Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 48
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
Þorskveiðibannið hefst í dag:
Aðalfundur Flugleiða í dag:
Ameríkuflug án milli-
lendingar á íslandi?
Raunverulegt rekstrartap um 3 milljarðar kr. á s.l. ári
NIÐURSTÖÐUR rekstrarreikn-
ings Flugleiða sem lagður verður
fram á aðalfundi félagsins f dag
sýna um 370 millj. kr. hagnað, en
ef tekið er tillit tii annarra hliða í
reikningum félagsins svo sem
tjónabóta, kemur 1 ljós að raun-
verulegt rekstrartap fyrirtækisins
á s.l. ári er um 3 milljarðar króna.
Valfells hafa boðið til sölu hluta-
bréfaeign sína í fyrirtækinu, sem er
veruleg og metin á 216 millj. kr. að
nafnverði, en ekki er kunnugt um að
nokkur tilboð hafi komið fram í
þessi bréf sem tekið hafi verið.
í sambandi við þau vandamál sem
við er að etja í rekstri Flugleiða eru
uppi hugmyndir innan félagsins um
að hluti Ameríkuflugs verði án
millilendingar á íslandi. Er hér
bæði um að ræða sparnað svo og
tillit til farþega.
Á aðalfundinum í dag verður
fækkað um tvo aðalmenn í stjórn
Flugleiða og einn varamann sam-
kvæmt fyrri samþykktum.
Nær ekki til báta
á N- og NA-landi
KJARTAN Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra tjáði Morgunblað-
inu í gærkvöldi að verið væri að
safna gögnum varðandi könnun á
frekari takmörkunum þorsk-
veiða, en sem kunnugt er af
fréttum hefur veiðst mun meira
það sem af er árinu en á sama
tima í fyrra og er aukningin um
50 þúsund lestir. Sagði Kjartan
að ekkert hefði enn verið ákveðið
um frekari takmarkanir, málið
væri ekki komið á ákvörðunar-
stig.
Á hádegi í dag gengur í gildi
bann við þorskveiðum og verður
frá 10.—17 apríl bannað að hafa
nokkur þorskfisknet í sjó enda
þótt tilgangurinn sé að fiska aðrar
tegundir en þorsk. Þá má hlutfall
heildarafla skuttogara ekki verða
yfir 15% þorskur í 7 daga á
tímabilinu 10—20. apríl.
Sjávarútvegsráðuneytið gaf í
gær út undanþágu frá þessu banni
er tekur til báta frá Norður- og
Norðausturlandi. Er bátum, sem
þar eru skráðir, heimilt að stunda
veiðar þennan tíma þar sem hafís
hefur hindrað veiðar þeirra. Gildir
þetta um báta sem skráðir eru á
svæðinu frá Horni að Gerpi, enda
hafi þeir tafist frá veiðum um
a.m.k. viku. Undanþágan nær ekki
til skuttogara.
Allmiklar viðsjár eru innan fé-
lagsins og á aðalfundi þess í dag
kemur m.a. til meðferðar tillaga frá
Kristjönu Millu Thorsteinson þess
efnis að Flugleiðum verði skipt upp
á ný og flugrekstur Flugfélags
íslands og Loftleiða verði með sama
hætti og hann var er sameining fór
fram, en félögin tvö hafi með sér
samvinnu þar sem það hentar.
Rökstuðningurinn fyrir þessari til-
lögu er sá að þjóðhagslegum mark-
miðum hafi ekki verið náð með
sameiningunni.
Þá er Morgunblaðinu kunnugt um
að Sigurður Helgason og Sveinn
Hlaut 800 þúsund
króna sekt fyrir
of smáa möskva
LANDHELGISGÆSLAN vann um
helgina við mælingar f afla togara
sem voru á veiðum úti fyrir Horni,
en þar reyndist undirmálsfiskur
vera allmikill í aflanum. Voru allt
milli 53—70% aflans undir 58 cm
Vatnstítið
í Vatnsdal
NOKKUÐ hefur borið á vatns-
skorti í' Vatnsdal að undan-
förnu og hafa bændur víða þar
þurft að aka heim vatni langar
leiðir. Á það einkum við um
bændur í Svína. atnshreppi.
Að sögn fréttaritara Mbl. í
Vatnsdal hefur verið mjög
vatnslítið í vetur og vegna
langvarandi frosta eru öll
vatnsból frosin og þar sem
einnig hefur lítið verið um snjó
er þess ekki að vænta að úr
rætist fyrr en hlýna tekur.
Kvað fréttaritarinn frostið
löngum hafa farið yfir 20
gráður og verið langvarandi
frostakaflar nema að undan-
teknum 3 vikum í febrúar.
