Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
Guðrún Birgisdóttir, fjölmiðlafræðingur: skrifar um börn og barnamenningu:
Barnaár — ár fulloröinna
— fyrir börn og með bömum
Fólksfjölgunarár, kvennaár,
fæðuár, vatnsár og nú barnaár.
Sumir kunna að spyrja, hvort
ekki sé komið nóg af slíkum
„árum“. Aðrir telja, að með
þessu sé aðeins verið að minna á
tilveru Sameinuðu þjóðanna
(Sþ) sem stofnunar, en jafn-
framt verið að breiða yfir getu-
leysi Sþ til að ráðast að rótum
aðsteðjandi vandamála í heim-
inum í dag.
Aðildarríki Sþ hafa af og til
samþykkt að helga einstök ár
einhverju sérstöku málefni. Oft-
ast hefur verið um brýn alþjóð-
leg vandamál að ræða, sem ekki
hafa komið um of við kaunin á
einhverju einu eða fáum aðild-
arríkjum. Þótt erfitt sé að meta
árangur slíkra „ára“, er það
engum vafa bundið, að þau hafa
vakið marga til umhugsunar,
áhugi almennings á einstökum
málum hefur aukist og hafnar
eru þýðingarmiklar baráttuher-
ferðir. í þessu tilviki er kvenna-
árið eflaust nærtækasta dæmið.
Árið 1979 ér helgað málefnum
(vandamálum) barnsins í veröld
nútímans með öllum sínum
hróplegu andstæðum. Vandamál
barnsins eru fjölþætt og flókin,
reyndar svo samtvinnuð vanda-
málum fullorðinna, að vart má
sundur skilja. Erfitt er að fjalla
um vandamál barnsins ein-
angrað og úr tengslum við
mannréttindamál almennt. Því
er hætt við, að umræða um
raunveruleg vandamál á barna-
ári verði yfirborðskennd og mót-
ist af tillitssemi vegna þess, hve
mannréttindamálin eru póli-
tískt viðkvæm um þessar mund-
ir.
Það er ekki ætlunin að fara í
saumana á vandamálum barns-
ins í þessum greinarstúfi. Mark-
miðið er að bregða upp mynd af
fjölbreytileik vandamálsins og
viðra nokkrar hugmyndir um,
hvernig bregðast megi við á
Islandi á barnaári til að vekja
athygli og auka skilning á
vandamálum barna yfirleitt.
Tildrög alþjóð-
legs barnaárs
Árið 1979 eru 20 ár liðin frá
því að Sþ gáfu út yfirlýsingu um
réttindi barna. Þessi yfirlýsing
bryddar á vandamálum, sem
einkum eiga við börn í þróunar-
löndunum. I 10 greinum eru
dregin upp þau grundvallarrétt-
indi, sem öll börn ættu að hafa
án tillits til kynþáttar, húðlitar,
trúar eða stjórnmálalegs- og
félagslegs uppruna. Þessi rétt-
indi eru m,a. félagslegt öryggi,
næg og næringarrík fæða, heim-
ili, heilsugæsla, menntun ásamt
vernd og umhyggju. I lok 10.
greinarinnar er einnig minnst á,
að börn eigi rétt á að alast upp í
anda skilnings og þolinmæði, í
friði og alþjóðlegu bræðralagi.
Næstum 20 árum eftir sam-
þykkt þessarar yfirlýsingar búa
milljónir barna heimsins ennþá
við aðstæður, þar sem þessi
réttindi eru aðeiris fjarlægur
draumur. Þess vegna var á 31.
allsherjarþingi Sþ 1976 sam-
þykkt tillaga um að helga árið
1979 börnum heimsins.
Markmið alþjóð-
legs barnaárs
I ályktun frá Sþ kemur fram,
að á alþjóðlegu barnaári skuli
reynt að marka skýrari línur í
allri umfjöllun um málefni í
þágu barna. Þetta geti væntan-
lega orðið til þess að auka
skilning á þörfum barna og að
tekið verði meira tillit til þeirra
við félagslegar, fjárhagslegar og
pólitískar ákvarðanir.
Höfuðmarkmiðið er að reyna
að vekja athygli og skilning sem
flestra á því, að góð meðferð og
umhyggja fyrir börnum í dag er
grundvöllur betri og réttlátari
heims í framtíðinni.
