Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Verið að leggja síðustu hönd á bílana, annar tilbúinn, en hinn bíður sprautunar, áður en hægt verður að koma honum fyrir í sýningarsal. Ljósm. Kristinn. Bílasýning Kvartmíluklúbbsins: Gamlir bílar, rallbílar og ruddalegir torfærujeppar Kvartmíluklúbburinn gengst um páskana fyrir bfla- sýningu í SýningahöIIinni við Bfldshöfða og segja kvartmflu- menn að það sé ein mesta framkvæmd sem félagið hafi staðið að til þessa. Auk bfla félagsmanna verða fengnir bflar erlendis frá, m.a. sér- smíðaður keppnisbfll frá Svíþjóð. Þá verða sýndir allir ruddalegustu torfærujeppar landsins, gamlir virðulegir bflar og sprækir rallbflar, eins og segir í frétt frá Kvartmflu- klúbbnum. Sýningin verður opnuð kl. 19 á miðvikudagskvöld og verður opin til kl. 22, á skírdag verður opið frá kl. 14—18 og 16—22 á föstudaginn langa svo og á páskadag, en á laugardag fyrir páska og annan páskadag Klúbbfélagar undirbúa sýning- una og skipuleggja svæði hennar. verður opið kl. 14—22. Markmið sýningarinnar er að hafa á einum stað þau farartæki sem einkum eru ætluð til bifreiða- íþrótta og tómstundaiðkana. Halli og Laddi munu koma fram á sýningunni með sérsamda dagskrá og fyrir yngri sýningargesti verður komið upp rafmagnsbraut og þar gefst þeim kostur á að reyna aksturs- hæfni sína. Liðin eru nærri 4 ár frá stofnun klúbbsins og segir í frétt frá honum að tekizt hafi að ná fram markmiðum hans, að koma hraðakstri af götum borgar og bæja yfir á keppnis- brautir og standi nú tilbúin keppnisbraut í Kepelluhrauni. Hefur gerð brautarinnar verið fjármögnuð með ýmiss konar starfsemi klúbbsins. Vörum til Norðurlands skipað upp á Reyðarfirði Fært á Vestfirði en ófærð á Norðurlandi UM ÞESSAR mundir er að opnast landleiðin til ísafjarðar, þ.e. vest- ari leiðin norður firðina, en ekki hefur enn verið reynt að opna veginn um Þorskafjarðarheiði. Nokkur ófærð hefur verið á Norðurlandi en reynt verður að opna í dag ef veður leyfir og sama er að segja um Norðausturland. Fært er hins vegar frá Reykjavík um Suðurland og allt austur á Firði. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar vegaeftirlitsmanns var vegurinn frá Isafirði til Reykjavíkur opinn á sunnudag, en lokaðist aftur vegna skafrennings í gær og átti að opna aftur í dag, en Hjörleifur tjáði Mbl., að fært væri nú vestur viku fyrr en í fyrra. Hjörleifur sagði ástand vega sæmilegt nú meðan svo mikið frost væri í jörð, en myndi versna strax og hlýnaði verulega og klakinn tæki að þiðna. Efnahagsfrumvarpið orðið aó lögum: Alþýðubanda- lagið klofið í at- kvæðagreiðslu EFNAHAGSFRUMVARP ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, var samþykkt sem lög frá Alþingi í neðri deild sl. laugardag, með áorðnum breytingum. 21 þingmaður, þ.e. allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna nema tveir, greiddu frumvarpinu atkvæði, en allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðu, 13 talsins, greiddu atkvæði §egn því. Tveir þingmenn Alþýðubandalags, Kjartan lafsson og Svava Jakobsdóttir, sátu hjá. Flestar frumvarpsgreinar voru samþykktar samhljóða, þ.e. án mótatkvæða, en þingmenn Sjálf- stæðisflokksins greiddu atkvæði gegn heimild um sérstakan skatt á þorskveiðar, ásamt Kjartani Ólafssyni, kaflanum um þrengingu verðlagshafta frá verðlagslögum 1978, 55. gr. um tilkynningar- skyldu atvinnurekenda með 2ja mánaða fyrirvara, ef samdráttur verður í atvinnurekstri. Halldór Blöndal (S) greiddi atkvæði gegn tölulið I í ákvæðum til bráða- birgða, sem ganga á ákvæði kjara- samninga um grunnkaup. Tveir þingmenn Alþýðubanda- lags, Kjartan Ólafsson og Svava Jakobsdóttir, greiddu atkvæði gegn ákvæði um tengingu vísitölu og viðskiptakjara, og Kjartan gegn fleiri frumvarpsgreinum. Sjá nánar um atkvæðagreiðslu og greinargerðir fyrir atkvæðum á bls. 29. „Munum leggja málið fyr- ir Alþingi eftir páska” — segir Halldór Blöndal um rækjutogara kaup Dalvíkinga, — „nema ríkisstjórnin hafi þá endurskoðað sína afstöðu” nVIÐ þingmenn úr að minnsta kosti þremur