Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1979
13
KSSR.JWS
BANKASTR/FTI 7 SIMI 29122 AÐALSTRÆTI 4, SiMI 15005.
Höfuðpersónan er Tevye mjólk-
urpóstur. Eins og segir í leik-
skrá, þá er hann í rauninni
harmleikspersóna. „Lífið er
honum þungbært og raunum
þess tekur hann ekki létt. En
Scholom Aleichem ljær honum
opnar sjónir, sem greina þann
broslega tvískinnung, sem
stjórnar tilveru hans, andstæð-
ur þess sem er og hins sem ætti
að vera.“ Þennan sanntrúaða
Gyðing, sem rökræðir þá hluti
gjarnan við skaparann með
ómótstæðilegum hætti, leikur
Sigurður Hallmarsson af maka-
lausri snilld. Það er ekki of fast
að orði kveðið að segja, að hann
gefi sig verkinu á vald, svo að
fjölmennið á sviðinu nýtur hans
sem bakhjarls, sækir þrótt til
hans. En styrkur Sigurðar sem
leikara er m.a. fólginn í því, að
hann forðast allan stjörnuleik,
honum tekst jafnvel að hverfa í
hópinn þegar við á, gætir þess
að stela aldrei senu frá öðrum
og þá allra síst þeim, sem aldrei
hafa á svið komið fyrr. Eigi að
síður finnur maður, að töfrar
hans sem listamanns setja
sterkan blæ á sýninguna í heild.
Hárnákvæm svipbrigði, öruggar
hreyfingar, framsögn og síðast
en ekki síst söngur eru með
þeim glæsibrag, að seint mun
mér úr minni líða. Sigurður
hefur helgað leiklistarlífi á
Húsavík krafta sína í nær þrjá
áratugi og ásamt með hæfileika-
mönnum eins og Ingimundi
Jónssyni unnið hvert afrekið á
fætur öðru á þröngu leiksviði í
gömlu húsi. Enginn, sem sá,
gleymir samleik þeirra í Herr
Puntila und sein Knecht Matti
eftir Bertold Brecht. Síðar á
þessu ári verður Sigurður
fimmtugur og því verður ekki
annað sagt, að en Fiðlarinn sé
verðug sýning til heiðurs
þessum ágæta listamanni á
Sigurður Hallmarsson (Tevye
mjólkurpóstur) og María Axfjörð
(Chava, ein fimm dætra hans).
merkum tímamótum. 22 leikar-
ar koma fram í sýningunni og
auk þess kór, dansarar og
hljómsveit. Það yrði of langt
mál, ef gefa ætti hverjum manni
einkunn og ekki ástæða til þess.
En mér kemur í hug, af því að
hér að framan var nefndur einn
af frumkvöðlum neorealismans í
ítalskri kvikmyndagerð, Fellini,
að raunar fara forráðamenn
Leikfélags Húsavíkur eins að og
þeir ítöksku snillingar, þegar
þeir velja í hlutverk. Þeir fara
þá um bæinn og sjá út persónur,
sem falla inn í hlutverkin, en
um það er ekkert hirt, hvort þær
hafi stigið á fjalirnar fyrr.
Þannig mun Hrefna Jónsdóttir,
sem leikur Goldu, konu Tevyes,
aldrei hafa komið á leiksvið
áður. En hún býr yfir þeirri
reisn og rödd, sem hæfa hlut-
verkinu og áhorfendur efast
ekki um að þarna er móðir
dætranna fimm og hin ákveðna
eiginkona Tevyes. Og dæturnar
eru fallegar stúlkur og frjáls-
mannlegar með góðar söngradd-
ir. Þegar talið er saman, þá
munu einsöngvarar vera 16 að
tölu og enginn fer út af laginu.
Margir hafa góðar raddir og eru
söngvanir.
