Morgunblaðið - 10.04.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
39
hennar stóð ætíð við hlið hennar í
blíðu og stríðu.
Síðasta brosið til mín var eins
og það fyrsta. Hafðu þakkir fyrir
vináttu þína til mín og míns fólks.
Blessuð sé minning hennar.
Óttumst því ei, grannar géðir,
grafarveldið blint og dumbt,
börn sín kœr vor kyrrlát móðir
kallar heim — er allt og aumt.
JakobThorarenaen.
Jón Elberg Baldvinsson.
Minning:
Andrés Ingólfsson
hljómlistarmaður
Hin langa þraut er liðin,
nú lokslna hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og aólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skllja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.
V. Briem.
I hvert skipti sem við stöndum
andspænis aðskilnaði við okkar
nánustu fyllumst við trega, því
okkur er svo gjarnt að hugsa mest
um okkur sjálf. Þannig er okkur
farið nú þegar við kveðjum Helgu
Kristjánsdóttur, sem lagt hefur
upp í ferðina, sem framundan er
hjá okkur öllum.
Margar og strangar voru sjúkra-
legurnar orðnar. Með aðdáunar-
verðu æðruleysi og kjarki gekkst
hún undir hverja stóraðgerðina af
annarri og öll höfðum við vonað að
hún hlyti þann bata, að hún gæti
verið meira með okkur en verið
hafði síðustu árin. Ung að árum
giftist Helga eftirlifandi eigin-
manni sínum, Magnúsi Ingi-
mundarsyni, sem í blíðu og stríðu
stóð við hlið hennar og reyndi að
létta henni byrðarnar til hinstu
stundar.
Er leiðir skilja nú að sinni vil ég
þakka Helgu fyrir samfylgdina og
ánægjulegar samverustundir, þeg-
ar hún fór á kostum með gaman-
semi sinni og hnyttnum tilsvörum.
Ég þakka henni fyrir allar heim-
sóknirnar í sveitina okkar. I eyr-
um mér hljóma síðustu orðin sem
hún gat talað til mín: „Ég bið að
heilsa öllum, ungum og gömlum."
Tengdadóttir.
í dag 10. apríl, verður til grafar
borin frá Fríkirkjunni mágkona
mín, Helga Kristjánsdóttir. Hún
andaðist á Landspítalanum þann
4. apríl. Helga átti við vanheilsu að
stríða í mörg ár, og var þess vegna
oft á sjúkrahúsum og gekk undir
erfiðar aðgerðir, en þrátt fyrir það
hélt hún glaðværð sinni fram á
síðustu stundu, og það hef ég frétt
að þeim, sem dvöldu með henni
sjúkir á stofu, var mikill léttir að
meinlausri kímni hennar, Helga
gat komið öllum í létt skap, þótt á
móti blési. Síðast þegar ég heim-
sótti Helgu, þá var liðinn stuttur
tími frá því að hún gekkst undir
aðgerð, og enn átti að gera aðra.
Þrátt fyrir það gat hún gert að
gamni sínu eins og ekkert væri að.
Helga var fædd þann 19.
september 1912. Hún giftist eftir-
lifandi eiginmanni sínum,
Magnúsi Ingimundarsyni bygging-
armeistara, þann 19. september
1931.
Þau eignuðust 4 mannvænleg
börn, tvo syni og tvær dætur.
Helga var lánsöm þrátt fyrir
allt. Hún átti góðan eiginmann og
góð börn sem allt vildu gera fyrir
hana sem hægt var. Við hjónin
stöndum ætíð í þakkarskuld við
Helgu og mann hennar síðan þau
réttu okkur hjálparhönd í erfið-
leikum okkar 1945 þegar við vorum
húsnæðislaus og reyndum að fá
íbúð, en ekkert gekk. Þá buðu
Helga og Magnús okkur að dvelja
á heimili sínu í litla húsinu á
Sólvallagötunni. Þau urðu að
þrengja talsvert að sér og gerðu
það með glöðu geði. Þetta átti bara
að vera til bráðabirgða en lítið
gekk okkur að fá húsnæði, svo að
þar dvöldumst við í eitt og hálft ár
þó þröngt væri. Okkur leið vel þar
því að gott var að búa með Helgu,
hún var svo góð og samvinnuþýð,
enda höfðum við nokkurs konar
samyrkjubú og allt gekk vel. Þetta
þökkum við, og sendum eigin-
manni, börnum og öðrum nánustu
okkar innilegustu samúðarkveðjur
við fráfall hennar. I.I.
