Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 ung undir forystu séra Friðriks Friðrikssonar og voru því þekktust hér á landi fyrir slíkt starf. Kaus séra Sigurjón því að taka upp slíkt starf í söfnuði sínum, er hann varð prestur í Vestmannaeyjum. Stofnaði hann þar KFUM 30. nóvember 1924, eða sama árið og hann varð þar prestur. Var hann formaður félagsins frá stofnun þess, þangað til hann fluttist brott úr Eyjum til Reykjavíkur. Tæpum tveim árum eftir stofnun KFUM stofnaði hann KFUK, 14. mars 1926. Bæði félögin uxu upp af andlegri hræringu í söfnuðinum í sambandi við fermingarbörn sín. Meðan séra Sigurjón var í Vest- mannaeyjum voru félögin allþrótt- mikil. Þau reistu sitt eigið hús og unnu gott og mikið starf fyrir börn og unglinga, auk þess sem þau aðstoðuðu séra Sigurjón við barna- guðþjónustunur í kirkjunni á sunnudagsmorgnum á veturna. Félögin héldu einnig uppi vikuleg- um biblíulestrum á vetrarmán- uðunum, svo og almennum sam- komum á hverjum sunnudegi, starfræktu sjómannastofu, sumar- starf fyrir börn í litlu húsi í „Króki" suður á eynni, studdu íslenska kristniboðsstarfið o.fl. Séra Sigurjón vár lífið og sálin í félögunum allan tímann, sem hann var í Vestmannaeyjum. Geta má því nærri, að mikill tími fór hjá honum í að starfa fyrir þau. Hann talaði oftast annan hvern sunnu- dag á almennu samkomunum og hafði biblíulestra vikulega, stund- um tvisvar í viku. Bættist þetta ofan á annað starf hans í sam- bandi við prestsembættið, svo sem fermingarundirbúning barna, jarðarfarir, húsvitjanir og mann- tal, heimsóknir til sjúklinga og fleira, sem of langt yrði upp að telja. Mest allt þetta starf fór fram í bænum, og lega prests- setursins að Ofanleiti gerði það að verkum, að hann var oft megin- hluta dagsins í bænum og kom ekki heim fyrr en seint á kvöldin. Á þessum árum var ekki mikið um bíla í Eyjum, svo að oftast varð hann að fara fótgangandi á milli, nær því hálftíma hvora leið. Eg kom alloft til Vestmannaeyja á þessum árum til þess að aðstoða í starfinu í KFUM og tala á sam- komum, og á ég margar góðar minningar frá þeim tímum. Eg naut oft gestrisni þeirra hjónanna, séra Sigurjóns og hans góðu eigin- konu, Þóreyjar Eyjólfsdóttur Kolbeins, sem var manni sínum mjög samhent og styrk stoð í starfi hans. Hún andaðist 4. apríl 1969. Eftir að séra Sigurjón varð prestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík, talaði hann oft á sam- komum KFUM í Reykjavík og kristniboðshreyfingarinnar. Auk þess efndi hann til almennra kvöldsamkomuhalda í kirkjunni a.m.k. tvo vetur, viku í senn, og fékk til liðs við sig ýmsa ræðu- menn, bæði leikmenn og presta. Þannig mætti lengi telja, en það skal ekki gert að þessu sinni. Að lokum vil ég þakka fyrir samfélag og samstarf við séra Sigurjón um árabil, bæði Sambandi íslenskra kristniboðs- félaga, en hann var í stjórn þess í mörg ár og formaður þess eitt og hálft ár til ársins 1973, er heilsan tók að bila, svo og í KFUM og K og ýmsum öðrum starfsgreinum, sem efla vilja Guðs ríki. Bið ég öllum börnum séra Sigur- jóns og afkomendum þeirra ríku- legrar blessunar Drottins um alla framtíð. Guð gefi íslensku kirkjunni marga jafn einarða og heilhuga boðendur orðsins og þjóna sem hann. Gunnar Sigurjónsson Þau atvik gjörast einatt í lífi okkar manna, sem valda því, að við stöldrum við, lítum um öxl til liðins tíma og rifjum upp ævi- brautina. Þá rifjast upp margt af því, sem bjó í huga okkar á mótunarárunum, óskir og þrár, draumar og vonir, sem bundnar voru við framtíðina, sem þá var enn framundan, en er nú að hluta til orðin fortíð. Og spurningin vaknar: Hvers vegna vðldum við þá götu, sem gengin hefur verið? Og þá stíga