Með hinni öru f jölgun bíla undan-
farin ár verður sífellt erfiðara að
finna þeim stæði. Á það sennilega
einkum við í miðborgarum-
ferðinni í Reykjavík, og ekki
batnar ástandið þegar snjórinn
og klakinn varna notkun bíla-
stæðanna. Þessum bílstjóra hefur
samt ekki orðið skotaskuld úr því
að renna sér álciðis uppá einn
hraukinn og þar trónaði billinn í
gær þegar myndinni var smellt
af. — Ljósm. Georg.
Hæstiréttur um rannsókn Hverfísgötu-
morðsins:
Varðhald konunn-
ar staðfest en stytt
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
varðhaldsúrskurð yfir konunni
sem úrskurðuð var í gæsluvarð-
hald í sambandi við rannsókn
morðmálsins á Hverfisgötu.
í niðurstöðu Hæstaréttar segir
að hinn kærði úrskurður skuli vera
óraskaður, þó þannig að gæzlu-
varðhaldstími verði ekki lengri en
til miðvikudagsins 18. apríl n.k., en
ekki til 2. maí n.k. Hæstiréttur
hefur því stytt mögulegan varð-
haldstíma um tvær vikur. Yfir-
heyrslum í málinu er ekki lokið
ennþá.
og var ákveðið að loka hólfi vestan
við friðaða svæðið í Reykjaf jarðarál
allt að 7 daga. Áður hafði verið
lokað svæði við Straumnes.
Afli togaranna var allmikill og
að sögn Landhelgisgæslunnar fengu
togararnir allt að 20—30 tonn í togi.
Jafnframt mælingum í afla athug-
uðu varðskipsmenn vörpur togar-
anna og kom í ljós að möskvar voru
of litlir í skuttogaranum Stálvík SI
1. Var hann á sunnudag færður til
Isafjarðar þar sem mál skipstjórans
var tekið fyrir. Að sögn Guðmundar
Sigurjónssonar fulltrúa lauk málinu
með dómssátt og var fallizt á að
greiða kr. 800 þúsund í sekt í
landhelgissjóð. Það var neðsti hluti
trollpokans sem var með of smáa
möskva.
Ýmir seldi í
Þýzkalándi
ÝMIR frá Hafnarfirði seldi afla
sinn í Þýzkalandi í gær og fékk
hann alls 48,3 ntilljónir króna
fyrir 159 tonn afla. Þá hóf Karls-
efni að selja í gær en átti sölu hans
að ljúka í dag en hún var einnig í
Þýzkalandi. I dag eru ráðgerðar
tvær sölur í 'Bretlandi og ein í
Þýzkalandi.
Mánaðarfundur um flugslysið í Sri Lanka:
Meirihluti tímans fór í um-
ræður um
vaUarins
Stjórn flugvallarins tekin af flugmálastjóra Sri Lanka
FJÖGURRA vikna rannsókn-
arfundi vegna DC-8 flugslyss-
ins 15. nóv. s.l. lauk um helgina
á Sri Lanka. Rannsóknarfund-
urinn var undir forsæti dómara
frá Sri Lanka en þátt í honum
tóku m.a. aðilar frá íslandi, Sri
Lanka og Indónesíu. Vitna-
leiðslum lauk í síðustu viku og
eru aðilar nú að vinna skýrslur
sem dómarinn mun fá í hendur
áður en hann greinir frá niður-
stöðum rannsóknarinnar. Er
reiknað með að þær liggi fyrir í
maílok.
Islendingarnir fjórir sem sátu
fundina á Sri Lanka eru komnir
til Evrópu. Samkvæmt heimild-
um sem Morgunblaðið hefur
aflað sér fór meirihluti af tíma
ráðstefnunnar á Sri Lanka í það
að ræða aðflugskerfi flugvallar-
ins sem íslenzka þotan átti að
lenda á og annan búnað vallar-
ins. Þá kom það einnig fram á
fundinum að stjórn flugvallar-
ins var tekin af flugmálastjóra
landsins skömmu eftir flugslys-
ið og innlendur flugstjóri var
settur yfirmaður vallarins.
Gegnir hann því starfi ennþá.
Ekkert hefur komið fram í
rannsókninni sem bendir til
bilunar í flugvélinni sjálfri.
Hleðslumenn töfðu
innanlandsflugið
TAFIR urðu í gærkvöldi á innan-
landsflugi Flugfélags íslands til
Akureyrar vegna fundar um
kjaramál sem hleðslumenn efndu
til í gærkvöldi. Lögðu þeir niður
vinnu í um það 1 % klukkustund og
á meðan biðu liðlega 40 farþegar
eftir flugi til Akureyrar.