Morgunblaðið - 10.04.1979, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
V aldamaður í
Kreml í ónáð
í tilkynningu stjórnarinnar seg-
ir að Ryabov hafi fengið nýtt starf
þar sem nauðsynlegt sé að efla
yfirráðuneytið Gosplan sem hefur
yfirumsjón með öllu efnahagskerf-
inu.
Leonid Brezhnev forseti gagn-
rýndi Gosplan fyrir sex mánuðum
og sagði að það fengi aukin völd til
að laga bágborinn efnahag Rússa.
I Gosplan verður Ryabov annar
tveggja staðgengla Nikolai Baiba-
Áður en lögbirtingablað stjórn- kovs. Ryabov hefur verið einn 27
Moskvu, 9. aprfl. AP.
EINN yngsti valdamaðurinn í
Kreml, Yakov P. Ryabov, yfir-
maður sovézka hergagnaiðnaðar-
ins, var óvænt settur af í dag.
Ryahov var í staðinn skipaður
fyrsti aðstoðaryfirmaður ríkis-
skipulagsnefndarinnar og þessi
ráðstöfun er talin enn eitt dæmi
um þá viðleitni að binda enda á
frama efnilegra og ungra valda-
manna.
arinnar skýrði frá þessu í dag var
talið víst að Ryabov kæmi sterk-
lega til greina í mikilvæg embætti
í miðstjórninni. En nú er talið að
honum verði vikið úr hinni vold-
ugu framkvæmdastjórn kommún-
istaflokksins.
valdamestu manna Sovétríkjanna
og hefur staðið í tengslum við
Andrei Kirilenko sem gegnir oft
störfum Brezhnevs þegar hann er
veikur eða fjarverandi. Þeir eru
báðir frá Sverdlovsk í Úral-fjöll-
r
Uganda:
Fjórir vestrænir
blaðamenn drepnir
Nairobi, 9. aprfl. AP — Reuter.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Uganda sagði í dag, að fjórir útlendingar
hefðu verið handsamaðir og skotnir til bana f Úganda og þar með
virtust staðfestar fregnir þess efnis að fjórir vestrænir fréttamenn
hefðu vcrið teknir af lffi. í tilkynningu ráðuneytisins sagði, að fjórir
„erlendir málaliðar, einkennisklæddir og vopnaðir“ hefðu verið
skotnir er þeir voru að reyna að komast inn 1 Úganda frá Kenya.
Þessar fregnir komu daginn
eftir, að fyrstu fréttir höfðu borizt
af því, að tveir sænskir og tveir
vestur-þýzkir blaðamenn hefðu
verið gripnir eftir að hafa komizt
inn í Úganda, sem hefur verið
lokað vestrænum fréttamönnum
síðan í október.
Blaðamennirnir sænsku voru
Karl Bergman frá Svenska Dag-
bladet og Arne Lemberg frá
Expressen, Wolfgang Stiens frá
Stern og Hans Bollinger frá
franska fréttamyndafyrirtækinu
Gamma.
Það voru starfsfélagar fjór-
menninganna í Kenya sem fyrstir
komu með fréttirnar. Þeir sögðu,
að blaðamennirnir fjórir hefðu
leigt sér bát sl. fimmtudag til að
komast með leynd inn í Úganda
yfir Viktoríuvatn. Óstaðfestar
heimildir segja, að mennirnir hafi
komist nálægt höfuðborginni
Kampala á föstudag en verið
handteknir og síðan umsvifalítið
3kotnir. Sömu heimildir sögðu, að
lík þeirra hefðu verið látin liggja
umhirðulaus í sólarhring eftir að
þeir voru líflátnir.
í fréttum helgarinnar um bar-
daga í Úganda sagði að skothríð
væri sem undanfarna daga
umhverfis Kampala en ekki ýkja
mikið inni í borginni. Þá sagði að
Alsírstjórn hefði augsýnilega beitt
áhrifum sínum til að fá Libyu-
mennina til að draga úr stuðningi
sínum við Amin. Fréttum ber ekki
saman um verustað Amins forseta
en álitið er að hann sé í Jinja.
Ingrid Bergman
Laurence Ollvier
John Wayne
Oscarverðlaunin afhent á morgun:
F ær Ingrid Bergman
Oscar í fjórða sinn?
Los Angeles, 9. aprfl. Reuter. AP.
