Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 pítrgiw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftarqjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Sumardagur á barnaári Börn og uníílinKar minna á sumarið. í tilefni dagsins skulum við leyfa þeim að skrifa forystugrein Morgunblaðsins þessu sinni. Nýlega var haldin fjöiskylduhátíð í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar fluttu fjögur börn úr Vesturbæjarskóla, Kvennaskóla og Hagaskóla stutt erindi. Una Margrét Jónsdóttir sagði m.a.: „Það er kaldhæðnislegt, að á meðan börnin hér fá mikla peninga til að kaupa fyrir sælgæti og gosdrykki, svelta börn hinum megin á hnettinum. Hér á landi eru líka börn sem ekki njóta lífsins vegna líkamlegrar eða andiegrar fötlunar. Heilbrigð og hamingjusöm börn ættu að reyna að hjálpa þeim. En fötluð börn eru líka oft lífsglöð þrátt fyrir fötlunina og láta ekki bugast. En þau þarfnast hjálpar." Stefán Bencovic Mikalesson sagði m.a. að börnin í hans bekk hefðu haldið hringborðsumræður um samskipti foreldra og barna: „Skoðanir voru margvíslegar, en þó vorum við flest sammála um, að við værum ekki fær um að sjá um'okkur sjálf og nauðsynlegt væri, að foreldrar fylgdust með gerðum okkar og væru okkur leiðbeinendur. Æskilegt er að hafa börnin með í ráðum og taka tillit til þeirra óska, þegar eitthvað á að gera eða ákveða, sem snertir þau.“ Gylfi Magnússon sagði m.a.: „Hingað til hefur lítið verið hugsað um fjölfötluð börn í umferðinni. Svo virðist sem þessum börnum sé ekki ætlað að ferðast um bæinn. En það er óréttlátt, þar sem þessi börn hafa síst minni hreyfiþörf en önnur börn. Þessi börn langar líka til þess að sjá Lækjartorg og marga aðra staði, sem þau heyra minnst á.“ Og Ingibjörg Kolbeins Eyjólfsdóttir sagði m.a.: „Svo eru það skólarnir og barnaheimilin. Þetta eru að vísu ágætar stofnanir, en það má ekki nota þær sem eins konar geymslur fyrir börn, þangað tii þau eru orðin nægilega stór til að sjá um sig sjálf. Það er einnig mikilvægt að börnin finni, að þau standi ekki ein, að þau geti komið og sagt pabba og mömmu eða öðrum trúnaðarvini frá atburðum dagsins og helzt án þessara hlutlausu svara, sem oft vilja koma svo sem: Nújá, jæja, eða eitthvað í þeim dúr.“ í samtölum við nemendur í 8. bekk Langholtsskóla fyrir skömmu kom fram, að áhugamál barnanna eru margvísleg. Og enginn skyldi kveða upp hvatvíslegan dóm um þau, t.d. kom í ljós að börnin kváðust hlusta á söguna af Góða dátanum Svejk í útvarpinu. Það ber svo sannarlega vott um fínan bókmenntasmekk og áhuga á listrænni túlkun. Um unglingavandamálið svonefnda, sagði ein stúlknanna: „Þetta er bara eitthvað sem fólk hefur heyrt um og grípur svo til, þegar það getur komið sér vel. Þó einhverjir erfiðleikar séu á miili barna og foreldra, þarf ekki að gera meira úr því en ástæða er til, og svokölluð „unglingavandamál" eru ekki frekar til nú en áður.“ Hér mætti skjóta því inn í, að kannski væri frekar ástæða til að tala um „foreldravandamál", þó að það sé sjaldnast til umræðu af skiljanlegum ástæðum, því að það eru foreldrarnir, fullorðna fólkið, sem stjórnar umræðunum. Hvað sem fullorðna fólkið segir, þá eru börnin og unglingarnir raunsærri en margir vilja vera láta. Þau eru einnig einatt hreinskilnari en fullorðna fólkið. Þau sögðu, að Grease-myndin margumtalaða væri „óraunveruleg“ og bættu því við, að „unglingarnir væru alls ekki eins og myndin gæfi til kynna". Saga myndarinnar væri „barnaskapur" og „gerðist ekki nema í bíómyndum“, eins og þau komust að örði. En sögðu samt, að myndin væri „ágæt skemmtun". F]n hvað sögðu yngri börnin í Langholtsskóla? 