Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK 89. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Prcntsmiója Morgunblaösins. Kampala, 20. aprfl. AP, Reuter. FLÓTTAMENN frá borginni Jinja f austurhluta Uganda sögðu f dag, að margt benti til þess að Idi Amín, sem til skamms tíma var forseti landsins, væri enn í borginni ásamt nokkur hundruð Yusofu Lule, hinn nýi forseti Uganda. manna herliði og hygðist herjast þar til síðasta manns. Búizt er við, að hermenn nýju stjórnarinn- ar f Kampala og Tanzanfumenn nái til Jinja um helgina og má þá búast við meiri háttar bardögum. Talið er að liðsmenn Amíns hafi enn á sínu valdi stærsta raforku- ver landsins, sem einnig framleiðir raforku fyrir Kenyamenn og hafa hinir nýju ráðamenn í Kampaia nú áhyggjur af því að skemmdarverk kunni að verða unnin í orkuverinu. Flóttamenn af þeim svæðum, þar sem hér Amíns hefur hörfað að undanförnu, segja miklar hryllingssögur af framferði hermanna hans, sem skjóti miskunnarlaust á óbreytta borg- ara og myrði alla sem þeir telja vera einhverja fyrirstöðu á flóttanum. Stjórn Kenya hefur flutt stóran hóp flóttamanna frá Uganda aftur til landamæranna og er talið að einhverjir þeirra verði framseldir hinum nýju stjórnvöldum, þegar um hægist í landinu. Fylgst meö hátíðarhöldum sumardagsins íyrsta í Reykjavík. Sjá nánar um hátíðarhöldin í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi á bls. 16 og 17. Ástandið í S-Líbanon komið á hættustig — segir Kurt Waldheim Tel Aviv, New York, 20. apríl. AP, Reuter. ASTANDIÐ í Suður-Lfbanon er nú mjög alvarlegt og getur stefnt friðnum í Miðausturlöndum í hættu að því cr Kurt Wajdheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði f dag f skýrslu til Öryggisráðsins. Waldheim sagði að gæzlulið S.b. hefði verið hindrað í að gegna skyldustörfum sfnum. cn hluti liðsins hefur verið lokaður inni á svæði því, sem kristnir hægri menn hafa lýst sjálfstætt. herra Israels varði í dag stuðnini Israelsmanna við sveitir hinn: kristnu hægri manna í Líbanon 0| sagði að þær og ísraelsmenn hefðt sameiginlegra hagsmuna að gæt; gagnvart PLO. Yfirmaður hersveita kristinna manna í S-Líbanon sem lýst hafa yfir sjálfstæði yfirráðasvæðis síns, Saad Haddad, ákvað í dag að aflétta ,Gleymdist” í 18 daga í f angelsi Bregenz, Austurríki, 20. aprfl. Reuter, AP. ÁTJAN ára gamall austur- rískur piltur liggur nú á gjör- gæzludeild spftaians f Brcgenz eftir að hafa „gleymzt“ í 18 daga f litlum gluggalausum fangaklefa f kjallara fangels- ins í bænum og verið án matar og vatns allan þann tíma. Þykir ganga kraftaverki næst að pilturinn skuli enn í lifenda tölu og læknir sá sem nú annast hann sagði f dag, að þetta væri í fyrsta sinn sem vitað væri til að nokkur maður hefði lifað f 18 daga án vatns. Sagðist læknirinn halda að ástæðan fyrir því að pilturinn. Andreas Mihavecs, hefði lifað af væri sú, að kalt og rakt var í klcfanum. Mihavecs mun hafa verið tekinn til yfirheyrslu af lögreglu ásamt vini sínurp eftir að þeir höfðu lent í árekstri, sem lög- reglan grunaði hann um að bera ábyrgð á. Mihavecs var stungið í lítið notaðan fangaklefa á meðan félagi hans var yfir- heyrður, en í yfirheyrslunni kom fram að hvorugur þeirra bar ábyrgð á árekstrinum og var félaganum sleppt þegar að henni lokinni. Mihavecs gleymdist hins vegar og mundi enginn eftir honum fyrr en starfsmenn í fangelsinu röktu mikinn óþef til klefans þar sem hann var géymdur 18 dögum síðar. Var Mihavecs þegar komið á sjúkrahús, en hann hafði þá létzt um 24 kíló, en var áður 78 kíló að þyngd. Mál þetta hefur vakið mikla furðu og óhug í Austurríki, en þar er óheimilt að hafa grunaða menn lengur í haldi en 48 tíma án dómsúrskurðar. Innanrikis- ráðherra landsins hefur vikið úr starfi lögreglumönnunum þremur, sem handtóku Mihavecs og stungu honum í svartholið, og verða þeir látnir sæta fullri ábyrgð. ferðabanni S.