upp í hugann myndir ýmissa þeirra samtíðarmanna á hinum ýmsu æviskeiðum, sem við mættum þannig, að þeir höfðu mótandi áhrif á líf okkar. Þessar hugsanir vakna hjá mér, er ég sest niður til þess að minnast vinar míns, síra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fáeinum orðum í til- efni andláts hans. Síra Sigurjón var einn þeirra mann, sem ég mætti ungur að árum á þann veg, að hann hafði mótandi áhrif á líf mitt. Ég þakka Guði fyrir, að ég fékk að kynnast honum sem sóknarpresti mínum, sálusorgara, prédikara biblíufræðara og víni. Sem slíkur verður hann mér alla tíð ógleymanlegur. Síra Sigurjón fékk ungur köllun til þess að feta í fótspor föður síns og ganga í þjónustu Drottins síns og frelsara sem prestur. Hann fékk eflaust gott veganesti úr foreldrahúsum til þess ævistarfs sem beið hans. Og þar eignaðist hann þá trú sem einkenndi líf hans allt. Hann settist í guðfræðideild Háskóla íslands á þeim árum, en þar voru mótandi þeir kennarar, er fluttu aðrar kenningar en þær, er tíðkast höfðu um aldir í evangelisk-lúterskri kirkju. Nýjar stefnur og nýir straumar í sam- tímanum höfðu velt um koll mörgu því, sem áður hafði verið talið til öruggra staðreynda. Ný svið opn- uðust mannlegri þekkingu. Vísind- in unnu hvern sigurinn af öðrum. Mönnum fleygði fram við að hlýðnast upphaflegri skipun skaparans síns um að gjöra jörð- ina sér undirgefna. Mikil bjartsýni fylgdi vísinda- og menningaraf- rekum seinustu áratuga 19. aldar- innar. Margir töldu þá mannlegri getu nánast engin takmörk sett. Þá misstu margir jafnframt fótanna í andlegum efnum. Við sjáum endurtekningu þess, er gjörðist í árdaga, er hinn fyrsti maður taldi sig þess umkominn að setjast í sess Guðs, þar sem hann þyrfti ekki lengur á hjálp og vernd Guðs að halda. Hann gæti sjálfur leyst öll sín mál. Það virðist einnig hafa verið almennt hald fjölda manna um seinustu aldamót. Þá varð víða þröngt um Guð í mannheimi. Honum var víða skor- inn þröngur stakkur. Allt skyldi fellt burt úr helgum ritningum, sem þóttu ekki samrýmast hinni nýju og vísindalegu þekkingu mannkynsins. Allt hið yfir- náttúrulega var fellt burt. Guð varð þá fyrir mörgum aðeins sviplítill siðprédikari, oft heldur smámunasamur og gamaldags, enda víst einatt fáir, sem lögðu eyrum að boðskap hans eða tóku boð hans alvarlega. Mannleg syn- semi var lögð sem mælikvarði á hina guðlegu opinberun. Og flestir þeir menn, sem enn létu sig einhverju varða framtíð kirkju og kristni, báru ugg í brjósti um fram'tíð Guðs og ríkis hans á þessari jörðu. Kristin kirkja var í erfiðri vörn. Og í tilraunum sínum til þess að bjarga því, sem bjargað varð fyrir Guð og kristna kirkju, varð mörgum fóta- skortur á hinu trúarlega sviði. Mönnum duldist einatt sá Guð, sem opinberast hafði í mannheimi mannkyni til bjargar, svo að þeir fóru þess í stað að reyna að bjarga Guði, auðvitað í góðum og göfug- um tilgangi, en að vonum án nokkurs varanlegs árangurs. Það er aldrei á valdi okkar manna að bjarga Guði. Það er Guð, sem í Kristi kom inn í heim okkar manna til að bjarga okkur. Ætli þetta sé ekki í fáum orðum staðan, sem almennt ríkti innan kirkju og guðfræði þess tíma, er síra Sigurjón Árnason ungur sett- ist á skólabekk til þess að nema heilög fræði? Þá voru þau kennd út frá þessu sjónarhorni. Nýguð- fræðin sat í hásæti og reyndi að bjarga leifum hins guðlega í mannheimi. Spíritismi gaf sumum von um, að í heimi mannanna væri fleira veruleiki en það eitt, sem mannieg augu fá litið. En augu flestra virðast hafa verið harla lokuð fyrir eiiífðargildi þeirrar opinberunar, sem Guð hafði gefið í fyllingu tímans í eingetnum syni sínum, Drottni Jesú Kristi. Síra Sigurjón