Hérna á árum áður, þegar
ákveðinn hópur ungra manna var
meðvitað eða svo að segja alveg
óvart að velja sér það lífsstarf að
stunda músik og leika á hljóðfæri,
höfðum við það alveg skýrt í huga
félagarnir hverja eiginleika sá
þyrfti að hafa til að bera, sem
kallast gæti góður „bandmaður" á
okkar máli — orðið band í merk-
ingunni hljómsveit. Þeim hinum
sama þurfti að vera fleira til lista
lagt en það, að geta leikið á
hljóðfæri sitt af prýði, þannig að
lýsingin „góður hljóðfæraleikari"
náði engan veginn fyrirbærinu.
Góður „bandmaður" þurfti að
bjóða af sér góðan þokka, vera
snyrtimenni í hvívetna, stundvís
og háttprúður, hafa eyra fyrir
samleik og samhljómi og næmi
fyrir samvinnu, tilfinningu fyrir
heildarútkomu, en auk þess kraft-
inn, sjálfsöryggið og aðra góða
eiginleika einleikarans, þegar svo
bar undir. Á þessum dögum þótti
nefnilega ekki nóg að hljómsveitir
flyttu góða músik síns tíma, held-
Fædd, 9. nóvember 1912.
Dáin, 4. apríl 1979.
Lauga, en svo var hún ávallt
nefnd meðal okkar, var dóttir
þeirra sæmdarhjóna Auðuns
Níelssonar og Guðrúnar Hinriks-
dóttur velþekktir og merkir Hafn-
firðingar. Auðunn rakti ættir
sínar langt fram í Hafnarfirði, en
Guðrún var ættuð af Álftanesi.
Meira veit ég ekki um ættir þeirra,
en er viss um, að þar hafa að
staðið góðir og sterkir stofnar.
Guðrún og Auðunn áttu 10 börn,
sem fyrr og nú hafa sett svip á
Hafnarfjarðarbæ. Allt dugmikið
athafnafólk. 6 þessara systkina
eru nú dáin. Eftir lifa Þorsteinn,
Halldór, Karl og Pétur.
Lauga andaðist á St. Jóseps-
spítala 4. apríl. Engum kom það á
óvart, hún hafði legið þar síðast-
liðna 4 mánuði, að lokum við litla
og enga meðvitund. Okkur kom
það aftur á móti á óvart hve veik
hún var orðin áður en til sjúkra-
húsvistar kom.
Er ég heyrði andlátsfregn
Laugu, var sem ég sæi hvítan engil
svífa upp af jörðinni. Ósjálfrátt
kom mér í hug sú barnslega ímynd
fegurðar og hreinleika. Þannig
voru þær björtu minningar er ég á
í huga mínum um fagurt líf þess-
arar góðu konu. Fyrstu kynni mín
af Laugu voru, er hún ásamt 2
vinkonum tóku sér far með skipi,
er ég var skipverji á. Þær voru að
koma úr síldarvinnu á Siglufirði.
Tekjur sumarsins höfðu verið
lélegar og lítið sem ekkert var
eftir. Skipið var yfirfullt af
farþegum, þeim sem ekki komust
fyrir í farþegarými var komið
fyrir 1 lest.
Þessar stúlkur vöktu athygli
okkar skipsfélaga. Þær virtust svo
ósnortnar og saklausar að okkur
fannst við finna til ábyrgðar á að
skila þeim heilum í höfn í Reykja-
vík. Gátum við leyft þeim að
hvílast í borðsalnum hjá okkur.
Mér var það því óblandið gleðiefni
er ég síðan kom heim eftir þriggja
ára útivist, að skólafélagi minn úr
Stýrimannaskólanum, Bjarni
Árnason skipstjóri frá Eyrar-
bakka, hafði gifst þessari fallegu
stúlku 14. okt. 1939. Nánari kynni
urðu svo þau að ég giftist systur
Bjarna 2 árum síðar. Lauga og
Bjarni voru yndislega samhent
hjón sem unnust hugástum í 30 ár.
