Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 17 Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur: Greinar um dragnótaveiðar hafa verið býsna áberandi í dagblöðun- um að undanförnu. Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú, að nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að veita sjávarútvegsráðherra heimild til að leyfa dragnótaveiðar í Faxaflóa til jafns við önnur veiðisvæði við landið. Sýnist nú sitt hverjum um ágæti þessarar tillögu eins og jafnan er, þegar fiskveiðar eru annars vegar. Þó virðast menn æstari í umræðum um dragnóta- veiðar en þegar aðrar veiðar ber á góma og er þá mikið sagt. Er þá vart að furða, að menn eigi það til að taka fullmikið upp í sig eða verða fótaskortur á pennanum. Vegna ýmiss konar misskilnings — stundum kannski vísvitandi misskilnings — hjá þeim, sem ritað hafa á móti dragnótinni, sé ég mig tilknúinn að bera enn fram leiðréttingar. að sjá neitt grugg aftan við voðina, einungis mjög smáa sandhvirfla við fótreipið, (Sjómannablaðið Víkingur 4. tbl. 1978). Ef menn vilja endilega erlendar heimildir, skal bent á bókina „The seine net“ (dragnótin) eftir David Thomson prófessor, en þaðan er þessi tilvitnun (bls. 32): „Dragnót- in er létt veiðarfæri, sem skemmir ekki botninn, eins og þungar botn- vörpur geta gert. Hún hleypir einnig smáum og ókynþroska fiski í gegn, svo að hann nær að stækka og ná kynþroskaaldri. E.t.v. er það Guðni Þorsteinsson 18—20 fm. dýpi eða jafnvel grynnra, ef hentugra þykir. Stofnunin mun leggja til kafara, neðansjávarmyndavél og e.t.v. bát en ekki ætti tilraun þessi, ef tilraun skyldi kalla, að stranda á bátsleysi. Rétt er, að dragnótaand- stæðingar leggi einnig til kafara. Það hefur alloft komið fram, að sumir dragnótamenn hafi haft brögð í tafli með möskvastæðina með því að binda fyrir ofan við 170 mm riðilinn. Þetta á þó ekki við um alla. Þeir sem saklausir eru kunna illa slíkum sakargiftum, eins og eðlilegt er, og er þá rétt, að það komi fram, að ekki eru allir undir sömu sökina seldir. Því hefur oft verið haldið fram, að skarkoli sé verðlaus og að ekki eigi að leggja sig eftir að veiða Ulfur, úlfur gagngert til að auka skarkolaafl- ann. Er vonandi, að þessi tillaga verði samþykkt, enda virðast þing- menn sammála um, að þetta sé rétt. Hins vegar rífast þeir sjálf- sagt um það, hverjir eigi að fá veiðileyfi á svæðinu. Ekki er jafn víst, að þingmenn verði jafnsam- mála um að hleypa dragnótinni í Faxaflóann. Mörgum líst betur á þyngra veiðarfærið. Reyndar er rétt, að það komi fram, að þau veiðisvæði fyrir Vestfjörðum, sem til stendur að opna fyrir togveið- um verða eigi nýtt með dragnót, þar sem botn er of harður. Áður en þeir miklu friðunar- menn, andstæðingar dragnótar- innar, fara að giska á, að stór fiskur veiðist á krók, þykir mér rétt að leggja fram fiskmælingar úr ýmsum veiðarfærum frá ýms- um stöðum við iandið. Mælingar þessar eru frá sumrinu 1977. í töflunni stendur V fyrir Vestur- land, N fyrir Norðurland og A fyrir Austurland, Fjöldi mælinga er gefinn í sviga. Hér er um þorsk að ræða og er lengdin í cm. Jóhann J.E. Kúld, sem skrifar um sjávarútvegsmál í Þjóðviljann, sem kunnugt er, telur að dragnótin hljóti að róta botninum upp og talar um nokkra faðma, sem gruggið nái upp. Hér giskar Jóhann á en leitar sér ekki heim- ilda, sem ekki ætti þó að vera svo erfitt, þar sem allmargar greinar um þetta hafa birst eftir okkur Aðalstein Sigurðsson bæði í dag- blöðunum, Sjávarfréttum og Ægi. Eftirfarandi tilvitnanir, sem eru úr grein eftir okkur Jóhannes Briem, sem tekið hefur myndir af dragnót í drætti, ættu að sanna, hve illa Jóhann giskar á: „Mjög athyglisvert er, að tógið snerti botninn yfirleitt ekki, þegar dregið var“ og „voðin sveif létt við botn og snerti aðeins stöku gárutopp. Sá- ust einungis smárispur eftir hana í sandinum á stöku stað. Ekki var fyrst og fremst af þessum ástæð- um, að mörg ríki hafa leyft drag- nótaveiði á svæðum þar sem veiði með botnvörpu og hringnót er bönnuð." Því má svo bæta við, að í bókinni er hvergi talað um 170 mm riðil í poka. Og í framhjáhlaupi má svo geta þess, að Garðbúar hafa bent á botnvörpuna til að nýta kolastofninn betur. