Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 13 Aðalfundur Félags íslenzka prentiðnaðarins: V erðlagning endurskipulögð við stjórn FII um aukna samvinnu félaganna. Fráfarandi stjórn var öll endur- kjörin, en hana skipa: Haraldur Sveinsson, formaður, Þorgeir Baldursson, varaformaður, Páll Vígkonarson, ritari, Magnús I. Vigfússon, gjaldkeri og meðstjórn- endur eru Geir S. Björnsson, Einar ‘Egilsson, Konráð R. Bjarnason, Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Innan Félags íslenzka prentiðn- aðarins eru nú 88 fyrirtæki innan grafíska iðnaðarins, umbúðaiðnað- arins og blaðaútgefenda. Fram- kvæmdastjóri FÍP er Grétar G. Nikulásson. Hinn 30. mars 1979 hélt Félag íslenska prentiðnaðarins áttunda aðalfund sinn í félagsheimili FÍP að Háaleitisbraut 58—60. í skýrslu formanns, Haralds Sveinssonar, kom m.a. fram, að á árinu var haldið endurskipun iðn- náms í grafískum iðngreinum og er námið nú alfarið komið inn í iðnskóla, utan verkþjálfunartíma í lok námstíma. Þá er nú unnið að því að endurskipuleggja verðlagn- ingu í prentiðnaði. Mestar umræð- ur á aðalfundinum urðu varðandi aðild félagsins á Vinnuveitenda- sambandi Islands og samvinnu við Félag íslenzkra iðnrekenda. Mun stjórn FÍP halda áfram viðræðum Skagfirskur söng- ur á Suðurlandi Söngfélagið Harpa í Skagafirði fer í söngferð til Suðurlands næst- komandi föstudag, á morgun, og mun kórinn syngja í Kópavogsbíói kl. 21 á föstudagskvöldið, síðan syngur kórinn í Félagsbíói í Kefla- vík á laugardag kl. 16 og að kveldi sama dags í Hlégerði kl. 21. Söng- stjóri Hörpunnar er Ingimar Páls- son. Einsöngvarar: Inga Rún Pálma- dóttir, Kristján B. Snorrason og Þorvaldur G. Óskarsson. Þetta er önnur söngferð kórsins til Suðvesturlands en hann fór söngferð þangað 1973. Auk þess hefur kórinn sungið víðsvegar á Norðurlandi á undanförnum árum. A síðastliðnu ári fór kórinn meðal annars til Grímseyjar. Kórfélagar eru 30. Að lokinni söngskemmtun í Hlé- garði mun kórinn halda dansleik í Hlégarði og mun skagfirska hljómsveitin Upplyfting leika fyr- ir dansi. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Rfkisprentsmiðjunnar Gutenberg, Sveinn R. Eyjólfsson, Magnús I. Vigfússon, Konráð R. Bjarnason, Grétar G. Nikulásson, framkvæmda- stjóri FÍP, Haraldur Sveinsson, formaður FÍP, Þorgeir Baldursson, varaformaður FÍP, Einar Egilsson, Páll Vígkonarson, Geir S. Björnsson og Hörður Einarsson. Ljósm. Mbl. Kristján. fl^S® €Sflafln®m Hin nýja kynslóó fm Geneial Motors. Amerískur lúxusbfll, sem eydir aðeins um 10 lítrum á 100 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.