10 ára börnin í 4. bekk sögðu m.a. „að til væru mörg heimili, sem ekki væru eins góð og skyldi vegna of mikillar vinnu foreldranna. Pabbi og mamma vinna of mikið og það er slæmt.. .“ En afleiðingu þessarar miklu vinnu sögðu þau vera, að hörnin „væru óánægð, þau vildu vera meira með pabba og mömmu og heimilislífið væri verra á þeim heimilum, þar sem foreldrarnir þyrftu að vinna mikið". Þau sögðu ennfremur „að fullorðna fólkið væri of frekt og dónalegt og tæki ekkert tiliit til barna; þeir fullorðnu troða sér fram fyrir í verzlunum og í biðröðum: þeir ættu að virða rétt barna alveg eins og annarra". Og sá grundvöllur, sem bezt hefur dugað íslenzku þjóðinni, virðist vera óbrostinn enn, trúin á Guð. „Öll virtust börnin trúa á Guð og sögðust vera staðráðin í því að láta ferma sig, þegar þar að kæmi til þess að staðfesta skír.nina, eins og þau sögðu. Sögðust þau varla þekkja neitt fólk, sem ekki tryði á Guð og alla vega væri enginn vafi í þeirra huga.“ A árshátíð nemenda gagnfræðaskólans í Hveragerði sagði formaður skólafélagsins, Olaf Forberg, m.a.: „Að síðustu tel ég, að við ættum aö hugleiða, hvort við erum nógu mikið hjá okkar foreldrum og njótum þess tímabils í ævinni, sem aldrei kemur aftur.“ Það kom fram, að munurinn á krökkunum og foreldrunum væri helzt sá, að þau dönsuðu öðru vísi. En á foreldrakvöldum'pældu þau bara í gömlu dönsunum, segir Kristbjörg Marteinsdóttir í 8-0. Fvrir nokkru átti blaðamaður Morgunblaðsins samtal við nokkur börn á skóladagheimilinu í Heiðargerði og voru þau spurð, hvað þau vildu, að gert yrði fyrir þau á barnaári. Þau voru sammála um þetta svar: „Við viljum að fullorðna fólkið hætti að reykja og drekka. Það er svo ieiðinlegt að sjá það fullt." Með þessum orðum íslenzkra barna og unglinga óskum við lesendum og landsmönnum öllum GLEDILEGS SUMARS! Jónas H. Haralz um stefnuskrá Sjálfstæðis Áherzla á frjálshy samræmda stefnu Þann 7. apríl s.l. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Þröst Ólafsson, hagfræðing, þar sem hann setur fram ýmsar hugleiðingar í sambandi við stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum og það erindi, sem ég hélt nýlega um þá stefnu. Þessi grein Þrastar er af öðrum toga spunnin, en þorrinn af því, sem ritað er um stjórnmál hér á landi. Hún fjallar um kjarna málanna og er því þáttur í alvarlégri stjórnmálaumræðu. Það er ætíð fengur að slíkum greinum og gott til þess að vita, að þær séu birtar í Morgunblaðinu. I ágætri grein, sem birtist þann. 11. apríl, hefur Hannes H. Gissurarson, á grundvelli yfirgripsmikillar þekkingar sinnar, svarað flestum þeim atriðum í grein Þrastar, sem máli skipta. Eigi að síður tel ég rétt, að gera nokkur atriði þessara mála að frekara umræðu- efni, í þeirri von, að unnt sé að varpa á þau frekara ljósi. Þessi atriði eru gildi fræðikenninga, tengsl markaðsbúskapar og velferðar, eiginleikar mismunandi hagkerfa og síðast en ekki sízt grundvallaratriði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins og þær breytingar, sem þau fela í sér samanborið við fyrri stefnu. Gildi fræðikenninga Það er algengt í ádeilum á markaðsbúskap og frjálshyggju að telja þeim til foráttu, að kenningar þeirra hafi verið settar fram fyrir meira en tvöhundruð árum síðan. Þröstur Ólafsson fellur fyrir þessari