Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 Sigurveig Einarsdótt ir — Minningarorð Fædd 17. júní 1903. Dáin 11. apríl 1979. Sigurveig fæddist í Garði í Kelduhverfi. Þar ólst hún upp. Tvítug stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Að því búnu hélt hún til Reykjavíkur til frekara náms í hannyrðum og saumaskap og vann jafnframt fyrir sér með því að vera í vist. Þann 23. maí árið 1926 giftist hún Boga Stefánssyni frá Olafsgerði í Kelduhverfi og settu þau saman bú í Garði það vor og bjuggu þar til vors 1945. Haustið 1942 gerðist Sigurveig ráðskona heimavistarskólans í Lundi í Axarfirði eftir að mæði- veikin hafði lagt bústofn þeirra hjónanna í rúst. Það varð upphafið að því að þau yfirgáfu Garð að fullu vorið 1945 en þá tók Sigur- veig að sér að stýra nýstofnuðu hóteli á Kópaskeri en því starfi gegndi hún uns þau hjónin fluttu til Reykjavíkur haustið 1949 en þar gerðist Bogi leiktjaldasmiður við Þjóðieikhúsið og við það starfaði hann uns hann hafði náð áttugasta aldursári. Jafnframt því starfi sínu vann Bogi jafnan nokkuð að söðlasmíði, en í þeirri starfsgrein hefur hann meistara- réttindi, og ennþá lætur hann sér ógjarnan verk úr hendi falla, orðinn meira en hálfníræður. Foreldrar Sigurveigar voru hjónin Björg Grímsdóttir, síðast bónda í Garði í Kelduhverfi, Þórarinssonar og Einars Péturs- son vinnumaður á Gautlöndum í Mývatnssveit. Einar var vinnu- maður á Gautlöndum þegar þau Björg giftust og fluttist hún þangað. En þar beið hjónaband þeirra skipbrot og skildu þaii að skiptum áður en Sigurveig fædd- ist. Björg Grímsdóttir giftist aftur allmörgum árum síðar Jóni Stefánssyni og bjuggu þau í Garði fyrstu árin. Þau eignuðust einn son, Árna Þór deildarstjóra í Pósthúsinu í Reykjavík. Hann er giftur Jóhönnu Kolbeins. Jafn- framt tóku þáu nýfædda stúlku í fóstur og ólu hana upp, Þorbjörgu Pálsdóttur húsfreyju í Þorláks- höfn, en hún er gift Guðmundi Sigfússyni. Systkini Bjargar Grímsdóttur voru Þórarinn Víkingur, Sigrún og séra Sveinn Víkingur. Þessi systkini voru óvenjulega samhent. Það átti fyrir þeim öllum að liggja að yfirgefa Kelduhverfið. Séra Sveinn Víkingur og systurnar báðar ásamt fjölskyldum settust að á Seyðisfirði, en Þórarinn Víkingur lagði lykkju á leið sína. En eftir nokkurra ára dvöl vestur á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna fluttist hann einnig austur á land í ná- grenni við systkini sín. Síðar tóku systkinin sig enn á ný upp og fluttu öll um svipað leyti til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau löng- um í miklu nábýli, meðal annars áttu þau Björg og séra Sveinn heima í sama húsinu síðustu árin sem hún lifði. Ég þekki ekki til ættar Einars Péturssonar. Leiðir þeirra Sigur- veigar lágu lítt saman. Hins vegar átti Einar hálfsystur, Sigríði Tómasdóttur, sem lengi bjó á Bjargarstíg 17 í Reykjavík. Það tókst mikill vinskapur með Sigur- veigu og Sigríði og börnum hennar strax þegar Sigurveig dvaldist í Reykjavík um tvítugt. Sá þráður var tekinn upp aftur aldarfjórð- ungi síðar þegar Sigurveig settist að á Bjargarstígnum, en þar áttu þau Sigurveig og Bogi heima fyrstu ár sín í Reykjavík. Þau Sigurveig og Bogi eignuðust tvö börn, Stefán lækni og Björgu. Stefán er giftur Guðrúnu Sigur- geirsdóttur en Björg er gift þeim sem þetta ritar. Hér hefur verið skýrt frá ytri umgerð lífs Sigurveigar Einars- dóttur í stærstu dráttum. Vera má að þetta sé fátækleg umgjörð, en innan þessa ramma lifði hún lífi sínu og það var auðugt líf. Ég er ekki fær um að lýsa því lífi, hversdagslegur maður nær aðeins að njóta slíkra samhljóma. Aðeins listamaður getur lýst þeim. Og til eru þeir hljómar sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Á meðan Sigur- veíg átti heima norður í Keldu- hverfi tók hún af alhug þátt í öllu því menningarlífi sem kostur var á. Það var fyrst og fremst á sviði leiklistar og sönglistar. En þó að hún hafi ekki átt stærri þátt en þetta