Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1979 25 ilokksins: ggju og trausta og í efnahagsmálum tækjum ekki ýkja mikill, enda þótt þeir nálgist markmiðið sitt úr hvorri áttinni. Gallinn er aftur á móti sá, að í engu landi, sem sósíalistar hafa lagt undir sig, hefur tekizt að framkvæma þessar fögru hugsjónir. I öllum þessum löndum situr alræði ríkisins og handahófskennd afskipti þess í öndvegi. Oskar Lange tókst ekki að færa hugsjónir sínar nær veruleikanum á þeim árum, sem hann starfaði sem efnahagsráðunautur pólsku ríkisstjórnarinnar og margir skoðanabræðra hans mega nú velta fyrir sér þessum málum í útlegð eða fangelsi. Ég fyrir mit leyti kýs ófullkominn en raunverulegan markaðsbúskap kapítalismans, frekar en fullkominn en staðlausan markaðsbúskap sósíalism- ans. En hvað um þau dæmi, sem Þröstur tekur um óstjórn og skipulagsleysi markaðsbúskapar. Þau dæmi sanna, þegar að er gáð, það gagnstæða við það, sem þeim var ætlað að sanna. Þau eru ekki dæmi um markaðsbúskap heldur dæmi um, að markaðsbúskapur hafi ekki fengið að þróast með eðlilegum hætti. Fiskimið eru svokölluð „frjáls“ auðlind. Á grundvelli kenninga klassískrar hagfræði hafa hagfræðingar fyrir iöngu sýnt fram á, að til verði að koma auðlindaskattur eða sala veiðileyfa, ef eðlileg markaðsstarfsemi eigi að geta farið fram við slíkar aðstæður og sá árangur að nást í hagnýtingu framleiðsluþátta, sem sótzt er eftir. Um þetta hefur verið mikið rætt og ritað hér á landi á undanförnum árum og ætti það ekki að hafa farið fram hjá neinum. Nægan skilning og pólitískan þroska hefur hins vegar skort — einnig í Sjálfstæðisflokknum — til þess að unnt hafi reynzt að móta, hvað þá að framkvæma, stefnu í sjávarútvegsmálum, sem byggð væri á þessum sjónarmiðum. Við þetta bætist svo, að einmitt þær ríkisstjórnir, sem sósíalistar hafa átt aðild að, hafa stórlega styrkt kaup fiskiskipa með miklum lánum á óeðlilega góðum kjörum. Afleiðing þessa tvenns hefur orðið sú geigvænlega misnotkun framleiðslúþátta og sú hætta á eyðingu fiskistofna, sem nú blasir við. Þetta ástand er afleiðing ríkisafskipta og skipulagshyggju en ekki markaðsbúskapar. Ekki ósvipuðu máli gegnir um annað dæmi, sem Þröstur nefnir, mengunina. Hún er að sjálfsögðu hvorki afleiðing kapitalisma eða markaðsbúskapar, heldur óhjákvæmileg afleiðing mannlegrar starfsemi. Við hana er hins vegar unnt að ráða með ýmsu móti og ein vænlegasta aðferðin er einmitt að beita aðferðum markaðsbúskapar, þ.e.a.s. að verðleggja auðlindirnar loft og vatn. Á þetta höfðu hagfræðingar bent löngu áður en mengun varð það tízkufyrirbrigði, sem hún er nú orðin. I þessu efni hefur það þó einnig sýnt sig, að pólitískur skilningur og vilji er ekki ætíð fyrir hendi til þess að unnt sé að beita skynsamlegum vinnubrögðum. Stefnubreyting Sjálfstæðisflokksins Þröstur Ólafsson telur, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi frá lokum síðustu heimsstyrjaldar hneigst að blönduðu hagkerfi. Hann hafi ekki treyst frjálsu markaðskerfi einu saman, heldur hafi talið íhlutun ríkisvaldsins að vissu marki nauðsynlega. Þessi stefna hafi borið keim af sósíaldemokratískum aðferðum og valdið því, að flokkurinn hafi náð miklu fylgi á kostnað Álþýðu- flokksins. Hin nýja stefna flokksins í efnahagsmálum feli í sér fráhvarf frá þessari stefnu og afturhvarf til eldri sjónarmiða, þar sem frjálshyggja, hrein og ómenguð, ráði ríkjum. Afleiðing þessarar breytingar hljóti að verða minnkandi fylgi flokksins. Skýtur nokkuð skökku við, að Þröstur líkar afleiðingar hefði, og tali jafnvel um „magnað trúboð“ í sambandi við túlkun hennar. Margt er við þennan skilning Þrastar að athuga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið hreinn frjáls- hyggjuflokkur í þeim skilningi, að hann hafi