Hann dó fyrir 10 árum, 56 ára
gamall.
Bjarni var öðlingsmaður og var
ur tilheyrði að vera þokkalega til
fara og temja sér sæmilega sviðs-
framkomu. Samkvæmt þeirri
„ný-siðfræði“ bylgju hljómsveitar-
fólks, sem þá barst líklega hingað
frá Ameríku með íslenzkum náms-
mönnum við músikskóla í New
York, þeim K.K. og Svavari Gests,
voru t.d. reykingar stranglega
bannaðar á sviðinu, ekki þótti
siðlegt að snúa baki við áheyrend-
um nema nauðsyn bæri til, fráleitt
að vera órakaður eða með illa
greitt hárið, dónaskapur að hósta í
hljóðnemann og margt fleira, sem
ég man ekki í svip.
Þessar bollaleggingar um hinn
góða „bandmann" komu mér í hug
við sviplegt fráfall eins félaganna,
Andrésar Ingólfssonar. Fréttin um
látið kom eins og ískaldur gustur
fyrir tveim eða þrem dögum. Fyrst
verður maður orðlaus, síðan koma
hugrenningar um lífið og dauðann,
og þá er kannski litið yfir farinn
veg og til þeirra tíma, þegar
leiðirnar lágu saman. Og þegar ég
hugsa til áranna, er leiðir okkar
missir Laugu sár og mikill er hann
féll frá. Vinátta óg trygg ást nær
út fyrir gröf og dauða og mun
Lauga hafa þráð samvistir við
hann í nýjum heimi alla tíð síðan.
Við skulum vona að henni hafi
orðið að ósk sinni og trú.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en tóku snemma á árum
stúlkubarn í fóstur, sem þau síðar
gerðu að kjörbarni sínu. Agla
kjördóttir þeirra, sem naut elsku
og ástúðar þeirra í uppvexti, hefur
ríkulega launað þeim. Agla er gift
Erni Agnarssyni vélvirkja. Eiga
þau 2 drengi sem voru augasteinar
afa og ömmu, sem og Agla var
þeim.
Lauga var trúuð og trúrækin
kona sem ávallt leitaöi þess
jákvæða í fari manna. Það nei-
kvæða var ekki af hennar heimi
enda var orðfar hennar um náung-
ann allt í þá veru. Allir urðu vinir
hennar sem henni kynntust og hún
var vinur allra.
Fallsgt heimili þeirra Laugu og
Bjarna að Austurgötu 7 var búið
því andrúmslofti að maður þráði
að njóta þess. Heiðríkjan og
góðvildin sú, að maður fann sig
ætíð betri mann eftir samvistir við
þau. Við söknum sáran þessarar
góðu vinkonu okkar en vitum að
söknuður dóttur, dóttursona og
bræðra er meiri.
Vottum við tengdafólkið þeim
innilegustu samúð og deilum með
þeim björtum minningum og trú á,
að þrátt fyrir óhjákvæmileg enda-
lok jarðvistar er eilíft líf.
Þór G. Sigurjónsson.
Andrésar lágu hlið við hlið, sé ég
svo skýrt, að hann er einmitt eitt
gleggsta og bezta dæmið um hinn
góða „bandamann", sem ég á í
minningunni, hafandi þó verið svo
heppinn að starfa með mörgum
úrvalsmanninum.
Ég hef ekki talið árin nákvæm-
lega, en líklega eru þau ekki færri
en níu, sem við Andrés stóðum
saman á pöllum. Fyrst ég í hljóm-
sveit hans stuttan tíma, en síðar
hann í hljómsveit minni um árabil.
I Reykjavík mestan hlutann, en
auk þess vítt og breitt um landið,
og svo utanlands líka, . erfitt
tveggja mánaða skeið í Þýzka-
landi. Ég minnist heilmargra sjón-
varpsþátta, þar sem Andrés stóð
sem klettur úr hafinu við upptökur
og sýndi ótvíræða leikhæfileika.