Ríkisstjórnir aðildarríkjanna
og öll samtök, sem hafa með
börn að gera, eru hvött til þess
að leggja sitt af mörkum. Hvert
ríki fyrir sig móti herferðir og
starfi einnig með sérvandamál
barna sinnar eigin þjóðar, en Sþ
með UNICEF í fararbroddi sér
um baráttuherferðir á alþjóð-
legum grundvelli.
Vandamál
barnsins
Drjúgan skerf af vandamálum
sínum fær barnið í vöggugjöf.
Börn líta heimsins ljós í fyrsta
sinni mismunandi velkomin. Að-
stæður þær, sem foreldrarnir
búa við hafa í flestum tilfellum
afgerandi áhrif á líf og afkomu
barnsins. Hvað þetta snertir eru
andstæðurnar geysimiklar milli
iðnvæddra landa og þróunar-
landa. I dag eru 1.5 milljarður
barna undir 15 ára. Það er meira
en V4 hluti af íbúum jarðar. %
hluti þessara barna vex upp í
þróunarlöndunum, hverra til-
vera er allt önnur en til dæmis
barna á íslandi. Þess ber að
geta, að vissulega eru miklar
andstæður milli einstakra þró-
unarlanda sem og innan hvers
lands fyrir sig. Sama gildir fyrir
hin svokölluðu iðnvæddu lönd.
500 milljónir barna í þróunar-
löndunum líða fæðuskort. Lífs-
líkur þeirra eru hverfandi í
samanburði við lífslíkur barna
hinna svokölluðu iðnvæddu
landa. 5. hvert barn sem fæðist
nær ekki að upplifa 5 ára af-
mæli sitt og nái börnin að
komast á legg blasa við önnur
vandamál s.s. hungursneyðir,
þrældómur og farsóttir, auk
þess sem jafnvel lágmarks-
menntun eru forréttindi sem
mjög fáir njóta í þessum lönd-
um. 200 milljónir barna læra
aldrei að lesa né skrifa. Þau sem
komast á skólabekk yfirgefa
hann oftast fyrir 12 ára aldur,
til þess að byrja á daglegu striti
fyrir mat sínum (ef þá einhver
er).
Þetta eru helstu vandamál,
sem börn þróunarlandanna fá í
vöggugjöf. Þau eru engan veginn
sama sinnis og vandamál flestra
barna í hinum iðnvæddu lönd-
um, þar sem öll mannleg vanda-
mál eru annars eðlis. Það er
brýnt að verkefni barnaárs
beinist að börnum þriðja heims-
ins, en það má ekki heldur verða
til þess að við lokum augunum
fyrir vandamálum barnanna
heima fyrir, sem bæði eru mörg
og margvísleg.
Hver eru þá helstu vandamál
barna í iðnvæddum löndum?
Lífslíkur og allur aðbúnaður er í
flestum tilvikum ósambærilegur
við það sem almennt er í þróun-
arlöndunum. Samt virðist af
nógu að taka. Hér koma til áhrif
neysluþjóðfélagsins, þar sem
samkeppnin er svo yfirgengileg
að maðurinn gleymir oft að vera
maður. Þetta bitnar óneitanlega
á börnunum bæði beint og
óbeint. Þeim er sjálfum ýtt út í
ómannúðlega samkeppni í skóla
og leik að hætti fullorðna fólks-
ins, og streita hversdagsleikans
kemur í veg fyrir eðlilega og
æskilega samveru barna og full-
orðinna. Ef byrjað er á dagvist-
unarstofnunum eru þær oft
ómannúðlegar geymsluþrær í
stað þess að stuðla að auknum
félagslegum þroska barnanna.
Skólarnir ítroðslustofnanir,
tómstunda- og skemmtanatilboð
andlaus og fábreytileg og svo
mætti lengi telja.
Arangursríkt
barnaár
Það er af nógu að taka þegar
hugað er að málefnum barna
heimsins. Við með okkar vel-
ferðarvandamál, sem oft koma
hart niður á börnunum, og
vandamál barna í þróunarlönd-
unum þar sem neyð og fátækt
ræður ríkjum eru óheyrileg.
Hvar eigum við þá að taka til
höndum á barnaári? Hvernig
getum við forðast að barnaár
kafni í auglýsingum, barnahá-
tíðum og yfirborðskenndu
hjakki fullorðinna um að gera
þetta og gera hitt af því að það
sé nú einu sinni barnaár?