ÞRJÁR KVIKMYNDASTJÖRNUR sem samanlagt eru meira en
200 ára verða að öllum líkindum mest í sviðsljósinu á morgun,
þegar hin hcfðbundna afhending Oscarsverðlauna fer fram. Þessir
leikarar eru þau Ingrid Bergman, Laurence Olivier og John
Wayne. Ingrid Bergman er yngst þeirra þriggja, 61 árs. Taldar eru
sterkar líkur á því, að hún fái Oscarsverðlaunin fyrir leik sinn í
sænsku myndinni Haustsónatan eftir Ingmar Bergman. Hún yrði
þá fyrsti leikarinn sem fengi þessi verðiaun fjórum sinnum.
Laurence Olivier, sem er 71
árs að aldri, er í hópi þeirra
karla sem líklegastir þykja til
að fá Oscar fyrir beztan leik í
aðalhlutverki, hann fyrir leik
sinn í „The Boys from Brazil".
John Wayne er jafnaldri Oli-
viers. Hann mun afhenda verð-
laun fyrir beztu kvikmyndina og
er talið að það verði hápunktur
hátíðarinnar. Wayne hefur ekki
sézt á almannafæri um hríð,
enda gekkst hann ekki alls fyrir
löngu undir mikinn uppskurð og
var meginhluti magans numinn
brott vegna krabbameins. Hann
hafði áður fengið krabbamein í
lungu og annað lungað skorið
burt og einnig var gerð á honum
ekki alls fyrir löngu mikil
hjartaaðgerð.
Meðal mynda sem eru taldar
koma helzt til greina eru „The
Deer Hunters", „Heaven Can
Wait“, „Coming Home“, „Mid-
night Express" og „An Unmar-
ried Woman". Meðal karla sem
líklegir eru til að koma sterk-
lega til greina auk Oliviers eru
John Voight fyrir „Coming
Home“, Robert de Niro fyrir
„The Deer Hunters" og Warren
Beatty fyrir „Heaven Can
Wait“. Aðrar leikkonur en Ing-
rid Bergman sem sagðar eru
koma til greina eru Jill Clay-
burgh fyrir „An Unmarried
Woman", Jane Fonda fyrir
„Coming Home“, Geraldine
Page fyrir „Interiors" og Ellen
Burstyn fyrir „Same Time Next
Year“.
Schmidt skelfingu
lostinn yfir Carter
New York, 9. aprfl. Reuter.
KANSLARI Vestur-Þýzkalands,
Helmut Schmidt, er óttasleginn
vegna frammistöðu Carters
Bandaríkjaforseta sem forystu-
manns Atlantshafsbandaiagsins,
ingar vestur-þýzku stjórnarinn-
ar. Þetta kemur fram í nýjustu
útgáfu vikuritsins „Time“.
„Forsendur hins tortryggnislega
andrúmslofts var sú ályktun
„Hendur mínar eru
ekki ataðar blóði
99
Teheran, 9. aprfl. AP.
AMIR Abbas Hoveida fyrrverandi forsætisráðherra, sem byltingar-
dómstóil dæmdi til dauða á laugardag og lét taka af lifi skömmu
síðar, varð glaðlegur og brosmildur stjórnmálaleiðtogi en að dómi
byltingardómstólsins var hann tákn um allt það sem írönsku
þjóðinni mislikaði hjá keisarastjórninni.
„Hendur mínar eru ekki atað- Hoveida er léiddu til þess að
ar blóði eða peningum," sagði
Hoveida dómurum sínum 15.
marz, síðast þegar hann kom
fram opinberlega. „Eg er kom-
inn af trúuðu fólki og hef alltaf
staðið við trúarlegar skyldur
mínar. Eg hef meira að segja
farið til Mekka í pílagrímsferð
og ég á afar trúaða gamla
móður."
Hoveida var 57 ára gamall,
menntaður í Frakklandi og tal-
aði reiprennandi ensku, frönsku,
þýzku og arabísku. I augum
margra var han.i tákn um sókn
írans frá fátækt til velsældar
vegna olíuauðs landsins. Hann
var forsætisráðherra í 12 ár, frá
1965 til 1977, eða bæði fyrir og
eftir hinar miklu hækkanir sem
urðu á olíuverðinu 1973 er færðu
Iran gífurleg auðæfi. Notkun
þessa auðs hefur verið grund-
völlur ásakananna á hendur
hann var dæmdur til dauða.
Hann var sakaður um að hafa
gert slæma lánasamninga sem
hafi verið hagkvæmari fyrir
Bandaríkin og önnur erlend ríki
en Iran og stinga fé í eigin vasa.
Hann var einnig sakaður um
heróínsmygl og njósnir í þágu
Bandaríkjanna „zionisma".
