Morgunblaðið - 19.04.1979, Side 5

Morgunblaðið - 19.04.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 5 Tölur Alþjóðabank- ans voru rangar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Jóhannesi Nordal. seðlabanka- stjóra, vegna fréttar um þróun þjóðartekna á Norðurlöndum, sem byggist á opinberum tölum Alþjóðabankans. í Ijós er komið, að tölur Alþjóðabankans, sem fréttin byggðist á, eru rangar og hefur bankinn nú leiðrétt þær. Bréf Nordals fer hér á eftir: I Morgunblaðinu var 10. þ.m. birt frétt um þróun þjóðartekna á Norðurlöndum síðastliðin fimm ár, þar sem fram kom, að Islend- ingar hefðu dregizt mjög aftur úr á þessu tímabili í þjóðartekjum á mann. Var fréttin byggð á tölum, sem Aíþjóðabankinn hefur birt um þessi efni. Þar sem þessar tölur báru með sér ótrúlega mikla lækk- un á þjóðartekjum hér á landi í samanburði við hin Norðurlöndin, var í fréttinni reynt að leita skýringar á þessu í því, að bankans um skýringar á þessum tölum. Hefur Seðlabankanum í dag borizt svar frá einum deildar- stjóra bankans, þar sem fram kemur að hér sé um reikningsvillu að ræða, sem komizt hafi inn í tölvuforskrift bankans og valdið verulegri skekkju á umreikningi talna um þjóðarframleiðslu ís- lendinga á árunum 1975, 1976 og 1977. Hefur bankinn reiknað þess- ar tölur að nýju og eru þær sem hér segir (eldri tölurnar settar í sviga til samanburðar): 1975 6060 dollarar (3920), 1976 6520 dollarar (4220), 1977 7060 dollarar (4570). Munu þessar tölur verða leið- réttar innan Alþjóðabankans og í þeim skýrslum hans, sem sendar verða út héðan í frá. Að gerðum þessum leiðréttingum er tafla sú, sem í Morgunblaðinu birtist, um samanburð á þjóðarframleiðslu á mann á Norðurlöndunum síðast- liðin fimm ár, sem hér segir: Þjóðarframleiðsla á mann í bandarískum dollurum ísland Noregur Finnland Danmörk Svíþjóð 1973 5,030 5,190 4,120 5,870 6,360 1974 5,430 5,860 4,700 6,430 7,240 1975 6.060 7.060 5,590 6,950 8,490 1976 6,520 7.800 5,890 7,690 9,030 1977 7.060 8,540 6.150 8,050 9,250 Alþjóðabankinn hlyti að hafa not- að eitthvað annað gengi en skráð gengi krónunnar í umreikningi þjóðartekna hér á landi yfir í dollara. Væri þessi skýring rétt, benti það til þess, að Alþjóðabank- inn hefði í þessu efni allt aðra skoðun en aðrar Alþjóðastofnanir, t.d. OECD, en tölur þeirrar stofn- unar um þjóðartekjur hér á landi á árunum 1975 til 1977 eru miklu hærri. Til þess að leiða hið sanna í ljós í þessu máli var leitað til Alþjóða- Að lokum er rétt að taka fram, að umreikningar til sambærilegs gengis í samanburði á þjóðarfram- leiðslu milli landa er ætíð álita- mál, en í því efni notar Alþjóða- bankinn meðaltalsreikning, sem hefur valdið því, að þjóðarfram- leiðslutölur hér á landi hafa síð- ustu árin orðið hlutfallslega lægri en ella miðað við hin Norðurlönd- in. Virðingarfyllst, Jóhannes Nordal. Svipadar þjódartekjur Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi frá Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar: Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um þjóðartekj- ur á mann hér á landi og saman- burð við aðrar þjóðir. Helzta heimild um þjóðhagsreikninga Vesturlandaþjóða eru skýrslur OECD, Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar í París, en meðal verkefna þeirrar stofn- unar er að safna, samræma og birta þjóðhagsreikninga aðildar- ríkjanna. I nýútkomnu hefti úr ritröðinni „OECD economic surveys" eru birtar tölur um þjóðartekjur á mann í aðildar- ríkjum OECD á árinu 1977 og í þeirri ritröð, svo og í þjóðhags- reikningaárbókum stofnunarinn- ar, er að finna sambærilegar tölur fyrir fyrri ár. Samkvæmt þessum skýrslum hafa þjóðartekjur á mann í Bandaríkjadollurum verið sem hér segir á Norðurlöndum árin 1970-1977: tekjur á mann verið töluvert hærri en hjá hinum þjóðunum allt tíma- bilið. A þennan mælikvarða hafa Svíar raunar verið meðal tveggja eða þriggja tekjuhæstu þjóða í heiminum undanfarin ár. Þjóðar- tekjur á mann á Islandi hafa allt tímabilið 1970—1977 verið hærri en í Finnlandi og oftast verið á borð við þjóðartekjur á mann í Danmörku og Noregi. Við samanburð sem þennan þarf að hafa hugfast að hann er engan veginn einhlítur og getur aldrei orðið nákvæmur mælikvarði á efnahagssæld. Þjóðartekjur eru hér metnar á markaðsvirði á verðlagi hvers árs og jafnframt miðað við meðalársgengi á hverj- um tíma gagnvart Bandaríkjadoll- ar. Gengið eitt sér er hins vegar ófullkomið tæki til að bera saman hagstærðir í ólíkum gjaldmiðli og getur hénding um tímasetningu oft ráðið miklu um niðurstöður. Þetta á ekki sízt við um ríki þar sem gengisskilyrði eru mjög ísland Danmörk Svíþjóð Noregur Finniand 1970 2.398 3.160 4.095 2.876 2.247 