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga, en eðlilegra sýnist þó að reyna drag- nótina fyrst. Þrátt fyrir þetta eru menn að tala um að friða Faxaflóa með því að útiloka þar dragnótaveiðar. Ég hélt, að flestir vissu, að ýsustofn- inn hefur einmitt fengið ágæta friðun með 155 mm möskvastærð í botnvörpu. Hann er því vel á sig kominn og ekki í bráðri hættu, þótt dragnót með 170 mm möskva- stærð yrði leyfð í Faxaflóa, enda telja menn lagnetaveiðar á ýsu með 152 mm riðli vonlausa. Þeir í Garðinum eru þó hræddir um seiðin fyrir dragnótinni og þá sennilega vegna þess, að marglytta loki þessum stóru möskvum. Ulfur, úlfur. Þá hafa sumir giskað á, að dragnótin eyðileggi botngróður. Þessi ágiskun er þó sýnu fráleitari, en hún skaut síðast upp kollinum í grein í Morgunblaðinu h. 29. mars sl. Þar var' því haldið fram, að gróður væri á 18—20 fm. dýpi á þeim ægisandi, sem dragnótin er dregin yfir. Öllum ætti þó að vera ljóst, að botnþörungar sitja ekki á sandbotni. Þá er þang aðeins í fjöruborðinu og þari er sjaldséður neðan við 10 fm. Annars er óþarfi að karpa um þetta. Hafrannsókna- stofnunin býðst til að kanna þau svæði, þar sem andstæðingar dragnótarinnar halda fram, að botngróður sé til staðar. Skal þetta miðast við sandbotn og Botnvarpa Flotvarpa Dragnót Handfæri Lína Lagnet hann. Alla viðleitni til að auka verðmæti hans skal kæfa í fæð- ingu. Illa líst mér á slíkar skoðan- ir, enda eru þær í algjörri and- stöðu við skynsamlega nýtingu auðæfa okkar í hafinu. Hafrann- sóknastofnunin hefur margbent á, að tvöfalda megi skarkolaaflann upp í 10.00 t. Miðað við þau fiskveiðilög, sem nú eru í gildi, er einsýnt, að þessu marki verði ekki náð án aukinnar sóknar með drag- nót. Á hitt má svo benda, að nú liggur fyrir Alþingi tillaga um aukin togsvæði fyrir Vestfjörðum Meðal 66.97 (98) 67.95 (23) 68.05 ( 8) 60.96 (101) 63.02 ( )) 66.54 (18) Þess skal getið, að riðillinn í lagnetunum var allt niður í 5 Vá þumlung, þegar mælingarnar voru gerðar, en lágmarks riðill lagneta er 6 þumlungar nú. Þá sýna mælingar úr trollunum fiskinn smærri en hann er í raun og veru, þar sem frekar er mælt, þegar fiskur er smár, og til greina kemur að loka veiðisvæðum, enda eru þessar mælingar frá veiðieftirlits- mönnum. Mælingarnar sýna, að hæpið sé að líta ekkert á krókana, þegar friðun ber á góma. Og hvernig stendur svo á öllu þessu grjótkasti úr glerhúsinu? V N A 65.48(63) 62.37(11) 72.98(24) 67.95 (23) 68.05 ( 8) 61.83(21) 62.41 (32) 59.61 (48) 65.67 ( 6) 66.98 (12) Spærlingur: Verðið ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaupenda Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á spærlingi til bræðslu frá byrjun vertíðar til 31. júlí 1979: Hvert kg. kr. 9.50. Verðið er miðað við 3% fituinni- hald og 19% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 1.05 til hækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald hækkar frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Verðið breytist um kr. 1.05 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0.1%. Fituinnihald og fitufrítt þurr- efnismagn hvers spærlingsfarms skal ákveðið af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega af full- trúa veiðiskips og fulltrúa verk- smiðju eftir nánari fyrirmælum rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins. Verðið er miðað við að seljendur skili spærlingi á flutningstæki við hlið veiðiskips eða i löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu eða blanda vatni eða sjó í hráefni við löndun. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 7. maí og síðar með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Olafur Davíðsson, sem var oddamaður, Guðmundur Kr. Jónsson og Ólafur Gunnarsson af hálfu kaupenda og Ágúst Einarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda. Fulltrúar kaupenda létu bóka svofellda greinargerð með atkvæði sínu: „Með samþykki sínu á spærl- ingsverði til bræðslu, vilja fulltrú- ar kaupenda gera sitt ýtrasta til að stuðla að veiðum á þessum bræðslufiski. Ljóst er að verk- smiðjurnar fá aðeins uppborinn breytilegan kostnað við vinnsluna ásamt hálfan viðhaldskostnað en ekkert fyrir fyrningum og stofn- fjárvöxtum. Slíkar vinnslutekjur eru algjörlega óviðunandi fyrir verksmiðjurnar nema í mjög stutt- an tíma.“ Fulltrúar seljenda létu bóka svofellda greinargerð með atkvæði sínu: „Við undirritaðir fulltrúar útgerðar- og sjómanna í yfirnefnd Verðlagsráðs um spærlingsverð viljum taka fram eftirfarandi: Verð það sem nú hefur verið ákveðið af oddamanni og fulltrú- um verksmiðjanna og sem er 7% lægra en verð það sem gilti á sama tíma í fyrra er að mati okkar allt of lágt til að viðunandi sé fyrir afkomu útgerðar og sjómanna." Reykjavik, 5. apríl 1979. Verðíagsráð sjávarútvegsins. Einnar kaloríu kóladrykkur Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur - sykursnautt Spur - drykkur sem gleöur alla sem eru í kapphlaupi við kilóin. Sykursnautt Spur inniheldur innan viö eina kaloriu í hverri flösku - það er 80 sinnum minna en í venjulegum kóladrykk. HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.