ekki gert sér ljóst mikilvægi ákveðinnar opinberrar stjórnar í ýmsum greinum. Er þess skemmst að minnast, að Jón Þorláksson gerði sér ljósa grein fyrir nauðsyn traustrar fjármálastjórnar og möguleikum slíkrar stjórnar til að hafa áhrif á hagsveiflur. Hitt er rétt, að stefna Sjálfstæðisflokksins varð sveigjanlegri en áður á styrjaldarárunum og kom það fram bæði í stjórn flokksins á Reykjavíkurborg og í forustu hans í nýsköpunarstjórninni. Á árunum eftir styrjöldina beitti flokkurinn sér fyrir endurreisn frjáls markaðs- kerfis samfara styrkri almennri stjórn efnahagsmála bæði um og eftir 1950 og á viðreisnarárunum. I þessu efni var stefna fiokksins þó ekki frábrugðin stefnu alls þorra borgaralegra flokka í Evrópu á þessum tíma og bar ekki meiri keim af sósíaldemokratískum aðferðum en stefna þeirra. Sannleikurinn er sá, að á þessu skeiði, árunum 1950 fram undir 1970, nálguðust sjónarmið stjórnmála- flokka, annarra en kommúnista, mjög mikið hvarvetna í Evrópu. Þetta var hið nýja blómaskeið frjálshyggj- unnar. Lögð var áherzla á að brjóta niður hömlur á viðskiptum landa á milli og afnema hvers konar höft á fjárfestingu og frjálsri verðmyndun innanlands. Dregið var úr afskiptum ríkisins af atvinnulífinu og reynt að stuðla að sem heilbrigðustum markaðsbúskap. Jafn- framt voru tryggingar stórefldar og sömuleiðis þjón- usta ríkisins í heilbrigðis- og menntamálum. Stefnt var eindregið að fullri atvinnu og örum hagvexti. Til þess að ná þessum markmiðum og jafnframt forðast greiðslu- halla og verðbólgu var stjórn peninga- og fjármáia, og víða einnig launamála, tekin föstum tökum. Um þessa meginstefnu voru borgaralegri flokkar og sósíaldemó- kratar í stórum dráttum sammála. Samstaða Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins um viðreisnarstefn- una var því fullkomlega eðlileg og í samræmi við það, sem tíðkaðist í öðrum löndum. Þau tiltölulega miklu átök, sem urðu um þessa stefnu hérlendis, stöfuðu annars vegar af styrk Alþýðubandalagsins, sem var fulltrúi allt annarra sjónarmiða, þá sem nú, og hins vegar af þeirri langvarandi einangrun og stöðnun í haftakerfinu, sem hér hafði orðið, og einkum hafði haft mikil áhrif á afstöðu Framsóknarflokksins. Hin nýja stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í efnahags- málum er að því leyti til í samræmi við stefnu viðreisnaráranna, að hún leggur áherzlu annars vegar á frjálshyggju og markaðsbúskap en hins vegar á trausta og samræmda stefnu í efnahagsmálum. Á síðara atriðið er ekki lögð minni áherzla en hið fyrra. Þröstur Olafsson reynir að gera því skóna, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi nú tekið upp hrema „laissez-faire“ stefnu, þar sem ríkisvaldið eigi hvergi að koma við sögu. Ekkert getur verið fjær lagi. Markaðsbúskapur getur ekki þróast nema við heilbrigð skilyrði, og það er einmitt hlutverk ríkisins að reyna að sjá til þess, að þau skilyrði séu til staðar. Ágreiningur er því ekki um það, hvort ríkið eigi mikilvægu hlutverki að gegna eða ekki, heldur um það, hvert hlutverkið eigi að vera. Á ríkið að einbeita sér að því að búa atvinnulífinu og almenningi yfirleitt heilbrigð starfsskilyrði, þar sem markaðs- búskapur getur þróast og einstaklingar og fyrirtæki eru frjáls að því að taka sínár eigin ákvarðanir; eða á ríkið að reyna að koma í stað markaðsins og sölsa undir sig sem mest af ákvörðunum um framleiðslu og neyzlu í sem flestum greinum? Það er um þetta, sem menn greinir á. Þrátt fyrir það, sem hér að framan hefur verið sagt, er verulegur munur á hinni nýju stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins og þeirri stefnu, sem fylgt var á viðreisnarárunum. Þessi munur stafar fyrst og fremst af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa undanfarinn áratug eða