freistingu í áðurnefndri grein. En gildi fræðikenninga ákvarðast ekki af aldri þeirra heldur af þéim skilningi, skarpskyggni og rökfestu, sem í þeim felast. Maðurinn er að eðli samur við sig og hefur lengi lifað í flóknum samfélögum. Skrif Platons og Aristótelesar eiga fullt eins mikið erindi til nútímamanna eins og það, sem ritað hefur verið um þjóðfélagsmál á þessari öld. Þau grundvallaratriði varðandi framleiðslu og viðskipti, verkaskiptingu og lögmál markaðsbúskapar, sem upphafsmenn klassískrar hagfræði leiddu í ljós fyrir um það bil tvöhundruð árum er enn í fullu gildi. Síðari tíma hagfræðingar hafa sífellt þróað þessar kenningar með beitingu nýrrar tækni og lagað þær að breyttum aðstæðum, en grundvöllurinn hefur reynst traustur, og er enn hinn sami. Marxisminn sætir heldur ekki gagnrýni vegna þess að hann sé yfir hundrað ára gamall. Það sem að honum er fundið, eru þau meginatriði sem röng voru talin frá upphafi, þrátt fyrir glögga innsýn höfundar hans í ýmsum greinum. Þar við bætist, að marxisminn hefur reynst ófrjó kenning, sem ekki hefur tekið þroska og vexti. Aðdráttarafl marxismans, sem enn hefur um stundarsakir villt nýrri kynslóð menntamanna sýn, er ekki fræðilegt gildi hans, heldur sá tilfinningaþungi, sem að baki honum býr og það yfirbragð einfalds og rökrétts heildarskilnings, sem hann ber. Markaðsbúskapur og velferð Annað gamalt ádeiluefni, sem Þröstur endurtekur í grein sinni, er það, að bág kjör alls almennings á fyrra skeiði iðnbyltingar hafi átt rætur sínar að rekja til þróunar markaðsbúskapar og kapitalisma. Það er ef til vill afsakanlegt, að samtíðarmönnum hafi glapist sýn í þessu efni, en glámskyggni af þessu tagi ætti að vera óþörf nú á dögum, þegar unnt er að líta á þróunina í samhengi um langan tíma. Bág kjör alls þorra manna á þessu skeiði stöfuðu blátt áfram af því, að fjármagn og þekking var af skornum skammti og verkaskipting og markaðsviðskipti höfðu enn ekki tekið miklum þroska. Lífskjör manna í sveitum og borgum Evrópu fyrir daga iðnbyitingar voru mun lakari en þau urðu tiltölulega fljótlega meðal verkalýðs iðnaðarlandanna. Það er einmitt iðnbyltingin, kapítalisminn og markaðsbú- skapurinn, sem eru grundvöllur batnandi lífskjara og síaukinnar velferðar alls almennings allt fram á þennan dag. Hitt er svo rétt, að mönnum hefur runnið til rifja sú fátækt og það öryggisleysi, sem blasað hefur við á hverjum tíma, og ekki hefur skort tillögur og aðgerðir til að reyna að draga úr því böli með skjótum hætti. Því verður þó varla neitað, að þær aðgerðir hafi dugað skammt samanborið við þann árangur, sem sjálfur hagvöxturinn hefur skilað, og að oft á tíðum hafi þær verið svo misráðnar, að verr hafi verið af stað farið en heima setið. Svipaður misskilningur þeim, sem hér hefur verið ræddur, er útbreiddur á okkar dögum varðandi þróunarlöndin svokölluðu. Fátækt þeirra stafar ekki af arðráni iðnríkjanna, heldur af skorti á fjármagni og þekkingu og lítt þróuðum markaðsbúskap. Bezta aðstoðin, sem ríku þjóðirnar geta veitt þessum löndum, er að stuðla að eðlilegu streymi fjármagns og þekkingar og þróun margháttaðra viðskipta við þau. Það, sem Jónas H. Haralz úrslitum ræður, eru þó aðgerðir þessara þjóða sjálfra til að örva fjármagnsmyndun, auka þekkingu sína og stjórna efnahagsmálum skynsamlega. Eiginleikar hagkerfa Þröstur Ólafsson gerir greinarmun á tvenns konar hagkerfum, annars vegar markaðskerfi, sem byggist á viðskiptum, hins vegar