Morgunblaðið - 10.04.1979, Page 18

Morgunblaðið - 10.04.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Albert Guðmundsson: Vinnubrögð meiríhlutans í útboðinu eru óheiðarleg Neyðir borgarstjórnarmeiri- hlutinn veiði-og fiskiræktar- að segja af sér? marklaust, nú þegar spara ætti 3—4 milljónir. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við tortryggni út í bæ. Eiríkur sagði ljóst, að hita- veitustjóri hefði ýtt á eftir málinu. Þá ættu sjálfstæðismenn í borgar- stjórn að taka Valgarð Briem sér til fyrirmyndar vegna afstöðu hans i málinu í stjórn ISR. Ekki einsýnt hvað rétt er Sigurjón Pétursson (Abl) sagði það rangfærslur að segja, að meirihlutinn hefði samþykkt tilboð SÍS með pólitískum stimpli. Hann kvaðst ekki telja einsýnt, að þetta hefði verið rétt ákvörðun, a.m.k. bryti þetta ekki í bága við það sem áður hefði verið gert. SÍS hefur skyldur eins og aðrir Albert Guðmundsson sagði, að borgarstjórn hefði ekki svo hann myndi heimilað ISR að taka greiðslur fyrir útboðsgögn. SÍS bæri eins og öðrum fyrirtækjum, sem áhuga hefðu á útboðum borgarinnar, skylda til að fylgjast með. Dregið hefði verið að svara lægstbjóðanda af 14 þar til SÍS hafði gert tilboð, en hin fyrirtækin hefðu ekki verið spurð um hvort þau gætu lækkað sig niður fyrir SÍS. I hópi fyrirtækjanna 14 væru nokkur sem áður hefðu fengið send útboðsgögn, en samt gert tilboð út þó að engin gögn hefðu verið send. Albert sagðist vita, að Valgarð Briem og afstaða hans væri til komin vegna þess, að hann hefði ekki viljað bera ábyrgð á hugsan- legum vatnsskorti í Reykjavík næsta vetur eins og fram hefði komið hjá ISR, þegar þar var fjallað um málið. Egill Skúli Ingibergsson sagði, að seinkun hefði líklega orðið 2—3 mánuðir. Ný rök Magnús L. Sveinsson sagði, upplýsingar borgarstjóra athyglis- verðar og hefðu þær getað breytt málinu alveg. Eiríkur Tómasson flutti frávísunartillögu frá borgar- stjórnarmeirihlutanum við tillögu sjálfstæðismanna og var hún sam- þykkt. Allsnarpar umræður urðu í borgarstjórn 5. aprfl vegna sölutilboða í einagrunarefni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. óheiðarleg vinnubrögð: Albert Guðmundsson (S) tók fyrstur til máls og sagði, að borist hefðu 14 sölutilboð og þau verið opnuð á hefðbudninn hátt. Viku síðar hefði borist tilboð frá öðru fyrirtæki og það hefði verið með lægra tilboð en lægsta tilboðið af þessum 14. Lægsta tilboði hefði ekki verið hafnað fyrr en vitað var um verð frá fyrirtækinu, sem væri Samband ísl. samvinnufélaga. Albert sagði, að öllum fyrirtækj- um bæri skylda til að fylgjast með auglýsingum ef þau hefðu á annað borð áhuga á útboðum. Hann kvaðst vilja mótmæla, að sú kvöð hvíldi á Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar að senda út útboðs- gögn til hinna ýmsu aðila. Vinnu- brögðin væru óheiðarleg. Verður mál höfðað? Albert sagði, að lægstbjóðandi af umræddum 14 hefði látið í ljós að hann kynni að höfða mál gegn borginni vegna þessarar niður- stöðu og sagðist ræðumaður ekki vilja leggja neitt mat á þær niðurstöður sem koma kynnu. Albert flutti síðan tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins um, að Reykjavíkurborg gengi að kaupum við lægstbjóð- anda af umræddum 14, en ekki yrði samið á grundvelli boðs sem barst eftir að öll tilboð höfðu verið opnuð eins og stjórn ISR hefði samþykkt. Það urðu mistök hjá ISR Eiríkur Tómasson (F) sagði það ekki vera lagalega heldur sið- ferðislega skyldu að standa við gefin loforð. Eiríkur ræddi málið allítarlega og sagði, að slæm mis- tök hefðu orðið hjá Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar. Um tíma hefði sá háttur tíðkast. að ákveðnir aðilar sem áhuga höfðu á gátu gerst áskrifendur að útboðs- gögnum frá stofnuninni. Núver- andi