sagði mér stundum frá því, hve þessi tími hefði verið sér erfiður trúarlega. Hann lenti í harðri baráttu. Barnatrúin varð fyrir miklum áföllum' við lestur hans á fræðiritum samtímans og kynni af þeim stefnum, sem þá voru efstar á baugi í guðfræðinni. Þá hófst sú barátta hans, sem síðan stóð fram eftir ævinni, baráttan við að-eignast skilning á þeim boðskap, sem Guð hafði opinberað mannkyni í heilagri ritningu. Nýguðfræðin og spíritisminn gátu aldrei fullnægt trúarþörf hans. Hann átti ekki samleið með þeim mikla meiri- hluta jafnaldranna, sem gengu til fylgis við þessar kenningar í trausti þess, að þar væri að finna þau brot, sem okkur væru gefinn af sannleika Guðs. Þótt það væri allt gjört í góðri trú og til þess að bjarga Guði, hlaut hann að hafna því sem fánýti. En um stund var hann óviss og reikandi í afstöðu sinni. Hvar var fótfestu að finna? Hvar var svar Guðs við þörfum og vandamálum mannkynsins? Síra Sigurjón sagði mér sjálfur, að lestur guðfræðilegra bóka hefði bjargað trú sinni. Hann fór ungur utan til framhaldsnáms og kynnt- ist þá þeim nýju straumum, sem fram komu í guðfræðinni eftir algjört skipbrot þeirrar barnalegu bjartsýni, sem hafði gripið menn svo sterkt fyrir og um aldamótin. Sú bjartsýni beið varanlegt skip- brot í fyrri heimstyrjöldinni, er vonir milljónanna hrundu í rúst. Þá kastaði mannleg grimmd af sér dulargerfinu og hyldýpi mannlegr- ar syndar blasti við sjónum. Og nýir menn komu fram með nýjar skoðanir á hinni aldagömlu opin- berun Guðs. Tími „krísuguðfræð- innar" hófst, þar sem menn gjörðu sér glögga grein fyrir þörf okkar á þeirri náð, sem Guð einn getur gefið í Drottni Jesú Kristi. Hlut- verk okkar er aðeins að boða hann, bera fram vitnisburð opinberunar- innar um hann, leyfa heilögum anda Guðs að fylla hug og sál, svo að Guð fái komizt að til þess að vinna verk sitt í hjörtum okkar manna. Þetta er sá boðskapur, sem síra Sigurjón flutti óhikað af fullri djörfung og lifandi trúarsannfær- ingu. Hann hafði sjálfur eignast þá sannfæringu, að þetta væri hin eina björgun okkar manna. Hann hafði komið að krossi Drottins síns og frelsara og fundið þar frið. Þennan frið vildi hann flytja öðrum mönnum, öllum þeim, sem honum var falið að leiða til trúar á Krist. Og þetta var innihald prédikunar hans. Ég man að ýmsir töldu hann einhliða prédikara. Kannski var eitthvað til í því, en þá aðeins í þeim skilningi, að hann lagði einhliða áherzlu á hjálp- ræðisverk Guðs í Drottni Jesú Kristi, sem einn ætti lausn að færa okkur syndugum mönnum. Hann þreyttist aldrei á að flytja boð- skapinn um óumræðileika kærleika Guðs, sem birzt hefði okkur mönnum í hjálpræðisverki Krists. Og í samtíð sinni varð síra Sigurjón einatt boðberi skoðana, sem gengu gegn því, sem um áratugi var reynt að halda fram sem einhverjum stórsannleik hér úti á íslandi, löngu eftir að guð- fræðingar annarra þjóða höfðu séð í gegn blekkinguna og snúið burt frá þeirri guðfræðistefnu, sem beðið hafði skipbrot. Hann varð því einatt eins og rödd hróp- andans, sem talar öðru vísi en fjöldinn. En Guð gaf árangur af starfi hans, bæði úti í Vestmanna- eyjum og eins hér í Reykjavík, eftir að hann fluttist hingað. Það var stór hópur fólks, sem safnaðist að prédikunarstóli hans til þess að hlýða á boðskap hans og fá dýpri innsýn í þá opinberun, sem Guð hafði gefið í Kristi. Hann hélt einnig almenna bíblíulestra viku- lega marga vetur, þar sem gott var að fá leiðsögn hans við að lesa hin ýmsu rit heilagrar ritningar. Það er eitt megineinkenni síra Sigurjóns sem prédikara, hve mikla vinnu hann lagði í undir- búning prédikunar sinnar. Hann notaði hverja stund. Hann las nýjustu rit guðfræðinnar til