Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1979 37 Ungi presturinn að Ofanleiti hóf fermingarundirbúninginn upp úr áramótum ár hvert. Hann spurði börnin tvisvar í viku, þegar leið á veturinn. í þessu starfi hans gætti mikilla uppeldisáhrifa. Það fund- um við kennarar Gagnfræðaskól- ans berlega, þegar við tókum við unglingunum í fyrsta bekk Gagn- fræðaskólans að haustinu. Blessun fylgdi starfi þessa atorkumanns. Þá var það hlutverk prestsins fyrri áratuginn, sem hann starfaði í Eyjum, að taka manntal árlega og skrá hvern heimilisfastan mann í kaupstaðnum. Þetta var mikið starf, sem hann innti af hendi frá byrjun októbermánaðar og fram yfir áramót. Þessar heim- ilisvitjanir hans, hins hugðnæma og samúðarríka manns, höfðu margt gott í för með sér. Ekki hafði aldan mikla lyft öllum upp til auðs og velsældar. Margt var það heimilið, sem fór varhluta af gæðum lífsins, bæði í efnalegum og andlegum skilningi. Þessu kynntist sóknarpresturinn vel í húsvitjunarferðum sínum. Við kynntumst því, sem unnum með honum árum saman í félagsskap eða nefndum, hversu ríka samúð hann ól með sér gagnvart þeim, sem einhverra hluta vegna stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. Af greindum ástæðum var hann allra manna kunnugastur því þar um slóðir. Og hann beitti áhrifum sínum til þess að létta þær byrðar margar hverjar eftir megni t.d. með aðstoð eða hjálp aðra góðra manna. Á þessum fyrstu gróðaárum vélbátaútvegsins í Vestmannaeyj- um gekk vissulega margt úr skorð- um. Eitt af því var jafnvægið eða hlutfallið milli framleiðslu land- búnaðarvara annars vegar og að- streymandi fólksfjölda að upp- sprettunni miklu hins vegar. T.d. var mjólkurskortur tilfinnanlegur í bænum. Hann leyndi sér ekki á börnum og eldra fólki. Þetta vissu læknarnir í kaupstaðnum manna bezt og þetta skildi og vissi ungi presturinn að Ofanleiti. Einnig þessi mál í „öldudalnum" lét hann til sín taka. Nokkrum mánuðum eftir að hann settist að á Ofanleiti, þar sem hann var jafnframt bóndi, búandi á fjórum jörðum af vest- mannaeyskri stærð samkvæmt byggingarbréfum frá fornu fari eða fyrri miðöldum, beitti hann sér fyrir því með nokkrum öðrum búandi mönnum í kaupstaðnum og í bændastétt, að stofnað var bún- aðarfélag í Eyjum, Búnaðarfélag Vestmannaeyja. í þessu félagi sat ungi presturinn í stjórn fyrstu sjö árin, sem það var við lýði. Áhrif þessa félagsskapar til aukinnar ræktunar á Heimaey var alveg frábær. Þar átti séra Sigurjón Þ. Árnason, sóknarprestur ekki lítinn hluta að. Blær mjólkurskortsins á kinnum barnanna hvarf smám saman. Slenið í aldraða fólkinu fór einnig þverrandi. Hin árlega mjólkurframleiðsla Eyjafólks fór árlega vaxandi í ríkum mæli. Svo var það einnig um allan garðávöxt. Skortur einangrunarinnar á þessu sviði kom ekki að sök lengur. Því máttum við þakka Búnaðarfélagi Vestmannaeyja og þá þeim mætu mönnum, sem þar voru í farar- broddi. Þar átti sóknarpresturinn að Ofanleiti sinn ríka þátt. Eyja- menn tóku að muna eftir jörðinni undir fótum sér. Sú áminning er líka kristileg, já, vissulega. Og fleira hafði sogast niður í öldudalinn. Að fermingu lokinni voru ungl- ingarnir settir til vinnu á vertíð- um, því að sú vinna gaf arð og auður sá virtist allt hjá öllum þorra Eyjamanna þá. Þess vegna var unglingaskólinn í Eyjum svo sem ekki neitt á þessum árum. Og þessu „engu“ var ég undirritaður látinn taka við haustið 1927. Ég sótti skólastjóra barnaskól- ans í kaupstaðnum heim daginn eftir að við hjónin stigum á land í Eyju. Þá skyldi unglingaskólinn í bænum taka til starfa eftir þrjá daga. Og hver var svo aðsóknin? Aðeins níu unglingar æsktu þess að stunda þarna framhaldsnám. En 200—250 ungmenni í kaup- staðnum höfðu aldur til að nema þar. „Hvað er til ráða?