Langt og stundum þreytandi starf
við gerð útvarpsþátta og hljóm-
plata skýtur upp kollinum í minn-
ingaflóðinu og tengist myndinni af
traustum félaga, hlekk, sem ekki
brást þegar keðjan var strengd. Og
aðrar stundir, þegar allt gekk sinn
vanagang og ekkert bjátaði á, man
ég hinn dagfarsprúða og hægláta
mann. Ég minnist líka glettninnar
í svipnum, þegar eitthvað spaugi-
legt bar við. Én tilfinningum var
að öðru leyti lítt flíkað, og innstu
hugrenningar félögunum lokuð
bók. Andrés Ingólfsson var í raun-
inni maður dulur.
Ég hef litla tilhneigingu til að
tíunda hér ævi Andrésar í smá-
atriðum, heldur stikla aðeins á
stóru, styðst við eigin minni, sem
er engan veginn óskeikult. En sem
ungur drengur, er bjó hjá móður
sinni, Vilborgu Guðmundsdóttur,
einhversstaðar inni í Vogum, að
mig minnir, fékk Andrés þennan
óstöðvandi áhuga á músik, eignað-
ist saxófón og fór að blása með
félögum sínum og stilla saman til
hljómsveitar. Hann varð brátt
einn hinna ungu, efnilegu, og lagði
leið sína á tónskóla í Bandaríkjun-
um. Eftir að heim kom starfaði
hann með þekktari danshljóm-
sveitum landsins að því er heita
má sleitulaust til siðasta dags. Um
tíma stóð hann sjálfur fyrir
hljómsveit, sem skipuð var kunn-
um mönnum og naut vinsælda.
Siðasta skeið ævi sinnar lék hann
svo með hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar á Hótel Sögu. Hann
var góður saxófónleikari og hafði
gaman af fagmannlegum vinnu-
brögðum í hljómsveitum, enda
þótt hugur hans stæði alltaf frem-
ur til jazz-tónlistar en þeirra
popp- og dægurlaga, sem hann
lengst af starfaði við í danssölum.
Andrés Ingólfsson var hinn
mesti þjarkur til vinnu, og árum
saman vann hann tveggja manna
starf, við verzlunarstörf að degin-
um fullan vinnudag, en sem hljóm-
listarmaður um kvöld og nætur,
oft í þeim hljómsveitum, sem hvað
mest höfðu að gera. Honum létu
verzlunarstörfin einkar vel og
naut sín þar sem annars staðar
prúðmannleg framkoma hans.
Flest samstarfsár okkar starfaði
hann jöfnum höndum að verzlun-
arstörfum og virtist fara létt með.
Undanfarin nokkur ár hafa leiðir
okkar legið í sitthvora áttina, en
slíkt er ekki óvenjulegt í músik-
barnsanum. Það var svo ekki alls
fyrir löngu að við áttum langt
samtal í síma um heima og geima
og ýmis vandamál liðandi stundar.
Áreiðanlega opinskárra samtal en
við höfðum áður átt og líklegast
lengsta samtal okkar í síma fyrr
og síðar. Því báðir virtust hafa
sitthvað að segja, og hafa tíma til
að segja það, aldrei slíku vant.
Ekki grunaði mig að þetta yrði
síðasta samtal okkar Drésa, eins
og við félagarnir nefndum hann.
Sú er þó orðin raunin á.
Það er komið að kveðjustund,
langt fyrir tímann, að því er mér
finnst. Saxófónninn er þagnaður.
Andrés Ingólfsson er horfinn sjón-
um. Fallinn frá á bezta aldri.
Hann varð ekki nema 43 ára
gamall. En minningin um góðan
„bandmann" lifir. Svo og tónar
saxófónsins á nokkrum hljómplöt-
um og upptökum. Við félagarnir í
hljómsveitunum og F.I.H. gleym-
um Andrési ekki. Tónarnir síðustu
þagna og við kveðjum. Börnum
Andrésar og öðrum nákomnum
votta ég samúð okkar allra og bið
Guð að sefa sorg þeirra.
ólafur Gaukur.
Sigurlaug Auðuns-
dóttir - Minningarorð