þá hafa komið fram í dagsljósið. Þróun velferðarríkisins, mikill vöxtur almannatrygginga og þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála jafnhliða viðleitni til að sinna margvíslegum verkefnum, sem áður skiptu litlu máli, hefur leitt til sívaxandi ríkisútgjalda og margvíslegrar opinberrar starfsemi. Þetta hefur sorfið að starfsemi atvinnulífsins og sniðið beinum kjarabótum almennings þrengri stakk en áður. Um leið hefur það komið í ljós, að ríkið ræður ekki við þau miklu og margvíslegu verkefni, sem því hafa verið falin, og uppskera allra útgjaldanna og umstangsins er harla lítil. Dregið hefur úr hagvexti, og atvinnuleysi og verðbólga hafa farið vaxandi. Þetta eru alvarleg sjúkdómseinkenni, sem einnig gætir hér á landi, þótt í nokkuð annarri mynd sé en í nágrannalöndunum. Þau nýju -viðhorf, sem hér hefur verið lýst, hafa valdið því, að erlendir stjórnmálaflokkar hafa að undanförnu endurskoðað stefnu sína í veigamiklum atriðum. Viðbrögðin hafa yfirleitt verið á nokkuð eina lund, hvort sem flokkarnir standa til hægri eða til vinstri við miðju stjórnmálanna. Menn hafa ekki viljað halda áfram á braut vaxandi ríkisstarfsemi og ríkisafskipta. Þvert á móti hafa menn viljað feta sig tilbaka til betra efnahagslegs jafnvægis, heilbrigðari markaðsbúskapar og takmarkaðri starfsemi ríkisins, jafnvel þótt þetta kostaði tiltölulega hægan hagvöxt og áframhaldandi atvinnuleysi enn um sinn. Framkvæmd slíkrar stefnu hefur þó reynzt örðug og ýmsar blikur eru sem fyrr á lofti. Fyrstur íslenzkra stjórnmálaflokka bregst Sjálf- stæðisflokkurinn afdráttarlaust við þessum nýju viðhorfum og vandamálum. Hann leggur megináherzlu á að virkja atorku og framtak einstaklinga á grundvelli heilbrigðs markaðsbúskapar. Hann vill fela ríkinu þau verkefni, sem það eitt er fært um að sinna, en losa það við þau verkefni, sem það ekki ræður við. Hann vill leifa nýrra leiða til að inna af hendi margvíslega þjónustu. I þessu efni byggir flokkurinn á traustum grunni upphaflegrar stefnu sinnar en tekur jafnframt tillit til nýrra viðhorfa. Það er trú þeirra, sem að mótun þessarar stefnu hafa ^taðið, að hún muni ekki eiga sér minni hljómgrunn en stefna flokksins hefur áður átt. „íslenzka sendinefndin fjallar nú mest um Jan Mayenmálið, samstarf við Færeyinga um hafsvæðið suð- vestur af Færeyjum og nýjar hug- myndir um 2500 metra dýptarlínu og 150 mflna hafsbotnsréttindi utan efnahagslögsögunnar", sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gær og bætti við: „Að réttum lögum geta Norð- menn ekki lýst yfir efnahagslög- sögu við Jan Mayen án samninga við okkur. Það verða þeir að skilja og þá nást örugglega samningar." „Á fundi utanríkisráðherra Is- lands og Noregs í Kaupmannahöfn 30. marz var ákveðið að Hans G. Andersen og Jens Evensen ræddu Jan Mayenmálið áfram í Genf og undirbyggju fund ráðherranna í Strassbourg 10. m'aí. Við íslenzku fulltrúarnir hér ræðum nú þá hug- mynd, að Jan Mayensvæðið allt utan Hafréttarráðstefnan í Genf: Jan Mayensvæðið sameign íslend- inga og Norðmanna okkar 200 mílna verði sameign ís- lendinga og Norðmanna, bæði auð- æfi hafsins og hafsbotnsins. Norð- menn halda fast á rétti sínum við Svalbarða, sem eðlilegt er, enda er eyjan á norska landgrunninu. Á sama hátt hljótum við að standa fast á okkar rétti á íslenzka landgrunn- inu og krefjumst því réttinda a.m.k. til jafns við Norðmenn á öllu Jan Mayensvæðinu. Við bendum á, að engin alþjóðalög, hvorki í raun („de Facto") né að lögum („de jure“) hafi myndazt, sem veitt geti Norðmönnum rétt til einhliða aðgerða, enda yrðu þeir þá fyrstir þjóða til að ryðjast inn á landgrunn annars ríkis vegna óbyggðrar smáeyjar og krefjast þar 200 mílna efnahagslögsögu. Slíkt fordæmi þekkjum við ekkert og getum ekki þolað slíkar