Ingimundur Jónsson sem leik-
ur ekki að þessu sinni, hefur æft
sönginn, stjórnar honum og er
jafnframt einn af hljóðfæraleik-
urunum. Er þar vel á haldið, svo
hugþekk lög Jerry Bock njóta
sín og eru í samræmi við svip
sýningarinnar. Einari Þorbergs-
syni, sem leikstýrir þessari viða-
miklu sýningu hefur tekist frá-
bærlega vel að skipuleggja hana
við erfiðar aðstæður, þar sem
leikarar, sem biða innkomu,
verða að raða sér í mjóan stiga
að tjaldabaki, en hann liggur
niður í búningsherbergin á neðri
hæð hússins. Einar er vel
menntaður leikhúsmaður, hefur
stundað nám í listdansskóla
Þjóðleikhússins í níu ár og auk
þess lokið prófi frá Leiklistar-
skóla sömu stofnunar. Þótt
hann sé ungur maður, ekki
þrítugur, þá er Fiðle- 'nn 15.
leikritið sem hann lt :stýrir.
Það fer ekki á milli mála, að
þáttur dansarans nýtur sín best
í verki Einars. Hann hefur svo
sannarlega kennt fólkinu að
hreyfa sig og dansarnir eru að
mestu leyti samdir af honum
með hliðsjón af aðstæðum. Það
er ótrúlegt, að svo stór hópur
skuli geta hreyft sig svo létti-
lega og óhindrað á þessum litla
fleti og áhorfendum finnst allt í
einu eins og húsið hafi stækkað.
T.d. er flöskudansinn í brúð-
kaupinu framinn af furðulegri
íþrótt. Eg vék fyrr að þing-
eyskum félagsanda; en ljóst er,
að í ekki stærra bæjarfélagi er
varla hægt að ná saman sam-
stilltum hópi til að þjálfa svo
stór hópatriði, nema félags-
þroski sé almennur og viljinn
mikill. Að tjaldabaki starfar og
stór hópur, sem ekki kemur
fram á sjónarsviðið, en er log-
andi af áhuga og fórnar tóm-
stundum sínum af fúsleik og
gleði, til þess að listin fái notið
sín. Öll stækka þau Húsavík.
Óhætt er að óska Húsvíkingum
til hamingju með það, að leik-
stjórinn skuli setjast þar að og
hygg ég, að Einar hafi þegar
gert sér grein fyrir þvi, að hann
hafi fundið fyrirheitna landið
við Skjálfanda. — Sigurður
Hallmarsson er ekki einungis
leikari, heldur er hann og lið-
tækur með pentskúfinn og prýða
myndir hans fjölmörg heimili
hér á Norðurlandi. Kemur það
því gjarnan í hans hlut að sjá
um gerð leikmyndar. Það hefur
hann gert í þetta sinn og er
ósvikin „chagölsk stemming"
yfir sviðinu, en sagt er að
myndir málarans March
Chagall hafi öðru fremur verið
kveikjan að því að Joseph Stein
valdi ævintýrið um Tevye
mjólkurpóst og gerði söngleik.
— Ljósameistarar stóðu sig með
sóma.
Sannfærður er ég um það, að
enginn mun sjá eftir því að eyða
kvöldi í Leikhúsi Húsavíkur og
það hafa margir lagt á sig erfitt
ferðalag af minna tilefni, en
þessari ágætu sýningu. Að leiks-
lokum er ekki fráleitt að hrópa
hrifinn eins og fyrrum yfirvald
Þingeyinga og leiklistarfrömuð-
urinn, Júlíus Hafstein, þegar
hann sá gott skot hjá ungum
Húsvíking, sem hitti beint í
mark: „Bravó! Capó!“
FYRIRFERÐALITIL EN FULLKOMIN
Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar
þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og SBM)
aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - j9r
ingalyklar, hálft stafabil til »r. 3B
leiðréttinga o.m.fl.
Rétt vél fyrir þann sem
hefur lítiö pláss en mikil
verkefni.
Leitió nánari
upplýsinga.
Olympia
Intemational
KJARAIM HF
skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140
Lelkllst
eftir BOLLA
GÚSTAVSSON
í LAUFÁSI