Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.04.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1979 47 • Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjáliari leggur á ráðin með unglingalandsliðsmönnum á æfingu íyrir skömmu. Ljósm: GB. Ul-landsliðið heldur á NM UNGLINGALANDSLIÐ íslands heldur í dag til Danmerkur til þátttöku í Norðurlandamótinu í handbolta. Áður hefur verið sagt frá því hvernig hópurinn er skipaður. Fyrsti leikur íslenzku piltanna er á morgun gegn sjálfum Dönum í Fladsáhallen. Næsti leikurinn í keppninni er strax á eftir leik íslands og Danmerkur og er það viðureign Svía og Finna. í keppni þessari leíka allir við alla. Laugardagurinn er stór dagur og erfiður, en þá leika íslenzku piltarnir tvo leiki. Hefst sá fyrri klukkan 14.50 gegn Svíum, en síðari rimman hefst síðan klukkan 20.50 og verður þá leikið við Finna. Á sunnudaginn leika íslendingar síðan við Norðmenn og hefst sú viðureign klukkan 15.30. Tarantini og Deyna á förum? • Alberto Tarantini NÚ velta menn því fyrir scr á Bretlandseyjum, hver erlendu leikmannanna sem leikur með ensku liðunum verði fyrstur til að fara fram á sölu frá félagi sínu, en sem kunnugt er, er veturinn nú fyrsti veturinn sem erlendir leikmenn hafa fengið að leika með enskum liðimi. Talið er að það verði annað hvort Kazimierze Deyna, pólski landsliðsmaðurinn hjá Manchester City eða öllu frekar Alberto Tarantini argentínski heims- meistarinn í liði Birmingham. Hann hefur látið hafa það eftir sér, að hann sé verulega óánægður með dvölina í Englandi, hvorki knattspyrnan né fólkið sé eins og hann hafði ímyndað sér og ekki bætti úr skák að nú væri ólíklegt annað en að Birmingham myndi falla niður í aðra deild í vor. Tarantinin æfði um tíma með Barcelona, áður en Birmingham gerði honum tilboðið og var því laumað að honum þar, að hann kynni að vera tilvalinn arftaki Johan Neeskens hjá liðinu. Tarantini gerir sér enn miklar vonir að forráðamenn Barcelona hafi ekki gleymt sér, „ég yrði stórstjarna hjá Barcelona," segir Alberto Tarantini. Kazimierz Deyna gæti þó orðið fyrri til að heimta sölu. Hann hefur aðeins leikið fáeina leiki með aðalliði Manchester City í vetur og sýnt lítið af fornri frægð við þau tækifæri. Þá hefur heimþrá hrjáð hann og hefur hann gefið ótvírætt í skyn að hann sé búinn að fá sig fullsaddan af Englandi og enskri knattspyrnu. L»-'v,'"">'»>* Florida Draumafeió | fyrirUrvalsveiö Þann 26. maíverður fyrsta hópferð til St. Petersburg Beach, Florida. Dvalið er til 13. júní á Hotel Hilton Inn, glæsilegu hóteli byggðu í Austurlandastíl. öll herbergin eru með baði, loftkælingu, litasjónvarpi og svölum. Og það er svo sannar- lega nóg að gera þarna, þú getur auk þess að sleikja sólskinið: — farið á sjóstangaveiðar — spilað golf — jafnvel minigolf — leikið tennis — siglt seglskútu o. m.fl. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐAUSTURVÖLL SÍMI26900 Verðið er 304.000.—. Innifalið íverði eru flugferðir, gisting ítveggja manna herbergjum, fararstjórn, og flutningur til og frá flugvelli. Brottfararskattur er ekki innifalinn. Aukaverð fyrir herbergi með eldhús- krók er 15.000.— á mann. Aukaverð fyrir eins manns herbergi er 51.000.— Sparið og pantið ferðina fyrir 25. apríl, eftir það hækkar verðið. mn— Igina Meðal efnis: Viðtal við Magnús Magnússon, sjónvarpsmann í London — Friðrik Sophusson alpingismaður gerist blaða- maður eina dagstund — Grein um byssueign íslendinga, sem er meiri en margan grunar — Sagt frá ensku knattspyrnunni og áhugamönnum um hana hérlendis — Yfirheyrsla með Sigurjóni Péturssyni, forseta borgar- stjórnar — Grein um Muddy Waters og endurreisn blúsins — Hákarl tekur flugmennina á beinið — Að ógleymdum Borgarpósti, Listapósti og Leiðarvísi helgarinnar, erlendri og innlendri Yfir- sýn og Hringborði, sem Páll Heiðar skrifar að pessu sinni. Helgarpósturinn ómissandi um hverja helgi Athugið: Vegna fárra vinnudaga í vikunni kemur næsta blað út á laugardegi enekki fostudegi ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA? ^> M" Al'GLYSIR IM ALLT LA\D ÞEGAR ÞL ALGLYSIR I MORGLNBLAÐIN'U