Þ. sveitanna frá og með morgundeginum að loknum fundi með yfirmönnum sveitanna. Haddad sagði í dag 5 viðtali við sjónvarpið í Israel, að her hans væri hinn eini lögmæti í Líbanon og að stjórnin í Beirut og herstyrkur hennar væri alveg á bandi Sýrlend- inga og skæruliðahreyfingarinnar PLO. Haddad vísaði á bug yfirlýsingum stjórnarinnar í Beirut um að honum hefði verið vikið úr her landsins og að hann yrði leiddur fyrir herrétt um leið og til hans næðist fyrir að hafa lýst landamærasvæðið í suðaustur- hluta landsins sjálfstætt og kallað það „Frjálst Líbanon“. Ezer Weizman landvarnarráð- Á hæli vegna einnar rúblu FIMMTUG sovésk nunna, Waleria Makijewa, hefur verið send á heilsuhæli samkvæmt úrskurði dómstóla. Nunnunni var fundið til foráttu að hafa saumað út tilvitnum í nítugasta Davíðs- sálm í belti sitt og selt það síðan fyrir rúblu. Á beltinu mátti lesa: „Drottinn, þú ert okkar eilífa athvarf". Dómstóllinn ákærði hina guðhræddu Makijewu fyrir „ólögleg söluviðskipti“. Það var sovézki Nóbelshafinn Andrei Sakaroff sem skýrði vest- rænum fréttamönnum frá atburðinum og lýsti honum sem „hneysklanlegu broti á trúfrelsi“. 99,9% Egypta með samningnum Kairó, 20. apríl. AP, Reuter. FRIÐARSAMNINGUR Egyptalands og ísraels hlaut stuðning 99,9% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Egyptalandi í gær, en yfir 90% atkvæðisbærra manna greiddu atkvæði. Aðeins 5246 kjósendur af tæplega 11 ínilljón greiddu atkvæði gegn samningunum, að því er innan- ríkisráðuneytið upplýsti í dag. Staða Sadats í Arabaheiminum er talin munu styrkjast nokkuð við það að hann getur nú bent á það, að þjóðin stendur einhuga að baki friðarsamn- ingunum. Begin forsætisráðherra Israels hringdi í Sadat þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og óskaði honum til hamingju með úrslitin. Mikil kosningaþátt- taka í Rhódesíu Salisbury, 20. aprfl. AP, Reuter. TÆPLEGA 60 af hundraði atkvæðisbærra manna höfðu í kvöld greitt atkvæði í þingkosningunum í Rhódesíu, en þær eru hinar fyrstu, þar sem svartir menn jafnt sem hvítir hafa kosningarétt. Síðasti dagur kosninganna er á morgun, laugardag, og þykir sýnt að þátttakan verður ríflega 60%, en það var sú lágmarkstala, sem stjórnin hafði vænzt. Fleiri hermdarverk voru unnin í dag en fyrri kosningadaga og er talið að 27 manns hafi látið lífið af völdum aðgerða skæruliða, sem höfðu heitið að koma í veg fyrir að menn neyttu atkvæðisréttar síns. Meðal þeirra sem létuzt í dag voru þrír blökkumenn, sem stigu á jarðsprengju á leið á kjörstað. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar- innar í Salisbury, en í henni eiga sæti fulltrúar þriggja blökku- mannahreyfinga auk hvítra manna undir forystu lan Smiths, hafa lýst sig mjög ánægða með þátttökuna og telja hana mikil- væga vísbendingu um vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Flugvélar Rhódesíuhers gerðu í dag loftárásir á stöðvar skæruliða í Mozambique og var það í fyrsta sinn eftir að kosningarnar hófust. Amín undirbýr lokaorrustima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.