Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
Ólafur G. Einarsson, alþingismaður:
Sterkari ríkisafskipti
— veikara atvinnulíf
Ilér fara á eftir nokkur efnisatriði úr framsögu ólafs G. Einarssonar,
alþingismanns. fyrir minnihlutaáliti fjárhagsnefndar um frumvarp
forsaetisráðherra í neðri deild Alþingis í gær. Stiklað er á stóru í ræðu
þingmannsins og ýmsu sleppt rúmsins vegna í blaðinu, sem hafa
verður í huga við lesturinn.
Nýju vinnubrögðin
— óvirðing við
Alþingi
ólafur G. Einarsson (S) mælti í
gær fyrir nefndaráliti minni-
hlutans í fjárhags- og viðskipta-
nefnd neðri deildar um efnahags-
frumvarp forsætisráðherra. Hann
sagði fjárhagsnefndir beggja
deilda hafa haldið marga fundi um
frumvarpið. Fulltrúi hinna „nýju
vinnubragða", Karl Steinar
Guðnason (A), hefði sýnt nefnd-
inni og Alþingi þá óvirðingu að
mæta aðeins á einum hinna sam-
eiginlegu nefndafunda. Hann hefði
metið meira að þinga úti í bæ með
ónafngreindum félaga, með
viðkomu í pylsuvögnum, sem frægt
væri orðið. Fyrir þessum vinnu-
brögðum standa þeir, sem boðuðu
siðvæðingu í störfum þingsins,
sagði Ólafur.
Efnisatriði
frumvarpsins
ÓIGE sagði frv. forsætis-
ráðherra hafa tekið veigamiklum
breytingum í sáttameðferð hinna
stríðandi afla í ríkisstjórninni en
ekki í verðhjöðnunarátt. Fyrsti
kaflinn væri í engu breyttur en
hann væri nánast stefnuyfirlýsing
og óþarfur sem lagaákvæði. Öðr-
um kafla væri hins vegar breytt í
verulegum atriðum. Kjaramála-
ráði væri kippt burt en meira og
minna óljós ákvæði um samráð
aðila vinnumarkaðar sett í
staðinn. Þessum kafla hefur
Vinnuveitendasambandið mót-
mælt og telur hann útiloka raun-
verulega aðild þess að umfjöllun
um Kaup- og kjaramál á þessum
vettvangi. Þriðja kaflanum um
ríkisfjármál var einnig breytt.
Allur máttur hafi verið fjarlægður
úr 8. gr. Nú standi þar „tekið til
endurskoðunar" og „kannað að hve
miklu leyti" og annað álíka út í
loftið, ásamt fyrirvörum í allar
áttir. Endurskoðanir, sem um sé
rætt, megi framkvæma án sér-
stakra lagaákvæða. Fimmti
kaflinn sé bæði nýr og óskýr.
Hann fjalli um kerfi áætlana, sem
sé svo flókið, að óframkvæmanlegt
sé í raun. Ef þessar áætlanir eigi
að vera vísbendandi, séu laga-
ákvæðin óþörf, en ef þau eigi að
vera fyrirskipandi sem margt
bendi til, séu þau of óljós og óskýr.
Aætlanagerð af þessu tagi á sér
ekkert fordæmi í nágrannalöndum
okkar, sagði hann.
Sjötti kaflinn, um peninga- og
lánamál, hefur breytzt. Bætzt
hefur inn í hann veikjandi máls-
liður í 30. gr., sem gerir ákvæðin
um aukningu peningamagns
nánast marklaus. Annars eru í
kaflanum stefnumið, sem annað
tveggja er að finna í Seðlabanka-
lögum eða stjórnin getur sett sér
án lagasetningar. Eina ákvæðið,
sem lagasetningu þurfti um,
heimild til aukinnar bindingar,
hefur verið fellt niður úr upphaf-
legum drögum. Sjöundi kaflinn um
verðtryggingu sparifjár og láns-
fjár er óbreyttur. Þessi kafli mun
saminn í Seðlabanka. Kaflinn sem
heild er allflókinn og hefði þurft
að vera einfaldari. Ólafur vitanði
til umsagnar Vinnuveitendasam-
bandsins varðandi kaflann um
vinnumarkaðsmál, m.a. til-
kynningarskyldu með 2ja mán.
fyrirvara um samdrátt í starfsemi,
sem væri óframkvæmanlegt, því
enginn sæi fyrir um aflabrögð eða
ýmsa aðra þætti, sem sveiflum
yllu í atvinnuháttum okkar.
