið var að leika á ísknattleik fyrir skömmu. Þá leika Fram og Fylkir og hefst leikurinn klukkan 20.00. Fylkismenn komu nokkuð á óvart í sínum fyrsta leik í mótinu um síðustu helgi með því að gera jafntefli við Víking, 1 — 1. Þetta gæti orðið spennandi leikur, því að Frammarar harfa reynst sterkir í vorboltanum að þessu sinni, unnu t.d. fyrir skömmu ÍBK tvö núll í Keflavík. Getrauna- spá M.B.L. 2 cn xs c 3 b£ u o s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Birmingh. — South. 1 1 X 2 X X 2 3 1 Bolton — QPR 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Chelsea — N. Forest 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Coventry — A. Villa 1 X X X X 2 1 4 1 Derby — Bristol C. X 1 1 X 1 1 4 2 0 Leeds — Ipswich X X 1 1 1 1 4 2 0 Liverpool — Arsenal 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Man. City — Wolves X 1 1 1 X 1 4 2 0 Norwich — Man. Utd. X X X X X X 0 6 0 Tottenh. — Middlesbr. 1 1 1 1 1 1 6 0 0 WBA — Everton 1 1 1 X 1 1 5 1 0 Orient — Brighton 2 X X 2 2 X 0 3 3 Haukar: Ólafur Guðjónsson 1, Þorlákur Kjartansson 1, Svavar Geirsson 1, Hörður Haröarson 2, Þorgeir Haraldsson 2, Andrés Kristjánsson 4, Ingimar Haraldsson 3, Þórir Gíslason 2, Jón Hauksson 3, Árni Sverrisson 1. ÍR: Jens Einarsson 2, Bjarni Bessason 3, Bjarni Hákonarson 2, Sigurður Svavarsson 3, Guömundur Þóröarson 1, Guöjón Marteinsson 3, Brynjólfur Markússon 2, Ársæll Hafsteinsson 3, Hafliöi Halldórsson 1, Siguröur Gíslason 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.