meirihluti hefði tekið þá ákvörðun að láta fyrirtæki greiða fyrir kostnað sem af hlytist við útsendingar þessar því útgjöld væru allnokkur. Nú í þessu tilviki hefði sá óskiljanlegi atburður gerst, að fyrirvaralaust hefði verið hætt að senda út útboðsgögn. Eitt af þeim fyrirtækjum sem átt hefðu að fá útboðsgögn hefði verið Samband ísl. samvinnufélaga og forsvarsmenn þess hefðu því verið í góðri trú gagnvart því að fá send útboðsgögn þegar útboð færu fram. SÍS hafði ekki hugmynd um útboðið Eiríkur Tómasson sagði, að auð- vitað væri ekki með óyggjandi rökum haggt að sanna, að forsvars- menn Sambandsins hefðu ekki séð útboðið sem auglýst hefði verið í blöðum. Hins vegar væri fullkom- lega ljóst, að öll viðbrögð um- ræddra forsvarsmanna hefðu verið þannig, að hann fullyrti eftir sín kynni af þessum mönnum og málinu að Sambandsmenn hefðu ekkert vitað um útboðið þegar það fór fram í blöðum og hreinlega komið af fjöllum, þegar þeir fyrir hreina tilviljun hefðu frétt af útboðinu. Enda hefðu þeir verið í góðri trú með útsendingu útboðs- gagna. Frestun ekki möguleg Eiríkur Tómasson sagði, að ekki hefði verið hægt að láta fara fram nýtt útboð því fram hefði komið, að þá seinkaði afgreiðslu einangrunarinnar verulega og yrði jafnvel til þess, að vatnsskortur yrði í Reykjavík næsta vetur. Þetta hefði komið fram þegar fjallað var um málið. Valgarð Briem sýnt skilning á málinu í stjórn ISR og greitt atkvæði með og Magnús L. Sveins- son setið hjá með bókun. Hefðu þeir báðir þar sýnt drengskap vegna lýsinga á fyrirsjáanlegum töfum ef nýtt útboð færi fram. Eiríkur sagði tilboð Sambandsins vera um 3—4 milljónum lægra en lægsta tilboðið af 14. Tvenns konar forsendur Eiríkur Tómasson sagði, að tvenns konar forsendur lægju til grundvallar ákvörðun meirihlut- ans. í fyrsta lagi hefðu átt sér stað mistök hjá ISR þar sem ekki hefðu verið send út útboðsgögn. Sam- bandið eins og hvert annað fyrir- tæki hefðu mátt treysta því, að ekki færi fram útboð nema gögn yrðu send út. Forsvarsmenn þess hefðu því verið í góðri trú með það. í öðru lagi skipti það verulegu máli fjárhagslega þegar um 3—4 milljóna mun væri að ræða. Eirikur sagðist ekki hræðast máls- höfðun, en um það mætti enda- laust deila hvort um óeðlilega viðskiptahætti væri að ræða og kvaðst hann harma mistökin í útsendingu gagna en þegar mistök yrðu bæri brýna nauðsyn til að gera það skásta úr sem kostur væri. ráð til Davíð Oddsson (S) kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 5. apríl vegna yfirlýsingar frá veiði- og fiskiræktarráði. Borgar- stjórnarmeirihlutinn skæri alger- lega niður fjárveitingu til embættismanns ráðsins, veiði- og fiskiræktarfulltrúa, við gerð síð- ustu fjárhagsáætlunar. Veiði- og fiskiræktarráð hefur lýst sig reiðubúið að sitja launalaust út þetta ár gegn því, að uppsögn fulltrúans verði dregin til baka, kleift verði að sinna lágmarks- eftirliti með vatnasvæðum borgar- innar og haldið verði við veiðiað- stöðu fyrir lamaða og fatlaða við Elliðaár. Tók Davíð þessi mál upp í tillöguformi í borgarstjórn, en Birgir Isleifur Gunnarason og Albert Guðmundsson höfðu áður flutt tillögu svipaðs efnis í borgar- ráði, en henni verið visað frá af þremenningunum Björgvin, Kristjáni og Sigurjóni. Davíð sagði, að menn ræddu gjarna um, Alvarlegar mór- alskar hliðar Markús örn Antonsson (S) sagði, að hinar mórölsku hliðar málsins væru alvarlegar. Umtalið úti í bæ vekti athygli. Það væri hægt að fara í útboðsleik og taka svo síðbúnu tilboði frá SÍS, en slíkt yrði ekki endurtekið. Með svona vinnubrögðum væri álit Innkaupa- stofnunarinnar rýrt. Það væri varhugavert fyrir ISR að taka á herðar sínar þær skyldur að sénda út útboðsgögn. Algerlega óver jandi Markús örn