“ spurði ég skólastjórann Pál Bjarnason frá Götu á Stokkseyri. „Við leggjum land undir fót“, sagði skólastjór- inn, „og örkum upp fyrir Hraun, hittum prestinn okkar að máli“. Og svo var gert. Ég hugleiddi hlutina. Reyndur skólamaður og skólastjóri kaus að leita ráða hjá hinum unga sóknarpresti að Of- anleiti í þessum vandræðum okk- ar. Það fannst mér athyglisvert. Hver var þessi maður? Þessi áhrifaríki, ungi prestur? Jú, nafn- ið á honum fékk ég að vita. Þeir höfðu þá unnið saman í stjórn Búnaðarfélags Vestmannaeyja s.l. þrjú ár, skólastjórinn og prestur- inn. Og eftir þau kynni treysti skólamaðurinn guðsþjóninum bezt til að leggja á ráðin, sem bezt kynnu að duga. Þannig hafði sá maður reynzt í átökunum miklu til aukinnar jarðræktar á Heimaey og heilsubóta í kaupstaðnum á undanförnum árum. — Og svo þekkti skólastjórinn uppeldisáhrif persónuleikans á börnin í fram- komu og málflutningi, því að báðir önnuðust uppeldisstarfið, þegar leið að fermingarathöfninni ár hvert. Séra Sigurjón sóknarprestur og skólastjórinn höfðu einnig unnið saman í skólanefnd kaupstaðarins, þar sem prestur átti jafnan sæti frá fyrstu dvöl sinni í bænum. Þar þótti hann ómissandi leiðsögumað- ur. Og þar hafði skólastjórinn kynnzt honum bezt. Og mér er dagur þessi og samfundurinn við unga prestinn að Ofanleiti enn í ljósu minni. Þarna lagði hann á ráð, sem leiddu til þess, að ég gat hafið skólastarf mitt með 22 nemendum. Það sá ég síðar, að önnur ráð í það sinn hefðu aldrei dugað mér betur. Þarna hófst þá hið nána sam- starf okkar í framhaldsskólamál- um kaupstaðarins hin næstu 17 árin eða þar til prestshjónin að Ofanleiti fluttu burt úr bænum. Séra Sigurjón kenndi hjá mér kristinfræði í Gagnfræðaskólan- um og sögu. Hann reyndist áhrifa- ríkur og traustur í því starfi og okkur þótti fengur að. Þá sat prestur í skólanefnd flest árin, sem hann var sóknarprestur í Eyjum, og þá einnig í skólanefnd gagnfræðaskólans, sem framanaf var ein og sama nefndin. Mér er skylt að geta þess, að í skólanefndinni vár hann æði oft skjöldurinn minn trausti, er ég átti þar undir högg að sækja í starfi mínu. Þá reyndi ég prestinn mest og bezt að drengskap og manndómi. Þegar barnaverndarnefnd Vest- mannaeyjakaupstaðar varð fyrst til, ég hygg 1942, þótti presturinn sjálfsagður formaður hennar. Þannig mátti vænta bezta starfs- ins af henni samkvæmt reynslu ráðandi manna af starfi prestsins til bóta því, sem miður fór eða hafði farið á undanförnum árum. Margir Eyjabúar, sóknarbörn prestsins, kynnntust heimili þeirra hjóna að Ofanleiti. Margir og miklu fleiri dáðu prestskonuna þar, frú Þórunni E. Kolbeins, eiginkonuna, móðurina og hús- móðurina. Hún reyndist í hvívetna mikilhæf og mæt kona í öllum störfum sínum og orð fór af ástúð þeirra hjóna og öllum heimilsbrag. Þá var prestsfrúin einnig hlutgeng til eflingar menningu í bænum við hlið eiginmanns síns. Hún starfaði t.d. um árabil í forustuliði þeirra kvenna í kaupstaðnum, sem beittu sér fyrir fegrun Landakirkju og umhverfis hennar, og svo annars, sem jafnan eflir með sóknarfólki virðingu fyrir kirkjustofnuninni og hlýju til stöðunnar og starfsins. Landakirkja í Eyjum var byggð á árunum 1774—1778 og er þannig þriðja elzta kirkja landsins. Prestshjónin á Ofanleiti fundu jafnan til þess, hversu lítið hafði verið gert til að hlynna að og fegra umhverfi kirkjunnar. Til þess að bæta hér um, gengust prestshjónin fyrir stofnun sérstaks félags, sem hlaut nafnið Kvenfélag Landa- kirkju. Margar mætar konur í Eyjum skipuðu þann félagsskap. Þar var prestsfrúin áhrifaríkur aðili í stjórn og starfi. Og fá menningarfélög í Vestmannaeyj- um sýndu og hafa sýnt meiri árangur af starfi sínu. Verkin sýna merkin. Umhverfi Landakirkju, mannvirki þar, eru bænum í heild til mikils sóma. Þökk sé prests- Eiginkona mfn. + SVAVA SIGURJÓNSDÓTTIR, Faxabraut 37B, Kaflavfk, lést á Borgarspítalanum laugardaginn þann 14. apríl Fyrlr hönd ættingja, Gostur Rósinkransson, Guöjón Gunnarsson, Guðlaug Guójónsdóttir. + Sonur okkar og bróðir, HILMIR, sem lézt af slysförum 6. apríl verður jarðsunginn frá Mosfellskirkju laugardaginn 21. apríl kl. 2.' Aðalbjðrg Guðmundsdóttir, Bjarni Sigurðsson, og systkini. njonunum og oiium peim mætu konum, sem þar tók til hendinni, söfnuðu fé og létu framkvæma varanleg mannvirki þar. + Systir mm, Hinn 1. jan. 1945 var séra ÁSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sigurjón Þ. Árnason skipaður frá Hollissendi, sóknarprestur Hallgrímspresta- kalls í Reykjavík. Þar gegndi hann lézt á Landspítalanum 14. apríl. mikilvægum trúnaðarstörfum eins Guömundur Guömundsson, og áður í Vestmannaeyjum. Hann hafði verið í varastjórn Kristni- Unnur Pétursdóttir. 