Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
45
7TT ^ ✓->
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
Ór rw ujATnp\-a&'ij ir
komið í stað góðra foreldra og
verið minnugar þess að sá tími
sem barnið er í uppvexti kemur
aldrei aftur og þá hafið þið misst
af dýrmætum tíma sem þið getið
aldrei endurheimt.
Anna.
• Talað en
ekkert gert
„Mig langar til að vekja máls
á því lága barnsmeðlagi sem ein-
stæðar mæður fá frá feðrum
barna sinna. Það er talað um að
það þurfi að styðja þessar mæður
en þar er ekki viljinn í verki
meðan þsér fá í kringum 24 þúsund
krónur á mánuði með barni á
sama tíma og ráðherrar fá 6
milljón króna laun til að kaupa sér
lúxusbíla.
Að mínu áliti hefur alltof lítið
verið rætt um þessi mál. Ég hef
aðeins heyrt einn mann ræða þetta
mál á opinberum vettvangi, Gunn-
laug Torfason lögfræðing, er hann
flutti erindi í útvarpinu. Þar talaði
hann um að það væri mjög óhollt
fyrir börn einstæðra mæðra að
vera vakin upp snemma, áður en
móðirin fer í vinnu, til þess að fara
í fóstur og því þyrfti að hjálpa
þessum mæðrum meira en raun
ber vitni.
Nú er ár barnsins og það er
aðeins talað um að gera þurfi
þetta og hitt en ekkert er gert
fyrir börnin. Það er varla hægt
öllu lengur að horfa upp á þetta
ástand, eitthvað verður að gera til
úrbóta.
Ahorfandi.
• Timburmenn
Kona nokkur hafði samband
við Velvakanda vegna greinar sem
birtist í dálknum um forskrift
fyrir drykkjumenn. Sagðist konan
hafa uppskrift til að lækna of-
drykkju og væri hún úr bók sem
heitir „Læknisdómar alþýðunnar"
eftir D.C. Jarvis md. Uppskriftin
hljóðar þannig:
„Maður á fimmtugsaldri hafði
drukkið frá 26. desember til 10.
janúar. Hann var í drykkjudái
þegar komið var að honum. Hon-
um voru gefnar 6 teskeiðar af
hunangi, 20 mínútum siðar voru
honum gefnar aðrar 6 teskeiðar og
enn 20 mínútum síðar voru honum
gefnar þriðju 6 teskeiðarnar.
Þannig hafði hann fengið 18 te-
skeiðar af hunangi á 40 mínútum.
Hjá rúmi hans stóð flaska með
slatta af sterku áfengi. Þremur
klukkustundum síðar var áfengið
ósnert. Hunangsgjöfinni var hald-
ið áfram: Þrír skammtar, hver
með 6 teskeiðum með 20 mínútna
millibili. Morguninn eftir var hans
vitjað klukkan hálf níu. Hann
hafði sofið í einum dúr alla nóttina
til klukkan hálf átta en það hafði
ekki komið fyrir hann í 20 ár. En
hann hafði lokið slattanum úr
flöskunni. Nú voru honum gefnir 3
skammtar af hunangi, 6 teskeiðar
með 20 mínútna millibili. Þá fékk
hann linsoðið egg. 10 mínútum
síðar fékk hann 6 teskeiðar af
hunangi. Hádegisverður hans voru
4 teskeiðar af hunangi í byrjun
máltíðar, glas af tómatsafa og
stykki af hakkabuffi. Á eftir fékk
hann 4 teskeiðar af hunangi.
Kunningi hans færði honum
flösku af sterku víni og var hún
látin á borðið hjá kvöldmat hans.
Hann ýtti henni frá sér og sagðist
ekki vilja áfengið. Hann hefur
aldrei bragðað áfengi síðan.
Eitt kíló af hunangi hafði gert
þennan mann, sem var drykkju-
maður klukkan 7 að kvöidi, að alls
gáðum manni á sólarhring. Al-
þýðuheilsufræðin telur að
drykkjufýsn stafi af kalíumskorti í
líkamanum. Hunang er góður kalí-
umgjafi og vinnur þannig á móti
áfengisþorstanum og flýtir fyrir
því að það renni af mönnum."
Þessir hringdu . . .
• Furðulegt
nafn
„Þau komu að norðan"??? Það
var furðulegt nafn á sjónvarps-
þætti laugardaginn 31. mars s.l.
Norðlendingar áttu von á að sjá
skemmtiþátt með Finni Eydal og
hljómsveit hans og hefði það
vissulega orðið góð tilbreyting frá
vafasömúm poppþáttum undan-
farið. Þátturinn sá sem birtist á
skjánum hefði eins getað heitið
Helgi P. og c/o þar sem hann átti
kvöldið og djasssöngkona sem
enginn vissi að til væri.
Norðlendingur.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Ólympíuskákmótinu í Buenos
Aires í fyrra kom þessi staða upp í
skák stórmeistaranna Kavaleks,
Bandaríkjunum, sem hafði hvítt
og átti leik, og Hiibners, V-Þýzka-
landi.
35. g6; — Dxg6, 36. f7! — og
svartur gafst upp, því að hann á
ekki völ á öðru framhaldi en 36 ...
Bxf7, 37. Hxe8+ — Bxe8, 38. Hf8+
— Dg8, 39. Df4! og svartur á enga
fullnægjandi vörn við hótuninni
40. De5 mát.
HÖGNI HREKKVÍSI
/K höG*n. ■ • /"
Sá mest
seldi
áreftirár
Einholti 6. Sími 18401.
Gluggastengur
í miklu úrvali úr trá og
málmi. Þrýstistengur, rör
og kappastangir
Laugavegl 29,
Slmar 24320 Og 24321