1971 2.968 3.478 4.439 3.240 2.455 1972 3.663 4.158 5.153 3.793 2.845 1973 4.899 5.448 6.199 4.837 3.745 1974 6.280 6.026 6.878 5.847 4.712 1975 5.717 7.006 8.467 7.063 5.643 1976 6.610 7.590 9.030 7.770 5.950 1977 8.597 8.489 9.497 8.805 6.308 Þessar tölur sýna, að þjóðar- sveiflukennd eins og raunir hefur tekjur á mann hér á landi hafa orðið hér á landi. Af þessum verið svipaðar í dollurum og á sökum verður að líta yfir alllangt öðrum Norðurlöndum, ef Svíþjóð árabil í einu, þegar gera skal er undanskilin, en þar hafa þjóðar- samanburð af þessu tagi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Menntamálaráðherra afhcndir Alþýðuleikhúsinu 3 millji. í framhaldi af grein, er Kristín G. Magnús skrifaði í Morgunblaðið hinn 24. marz sl. og vegna breytinga á leiklistarlögum, er samþykkt voru nýlega á Alþingi, þess efnis að tryggja að fjárveitingar Alþingis nái til annarra atvinnuleikhúsa en þeirra, sem talin voru upp í 2. gr. leiklistarlaga (Þjóðleikhús, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyr- ar), hefur Morgunblaðið nú haft samband við Kristínu og innt hana nánar um fjárveitingar, samkvæmt þessum nýju lögum, er gera augljós- lega ráð fyrir styrkveitingu til starf- semi Ferðaleikhússins, the Summer Theatre. .iUlislarlHKiU" iveitingumtil oper ' ,wr atvinnuleiknopu rf.sÆK1” -'„t*i77. M-m l> 'ur ’ l iil annarr* nn«i> v , irra. a-ikló'ak ' , i\d 'i>» u"'"1r ^ w «•!»»> «•' ,r -ku'i yr* Það er augljóst mál, að núverandi menntamálaráðherra er ekki fær um að veita af opinberu fé til leiklistar- starfsemi á nýjum lið í 2. gr. leiklistarlaga. Enda er hvergi hægt að finna í lögum neina línu þess efnis að menntamálaráðherra eigi einn að fara með þau mál, — í gömlu lögunum er talað um að menntamálaráðuneyti úthluti fé er veitt hefur verið í fjárlögum og var sá liður (IV. liður) „TIL ALMENNR- AR LEIKLISTARSTARFSEMI" - ég er mjög efins um að ráðherra hafi haft lagalega heimild til að ráðstafa umræddum 3 milljónum eftir eigin geðþótta. „Óheiðarleika i starfi skal ég aldrei umbera” Kristín: Áður en núverandi lög tóku gildi, hafði fjárveitinganefnd Alþingis veitt í fjárlagafrv. 22 millj. á lið IV. 2. gr. — til almennrar leiklistarstarfsemi, — þar af voru 19 milljónir til áhugamannafélaga (B.I.L.) en Geir Gunnarsson, formað- ur fjárveitinganefndar og alþingis- maður Alþýðubandalagsins, vildi að afgangurinn, — 3 milljónir — yrðu veittar Alþýðuleikhúsinu — sunnan- deild. Ráðagerð þessi náði ekki samþykki annarra nefndarmanna fjárveitinga- nefndar, þar sem augljóst var að réttur Ferðaleikhússins væri þá fyrir borð borinn. Á þessum sama tíma stóðu einnig yfir umræður í Alþingi um breyting- ar á leiklistarlögum og var því eðlilegt að fjárveitinganefnd tæki engar endanlegar ákvarðanir um skiptingu áðurnefndra 3 milljóna, — en þá gerðist atburður, sem fór fram með mikilli leynd og fáir vissu um, segir Kristín G. Magnús — sjálfur menntamálaráðherra Ragnar Arnalds gerir sér lítið fyrir og afhenti forráðamönnum Alþýðu- leikhússins — sunnandeildar — alla upphæðina, sem þýðir að á þessu fjárveitingaári fær Ferðaleikhúsið, the Summer Theatre, ekki eina krónu í styrkveitingu frá íslenzka ríkinu. Við höfum talað við nefndarmann í fjárveitinganefnd Alþingis og skrifstofustjóra menntamálaráðu- neytisins og voru þessir aðilar mjög undrandi á fjárveitingunni, sem ráðherra veitti algjörlega upp á sitt eigið eindæmi. Ég gekk á fund ráðherra nýlega, sem gat ekki gefið neinar skýringar á þessu athæfi sínu, — það var bara sett upp grímubros og bitið á jaxl- inn! Eitt er víst, — að hvorki mun ég treysta núverandi menntamálaráð- herra né þeirri nefnd, er ráðherra ætti að skipa, til að annast heiðar- lega og réttláta úthlutun af opinberu fé. Úthlutunin á ekki að fara eftir duttlungum og persónulegum smekk nokkurra manna, — heldur sam- kvæmt heiðarlegum starfsreglum, sem unnar eru eftir tillögum þeirra, er eiga að vinna eftir þeim. Ég hef staðið í eldlínunni í 13 ár og veit um hvað ég er að tala. Til þessa hafa ekki verið til lög um fjárveitingar til einstaklingsfram- taksins í leiklist á íslandi, þannig að fyrrverandi ráðherrar hafa ekki haft möguleika á að úthluta okkur styrkj- um, sem neinu nemur, þar sem af engu var að taka. — Fátækt og fáfræðslu í leiklistarmálum hef ég kynnst af ráðherrum og ráðamönn- um í gegnum árin og orðið að sætta mig við, — en óheiðarleika í starfi skal ég aldrei umbera. Ihermor LOFTRÆSTIVIFTUR PIFCO Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- } verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, - verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum. Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.