Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 2 Þyrla varnarliðsins sótti konu á Strandir ÞYRLA varnarliðsins var fengin í gær til að sækja barns- hafandi konu í Árneshrepp á Ströndum. Að sögn óskars Þórs Karlssonar fulltrúa hjá Slysavarnafélaginu barst kl. 10:30 í gærmorgun beiðni frá héraðslækninum í Hólmavík um að sótt yrðj kona að Bæ f Trékyllisvík í Árneshreppi, en hann taldi ráðlegast að konan kæmist sem fyrst á sjúkrahús. Flugvöllurinn á Gjögri var ófær og því var fengin þyrla frá varnarliðinu, en þyrla ,Land- helgisgæzlunnar var stödd á Akureyri. Lenti þyrlan vestra við bæinn um kl. 13:10 eftir að bændur höfðu rutt lausasnjó frá og lýst upp með dráttarvélum, en skyggni var slæmt. Þyrlan var síðan komin til Reykjavíkur aftur kl. 14:40 en í förinni var læknir frá varnarliðinu. Sjúkrabfll flutti konuna á spítala þegar við komuna til Reykjavíkur síðdegis í gær. ingu verði lokið 8. maí YFIRKJÖRSTJÓRN í allsherjaratkvæðagreiðslu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um samkomulagið við ríkisstjórnina hefur verið skipuð og hefur hún þegar lagt helztu línur um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar og hafa kjörstjórnir verið skipaðar. Kjörstaðir á landinu öllu verða 47. I Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi verður kosning með öðrum hætti en annars staðar. Þar munu aðildarfélög BSRB sjá um atkvæðagreiðsluna, en bandalagið mun sjálft annast kosninguna úti á landi í samvinnu við félög á staðnum. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 3. og 4. maí, fimmtudag og föstudag, og mun kjörfundur almennt standa frá klukkan 16 til 19 báða dagana. Utankjörstaðarkosning verður á sktifstofu BSRB frá og með 27. aprfl. Tilhögun atkvæðagreiðslunnar samþykkt samkomulagsins. BSRB. Við höfum þvert á móti var kynnt blaðamönnum á blaða- mannafundi, sem forystumenn BSRB boðuðu til í gær. Þar kom fram að stjórn og samninganefnd BSRB hefur ráðgert mikil funda- höld til þess að kynna samkomu- lagið um aukinn samningsrétt gegn afnámi 3% áfangahækkunar 1. apríl. Fyrstu fundirnir verða í dag í Vestmannaeyjum og Keflavík, en á mánudag verða fundir á Kópavogs-' hæli, Dalvík, Akureyri og þá verður Hjúkrunarfélag íslands með fund í Glæsibæ. Næstkomandi þriðjudag verða fundir í Kleppsspítala, Tollstöðinni, á Akranesi og í Hafnarfirði o.s.frv. Síðustu fundirnir, sem þegar eru ráðgerðir verða miðvikudaginn 2. maí, daginn fyrir fyrri kjördag. Þegar hafa verið haldnir fundir á Austurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Kristján kvað alls ekki óeðlilegt, að skiptar skoðanir væru um slíkt stórmál og hann kvað stjórn BSRB ekkert hafa á móti því að menn gerðu grein fyrir skoðunum sínum. „Við vitum ekki, hve stór hópur þetta er, en í sambandi við mál- flutning þessa hóps og þá sérstak- lega Péturs Péturssonar, þá er það á misskilningi byggt, að við höfum ætlað að einangra málið innan raða stjórnar og samninganefndar skipulagt fundahöld, sem í sjálfu sér eru engin nýlunda innan BSRB,“ sagði Kristján Thorlacius. Á blaðamannafundinum var frá því skýrt að þegar að lokinni at- kvæðagreiðslunni yrði allt gert til þess að flýta talningu svo sem kostur væri og kvað fulltrúi yfir- kjörstjórnar á fundinum, Ágúst Guðmundsson, stefnt að því, að úrslit lægju fyrir eigi síðar en þriðjudaginn 8. maí. Tengdafað- ir Husseins á lslandi HEIMSÞEKKT fólk hefur oft viðkomu á íslandi á ferðum sín- um milli Evrópu og Amerfku, og á sumrin er það algeng sjón að sjá einkaþotur erlendra fyrir- manna og auðkýfinga á Reykja- víkurflugvelli. í gær sáu menn til dæmis hvar þeir ræddu málin fyrir utan Hótel Loftleiðir Agnar Kofoed-Hansen og bandaríski auðmaðurinn Mr. Halaby, en hann er meðal annars kunnur fyrir að vera núverandi tengdafaðir Husseins konungs 1 Jórdaníu og fyrrverandi flugum- ferðastjóri Bandaríkjanna. Höfðu þeir Ágnar og Halaby snætt hádegisverð saman á Hótel Loft- leiðum, en Bandaríkjamaðurinn kemur hér oft við á ferðum sínum milli gamla og nýja heimsins. Flugmálastjóri og tengdafaðir Jórdaniukonungs spjaila saman í sólinni fyrir utan Hótel Loftleiðir í gærdag. LjÓHm.: Kristján. Ásmundur Stefánsson framkvæmdastj. ASI? MIÐSTJÓRN Alþýðusam- bands fslands samþykkti á fundi sínum í gær að bjóða Ásmundi Stefánssyni fyrr- um hagfræðingi ASÍ og lektor við viðskiptadeild Háskóla fslands stöðu framkvæmdastjóra ASÍ. Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, hefur gegnt þessari stöðu um árabil, en í veikindaforföllum Björns Jónssonar, forseta, hefur Snorri starfað sem forseti. Morgunblaðið spurði Ásmund Stefánsson um þetta í gær að loknum miðstjórnarfundinum. Ásmundur sagði, að þetta mál hefði komið upp á miðstjórnar- fundinum í gær. Hann kvaðst ekki Allsherjaratkvæðagreiðsla BSRB: Sjóprófum vegna slyssins í Tungu- fossi var frestað SJÓPRÓF voru haldin í gær vegna vinnuslyssins er varð um borð í Tungufossi þegar maður lézt er bóma féll á hann þar sem hann var við vinnu við uppskipun úr skipinu. Sjóprófum og rannsókn þessa slyss er enn ekki lokið, en Rannsóknarlögregla ríkisins gaf í gær bráðabirgaskýrslu og vinnur áfram að rannsókn. Þá er einnig beðið eftir skýrslum frá Öryggiseftirliti ríkisins og Siglingamálastofnun. Starfsmenn við uppskipun, skipverjar og verkstjóri frá Hamri sem sér um að gera við vindur voru kallaðir til yfir- heyrslu. Fram kom við yfirheyrsl- ur að beiðni lá fyrir frá vélstjóra skipsins um að gert yrði við vindu en hann hafði ekki talið þá bilun valda neinni hættu. Verkstjóri frá Hamri hefði fundið þrennt athugavert í vindunni, en ekki hefur enn komið fram hvort rekjs má slysið til bilunar sem vitai var um eða skyndibilunar, eðí hvort fleiri samverkandi þættii ollu því. Hrafn Bragason borgardómar er forseti dómsins en meðdóm endur eru skipstjórarnir Guð mundur Hjartarson og Pétu: Guðmundsson. hafa haft svigrúm til þess að ræða málið við yfirboðara sína í viðskiptadeild Háskólans. Af þeim sökum vildi hann ekki tjá sig um málið. Ásmundur Stefánsson Á blaðamannafundinum í gær sagði Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B, að með sam- komulaginu hefðu menn náð fram ýmsum atriðum, sem ekki hefði náðst fram áður. Árið 1976 hefði náðst verulegur áfangi, m.a. verk- fallsréttur við gerð aðalkjara- samnings, en þá vantaði mjög mikilvægt atriði, þ.e. að samnings- tímabilið væri samningsatriði. Þetta væri nú eitt meginatriði samkomulagsins, þar sem 2ja ára samningstímabil bundið í logum hefði orðið bandalaginu mikill fjöt- ur um fót í kjarabaráttunni. A kjörskrá við allsherjaratkvæða- greiðsluna nú eru 4000 bæjarstarfs- menn og 10500 ríkisstarfsmenn. Aðrir starfsmenn, sem atkvæðisrétt eiga, munu greiða atkvæði eins og ríkisstarfsmenn. Morgunblaðið spurði Kristján Thorlacius um starfsemi Andófs ”79, sem nú hefði hafið áróður gegn Málning hf. fær lóð í Reykjavík MÁLNING h.f. hefur fengið út- hlutað 16.000 m2 lóð í Reykjavík undir lagerhúsnæði og verk- smiðju. Lóð þessi er á horni Lyngháls og Stuðlaháls. Stefán Guðjohnsen hjá Málningu sagði í samtali við Mbl. bygging lagerhúsnæðisins hæfist í haust eða eftir áramótin. %gg*ng verksmiðjuhúsnæðisins hefst ekki fyrr en seinna en áætlaður byggingartími hennar er 10 ár og sagði Stefán að ráðgert væri að verksmiðjan yrði mjög vel búin tækjum. Stefnt að því að taln- Dæmdir í sex og sjö mánaða fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning NÝLEGA voru kveðnir upp dóm- ar yfir tveimur mönnum, sem gerst höfðu sekir um innflutning fíkniefna á árunum 1976 og 1977, en þar var um að ræða inn- flutning á hassi, amfetamíni og kókaíni. Mennirnir eru báðir 27 ára gamlir. Annar þeirra var dæmdur í 7 mánaða fangelsi og 800 þúsund króna sekt en hinn var dæmdur í 6 mánaða fangelsi og 700 þúsund króna sekt. í báðum tilvikunum var um hegningarauka að ræða, því báðir mennirnir höfðu áður hlotið dóm fyrir fíkniefna- meðhöndlun og hafa þeir að und- anförnu afplánað þá dóma. Dómana kvað upp Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.