í þeim greinum sem viður- kenndar eru sem list, hefur mér jafnan fundist að hún væri lista- maður. Hversdagurinn varð henni að list og hann var hafinn upp í æðra veldi. Venjulegt vinamót varð að atburði sem aldrei hafði skeð áður og aldrei yrði endur- tekinn. Hans varð því að njóta til botns. Lífið var dýrmætt. Ekkert augnablik þess mátti fara forgörðum. Sem barn vakti Sigurveig at- hygli fyrir óvenju auðugt ímyndunarafl. Hún fór oft út fyrir þau takmörk sem aðrir skynjuðu yfir í þá heima sem hún átti ein. Sigurveig hafði ekki þá aðstöðu í lífinu að hún gæti þroskað þá hæfileika sem þarna lágu að baki. Þó fóru þeir ekki forgörðum. Enginn kunni betur að segja börnum ævintýri og að gera barnið sjálft að þátttakanda í ævintýrinu. Og skipti þá engu hvort ævintýrið hafði verið sagt áður eða það varð til jafnóðum. Sigurveig var frábær hlustandi. Það er mikil list og fáum gefin að vera góður hlustandi. Hlustandinn getur lyft frásögn í hæstu hæðir ef hann kann þá íþrótt að styðja sögumanninn á réttum augna- blikum. Það var stundum vandséð, þegar góðir gestir komu að norðan, hvor meiri þátt átti í góðri frásögn, sá sem sögu sagði eða Sigurveig sem hlustaði. í slíkum stundum beinlínis ljómaði hún og það gneistaði af henni. En hún var líka góður hlustandi á annan hátt. Ófáir voru þeir sem leituðu til hennar með áhyggjur sínar og raunir. Hvergi var dýpri samúð að fá né ríkari skilning. En þeir sem leituðu til Sigurveigar með vanda- mál sín komust ekki upp með að segja hálfan sannleikann, eða að draga eitthvað undan. Þaðan slapp enginn nema að segja allan sann- leikann og ekkert nema sannleik- ann. Sigurveig hugsaði sig ekki um að fara landshorna á milli til þess að aðstoða vandamann sem átti í erfiðleikum. Ótaldar eru þær nætur sem hún vakti yfir sjúkum. Þegar þannig stóð á kom það aldrei til álita að hún hlífði sjálfri sér. Umhyggja hennar var tak- markalaus eins og flest annað í fari hennar. Náungakærleikurinn var henni í blóð borinn. Miskunn- sami Samverjinn var hluti af henni sjálfri. Síðasta hálfan annan áratuginn var heilsu hennar farið að hraka. Þegar hún þurfti um- hyggju við var hún einnig stór í kröfu sinni um umhyggju. Hver getur láð henni það? Sá sem leggur allt í sölurnar þegar aðrir þurfa nokkurs við hljóta einnig að eiga rétt á nokkru endurgjaldi þegar þeir þurfa þess við. En þegar allir reikningar eru lagðir saman að leiðarlokum fer Sigurveig Einars- dóttir út með stóra inneign á þessu sviði. Sigurveig var höfðingi í lund. Lengi vel féll henni þröngur efna- hagur þungt. Ekki fyrst og fremst vegna þess að hún hefði áhuga á að safna eignum, þó hafði hún síst á móti því. En þröngur efnahagur setti rausn hennar skorður og rausn hennar þoldi engar skorður. Ef hún gat ekki gert eitthvað af fullri reisn gat hún alls ekki gert það. Það var ein af mörgum og miklum þverstæðum í lífi hennar. Þess vegna var hún bæði frábær- lega myndarleg til verka og dæma- laus klaufi. Fáar manneskjur hef ég vitað eiga fleiri vini en Sigurveigu. Hún var ákaflega fljót að eignast vini. Það er algengast að þeir sem eru fljótir að eignast vini eru einnig fljótir að glata þeim. En þannig var Sigurveig ekki. Ég minnist þess ekki að nokkrun tíma fyrntist yfir vináttu hjá henni eða að upp úr vináttu slitnaði. Það var vegna þess að hún lagði aldrei meiri vináttu við neinn en hann var maður til að taka á móti. í húsi Sigurveigar voru margar vistar- verur. Forsalurinn stóð öllum opinn. