Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 15 Ályktanir aðalfundar Kaupmannasamtakanna: Smásöluverzlunin f ái fulltrúa í verðlagsnefnd hún leggur af innheimtu hans. mörkum vegna AÐALFUNDUR Kaupmannasam- taka íslands var haldinn hinn 20. marz eins og getið hefur verið í frétt í Morgunblaðinu. Fundur- inn samþykkti allmargar álykt- anir, sem hér fara á eftir: Breytingar á verzlunarlöggjöfinni Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands haldinn að Hótel Sögu 20. marz 1979, beinir því til viðskiptaráðherra, að fullt samráð verði haft við Kaupmannasam- tökin um breytingar á verzlunar- löggjöfinni. Fundurinn bendir á, að nauðsynlegt er, að ákvæði um aðildarskyldu verzlana að samtökum verzlunarinnar verði lögfest. Fulltrúi í Verðlagsnefnd Fundurinn leggur áherslu á, að Kaupmannasamtök íslands (smásöluverzlunin fái fulltrúa í Verðlagsnefnd. Fundurinn telur algjörlega óviðunandi, að smásölu- verzlunin skuli ekki eiga mann í nefndinni, þar sem svo mjög er fjallað um hagsmuni hennar á þeim vettvangi, og segja má, að það sé algjörlega á valdi Verðlags- nefndar, hver afkoma verzlunar- innar er, hverju sinni. Lokunartímareglugerð Fundurinn mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum um afnám reglugerðar um afgreiðslutíma verzlana í Reykja- vík o.fl. frá 26. júlí 1971. Fundurinn álítur, að á meðan álagning er bundin sé ekki raun- hæft að afnema reglugerðina, því það mundi leiða til mikillar hækkunar á reksturskostnaði verzlana, sem ekki fengist bættur. Hins vegar álítur fundurinn, að reglugerðinni mætti breyta í einstökum atriðum, með tilliti til breyttra aðstaeðna frá því að hún var sett. Forsenda fyrir slíkum breytingum yrði að vera algjört samkomulag um þær, milli Kaupmannasamtakanna og Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur. Nýja verð- lagslöggjöfin Fundurinn hvetur eindregið til þess, að hin nýja verðlagsslöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi á s.l. vori, taki gildi óbreytt hið allra fyrsta, og eigi síðar en 1. sept. n.k. Fundurinn átelur harðlega þann drátt, sem orðið hefur á gildistöku hennar, og mótmælir bollalegging- um um breytingar á henni í póli- tískum tilgangi. Hækkun verzlunarálagningar Fundurinn Iýsir sig samþykkan framkominni tillögu verðlags- stjóra um hækkun verzlunarálagn- ingar í smásölu, enda þótt hún bæti ekki nema að hluta til þá álagningarskerðingu, sem varð á s.l. ári. Fundurinn mælist eindregið til þess, að tillagan verði samþykkt í Verðlagsnefnd. Ef einhverjir Verðlagsnefndarmenn treysta sér ekki til að samþykkja tillöguna í heild, mælist fundurinn til þess, að þeir beiti sér fyrir því, að tillagan verði borin upp í tvennu lagi í nefndinni, þannig að leiðrétting á smásöluálagningu fáist, án tillits til annarra sjónar- miða. Skattahækkunum mótmælt Fundurinn mótmælir harðlaga þeim miklu skattahækkunum, sem lagðar hafa verið að verzlunar- atvinnu í landinu, svo sem með hækkun fasteignagjalda, lóðar- leigu, sérstökum álögum á verzlunarhúsnæði, hækkun tekju- skatts, hækkun aðstöðugjalda og' nýbyggingargjaldi. Þá mótmælir fundurinn skertum fyrningar- reglum. Fundurinn bendir á, að þessar auknu skattaálögur draga úr athafnafrelsi einstaklingsins og drepa í dróma einkaframtak, sem er undirstaða þess frjálsa þjóðfélags, sem við höfum búið við. Fundur hvetur alla félagsmenn Kaupmannasamtaka íslands og aðra, er við verzlun vinna, að standa vörð um hagsmunamál verzlunarinnar, þjóðfélaginu til hagsbóta, minnugir þess að eining er afl. Innheimta sbluskatts Fundurinn bendir á, að kostnaður smásöluverzlunarinnar við innheimtu söluskatts hefur stóraukist í tíð núverandi ríkis- stjórnar, og beinir því þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að verzlunin fái nú þegar endur- greiddan þann mikla kostnað, sem Misræmi í lánamálum Fundurinn vekur athygli á því misræmi, sem ríkir í lánamálum atvinnuveganna í landinu, og telur, að allir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar eigi að sitja við sama borð í þessu efni. Fundurinn beinir því þeim tilmælum til stjórnvalda, að sett verði nú þegar löggjöf, sem tryggi framgang tillagna Kaupmannasamtaka íslands um lánasjóð verzlunarinnar. Með lög- gjöfinni verði sjóðnum tryggður öruggur tekjustofn til frambúðar. Ályktun Verzlunar- ráðsins mótmælt Fundurinn mótmælir eindregið ályktun framkvæmdastjórnar Verzlunarráðs íslands frá 14. marz s.l., þar sem segir um opnunartíma verzlana: „Verzlunarráðið telur af sömu ástæðum, að opnunartími verzlunarfyrirtækja eigi að vera frjáls, en nú er hann takmarkaður í kjarasamningum og bæjarsam- þykktun. Verzlunarráðið fagnar því frum- kvæði Björgvins Guðmundssonar og Markúsar Arnar Antonssonar í borgarstjórn Reykjavíkur um að opnunartími verði gefinn frjáls." Ljóst er, að ályktun þessi er sett fram í fljótfærni og vegna vanþekkingar á málefnum smásöluverzlunarinnar. Gjaldeyris- réttindi fyrir Verzlunarbankann Fundurinn beinir þeim til- mælum til Alþingis og ríkisstjórn- ar, að Verzlunarbanki íslands h.f. fái nú þegar rétt til sölu erlends gjaldeyris. Aukakostnaður dreifbýlisverzlunar Fundurinn beinir því til verðlagsyfirvalda, að verzlunum verði heimilt að taka inn í álagn- ingu sína aukakostnað, sem hlýst af staðsetningu verzlana fjarri innflutningshöfn, s.s. flutnings- kostnað, símakostnað og annan sannanlegan kostnað vegna fjar- lægðar. Bflasýning. fl©8® €Bfi®WlT®B<Sl1 €50^115^^0 Ifin nýja kynslóó fm Geneial Motors. Kynnt sa mt í m is í Evrópu Qg Ameríku, hér Ármúla 3. Fi mmt udagi nn 19. apr íl til sunnudagsins 22. aprí 1. S VELADEILD SAMBANDSINS