Verðlagskafli
frumvarpsins
Ólafur deildi hart á allt fráhvarf
frá ákvæðum nýrra laga um
verðlagsmál, sem taka ættu gildi
síðar á þessu ári. Vitnaði hann til
orða verðlagsstjóra á fundi
nefndarinnar. Orðrétt sagði hann:
Hver hefur reynsla okkar orðið af
slíkum afskiptum ríkisvaldsins af
verðákvörðunartöku. I stuttu máli
hefur reynslan orðið sú, að
afskipti ríkisvaldsins hafa orðið
heimil á eðlilega verðmyndun,
verðákvarðanir hafa dregist og
jafnvel verið orðnar óraunhæfar
þegar þær loksins hafa komið. Við
höfum dæmi um, hvernig pólitísk
afskipti hafa á klaufalegan hátt
sett ýmsar afgreiðslur í hnút.
Verðlagsstjóri hefur gert grein
fyrir hvernig komið er fyrir inn-
flutningsversluninni útseldri
vinnu iðnmeistara og sumra iðn-
fyrirtækja en á þetta er ekki
hlustað. Það er sorglegur mis-
skilningur ríkisstjórnarinnar, að
gleyma því að verðlagsyfirvöld eru
að fást við afleiðingar en ekki
orsakir og að það dregur ekki úr
verðbólgunni þótt einstakir ráð-
herrar og síðan ríkisstjórn eyði
dýrmætum tíma sínum í að ræða
verðhækkanir.
Störf verðlagsnefndar felast
fyrst og fremst í því að fást við
afleiðingar af gerðum, sem þegar
eru orðnar að staðreyndum. Nefni
ég sem dæmi' launahækkanir,
erlendar verðhækkanir, gengis-
fellingar, gengissig, vaxtahækkan-
ir og fleiri orsakir, sem óhjá-
kvæmilega hafa áhrif til hækkun-
ar á verðlagi. Nefndinni er ætlað
að veita nauðsynlegt aðhald til
þess að hamla gegn því að
umræddar kostnaðarhækkanir
fari meira út í verðlagið en brýn
nauðsyn krefur.
A hinn bóginn er það ekki nema
að mjög litlu leyti á valdi verðlags-
nefndar eða annarra verðlagsyfir-
valda að vega að sjálfum rótum
verðbólguvandans, sem vitaskuld
er mest aðkallandi úrlausnarefnið.
Það verkefni er að mestu leyti á
valdi allt annarra aðila í þjóð-
félaginu en verðlagsyfirvalda að
leysa.
Samkv. lögunum nr. 56/1978,
var ákveðið að verðlagsráð starf-
aði á faglegum grundvelli óháð
geðþóttaákvörðunum ríkisstjórn-
arinnar. Mér sýnist með þeim
breytingum á þeim sem nú á að
fara að samþykkja eigi að halda
áfram þessum pólitísku afskiptum
af störfum verðlagsráðs. Þessu er
ég algjörlega andvígur og tel að
það standi þeirri ríkisstjórn nær
sem lögbundið hefur 40% verð-
bólgu á þessu ári, að ráðast ein-
göngu að orsökum þeirrar
verðbólgu, í stað þess að krukka á
handahófskenndan hátt í einstak-
ar verðákvarðanir, sem neytendur
verða síðan að gjalda í hærra
vöruverði.
Niðurstöður
• I sem stystu máli sagt má segja,
að fyrstu sex kaflar frumvarpsins
séu með öllu óþarfir. Þar er um að
ræða atriði, Sem þegar eru fram-
kvæmd eða unnt er að framkvæma
án lagasetningar og um er að ræða
hreinar stefnuyfirlýsingar, sem
lagaákvæði eiga ekki við um. Það
má raunar segja, að með þessum
ákvæðum, í þessum köflum og
raunar ýmsum fleirum sé verið að
súrra saman stjórnarsamstarfið,
setja í lög loforð um, að þetta og
hitt skuli gert og manni sýnist, að
lítið vanti annað heldur en refsi-
ákvæði í frv. um refsingar á
hendur þeim stjórnarliðum sem
víkjast undan því að standa við
það, sem þetta frv. setur á loforða-
listann.
