Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR19. APRÍL1979 19 Art Blakey og Jazz Messengers með tónleika hérlendis FÉLAGID Jazzvakning hefur náð samningum um komu Jazz Messengers Art Blakeys til íslands. Verða tónleikar með sextettinum mánudaginn 23. apríl kl. 22.00 í Austurbæjarbíói. Art Blakey er einn merkasti jazztrommari heims. Með Jazz Messengers, sem Art Blakey stofn- aði 1955 ásamt Horace Silver píanista og fleirum, varð hann einn af megindriffjöðrum jazzins. Upprunaleg skipun Jazz Mess- engers riðlaðist fljótlega eftir stofnun hljómsveitarinnar, en Blakey hélt starfrækslu hennar áfram með nýjum mannskap. Hefur Jazz Messenger starfað svo til óslitið síðan með ört breyttri skipan. Hafa þeir ýmist skipað í kvartett, kvintett, sextett eða jafn- vel stærri hljómsveitir. Jazz Messenger undir stjórn Art Blakey hefur verið eins konar stökkpallur fyrir unga, upprenn- andi jazzleikara. Margar stór- stjörnur hafa komið upp úr þess- ari hljómsveit og nægir þar að nefna Woody Shaw, Freddie Hubbard, Wayne Shorter, Curtis Fuller, Chuck Mangione og Keith Jarrett. Jazz Messengers er sextett um þessar mundir og er þetta stærsta combó sem Jazzvakning hefur fengið hingað til lands. Sextettinn skipa: David Schnitter tenorsax, Robert Watson altosax., Valery Ponomarev trompet, James Williams píanó, Dennis Irwin bassi og Art Blakey sjálfur á trommur. Góðmetið var fljótt að hverfa af borðunum hjá Hvatarkonum, sem efndu til góðmetismarkaðs í Sjálfstæðishúsinu sl. laugardag. Kökur og heimatilbúið góðmeti fór á fyrsta hálftímanum, en margt annað matarkyns ávextir og skrautkerti, voru á boðstóium á vægu verði. Þessi mynd var tekin þegar borð voru að tæmast. Happdrætti var á góðmetismarkaði Hvatar. Stærri vinningarnir, ávaxtakörfur og fleira, en líka smávinningar, eins og þeir sem hér er verið að afhenda. • • JORFAGLEÐI í BÚÐARDAL Búðardal, 18. aprfl JÖRFAGLEÐI verður haldin dagana 19. til 21. apríl. Verður gleðin sett á sumardaginn fyrsta kl. 20.30 í Dalabúð, að viðstöddum forseta íslands, Kristjáni Eldjárn og frú Hall- dóru. Ávarp flytur Pétur Thor- steinsson sýslumáður. Þá setur forseti íslands Jörfagleðina. Lúðrasveit tónlístarskóla Dala- sýslu leikur, stjórnandi ómar Oskarsson. Skáldakynning verður, Jóhannes skáld úr Kötl- um kynntur. Verður efni sam- antekíð af Geir Sigurðssyni Skerðingsstöðum. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur. Þá flytur Þórhallur Vilmundar- son prófessor örnefnaþátt. Kynnir kvöldsins er Anna Gísladóttir. Á föstudag kl. 14 verður byggðasafn Dalasýslu í Lauga- skóla formlega opnað, að við- stöddum forseta íslands og frú. Ennfremur verður á sama stað sýning á vinnu nemenda Lauga- skóla. Um kvöldið hefst leik- sýning hjá Leikklúbbi Laxdæla. Sýnd verður Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjórr Jakob S. Jónsson. Jörfagleðinni lýkur á laugardag. — Kristjana. Samkvœmt rannsóknum sem Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komíð í Ijós, að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klœða pau alveg, til dœmis með álklæöníngu. A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og Parf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisbörf og gera verðtilboð yöur að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA? o M AIGI.VSIR IM AIXT I.A.VD ÞEG AR Þl AIGLVSIR I MORGl NBLAÐLNL