Auk þess var Hoveida ákærð-
ur fyrir hlutdeild í morðum
Savak, leynilögreglu keisarans,
en hann sagði dómurum sínum:
„Ef þið finnið eitt einasta skjal
sem sannar að forsætisráðherr-
ann var viðriðinn skal ég sam-
þykkja það og segja ekki orð í
viðbót."
Hann sagði áherzlu á að þegar
fangelsi voru opnuð upp á gátt
eftir byltinguna hefði hann get-
að flúið land, en hann benti á að
hann hefði gefið sig fram við
byltingardómstóla Khomeinis af
fúsum vilja.
Hann virtist haldinn miklu
sjálfstrausti í réttarhöldunum
og kvaðst þess fullviss að hann
væri ekki sekari af ákærunum á
hendur honum en aðrir ráða-
menn í Iran á dögum keisarans.
„Ef þetta kerfi var óguðlegt þá
var ég ekki einn,“ sagði hann.
„Þeir voru miklu fleiri, þar á
meðal menn sem sátu ekki í
ríkisstjórninni.“
Hoveida var eindreginn
stuðningsmaður keisarans og
ýmsir íranir kenna honum um
að hafa hvatt keisarann til að
gera landið að meiriháttar
herveldi í stað þess að einbeita
sér að innanlandsmálum. Því
var einnig haldið fram að
Hoveida hefði gert írönsku
ríkisstjórnina að hækju Banda-
ríkjanna og annarra vestrænna
ríkja.
Hoveida vann einnig að
endurskipulagningu Rastakhiz
(Endurreisnarflokksins) sem
keisarinn vonaði að gæti að
lokum sameinað alla írönsku
þjóðina. Fyrirhugaðar aðal-
þrátt fyrir gagnstæðar yfirlýs- Schmidts að Carter hefði komið
klaufalega fram við Moskvuyfir-
völd er snurður hlupu á þráðinn í
samskiptum Bandaríkjanna og So-
vétríkjanna út af mannréttindum
og Kína. Fann Schmidt sig í
auknum mæli knúinn til að standa
vörð um slökunastefnuna," segir í
vikuritinu. Áhyggjur Vestur-Þjóð-
verja, segir blaðið, hafa gert að
verkum að þeir hafa leitað inn á
sjálfstæðari, skeleggari brautir í
alþjóðastjórnmálum „sem banda-
rískir ráðameiin hafa ennþá ekki
skilið".
Samkvæmt frásögn „Time“ hef-
ur nú í fyrsta skipti gætt orðróms
og vísbendinga í Washington í þá
átt að vissir ráðherrar vest-
ur-þýzku stjórnarinnar daðri nú
við hlutleysishugmyndir í því
skyni að stofna til sérstakra
tengsla við Moskvu. Segir blaðið
það vera öðru fremur vandamál
Vestur-Þjóðverja að jafna vogar-
skálar milli slökunarstefnu gagn-
vart Sovétríkjunum annars vegar
og traustlegra varna í þágu Atl-
antshafsbandalagsins hins vegar.
bækistöðvar flokksins, gulur
skýjakljúfur með þyrluflugvelli
efst, standa hálffullgerðar í
miðri Teheran, minnismerki um
ófullgerða drauma keisarans.
Hoveida hafði meistarapróf í
stjórnmálavísindum og hag-
fræði frá Brússel-háskóla og
doktorspróf í sögu frá háskólan-
um í París. Hann gekk í
utanríkisþjónustuna 22 ára
gamall og starfaði fyrst sem
blaðafulltrúi í París og síðan í
sendiráði Irans í Vestur-Þýzka-
landi 1947—‘51.
Hann aflaði sér frekari
reynslu í alþjóðamálum á
árunum 1952—‘58 þegar hann
var háttsettur starfsmaður í
flóttamannanefnd SÞ í Genf og
var forstjóri íranska olíufélags-
ins 1958.
Flugræningi
dæmdur
UelBÍnki, 9. aprfl. AP.
AARNO Lamminparras, 37 ára
gamall Finni, sem rændi flugvél í
eigu Finnair í innanlandsflugi í
septembermánuði sl., var í dag
dæmdur í sjö ára fangelsi. Auk
þess var hann dæmdur til að
greiða í bætur um tuttugu og fimm
milljónir króna. Lamminparras
var vopnaður skammbyssu og
hafði haldið 49 manns í gíslingu í
átján klukkustundir, þegar hann
sleppti þeim og hafði þá engum
verið gert mein.
/