Augljós eru vandamál eins og
barnið og umferðin, dagvistun-
arvandamálið, ekki aðeins fleiri
dagheimili heldur einnig betri.
Róta þarf aðeins í því hver er
hugsunin á bak við að setja barn
sitt á dagheimili. Skólinn, stað-
urinn þar sem börnin alast upp
að miklu leyti samfara heimil-
inu. Hér er af nógu að taka með
tilliti til aukinnar samvinnu
foreldra við þessar stofnanir
samfélagsins.
Hvernig væri að sjá nauðsyn
þess í skólunum að taka einn
(eða fleiri) tíma á viktt undir
vandamál bekkjarins, þar sem
rædd væru vandamál eins og
námsefnið, agi og reglur, andinn
í bekknum, eða annað viðeig-
endi. Ræða mætti einnig vanda-
mál barna almennt og börnin
gætu fengið í hópum verkefni að
kynna sér, og framsegja vanda-
mál barna í hinum ýmsu lönd-
um. Taka mætti tómstundamál-
in fyrir, barnavinnu o.fl. út frá
hugmyndum barnanna sjálfra
og hvernig þau upplifa þetta.
Hefur sá möguleiki verið at-
hugaður að börn fengju fulltrúa
í starfshópum þeim sem komnir
eru í gang í sambandi við barna-
árið? Nálægð barna þar myndi
eflaust stuðla að nánari tengsl-
um viðbörn almennt og því
markvissari árangri.
Við hin fullorðnu lifum allt of
mikið í okkar sér „fullorðinna
heimi" án þess að veita barninu
inngöngu í þennan heim. Barnið
lifir svo í sínum „barnaheimi".
Það er kominn tími til að við
kynnumst dálítið betur „heim-
um“ hvers annars og tökum
börn alvarlega, tökum tillit til
þarfa þeirra eins og þau sjálf tjá
okkur þær, en ekki aðeins þeirra
þarfa sem við búum til handa
þeim, án þess að vita hvort
þessar þarfir séu raunverulega
fyrir hendi. Annað brennandi
verkefni eru börn og fjölmiðlar
eða börn og barnamenning. Hér
er einnig af nógu að taka í öllum
þeim straumum, sem þar renna.
Hvað er barna- og
unglingamenning? Hvernig get-
utn við haft jákvæð áhrif á það
sem borið er á borð fyrir börn-
in? Hvernig getum við forðast
það að aðal lífsinnihald 6—18
ára barna og unglinga sé
coca-cola, superman og ofbeldis-
og glæpamyndir? Við verðum
fyrst og fremst að gera okkur
grein fyrir því, að barnamenn-
ing er ekki aðeins flóð af tilboð-
um til barna, kvikmyndir, bæk-
ur og tónlist svo eitthvað sé
nefnt. í barnamenningu eru
fólgin þroska- og uppvaxtarskil-
yrði barna, einnig hin ýmsu
samveruform þeirra innbyrðis
annars vegar og barna og full-
orðinna hins vegar.
Eins og áður sagði, lifa börn
og fullorðnir að miklu leyti í
ólíkum heimum. Það ætti því að
vera eitt af aðalhlutverkum
fjölmiðla að kynna þessa ólíku
heima, færa börn og fullorðna
nær hvert öðru. Væri því ekki úr
vegi að helga börnum visst rými
í fjölmiðlum, þar sem þau gætu
komið sjálfvöldu efni á fram-
færi.
Ár fullorðinna
í stað barnaárs?
Ef staldrað er við stundar-
korn og vandamál barna hug-
leidd, kemur fljótlega í ljós, að
börn eru þolendur. Þótt þau séu
mörg að tölu í heiminum, hafa
þau næstum engin tök á að gera
sér grein fyrir vandamálum
sínum, taka höndum saman og
mynda hagsmuna- og þrýsti-
hópa, þau yngstu í það minnsta
ekki.
Vandamál barna, svokölluð,
eru sköpuð af fullorðnu fólki og
eru því í reynd vandamál full-
orðinna. Þeir einir geta leyst
þau, en óviðunandi án hjálpar
barnanna. Það vaknar því sú
spurning, hvort ár barnsins ætti
ekki öllu fremur að nefnast
„alþjóðlegt ár fullorðinna", ekki
aðeins í ár, heldur öll ár.