áætlunarkerfi eins og í Sovétríkjunum, sem byggist á áhrifamætti ríkisvalds- ins og stjórnar með boðum, bönnum og leyfum. Þriðju gerð hagkerfis, sem hann nefnir, en ræðir ekki frekar, telur Þröstur byggjast á umtölum. Röksemdafærsla Þrastar er fólgin í því að reyna fyrst að sýna fram á þá miklu frelsisskerðingu, sem markaðskerfið feli í sér, og þá óstjórn, sem því kerfi sé samfara. Næsti liður röksemdafærslunnar er síðan að halda því fram, að íhlutun ríkisvaldsins geti aukið frelsið með meiri lýðræðislegum áhrifum almennings og minni ólýðræðislegum áhrifum atvinnurekenda og dregið úr óstjórn með skipulagsaðgerðum. Er þá svo komið, að sýnt hefur verið fram á yfirburði áhrifa- kerfisins án þess að nokkurntíma hafi verið rætt, hvernig það kerfi yfirleitt starfi og hvaða árangri það geti skilað. Sé farið ofan í saumana á þessari röksemdafærslu, kemur það fyrst í ljós, að sú frelsisskerðing, sem Þröstur telur fylgja markaðskerfinu, er í raun sú frelsisskerðing, sem er óhjákvæmilegt mannlegt hlutskipti. Gæði lífsins eru af skornum skammti og munu ætíð verða. Menn komast ekki hjá því, að leggja að sér við að afla þeirra og að velja og hafna um notkun þeirra. Markaðskerfið gerir þetta með því að láta þátttakendur leiksins, framleiðendur og neytendur, taka ákvarðanir sjálfa á grundvelli þeirra upplýsinga, sem þeir veita hver öðrum, ekki sízt með hjálp frjálsrar verðmyndunar. Það hefur hvað eftir annað verið sýnt fram á, að við tiltekin skilyrði leiði þetta fyrirkomulag ,til betri nýtingar framleiðsluþátta og meiri velferðar neytenda en völ sé á með öðrum hætti. Þessum tilteknu skilyrðum er að vísu ALDREI FULLNÆGT í HEIMI VERULEIKANS, EN AÐSTÆÐUR Á Vesturlöndum hafa þó lengst af nálgast þessi skilyrði. Eigi ríkið að taka við hlutverki markaðskerfisins, eins og sósíalistar gera ráð fyrir, verður að sýna fram á, hvernig eigi að taka ákvarðanir um framleiðslu og neyzlu og hvaða árangri í afköstum og velferð þær ákvarðanir geti náð. Þetta eru spurningar, sem enginn sósíalisti getur komist undan að svara, og þeir sósíalistar, sem nægan skilning og alvöru hafa haft til að bera, hafa heldur ekki vikið sér undan þessu. Það merkilega er hins vegar það, að svarið hefur aðeins verið eitt, þ.e.a.s. að sósíalismi verði að beita markaðs- kerfi, ef viðunandi árangur í afköstum og velferð eigi að nást. Þetta var það svar, sem Oskar Lange og Abba Lerner gáfu fyrir fjórum áratugum síðan og fjölmargir hagfræðingar Austur-Evrópuríkjanna hafa gefið á undanförnum áratugum. Það, sem þessir menn eru raunverulega að segja er það, að markaðsbúskapur sé bezta fyrirkomulag framleiðslu, viðskipta og dreifingar sem völ er á. Hins vegar séu aðstæður í þjóðfélagi, sem byggist á eignarétti einstaklinga með þeim hætti, að eyðilegur markaðsbúskapur geti ekki þróast. Fyrirtæk- in verði of stór, eigendur þeirra og stjórnendur of voldugir. Þess vegna þurfi þjóðnýting að koma til sögunnar og síðan verði ríkið að skipta framleiðsluein- ingunum í hæfilegar stærðir og sjá til þess að þær geti starfað sjálfstætt eftir lögmálum markaðsbúskapar. Með svipuðum hætti verði ríkið að stuðla að tiltölulega jafnri tekjuskiptingu en halda síðan frjálsu neyzluvali. Þegar grannt er skoðað, er mismunurinn á hugmynd- um þessara sósíalista og þeirra Sjálfstæðismanna, sem mesta áherzlu leggja á dreifingu valds, þróun almenn- ingshlutafélaga og eignaraðild starfsmanna að fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.