Alþýðublaðið - 05.03.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1931, Blaðsíða 3
ABÞSSaS&AÐIÐ 3 Beztu lyrknesku cigaretturnar í 20 stk pökkum, sem kosta ki». 1,25, eru: Statesman. • Tssrklsk WestnBÍnster Císpettar. A. V. I hveriuns pahka ersi samskoisar fallegar landslagsmyndip og íCommander-elgaí'ettnpökkum Fást £ ðlkm weralmaassn. LækkRD toila á iiiiipisflfii. Afnám shatts af lðgtehjnm ogiæhkonskatts at miðloigstekjHB. 4. Fasteignaskattur. Samkvæmt frumvarpi Haralds Guðmundsso nar um fasteiigna- skatt hækkar skatturinn mest af óbygöum bygginigarló&um í kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa yfir 500 íbúa, og skal greiða af þeim lóðum 1 Va % fasteigna- matsverðs til ríkxsins, en af bygðum byggingarlóðum 1 o/0,. Af jarðeignum og jarðarítökum sé skatturinn 8 ,af þúsundi, en frá skal dregið verð jarðabóta og annara mannvirkja, siem ekki eru orðiin fullra 10 ára gömul, en tal- ín eru með í fasteignaþiatsverði jarðar,. Skattur af húsum, svo og bryggjum og öðrum mannvirkj- um, sem ekki eru talin með í fasteignamatsverði lóða og jarð- eigna, isé 2V2 af þúsundi. — Jafnframt sé ákveðið, að bæjar- félag eða hreppisfélag, sem hefir heimild til að leggja á fasteigna- gjölid, megi ekki leggja á hærri fasteignaskatt en ríkið, utan það að taka megi auk þess hreins- imar-, rottueyðingar- og bruna- varna-gjald fyrir þær fram- kvæmdir, þar sem kaupstaður eða kauptún annast þær, þó efcki yfir 3 af þúsundi fasteignamats- verðs. Niðurstaðan verður þá sú, að yfirieitt hækkar skattur gf lóð- um og lömdlum, en aftur á móti lækkar húsaskatturinn talsvert þar, sem hann cr hæstur nú. Hér í Reykjavík verður útkoman sú, — þegar gert er ráð fyrir að bær- inn noti að fullu heimild sína til álagningar fasteignaskatts sam- kvæmt frumvarpinu —, að þar sem verð lóðar er miinna en 1/7 hluti af verði húseigna á henni, lækkar skatturinn frá því, sem nú er, en hækkar aftur á móti þar, sem lóðarverðið er meira en 1/7 hluti húsverðsins, — því meira hlutfallslega þeim mun meiri sem munurinn er. Af þessu leiðir aftur, að hjá öllum þorra almennings, sem á hús hér í Reykjavik á ódýrari lóðunum, lœkkar skatturinn til ríkis og bæjar samtals, sam- kvæmt frumvarpinu, frá því, sem nú er, en hann hækkar aftur á móti talsvert þar, sem ióðirnar eru dýrastar. Verð þeirra lóða er lika komið langt úr hófi fram, einmitt vegna legu þeirra og að- gerða bæjarfélagsins og ríkisins. Er því fyllilega réttlátt, að eig- endur þeirra skili ríMnu og bæj- arfélaginu aftur nokkru af því verðmæti, sem þeim hefir fallið í skaut án eigin tilverknaðar. — Fastaignir bæjar- og sveitar-fé- laga séu undanþegnar skattgjaldi á sama hátt og fasteignir ríkis- sjóðs. Er og naumast sanngjarnt, úr því að héruðin fá ekki skatta af fasteignum ríkissjóðs til sjóða sinna, að þau gieiði honum þá skatta af sínum fasteignum. Verkamannabústaðir, sem rík- issjóður og bæjar- eða sveitar- sjóðir ieggja fram fé’til að reisa, séu undanþegnir fasteignaskatti fyrstu 10 árin eftir að þeir hafa verið reistir. Fasteignaskattur af jörðum greiðist nú af ábúendum þeirra. Þessu er breytt þannig í frum- varpinu, að eigandi greiði skatt- inn allan ef hann tekur 6% af fasteignamatsverðinu eða meira í leigu á ári; sé leigan ekM yfir 4«/o', greiði ábúandi skattinn, en báðir, ef hún er þar í milli. — Frumvarþ þetta er bæði flutt í þeim tilgangi að afla riMnu tekna, til þess að aftur sé hægt að lækka tollana að því skapi, en það er einnig tilgangur þess að leggja hömlur á brask og verðhækkun. Hækkun skatts af óhygðum byggingarlóðum ieggur t. d. hömlur á, að lóðabraskarar haMi þeim árum saman óbygð- um í von um verðhækkunar- gróða. Skattiirinn hvetur aftur á móti til að gera eignina arðber- andi sepi allra fyrst. (Frh.) Orprlfaráð siálfstæðispostnlaniia. I gærdag, sama daginn, ssm „Mgbl.“ flytur hið einkennilega sultarvein togarastöðvunarmanna, hirtist í blaðinu eftirfarandi klausa: Örprilaráð vegsia kaisp- pialds. Skipafélag eitt í Hamborg er nýlega farið að láta tvö af sMp- um sínuim sigla undir fána Pan- amaríMsins til þess á þann hátt að lækka launin til sMpshafn- arinnar, þar sém engin siglinga- lög eru til í Panama. Stjórn félagsins tekur það fram, að hún hafi neyðst til að taka til þessara örþrifaráðstaf- ana, þar sem laun til sjómanna séu orðin svo há, að félagið fái ekki undir þeim risið.