Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1979 41 fcflk í fréttum + ÞAÐ virðist ekki orðum auk- ið, að stöðugt rigni yfir ame- rísku leikkonuna Jane Fonda, hverri stórviðurkenningunni á fætur annarri fyrir frábæran leik hennar í hinum ýmsu kvik- myndum. — Einn síðasti sig- urinn var er Bretar afhentu henni „brezku Oscars-verðlaun- in“ fyrir nokkru. — En myndin er tekin af leikkonunni vestur í Utahfylki með verðlaunagrip- inn. — Þar er Fonda um þessar mundir að leika í kvikmynd- inni „The Electric Horseman.“ — Hún gat ekki verið við afhendingu verðlaunanna, sem fram fór í London. Það var fyrir leik hennar í kvikmynd- inni „Júlíu“ sögu rithöfundar- ins Lillian Hellman um líf hennar í Þýzkalandi nazista, sem Bretar veittu Jane þessa miklu viðurkenningu. Myndin var að auki kjörin bezta kvik- mynd ársins í Bretlandi. Fleiri verðlaun hlaut hún. Bretar kusu bezta leikara ársins ame- ríska leikarann Richard Drey- fuss fyrir hlutverk hans í gam- anleiknum „The Goodbye Girl“. Þá má geta þess að brezki leikarinn John Hunt var kos- inn bezti leikarinn í aukahlut- verkum fyrir leik sinn í mynd- inni „Midnight Express“. + ÞESSI 15 ára gamla ameríska stúlka, Mary Vincent frá Nevadafylki varð öryrki eftir líkamsárás og nauðgun, sem hún varð fyrir. — Tilræðismaðurinn, sem lögregluyfirvöld telja sig hafa fundið og nú situr inni, hjó báðar hendur af stúlkunni. — Nútíma tækni hefur leyst vandamál hennar að hluta. Með gerfihöndum getur 1 hún t.d. matast hjálparlaust. + SEM kunnugt er hefur ítalska kvikmyndaleikkon- an og heimsfegurðin mikla, Sophia Loren, látið skrifa ævisögu sína. Kom bókin út fyrir nokkru. Hér heldur leikkonan á eintaki af bókinni, sem hún hefur kynnt í helztu borgum beggja vegna Atlantshafs- ins. Réttur dagsins: Roast beef „Bearnaise“ með belgbaunum, maís og ofnbökuðum kartöflum. Sérstakur barnamatseðill Verð kr. 380.- Veitingahús Við ÓðinstOrg Sími 25090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.