1929—1945. Nú var hann kosinn í aðalstjórn þess og sat í henni frá 1945—1973. Einnig sat hann í stjórn Prestafélags Islands nokkur ár. Frú Þórunn Eyjólfsdóttir Kol- beins, eiginkona séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, var fædd 23. janúar 1903 að Staðarbakka i Miðfirði. Foreldrar hennar voru hjónin séra Eyjólfur Kolbeins Éyjólfsson prests að Árnesi og frú Þórey Bjarnadóttir bónda að Reykhólum. Frú Þórunn andaðist 4. apríl 1969. Presthjónin eignuðust sjö börn. Þau eru þessi: Eyjólfur Kolbeins, f. 23. ágúst 1924, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík. Kona hans er frú Unn- ur Friðþjófsdóttir. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Árni, f. 27. sept. 1925, fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavík. Kona hans er frú Þorbjörg Kristinsdóttir, mennta- skólakennari. Þau eiga fimm börn. Frú Líney, f. 7. maí 1928. Eigin- maður hennar er Matthías Matt- híasson, rafvirkjameistari. Þau eiga þrjár dætur og tvö barnabörn. Þórey Jóhanna, f. 21. maí 1930. Hún er kunnur barnalæknir í Reykjavík. Páll, f. 5. ágúst 1931, verkfræðingur. Kona hans er frú Sigríður Gísladóttir. Þau eiga fjögur börn. Frú Þórunn Ásthildur f. 22. júlí 1938, kennari. Eiginmað- ur hennar er Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. Þau eiga eina dóttur barna. Frú Snjólaug Anna, f. 23. marz 1942, kennari. Eigin- maður hennar er Tryggvi Viggós- son, lögfræðingur. Þau eiga tvö börn. Sonur frú Snjólaugar Önnu af fyrra hjónabandi er Sigurjón Þorvaldur Árnason. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist séra Sigurjón Þ. Árnason hjá Þóreyju dóttur sinni, sem annaðist hann af hlýju og umnyggju þar til yfir lauk. Við hinir öldruðu Vestmanna- eyingar megum sannarlega minn- ast séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, sóknarprests okkar, og þeirra hjóna beggja, af hlýhug, virðingar og þakklætis. — Við fráfall hans vottum við samúð og hluttekningu. Þorsteinn Þ. Víglundsson. + Elglnkona mín og móöir okkar, KRISTJANA SKAGFJÖRD, Farjuvogi 21, Raykjavík, lézt í Landspítalanum 18. þ.m. Magnús Grímaaon og börn. Í HALLDÓRA SIGRÍDUR ÁRNADÓTTIR, lézt á Elli- og hjúkrunarheimllinu Grund 3. apríl. Jaröarförin hefur fariö fram. Starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins þökkum viö tólf ára umönnun og vinsemd. Vandamenn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaöir GUDMUNDUR GUÐMUNDSSON, Vorsabaajarhjáloigu Gaulvorjarbaajarhrappi, lézt á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 17. apríl. Anný Guöjónadóttir, Katrín Guömundadóttir, Guöbjörg Guömundadóttir, Ingimar Ottóaon, Guórún Guömundadóttir, Hilmar Guójónsaon, Guömundur Guömundsson, Guörún Þ. Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, faölr og tengdafaöir GUDMUNDUR BENJAMÍN ÁRNASON, Hvoríiagötu 28, Roykjavík, lézt af slysförum 17. apríl. Ragnheiöur Bjamadóttir, Elísabot Guömundsdóttir, Katrín Þorstoinadóttir, Amdfs Eva Bjarnadóttir, Jón Holgi Þorstoinsaon, Eyjólfur Vilborgsson, Gunnar Þorstoinsaon. + Móóir okkar tengdamóöir amma og langamma SVEINFRÍDUR ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR trá Grundarfirói lézt 10. apríl í Hátúni 10 B. Kveöjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 3. Jaröarförin fer fram frá Grundarfjaröarkirk|u laugardaginn 21. apríl kl. 2. Pálína Gunnarsdóttir Alda S. Phillips Ólafur Pálmason Eygló Pálmadóttir Jóhanna Pálmadóttir Marta Siguröardóttir Þorbjörn Bonidiktsson Guömundur Jóhannosson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða4 — Sími 81 í 70 + Maöurinn minn, ÞORKELL GÍSLASON, Hofsvallagötu 15, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 20. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd barna okkar, Freyja Pétursdóttir. Lmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.