þess að fylgjast með því, sem efst var á baugi úti í hinum stóra heimi. Þær voru ófáar prédikanir hans, er hann greindi frá því, sem frægir guðfræðingar hefðu til málanna að leggja um umræðuefni dagsins. Ég þori að fullyrða, að síra Sigurjón hafi verið í hópi allra lærðustu guðfræðinga á Islandi um sína daga. Og eftir að ég hóf nám í guðfræði, varð mér oft hugsað til þess, að hinn rétti staður hans væri sennilega á kennarastóli í guðfræðideild, þótt hann að mínu mati hafi einnig verið afburðar- prédikari, því að við kennslu guð- fræðinema hefði hin víðtæka þekking hans notið sín til fulls. Þess vegna taldi ég mig mikinn gæfumann að eignast hann að slíkum vini, að ég fékk oft „einkatíma" hjá honum í guðfræði, er við á mörgum samverustundum ræddum um einhver þau atriði, sem snertu kristinn boðskap. Hann var fús til þess að fræða og fullur af áhuga á að vinna Drottni sínum og frelsara, sem hafði kallað hann til starfa í víngarði sínum. Ég held, að hann hafi mótað mig meir en flestir aðrir. Síra Sigurjón var ekki allra. Mér kom hann svo fyrir sjónir, að hann væri fremur ómannblendinn, færi sinar eigin leiðir á ýmsan hátt og léti bezt að reyna sjálfur að kryfja vandamálin til mergjar. Honum var ekki tamt að gleypa hráar skoðanir annarra. Hann vildi velta hlutunum fyrir sér og komast að niðurstöðu út frá kenningu Guðs orðs. Þess vegna gátum við kirkju- gestir hans ætíð verið öruggir um, að í guðsþjónustunni hjá honum fengjum við ósvikna fæðu, en ekkert léttmeti. Hann flutti af prédikunarstólnum það eitt, sem hann sjálfur hafði íhugað náið og fundið lausn á. Hann boðaði aðeins þá trú, sem hann fyrir eigin reynslu vissi, að var sönn og óhætt var að byggja á. Þess vegna er hans minnst með þakklæti til Guðs í dag af fjölda þeirra, sem sóttu til hans andlega uppfræðslu og styrk og tóku þátt í heilagri tilbeiðslu í þeim kirkjum sem hann þjónaði. Við fundum að okkur var óhætt að treysta leið- sögn hans. Hann leiddi engan á villigötur. En eins og áður segir, stóð einatt gustur um síra Sigurjón. Hann átti ekki samleið með fjölda jafnaldra sinna í boðun trúar- innar. Hann var boðberi nýrrar endurvakningar fagnaðarerindis- ins og þurfti því oft að snúast gegn kenningum þeirra, sem bentu á villigötur í misskilningi gamallar og raunar úreltrar guðfræðistefnu, sem menn sátu fastir í. Hann sýndi trúmennsku í þjónustunni við Guð sinn og frelsara. Að leiðarlokum langar mig til þess að flytja hér þakkir til hans fyrir allt það góða, sem ég fékk að njóta í samvistum við hann. Síðar skildu leiðir, er vegir mínir lágu burt úr Reykjavík til starfa og samfundir strjáluðust, en alltaf var vináttan óbreytt, er fundum bar saman á ný. Og trú hans var söm við sig. Hann vissi, á hverjum hann byggði von sína. Og trú hans entist honum alla ævina. Nú er hann genginn til eilífra samfunda við Drottinn sinn og frelsara. Við blessum minningu hans og flytjum Guði þakkir fyrir líf hans og starf, vitnisburð hans og prédikun. Og frammi fyrir hásæti lambsins munu ófáir geta bent á hann og sagt: Þökk, að þú vísaðir okkur veginn til lífsins. Getur nokkur prestur öðlazt betri eftirmæli, betri yfirskrift yfir farinn veg að leiðarlokum? Jónas Gíslason Séra Sigurjón Þ. Árnason er fallinn frá. Ég er ekki ósnortinn við þá fregn. Svo römm var sú taug. Séra Sigurjón fæddist á Sauð- árkróki, þar sem foreldrar hans gegndu sama hlutverki og hann sjálfur og kona hans í Vestmanna- eyjum um tveggja áratuga skeið eða frá 1924—1944. Séra Sigurjón var næstelztur 12 systkina. Foreldrar hans voru séra Árni Björnsson, fyrst prestur á Sauðárkróki og síðar að Görðum á Álftanesi eða frá árinu 1913 til dauðadags. Séra Árni var