Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 39 MIKIÐ vetrarríki hefur verið á Raufarhöfn f vetur. Haffsinn hefur verið þar landfastur í fyrsta skipti f 10 ár og lokað höfninni þar f nokkrar vikur. Á landi hefur snjór verið meiri, en undanfarna vetur og á þessum glæsiiegu einbýlishúsum, sem sjást á myndinni nær snjórinn upp á miðjar hiiðar. Atvinna hefur þó verið nokkuð stöðug í frystihúsinu f vetur og stúlkurnar yfirleitt fengið dagvinnuna. Togari Raufarhafnarbúa, Rauðinúpur hefur undanfarið þurft að landa á Húsavík og aflanum síðan verið keyrt til Raufarhafnar, en einnig að hluta til Þórshafnar. Síðustu daga hefur ísinn talsvert minnkað við Raufarhöfn og tveir bátar komust þaðan út fyrir nokkru og gera þeir út frá Húsavík þessa dagana. (Ljósmyndir Helgi Ólafsson). Vetrarríki á Raufarhöfn Bjarni Bjarnason lögmaður — Minning Bjarni Bjarnason lögmaður hef- ur kvatt þennan veraldlega heim, og ekki kom það mér svo á óvart, því að síðustu árin hefur hann ekki gengið heill til skógar, en þegar maður missir sjónar og návistar góðs vinar og merks manns, vill svo fara að upp rifjist hvað það er sem gerir hann svo hugstæðan. Hjá mér er minningin um Bjarna einna helst sú, hversu þægilegur hann var og hvað gott var við hann að ræða. Þá skipti ekki máli um hvað var rætt, alltaf virtist hann geta miðlað fróðleik til hvers og eins, enda ekki óeðli- legt, því að hann var víðlesinn og fróður maður með afbrigðum, og í starfi sínu sem lögmaður og dóm- ari komst hann í kynni við flesta þætti mannlegra samskipta. Alltaf hafði ég það á tilfinn- ingunni að Bjarni væri frekar fræðimaður og byggi ég það á því hversu vel honum gekk í þessum heimi að túlka sín viðhorf jafnt fyrir lærðum sem leiknum. Bjarni var stór maður bæði andlega og líkamlega, enda vakti hann athygli hvar sem hann kom. Aldrei varð ég var við fordóma hjá honum á því sem nýtt er og kannski ekki að gkapi þeirra sem eldri eru, því maður með hans gáfur sá að ytra útlit gat falið og felur oft gull. Þennan eiginleika í fari Bjarna á margur yngri maður sem honum kynntist margt og mikið að þakka. Því að af fundi hans fóru menn alltaf vísari en þeir komu. Þegar maður sá Bjarna ganga Austurvöll fram hjá styttu Jóns Sigurðssonar og hið virðulega Alþingi þá fór ekki hjá því að manni fytti í hug að þessir tveir hefðu sómt sér vel saman á leið til þingfundar, yfir báðum sindraði sú höfðinglega reisn sem allir vilja að ríki í húsinu við Austurvöll. Ég votta fjölskyldu Bjarna mínj^ dýpstu samúð. Við sem eftir lifum munum raungóðan dreng. ólafur S. Alexandersson. Sumardagurinn fyrsti hefur iengi verið haldinn hátíðiegur hér á landi, eins og kunnugt er. bað er í rauninni ekki undar- legt, þegar lega landsins er höfð í huga, og búskaparhættir allir áður fyrr. Sumarkoman hefur sannarlega verið kær- komin bæði mönnum og dýrum, eftir langan vetur á norðlægum slóðum. í bókinni íslenzkir Þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir svo: „Sumardagurinn fyrsti var lengi mesta hátíð á landi hér, næst jólunum. Þá var fyrrum haldið heilagt og messað, en það var aftekið með tilskipun 29. maí 1744. Þá var vant að lesa, undir eins og komið var á fætur, en síðan var skammtað ríflega af Sumardagurínn fyrsti öllu því bezta, er búið átti til, hangikjöt, magálar, sperðlar, pottbrauð, flot, smér og önnur gæði. Og eftir að kaffi fór að flytjast varð algengt að gefa kaffi og lummur á sumardaginn fyrsta. Það mátti ekki til sleppa með það, að geta fagnað sumrinu sem bezt auðið var. Þá var og annað, sem ekki ein- kenndi þann dag síður, það voru sumargjafirnar." Ekki veit ég, hvort þessi forni siður, að gefa sínum nánustu sumargjafir, er smám saman að hverfa. En hann var við líði í uppvexti okkar, sem erum for- eldrar unglinga dagsins í dag. Að morgni sumardagsins fyrsta fundu börnin smágjöf við rúm sitt þegar þau vöknuðu, og var jafnan tilhlökkunarefni. Á flest- um heimilum held ég, að gjaf- irnar hafi verið eitthvað sem hægt var að nota yfir sumarið. Við stöllurnar fengum t.d. bolta, sippuband, hvíta sokka, sem þá voru kallaðir hálf-sokkar, strigaskó eða sandala. Strák- arnir hafa sjálfsagt fengið eitt- hvað sambærilegt. Sumardagurinn fyrsti er enn frídagur hjá okkur, enn þykir tiléfni að gleðjast við sumar- komu. Foreldrar fara með lítil börn sín í skrúðgöngu, og gera sér dagamun á annan hátt. Og sum okkar, sem vöndumst sumargjöfum í æsku höfum haldið í þennan sið, hvað sem framhaldið verður svo hjá okkar börnum, á sínum tíma. Það væri sannarlega eftirsjá að, ef þessi forni siður legðist af með öllu. Hún þarf ekki að vera stór gjöfin, sem gefin er, það er hugurinn á bak við, sem máli skiptir. Enn er ástæða til að fagna komu sumars hér á landi og verður áreiðanlega um ókomna framtíð. Að búa til hús- mun- ina Það færist í vöxt. víða er- lendis. að framleiddar eru ein- ingar til samsetningar á alls- konar húsmunum. Kaupandinn setur síðan sjálfur saman og sparar sér því að borga fyrir þá vinnu og annan frágang. Það er ótrúlegt hvað margt fólk er hugvitsamt við að bjarga sér með slíka hluti hér, þó ekki sé lagt upp í hendurnar á kaup- endum, tilbúnir hlutir til sam- setningar, eins og meðal stór- þjóða. Menn smíða sér bókahill- ur, borð, rúm og jafnvel sófa- sett, þó leikmenn séu. Á myndunum, sem hér fylgja með, sézt einmitt einn af þess- um hlutum, kassar sem seldir eru tilbúnir til samsetningar. Plöturnar eru seldar fjórar i pakka og hægt að fá þá fimmtn með, ef vill. Kassana má síðan setja saman á óteljandi vegu og tengja, mála og ganga frá að vild og nota undir allt mögulegt. Það gefur auga leið að það er mikið hagræði að því að geta fengið slíka hlut.i tillnina og jafnframt, að það er ha'gt að kaupa einn og einn kassa í einu, þegar efni leyfa. Hugmyndinni er hér með komið á framfa'ri, ef einhver framleiðandi hefði hug á að fara út í slika hluti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.