Antonsson sagði, að málið væri óverjandi og hann leyfði sér að efast um, að ISR hefði svo gott yfirlit yfir þá, sem verzluðu með hinar ýmsu vörur. Þeir sem bjóða vildu sölu ákveðinnar vöru ættu að sjá um það sjálfir að fylgjast með aug- lýsingum, en ábyrgðin ætti ekki að vera hjá ISR. Alvarlegt væri ef borgin þyrfti að játa á sig sök. Málið í heild kæmi hins vegar ekki á óvart þegar slíkir flokkar sem þríflokkarnir í borgarstjórn ættu hlut að. Ómaklegar fullyrðingar Magnús L. Sveinsson (S) sagði, að talið um mistök hjá ISR starfs- fólki væri allt að því ómaklegt því ekki hefði það málsvara í borgar- stjórn. Hann sagði ekki hægt að neita því, að sá grunur læddist að sér, að hygla hefði átt Samband- inu. Magnús vitnaði síðan til bókunnar sinnar í stjórn ISR en þar segir: „Enda þótt frávik hafði átt sér stað í kynningu útboðs var það engu að síður auglýst í fjöl- að stjórnmálamenn þægju bitlinga hér og þar. Það ætti einmitt við um veiði- og fiskiræktarráð ef það hefði engan starfsmann. Davíð vakti athygli á því, að allir full- trúar í veiði- og fiskiræktarráði hefðu samþykkt að segja af sér frá og með 1. júní rí.k. yrði kröfum ráðsins ekki sinnt. Björgvin miðlum með hefðbundnum hætti og bárust 14 tilboð. Ég tel því að málsmeðferð ógildi ekki útboðið og rétt hefði verið að taka lægsta tilboði. Samstaða er ekki í stjórn ISR um þetta sjónarmið. Ágreiningur í stjórninni drægi endanlega afgreiðslu málsins, sem leiða myndi til ófyrirsjáanlegra tafa á framkvæmdum hitalagnar Reykjaæðar, sem valdið gæti því, að heitt vatn skorti í Reykjavík á næsta vetri samkvæmt upp- lýsingum hitaveitustjóra. Með til- liti til þessara upplýsinga vil ég Guðmundsson (A) sagði, að Eggert G. Þorsteinsson hefði tjáð sér, að veiði- og fiskiræktatfulltrúa leidd- ist í starfinu af því svo lítið væri að gera. Umræddur fulltrúi gæti ekki sinnt fiskirækt hér í borginni því borgin hefði ekki enn aðstæður til þess. Þá mætti benda á, að borgarráðsmeirihlutinn hefði samþykkt, að ráðið fengi aðgang að starfsfólki borgarverkfræðings og garðyrkjustjóra. Davíð Oddson sagði, að tilvitnanir í Eggert G. Þorsteinsson kæmu mjög á óvart og í raun sagðist Davíð efast um, að þær væru sannar. Veiði- og fiskiræktarráð væri sem höfuðlaus her án starfsmanns. Einnig tók Adda Bára Sigfúsdóttir til máls og sagði, að mörg verkefni þyrfti að leysa fyrir ráðið. sem væru ófær manni með þá menntun, er um- ræddur fulltrúi hefði, væri þar t.d. um lagaleg atriði að ræða. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) sagði tvískinnung Alþýðubanda- lagsins vera með eindæmum, því fyrir ári hefði það talað fjálglega um fiskirækt í sjó við Reykjavík, en nú ynni það dyggilega að því að koma burt þeim starfsmanni sem um það ætti að sjá. Borgar- stjórnarmeirihlutinn vísaði síðan tillögu sjálfstæðismanna frá. Frá borgarstjórn ekki tefja fyrir afgreiðslu málsins og sit hjá.“ Krónur og siðferði Magnús L. Sveinsson sagðist hafa viljað taka lægsta tilboði, en vegna fram kominna upplýsinga hitaveitustjóra um hugsanlega seinkun framkvæmda vegna seinkunar afgreiðslu á einangrun hefði hann ekki gert ágreining. Það væri hins vegar sín skoðun, að siðferðileg atriði skiptu meira máli en nokkrar krónur. Þetta er siðlaust Davíð Oddsson (S) sagði ekki öfundsvert hjá Eiríki Tómassyni að vera verja þennan málstað. Það væri tortryggilegt þegar stofnun eins og ISR legði lykkju á leið sína til að eiga viðskipti við SIS. Alvar- legt væri að gera ISR tortryggi- lega. Vera mætti að umrætt atriði væri löglegt, en það væri örugg- lega siðlaust. Takið Valgarð til fyrirmyndar Eiríkur Tómasson sagði, að ekki yrði annað séð nú en tal sjálf- stæðismanna um sparnað væri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.