aðfarir og munum ekki þola. Tvö hundruð mílna efnahagslögsaga er orðin alþjóðalög „de facto" að því er þjóðlönd varðar, en engin lög eru um tilvik eins og við Jan Mayen, þau er einmitt verið að reyna að setja og auðvitað er efnahagslögsagan sett vegna fólks sem byggir strandríkin og efnahagsafkomu þess. En ef þeir samningar, sem að framan getur, tækjust má segja að Norðurlanda- þjóðirnar hafi náð fullri stjórn á fiskveiðum og hagnýtingu annarra auðæfa á N-Átlantshafi. Slikt væri svo gífurlegur ávinningur, að við hljótum að treysta því að Norðmenn fallist á þessa lausn, sem tengja myndi þjóðirnar saman og bera ríkulegan ávöxt um alla framtíð, ekki síður fyrir Norðmenn en Islend- inga. Annars yrði Jan Mayensvæðið öllum opið, von bráðar eyðimörk og sárin ógróin um fyrirsjáanlega framtíð. Mikilvægt er því að hraða samningum. I samræmi við þingsályktun og fyrirmæli utanríkisráðuneytisins munum við hafa samvinnu við Fær- eyinga til að tryggja sameiginleg réttindi yfir hafsbotninum suðvestur af Færeyjum. Danir hafa flutt til- lögu, sem miðar að því að hindra íra og Breta í því að teygja sig yfir úthafsgjána milli þessara landa og Rockallsvæðisins. Þá tillögu höfum við stutt, en hún virðist þó njóta takmarkaðs fylgis enn sem komið er að minnsta kosti. Aftur á móti er nú mjög rætt um nýja útgáfu rússnesku tillögunnar sem miðar m.a. við 150 mílur út frá 200 mílna efnahagslög- sögu og 2500 metra dýptarlínu. Tillagan er allflókin og er í athugun, hvort hún gæti hentað okkur á öllum okkar hagsmunasvæðum, við Jan Mayen suður af landinu og úti af Reykjanesi. Rússar hafa lagt fram mörg mjög fullkomin og athyglisverð kort, sem við erum að athuga. Þau sýna raunar hve erfitt er að ákvarða „brekkufót" og „ytri landsgrunnsmörk" því að auðvitað er neðansjávarlandslag jafn fjölskrúðugt og þurrlendi. Ekki kæmi mér á óvart að niðurstaðan af öllu þjarkinu yrði einfaldlega sú, að strandríkjum yrðu veitt óskoruð hafsbotnsréttindi yfir t.d. 150 mílum utan efnahagslögsögunnar, enda skipta slík yfirráð hvort eð er ekki máli, þar sem hafdýpið er slíkt að um enga hagnýtingu getur verið að ræða. Slík lausn virðist geta hentað okkur sæmilega fljótt á litið og spurning er hvort við ættum að reyna að hafa frumkvæði að því að höggva á hnútinn. Annars hefur allt gengið hægt síðustu vikuna, en hjólin virðast nú vera að byrja að snúast. Tuttugu og eins manns nefnd var sett á laggirn- ar til að fjalla um hagnýtingu auðæfa hafsbotnsins. Hefur hún verið á stöðugum, lokuðum fundum og er þar reynt til þrautar að ná samkomulagi. Ef það tekst fer líka allt annað í fullan gang en ekki er ástæða til að óttast að réttindi okkar innan 200 mílnanna verði skert, hvað svo sem verður um önnur mál. Þó verður að fylgjast náið með orðalagi sérhverrar greinar, því að hver otar hér sínum tota,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að lokum. 40 ár frá myndun þjóðstjórnar Fjörutíu ár voru í gær liðin frá því er svokölluð þjóðstjórn var mynduð. Stjórnin tók við að ráðuneyti Hermanns Jónassonar. sem myndað hafði ríkisstjórn með Alþýðuflokknum árið 1934. Þjóðstjórnin var mynduð með samstarfi Fram- sóknarflokks. Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og sat fram til 1942. er minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins tók við. í þjóðstjórninni voru: Hermann Jónasson. forsætisráðherra, Óiafur Thors. atvinnumálaráðherra. Jakoh Möller. fjármálaráðherra. Eysteinn Jónsson. viðskiptamálaráðherra. og Stefán Jóhann Stefánsson, félagsmálaráðherra. Myndina. sem hér fylgir. tók Vigfús Sigurgeirsson, Ijósmyndari. af rfkisstjórninni 1939. Frá vinstri eru: Eysteinn Jónssun. Jakob Möller, Hermann Jónasson. Stefán Jóhann Stefánsson og Ólafur Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.