• I öðru lagi má nefna það, að
nauðsynlegt er að endurskoða
Ólafur G. Einarsson.
lögin frá 1966 um verðtryggingu.
Það hefði bezt verið gert með
sérstakri lagasetningu um
verðtryggingu og frágangur VII.
kaflans um verðtryggingu eins og
hann er nú er að ýmsu leyti mjög
varasamur.
• í þriðja lagi nefni ég, að um
verðbætur á laun, sem VIII. kafl-
inn fjallar um, þarf nýja laga-
setningu, ef á að ákveða verðbætur
með lögum. Hin leiðin er þó einnig
til, að verðbætur ákveðist með
nýjum samningum á milli aðila.
• í fjórða lagi má nefna, að
kaflinn um vinnumarkaðsmál, IX:
kaflinn, er nýjung, sem orkar hins
vegar mjög tvímælis. Miklu eðli-
legra væri að setja sérstaka lög-
gjöf um þessi mál heldur en að
meðhöndla þau sem hluta af fjöl-
þættri löggjöf. I fimmta lagi nefni
ég svo kaflann um verðlagsmál,
sem þrátt fyrir breytingar koll-
steypir þegar samþykktum lögum
um verðlagsmál. Eðlilegast hefði
verið að breyta þeim lögum sér-
staklega, ef vilji er fyrir hendi um
það.
• Og í sjötta lagi nefni ég svo það,
sem segir um Verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins í XI. kaflanum.
Hann felur í sjálfu sér ekki í sér
neina marktæka breytingu frá
núverandi lögum, heldur stefnu-
mið. Og svo að því er segir um
Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins
eða að því er hann snertir er
bersýnilega um mikilvægar
nýjungar að ræða og þess vegna
nauðsynlegt að endurskoða sjálf
Lögbundin 40%
verðbólga 1979
lög sjóðsins eins og raunar er gert
ráð fyrir í frv. og hafa um það
samráð við samtök sjómanna.
Gjaldþrot
stjórnarstefnu
Það er býsna einkennilega
komið fyrir íslenzkri verkalýðs-
hreyfingu, þegar hún gefur út
yfirlýsingar í síbilju um það, að
núvqrandi ríkisstjórn megi ekki
fara frá vegna þess að hún hafi
verið mynduð til þess að tryggja
hagsmuni verkalýðshreyfingar-
innar. Þáð skiptir ekki máli sem
sagt, þótt ríkisstjórnin vinni þvert
gegn því, sem hún hefur heitið
þessum sömu aðilum, hún á bara
að sitja. Það er ekki deilt um það
lengur, hvort fremja eigi kauprán,
það er deilt um, hversu mikið það
eigi að vera. Og raunar hillir nú
undir samkomulag í þeirri deilu.
Þetta frumvarp er annars
sönnun fyrir gjaldþroti þeirrar
stefnu, sem ríkisstjórnin hóf störf
sín með. Hún byrjaði á því að
hækka laun síðan lækkaði hún þau
aftur og dró úr vísitölugreiðslun-
um. Niðurgreiðslur voru auknar
fyrst í stað, nú er dregið úr þeim í
áföngum. Skattheimtan var aukin
strax á fyrstu dögum stjórnarinn-
ar og við það stefnumið er hins
vegar fyllilega staðið og bætt
raunar sífellt við.
Þetta frumvarp stefnir frjálsu
athafnalífi í meiri hættu en áður
hefur verið gert. Það gerist með
ákvæðum frumvarpsins um aukin
ríkisafskipti af atvinnulífinu,
fyrirskipandi áætlunargerð og
afskiptum ríkisstjórnar af
verðlagsmálum. Sá vottur af sam-
ræmdri stefnu í efnahagsmálum,
sem fannst í fyrri frumvarps-
drögum, hefur verið úr lagi færður
með veikara orðalagi í ýmsum
liðum. Ríkisstjórn, sem er sjálfri
sér sundurþykk, getur ekki fram-
fylgt heillegri stefnu í efnahags-
málum, ef slík stefna væri þá til.