flokkum höfum ákveðið að leggja þetta mál fyrir Alþingi nema rflcisstjórnin taki málið til endur- skoðunar og veiti heimild til þess að fullkominn rækjutogari komi til Dalvíkur,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður í samtali við Morg- unblaðið, er hann var inntur álits á neitun stjórnvalda á leyfi til kaupa skuttogara til rækjuveiða á Dalvík. „Ástæðan fyrir því að við erum svo harðir í þessu máli er sú, að fundist hafa ný rækjumið sem hafa gjör- bréytt viðhorfum í þessum málum, auk þess sem viðskiptábanki Söltun- arfélags Dalvíkur h.f. mælir sterk- lega með því að þessi togari verði keyptur," sagði Halldór ennfremur. Sagði Halldór að málið yrði lagt fram á Alþingi þegar að ioknu páskaleyfi í formi þingsályktunartil- lögu, hafi stjórnin þá ekki endur- skoðað afstöðu sína. Reyðarfirði, 9. aprfl. MIKIL vinna er hér á Reyðarfirði þessa daga, skólafólk er komið í páska- frí og mikill hluti þess hefur fengið vinnu við fisk og við höfnina. Mælifell losaði hér 550 tonn af áburði í vikunni, sem á að fara á Húsavík, Hvassafell var hér í gær og losaði 500 tonn af fóðurmjöli, Lagarfoss er hér í dag að losa 1.000 tonn af áburði, Esja losar hér í dag 200 tonn af vörum sem fara eiga norður í land og þá er hér skip frá Panama, sem heitir Falcon Reefer og tekur það 31000 kassa af frosnum fiski frá Kaupfél- agi Héraðsbúa og siglir með fiskinn til Bandaríkjanna. Hætt var að bræða hér loðnu Þjóðartekjur á Is- landi eru langlægst- ar á Norðurlöndum í NÝÚTKOMINNI skýrslu Al- þjóðabankans um fólksfjölda, þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjur á árunum 1975—1977 kemur fram, að fyrir þessi ár metur bankinn r,rétt“ gengi íslenzku krónunnar gagnvart dollara, en styðst ekki í út- reikningum sínum við skráð gengi krónunnar. Mat bankans veldur því, að þjóðartekjur á mann á íslandi lækka um 1,500 dollara frá árinu 1974 til 1975. Ef skráð gengi krónunnar hafði verið notað til þess að reikna út þjóðartekjur á mann árið 1975, hefðu þær verið 5,500 Hitaveita Akureyrar: Töf lánsfjáráætl- unar veldur óvissu 28. marz. Brædd voru 23 þús- und tonn. Allt löðnumjöl er farið héðan. Framleidd voru 1.700 tonn af lýsi og af því eru farin 1.000 tonn. Sextán manns vinna nú í Síldarverksmiðju ríkisins. Okkur fannst heldur dofna yfir staðnum þegar síldarverksmiðjan hætti. Bezta veður er hér á Reyðarfirði. Gréta. dollarar. í útreikningum Alþjóðabankans er krónan augsýnilega talin rangt skráð, og gengi hennar gagnvart dollara því metið, svo að rétt gildi komi fram. Það, að bankinn styðst víð gengi, sem hann telur rétt, gerir þjóðar- tekjur á íslandi lægstar á — ÞESSI TÖF á afgreiðslu láns- fjáráætlunar ríkisstjórnarinnar Norðurlöndum og aðeins helming þjóðartekna á mann í Svíþjóð. Þess má geta, að tölur Alþjóðabankans um þjóðartekj- ur á mann í heiminum eru taldar hinar áreiðanlegustu, sem völ er á. ab. hefur gert okkur erfitt fyrir að því leyti að nokkur óvissa hefur skapazt um hversu miklar fram- kvæmdir við getum ráðizt í á þessu ári, sagði Gunnar Sverris- son hitaveitustjóri á Akureyri í samtali við Mbl. Gunnar sagði að gert hefði verið ráð fyrir að heimiluð yrði lántaka fyrir um 2.400 milljónir króna á þessu ári, en eins og málin stæðu í dag væri ráðgert að heimiluð yrði 1.800 m.kr. lántaka. Þyrfti annað hvort að skera niður framkvæmd- ir eða taka út meira rekstrarfé sem myndi ganga mjög nærri rekstrinum, en fyrir góð orð þing- manna og stjórnvalda væri verið að reyna að halda upphaflegri áætlun. Kvað Gunnar um þessar mundir unnið að verkútboðum, en útivinnan hefði legið niðri í vetur. Þjóðartekjur á mann 1) ísland Norestur Finnland Danmörk Svíþjóð 1973 2) 5.030 5,190 4,120 5,870 6,360 1974 2) 5,430 5,860 4,700 6,430 7,240 1975 3) 3,920 7,060 5,590 6,950 8,490 1976 3) 4,220 7,800 5,890 7,690 9,030 1977 3) 4,570 8,540 6,150 8,050 9,250 1) Reiknaðar í dollurum. 2) Þjððartekjur íslanda reiknaðar samkvœmt skráðu Kengi. 3) Þjóðartekjur íslands reiknaðar samkvæmt metnu tteniti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.