þar prófastur Kjalarnesþings frá ár- inu 1916 til dánardægurs. Hann var fæddur 1. ágúst 1863. Hann lézt 26. marz 1932. — Foreldrar séra Árna voru Björn bóndi Sig- urðsson á Tjörn í Nesjum og kona hans frú Elín Jónsdóttir. Móðir séra Sigurjóns Þ. Árna- sonar var frú Líney Sigurjónsdótt- ir bónda Jóhannessonar á Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu og konu hans frú Snjólaugar Guðrún- ar Þorvaldsdóttur. Þannig var séra Sigurjón Þ. Árnason systursonur hins nafnkunna skálds okkar Is- lendinga, Jóhanns Sigurjónssonar. Námsferill séra Sigurjóns var þessi í stuttu máli. Hann lauk barnaskólaprófi á Sauðárkróki og gekk síðan einn vetur þar í unglingaskóla. Hann lauk gagnfræðaskólaprófi á Akur- eyri vorið 1914 eftir tveggja ára nám þar. Síðan lauk hann stú- dentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1917. Um haustið hóf hann nám í Guðfræðídeild Háskóla íslands og lauk þaðan kandidatsprófi 14. febr. 1921. Sama ár lauk hann kennaraprófi við Kennaraskóla Islands. Næsta vetur stundaði hann nám (fram- haldsnám) í trúarheimspeki við Hafnarskóla og kynnti sér jafn- framt safnaðarstarfsemi. Séra Sigurjón Þ. Árnason tók prestsvígslu 29. okt. 1922. Þá gerist hann aðstoðarprestur föður síns að Görðum á Álftanesi. í janúarmánuði 1924 var séra Sigurjón settur prestur í Vest- mannaeyjum eftir fráfall séra Oddgeirs Þórðarsonar Guðmund- sen, sóknarprests, sem þar hafði verið prestur frá 1889 eða 35 ár. Eiginkona séra Sigurjóns Þ. Árnasonar var frú Þórunn Eyj- ólfsdóttir Kolbeins prests að Stað- arbakka í Miðfirði. Þau giftust 4. jan. 1924. Er þau fluttust til Vestmanna- eyja nokkrum dögum eftir gifting- ardaginn, settust þau að á hinu forna prestssetri í Eyjum, Ofan- leiti. Þegar þessi ungu prestshjón fluttu til Eyja, höfðu Eyjamenn lifað uppgangstíma mikla síðustu 18 árin. Það voru fyrstu ár vél- bátaútvegsins þar. Þessi atvinnuvegur hafði þá fært útvegsmönnum þar, stórum og smáum, mikla björg í bú, eins og komist er að orði. Alda mikils gróða og velmegunar hafði risið þar. Gullið og silfrið, silfrið og gullið glóði dýrðlega á öldutoppn- um, svo að unun var að. En öllum öldum fylgir lægð, dalur, öldudal- ur. Svo var og hér. Hafði fólkið gleymt himninum yfir höfði sér í hrifningu velgengninnar og jörð- inni undir fótum sér? — Við skulum íhuga viðbrögð og framtak unga prestsins að Ofanleiti. Fyrsta árið sem hann starfaði þar, eða í nóvember 1924, stofnaði hann Kristilegt félag ungra manna í kaupstaðnum. Hálfu öðru ári síðar beitti hann sér einnig fyrir stofnun Kristilegs félags ungra kvenna í sókn sinni. Þátt- taka Eyjabúa í heild í þessum kristilegu samtökum varð brátt mikil. K.F.U.M. og K. í Vest mannaeyjum gat sér brátt góðan orðstír og hafði mikil áhrif á hóp manna og kvenna, sem störfuðu þar af lífi og sál árum saman. Áhrifa þessa félagsskapar með unga prestinum í fararbroddi gætti mjög í kaupstaðnum. Það leyndist okkur ekki, sem þá áttum eftir að annast fræðslu ungmenna þar um tugi ára. Þessi félög urðu brátt fjölmenn og störfuðu af áhuga og einlægni. Þau byggðu brátt eigið samkömuhús, þar sem þau héldu samkomur sínar sínu fólki og fjölmörgum öðrum til mannbætandi áhrifa. Sóknar- presturinn var þar allt í öllu og naut þar mikillar hylli og persónu- legrar velvildar. Þar kom einnig til hin mikla vinna, sem ungi prestur- inn lagði á sig, er hann bjó börnin undir ferminguna ár hvert, og svo ræðuhöld og biblíulestur, sem fyfgdu þessu starfi öllu. Séra Sigurjón Þ. Árnason var áhrifaríkur persónuleiki. Ekki sízt í ræðustól. Vinnuþrek hans var mikið og knúið fram af einstakri samvizkusemi og trúarlegum áhuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.