“ Það er áreiðanlegt, að togara- stöðvunarmennirnir hafa gripið þessa fregn tveim höndum, er þeir lásu hana í þýzkum blöð- um, og talið, að hér værii ráð fyrir sig til að þrýsta niður kjör- um sjómannanna. Þdr þóttust sjá, að þeir gtetu eins og aðrir einkabraskarar farið með togar- @.na „sína“ í burtu af landinu og) g|ert þá annars staðar út. Og ef til vill gætu þeir fundið einhvern landsskika á jarðjárkúlunni þar sem þeir gætu fengið ódýrari vinnukraft en þann, sem íslenzku sjómennirnir selja, og það er svo sem líklegt, að einkabraskararn- ir taM þennan kostinn, því eng- inn iskyldi ætla, að sjálfstæðis- glamrið væri annars staðar en í nösunum á þeirn. Otgerðarmenn og aðrir einka- braskarar hafa svo sem áður far- ið þessa braut. Það er kunnugt, að íslenzMr burgeisar eiga mik- ið af fé sínu í erlendum bönk- um. Þar finst þeim tryggara að ávaxta auð þann, sem þeir hafa sópað að sér úr sjóði þeám, er vinnandi hendurnar skapa. Þar láta þeir ágóðann af sölu ís- lenzkra afurða vaxa sér í hag — og þar er auðurinn notaöur til að efla iðnað og atvinnurekstur. En á sama tíma getur bæjarstjórn Reykjavikur ekM' fengið lán hjá bönkunum hér til atvinnubóta, atvinnubóta, er yrðu til þess að bjarga fjölda heimila íslenzkra verkamanna og sjómanna frá sultar- og veikinda-vofunni. Við þekkjum þjóðrækni íhaids- ins og auðvaldsins. Við vitum. að gróðahluturiinn er því fyrir öllu. Það vill hirða sem mestan gróða af 'vinnu verkamanna og sjómanna. Þess vegna berst það gegn öllum launabótum alþýðu- stéttanna. Þess vegna vælir það um ilt ástand atvinnuveganna og heimtar kauplækkanir. — Það ér. ekki nóg með það, að það þrýsti niður kaupinu til aÖ auka gróða sinn, beldur vill það svo engar , byrðar bera í ríkinu. Það stelur sér undan sköttum og skyldum og flýr til Skildinganesja sinna og annara skálkaskjóla. Það skattleggur hverja brauðflis, er börnin leggja sér til munns, það leggur 1000/0 í toll á sykur, líkt á kaffi og allar aðrar nauðsynj- ar, en glysvarningi sínum reynir það að skjóta undan. — í fáum orðum sagt: Það vill hafa umráð yfir öllu. Græða á öllu, en ekkert hera, ekkert greiða til opinberra þarfa. Það vi-11 engar brýr byggja, enga vegi, engin sjúkra- hús, enga skóla, engin menning- arsöfn, engar sundhallir, ekkert, er miðar að andlegri og líkam- legri heilbrigði. Þess vegna flýja togarastöðvunarmenn og slíkur lýður í erlenda banka með aúð sinn og út í SMldinganes Undan byrðunum, burt frá skyldunum. íhaldið er óþjóðlegt. Það er fjandsamlegt þjóðrækni og fraim- förum. Það er grimmúðugt fjár- aflavald, harðsvíruð gróðahít. Þegar þáð finnur kreppu nálg- ast, þá hrópa'r það kreppa! Það stöðv^r lifsbjargarmöguieikana, togarana og atvinnufyrirtækin, það svindlar út úr bönkiun og verður svo gjaldþrota upp á fín- an máta. Örþrifaráð sjáifstæðispostúl- anna um að gera togarana út annars staðar dugar ekki. Burt með einkabraskarana! ís- lenzka þjóðin verður að eiga rneð sig sjálf og ráða sér sjálf. Þess vegna þarf að taka atvinnu- tækin af þessum ábyrgðarlausu mönnurn og gera þau að sámeign þjóðarinnar. Sameign og sam- vinna hafa þegar bjargað bæjum hér á landi undan niðurdrepi í- haldsráða. Áfram á sömu braut. Völdin úr hömium togarastöcn-- unarmanna. , Þjóðnýtum togarana. Kvefsóttðn. V er nú að aukast í bæmrai. Emla er fólM farið að fækka á götun- um. Er sagt, að heilar fjölskyld- ur liggi. Ýmis iðnaður hefir beð- ið hnekki við missi starfsfólks. Blöðin hafa verið í hálfgerðum vandræðum, því starfslið þeirra hefir veikst, einkum börnin. Verða því kaupendur að afsaka, ef vansMl verða á útburði blað- anna. Margir þingmenn liggja i sóttinni. Héðinn Valdimarsson hefir legið sjúkur langan tima, fen kom í þingið í gær, Sigurjón A. ólafsson er í rúminu. Ólafur Friðriksson var við rúmið í gær og eins í dag. Prentsmiðjustjóri Hallbjörn Halldórsson er sjúkur, enn fremur 2 aðrir starfsmenn prentsmiðjunnar. Sigurður Jó- hannesson afgreiðslumaður Al- þýðublaðsins var veikur í tvo daga, en er nú kominn á fætur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.