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og þar var glatt á hjalla. Að innri vistarverum hennar áttu færri aðgang og að innstu hjarta- rótum hennar var fáum hent að komast. En þeir sem þangað komust áttu þaðan ekki aftur- kvæmt. Þaðan í frá voru þeir að fullu þátttakendur í lífi hennar, vandamálum hennar, gleði hennar og sorgum. Og gagnkvæmt. Þar var enginn millivegur. Þau fátæklegu orð sem hér hafa verið sögð eru tilraun til að bera fram þakkir til Sigurveigar fyrir þau þrjátíu ár sem við höfum orðið samtíða. í dag er Sumardagurinn fyrsti, hátíð gróandans. Það fer vel á því. Líf hennar var hátíð og það greri allt í kringum hana. Á morgun verður hún til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Árni Benediktsson. Amma er dáin eftir stutta sjúk- dómslegu. Við systurnar eigum henrii svo mikið að þakka og langar þess vegna til að kveðja hana með fáeinum orðum. Amma var sérstæð kona, sem erfitt er að lýsa. Hún var syngj- andi kát og fjörug og geislaði af lífsgleði, nema rétt síðustu árin sem hún lifði. Hún var afar hjálp- fús og fólk leitaði jafnan til hennar í hvers konar vanda. Amma hafði einstakt aðdráttarafl og var það einn sterkasti dráttur- inn í persónuleika hennar. Það var alltaf fullt hús af gestum hjá afa og ömmu hvernig sem þau bjuggu. Allir sem eitt sinn kynntust ömmu muna eftir henni og alltaf erum við að hitta fólk sem spyr um hana. Bestu minningar okkar um ömmu eru bundnar bernskuárun- um. Þá bjuggum við úti á landi, en hápunktur hverrar Reykjavíkur- ferðar var að fá að gista hjá afa og ömmu. Þeim þótti svo óendanlega vænt um okkur og amma var ein af þeim manneskjum sem ekki fara dult með slíkt. Hún var á þönum í kringum okkur og það var ekkert sem hún ekki vildi gera fyrir „litlu ljósin sín“. En bestar voru þó stundirnar þegar hún settist niður og sagði okkur ævintýri. Engan höfum við heyrt segja betur sögu en hana ömmu. t Stjúpsonur minn og bróöir okkar GUÐMUNDUR BJARNASON natageröamaöur Óöinagötu 20A, sem andaöist 8. apríl veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 10.30. Anna Þórarinadóttir, Baldur Bjarnaaon, Unnur Bjarnadóttir, Erla Bjarnadóttir, Auöur Bjarnadóttir. t Maðurinn minn og faöir okkar, EINAR BALDVINSSON, Vallargaröi 20, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. apríl kl. 13 30. Þorbjörg Valdimaradóttir, og aynir. t Eiginmaöur minn. HALLDÓR FJALLDAL, Túngötu 12, Kaflavfk, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 20. apríl kl. 14. Sigríöur Skúladóttir. Utför t SIGURVEIGAR EINARSDÓTTUR, Baróavogi 44, Raykjavík, fer’ fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. apríl kl. 3 síödegis. Bogi Stafánaaon, Stafán Bogaaon, Guörún Sigurgairadóttir, Björg Bogadóttir, Árni Banadiktaaon, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför ANDRÉSAR INGÓLFSSONAR, hljóöfnralaikara. Sérstakar þakkir færum viö stjórn F.Í.H. og Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Auöur Andráadóttir Vílborg Andréadóttir Ingi Örn Andráaaon Vilborg Guðmundadóttir t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi SÉRA SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Flókagötu 65 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. aþríl kl. 13.30 Þóray Sigurjónsdóttir Eyjólfur K. Sigurjónsson Unnur Frióþjófsdóttir Árni Sigurjónsson Þorbjörg Kristinsdóttir Líney Sigurjónsdóttir Matthías Matthíasson Páll Sígurjónsson Sigríöur Gísladóttir Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir Bjarki Elíasson Snjóiaug Anna Sígurjónsdóttir Tryggvi Viggósson Barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega samúö og vinarhug viö andlát og útför, GUDMUNDAR GRÍMSSONAR, húsgagnaamíöameistara. Stefanía Runólfsdóttir, Úlfar Guömundsson, Freyja Jóhannadóttir, Guörún Guömundsdóttir, Örn Sigurðsson og bamabörn. t Þakka auösýnda samúö við andlát og jaröarför móöur minnar, JÓSEFÍNU EYJÓLFSDÓTTUR, Þrastargðtu 9. StainÞóra Bloch. t Hjartanlega þökkum viö öllum nær og fjær er vottuöu okkur samúö og vlnáttu viö andlát og útför elskulegs eiginmanns fööur og tengdafööur afa og langafa BJARNA J. FANNBERG Hagamal 43 Kristjana G. Fannbarg, Eybór Fannbarg og Þóra, Unnur og Salóme Fannberg, Þóra og Ólafur Fannbarg Áskell Fannberg og Þóra, Kriatjana Fannberg og Gestur, EyÞór E. Fannbarg, Guólaug Eypóradóttir og ívar, og barnabarnabörn. Dótturdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.