Það skiptir þá ekki máli hvaða
lagaákvæði kunna að verða sett
um slíka stefnu, henni verður
aldrei framfylgt. Þetta frumvarp,
ef að lögum verður, er þess vegna
ekki líklegt til að færa okkur nær
því marki að sigrast á verðbólgu
eða auka jafnvægi í efnahagsmál-
um og auka hagvöxt. Það eykur
hins vegar ríkisafskiptin og
miðstýringuna og grefur undan
frjálsu athafnalífi. Það er svo í
samræmi við þá stefnu stjórnar-
flokkanna að skilja eftir sig
sterkari ríkisafskipti en veikara
atvinnulif.
Minni hluti nefndarinnar flytur
engar breytingartillögur. Slíkt er
tilgangslaust, þar sem stjórnar-
flokkarnir hafa þegar ákveðið að
samþykkja frumvarpið eins og það
er komið frá hv. Ed. Eins og hér
hefur komið fram, hafa þó ein-
stakir stjórnarliðar fengið heimild
til þess að greiða atkvæði gegn
einstaka greinum frv. Það gera
þeir til þess að sýna sjálfstæði sitt
og flokks síns gegn kaupráns-
liðunum.
Aðrir munu svo ekki tjá sig. Þeir
hafa þegar gert það í dagblöðunum
og eru ekkert að hætta á það hér í
þinginu, þar sem hér eru nú
viðkvæmir tímar og líf stjórnar-
innar hangir á bláþræði.
Egili Þorfinnsson:
Aróður
Þessa dagana rignir yfir mig
alls konar sorpritum, stórum og
smáum frá herstöðvaandstæðing-
um sem innihalda gamla úrelta
blaðrið „Island úr Nato herinn
burt“.
Þessi skrípaleikur hefur nú
staðið í 30 ár, og þeir virðast
ekkert hafa þroskast þessi 30 ár,
þeir halda barnaleiknum áfram.
Það er eins og þeir hafi gaman
af því að hræða fólk með alls kyns
sögum um kjarnorkusprengjur og
álika þvættingi og alltaf minnkar
hópurinn, sem leggur sig niður við
að hlusta á þá, sem betur fer.
Það er eitt sem hefur alltaf
valdið mér miklum heilabrotum.
Herstöðvaandstæðingar tala um
herstöðvaandstæðinga
kapitalistana í Sjálfstæðisflokkn-
um og auðmagnið frá Bandaríkj-
unum sem sé notað til alls konar
landráðastarfsemi. En hvaðan
kemur auðmagnið, sem fjármagn-
ar áróður herstöðvaandstæðinga?
Eg held að það séu fá félög sem
stæðu fjárhagslega undir svona
gegndarlausum áróðri eins og
herstöðvaandstæðingar. Kjörorð
kommúnista er: „Öreigar allra
landa sameinist", og herstöðva-
andstæðingar telja sig sennilega
öreiga. En hvar fá öreigarnir
peninga? Það eru ekki neinir
smápeningar, sem þeir eyða I
áróður.
Herstöðvaandstæðingar lifa í
sjálfsblekkingu. Þeir neita að
Egiíl Þorfinnsson
horfast í augu við sannleikann.
Það eru allir vondir og allir vilja
ráða yfir öllum nema þeir sjálfir.
Þeir neita að horfast í augu við
mikilvægi herstöðvarinnar. Þeir
loka augunum fyrir peningunum
sem við fáum í viðskiptum við
varnarliðið. Ég held að það skaði
ekki herstöðvaandstæðinga að
hafa herstöðina hérna. Þeir mega
vera fegnir því að það eru ein-
hverjir sem vilja verja þá.
Meira blaður: Engar herstöðvar
á friðartímum segja þeir. Hvernig
ætli þeim yrði við ef það væri
engin herstöð hérna og einn dag-
inn yrði ráðist á landið (t.d.
Rússar) og það hertekið. Enginn
til þess að verja landið. (Nema
kannski hinir hugdjörfu frelsis-
elskendur herstöðvaandstæðing-
ar).
Niðurstaða: Herstöðvaandstæð-
ingar eiga að skipta um kjörorð.
Island: varnarlaust land, opið
fyrir öllu.
Egill Þorfinnsson.